Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991 37 Minning: Sigurmon Hart- mannsson, Kolkuósi Fæddur 17. nóvember 1905 Dáinn 1. febrúar 1991 Nokkur orð vil ég rita í minningu um afa minn, Sigurmon Hartmans- son hrossaræktanda í Kolkuósi. Þann 1. febrúar barst mér símtal þess efnis að afi sé látinn. Mann setur hljóðan við slíkar fréttir og um hugann streyma minningabrot frá þeim fjölmörgu sumrum er ég ásamt fleirum dvaldi hjá afa og ömmu í Kolkuósi. Sigurmon var sonur Hartmans Ásgrímssonar og Kristínar Símonardóttur, kaup- mannshjóna í Kolkuósi. Hann gekk að eiga Haflínu Marínu Björnsdótt- ur frá Saurbæ í Kolbeinsdal og áttu þau saman þrjár dætur, Kristínu, Rut og Margréti. Það var eftirsótt að vera í sveit hjá Sigurmoni og Haflínu þvi þar kynntist maður frelsinu best. Sumarstörfin ein- kenndust af því að sinna hrossunum og er ekki að undra því Sigurmon var oft réttilega nefndur hrossarík- astur Skagfirðinga. Ógleymanlegar eru okkur strákunum þær stundir er við rákum hrossin í aðhald til að marka folöldin og síðan var rek- ið á fjall. Vorum við þá með 60-70 hross í rekstri hvert öðru falíegra enda kölluðust við einatt á og bent- um hvorir öðrum á það sem okkur þótti fallegt. Ekki var örðugt að reka slíka rekstra því innan um voru gamlar hryssur sem vissu hvert átti að fara. Jafnan voru farn- ar nokkrar svona ferðir á sumri og þó voru ekki öll hrossin rekin á fjall. Einatt þegar riðið var til hrossa sagði afi okkur sögur tengd- ar þeim hólum og lautum sem farið var fram hjá, ekki var hann sítal- andi en þegar hann byrjaði hélt hann athygli okkar og oft hafði ég það á tilfinningunni að þetta væru sögur sem iiann hafði heyrt hjá forfeðrum sínum í svipuðum ferð- um. Sigurmon tók við góðum kjarna hrossa frá föður sínum og sjálfur sagði hann einatt að Kolkuósshross- in væru afrakstur 200 ára ræktun- ar en engum dylst að Sigurmon tapaði þar engu niður og vann vel úr því sem honum var fengið. Skap- gerðareiginleikar hans eru það sem gerðu hann að miklum hrossarækt- anda, harka og staðfesta til að fylgja löngu markaðri braut rækt- unarinnar ásamt næmu auga fyrir byggingu og hæfileikum hrossanna. í dag halda Kolkuósshrossin nafni hans á lofti ekki einungis hér á Fróni heldur einnig erlendis en hrossin hans eru nú í flestum lönd- um Evrópu við góðan orðstír. Þrátt fyrir þetta lifir Sigurmon ekki í minningu minni sem hrossarækt- andi heldur sem gamli góði afi. Mínar bestu kveðjur sendi ég til ömmu minnar sem nú stendur ein eftir. Með þessum orðum kveð ég hinn aldna höfðingja: Deyr fé, deyja frændr deyr sjalfr it sama; en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. Einar Geir Hreinsson kenna sonum Hartmanns. Veturinn eftir fermingu Sigurmons voru hann og Þorkell um tíma á Hólum, þótt ekki væri stefnt þar að bú- fræðinámi. Þar næstu veturna þrjá var Sigurmon í Gagnfræðaskóla Akureyrar (síðar MA), en vann heima á sumrin. Vorið 1929 fór hann til Danmerkur og vann þar á bóndabýli um sumarið, en var í Kaupmannahöfn fram yfir jól. Það- an lá leiðin til Edinborgar og var hann þar til vorsins 1930. Það sum- ar vann hann við afgreiðslu o.fl. hjá Bílastöð Steindórs, en kom heim í Kolkuós um haustið. í þessari ut- anlandsferð lærði Sigurmon tungu- mál betur og svo kynnti hann sér bústörf, verzlunarstörf o.fl. Það sem um nám hans hefur sagt verið, var sá lærdómsgrunnur, er byggður var fyrir ævistarfíð. Árið 1932 kvæntist Sigurmon Haflínu Björnsdóttur frá Saurbæ í Kolbeinsdal. Þau byrjuðu búskap í félagi við Hartmann, en þar sem heyskapur var of lítill í Kojkuósi, nytjuðu þeir líka jörðina Ásgarð (áður nefnd Langhús) í Viðvíkur- sveit. Eftir að Hartmarm minnkaði bústofn sinn, fjölgaði Sigurmon fé sínu mjög. Hann mun hafa verið fjárflesti bóndinn í hreppnum, unz fjárpestarnar heijuðu á sauðfé bænda. Breytti hann þá um búskap- arhátt og hóf stóðhrossabúskap, stóran í sniðum. Naut hann þá þess góða reiðhestastofns, sem faðir hans hafði ræktað, og þess vegna gekk honum vel að selja tryppin, þó ótamin væru. Á þeim árum var hann talinn mjög vel stæður. í hreppsnefnd Viðvíkurhrepps sat Sigurmon á annan tug ára og var oddviti þeirrar nefndar meirihluta þess tíma. Eftir það gaf hann sig lítið að félagsmálum. Að eðlisfari var Sigurmon félagslyndur, og starfaði mikið í ungmennafélaginu í Óslandshlíðinni. Þá lék hann oft í leikritum, sem félagið færði á svið. Einnig sótti hann dansleika og stundum spilaði hann þar á harmon- iku. Glaður og reifur var hann í góðra vina hópi, sagði brandara og hló hátt. Ávallt var han óvílsamur og lét ekki mótbyr beygja sig. I huga hans bjó alvara, en ekki grimmd. Talinn rakinn efnishyggju- maður, en var þó ekki svo fastheld- inn á sitt sem ýmsir þeir, er telja sig frjálslynda. Oft var hann fljótur að hjálpa öðrum, sem að kreppti. Man ég glöggt hve vel hann brást við, er ég bað hann að hjálpa blá- snauðum hjónum til að kaupa jörð- ina sem þau bjuggu á. Eigandi þeirrar jarðar vildi selja, m.a. til þess að losna við þau. Sigurmon lánaði þeim allt jarðarverðið og þess vegna gátu þau búið þarna áfram og loks eignast kotið. Lysir þetta manninum nokkuð. Síðustu æviárin var Sigurmon á Dvalarheimili aldraðra á Sauðár- króki, þá þrotinn að heilsu og kröft- Um. Þau Haflína og Sigurmon eignuð- ust þijár dætur, Kristínu, Rut og , Margréti. Allar eru þær mannvæn- legar. Ég sendi Haflínu og dætrum hennar og barnabörnum samúðar- kveðjur. Nú þegar Sigurmon er fluttur á land ljóssins, vil ég þakka gömul og góð kynni og sendi honum hug- heila kveðju yfir landamærin. Marteinn Steinsson t KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áðurtil heimilis á Sólvallagötu 24, Keflavík, lést á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, « föstudaginn 8. febrúar. Vandamenn. t Faðir minn, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, VALDIMAR HALLDÓRSSON, Hofsvallagötu 19, lést 24. janúar á Borgarspftalanum. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurborg Valdimarsdóttir, Káre Ásmo, Einar V. Olafsson, Sigríður Skúladóttir, börn og barnabörn. t t Útför JÓHANNS BRIEM listmálara, verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. febrúar 1991 kl. 10.30. Þeir, sem vilja minnast hans, eru beðnir að láta Samband íslenskra myndlistarmanna (minningarsjóð) njóta þess. Elin Briem, Katrín Briem, Hugi Ármannsson, Ólöf Briem, Kári Petersen, Brynhildur Briem, Ólafur Briem, Hugi Baldvin Hugason. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem heiðruðu minningu og sýndu samúð við andlát og jarðarför ÖRLYGS BJÖRNSSONAR frá Örlygsstöðum, Blesugróf 1, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, JennýHansen. t Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu, sem sýndu hug sinn í orði og verki við andlát og útför AGNESARÞÓRÐARDÓTTUR, Stillholti 15, Akranesi, Guðni Björgólfsson, Anna Guðnadóttir, Soffía Þórðardóttir, Skarpheiður Gunnlaugsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORSTEINS LOFTSSONAR bónda, Haukholtum. Oddleifur Þorsteinsson, Elín Kristmundsdóttir, Loftur Þorsteinsson, Hanna L. Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Okkar innilegustu þakkir til þeirra fjölmörgu, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR BJARNADÓTTUR áður húsfreyju á Hömrum. Gunnar Jóhannesson, Kristín Carol Chadwick, Jóhanna Jóhannesdóttir, Ingibjörg Jóhannesdóttir Tönsberg, barnabörn og fjölskyldur þeirra. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður míns, afa og langafa, KRISTINS SÍMONARSONAR fyrrverandi verkstjóra, Stórholti 28. Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfsfólks á deild A-3, Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun. María Kristinsdóttir, Kristján Finnbjörnsson, Kristín Halla Danielsdóttir, GunnlaugurTraustason og barnabarnabörn. Sigurmon Hartmannsson, fyrr- verandi bóndi í Kolkuósi, andaðist 1. febrúar sl. á Sjúkrahúsi Skagfirð- inga. Hann fæddist í Kolkuósi 17. nóv- ember 1905, sonur hjónanna Kristínar Símonardóttur og Hart- manns Ásgrímssonar bónda og kaupmanns í Kolkuósi. Synir þeirra hjóna voru þrír, elztur var Þorkell Björn, hann andaðist tvítugur að aldri, annar í röðinni var Sigurmon og hinn yngsti var Ásgrímur, sem lengi var bæjarstjóri í Ólafsfirði. Hjá foreldrunum hlaut Sigurmon uppeldi sitt og í Kolkuósi átti hann heima alla ævi. Á hans bernsku- árum naut hann tilsagnar á heimili sínu, þar sem jafnan voru fengnir skólagengnir menn, >til þess að Faðir okkar, SIGHVATUR EINARSSON fyrrum bóndi á Tóftum í Stokkseyrarhreppi, lést i Sjúkrahúsi Suðurlands aðfaranótt 7. febrúar. t Maðurinn minn og faðir okkar, séra ÞORSTEINN BJÖRNSSON fyrrverandi Frfkirkjuprestur, lést á Hrafnistu fimmtudaginn 7. febrúar. Sigurrós Torfadóttir og börn. Börnin. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför PÁLU JÓNÍNU PÁLSDÓTTUR, Hofi, Öræfum. Sigrún Bergsdóttir, Páll Bergsson, Guðrún Bergsdóttir, Jórunn Bergsdóttir, Steinunn Bergsdóttir, Guðjón Bergsson, Sigþrúður Bergsdóttir, Helga Bergsdóttir, Þorlákur Örn Bergsson, Bergur Þorsteinsson, Þórður Stefánsson, Þorgerður Dagbjartsdóttir, Bjarni Jónasson, Gísli Oddsteinsson, Bragi Ólafsson, Rúnar Garðarsson, Brynja Kristjánsdóttir. 6WHW

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.