Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 27
 rr».' Nissan Sunny sýndur hjá Ingvari um helgina Bílasýning verður hjá Ingvari Helgasyni h/f við Sævarhöfða nú um helgina, laugardag og sunnu- dag, kl. 2-5. Það nýstárlega við þessa sýningu er, að sýnd verður heil „fjölskyld^", eða að minnsta kosti stór hluti hennar. Það eru 6 mismunandi gerðir af Nissan Sunny, sem kemur nú í alveg nýrri útfærslu og með fleiri afbrigðum en áður. Ódýrasta gerðin er 3 dyra, síðan er 5 dyra hlaðbakur, 4 dyra stallbakur, 5 dyra langbakur með aldrifi, sportbíll auðkenndur með 100 NX og 3 dyra GTI sportbíll. Allir eru þessir bílar með 1600 rúmsm. vélum, 16 ventla. Snæfellsnes: Sumarhús systranna skemmdist mikið Stykkishólmi. MIKIL rigning og hvassviðri var hér síðastliðinn miðvikudag og er talið að vindurinn hafi farið í 9-10 stig. Lögreglan segir að það megi þakka fyrir hversu lítið tjón varð í þessum veðurofsa. Nýi hafnar- garðurinn hefur hlíft bátum í höfninni. Nú er komið í ljós að sumarhús í Sauraskógi í Helga- fellssveit sem systumar á St. Franciskussjúkrahúsinu í Stykk- ishólmi höfðu komið sér upp hef- ur skemmst mikið í fárviðrinu um síðustu helgi. Systurnar höfðu komið sér upp sumardvalaraðstöðu í Sauraskógi. í haust fluttu þær þangað vinnu- skúra sem notaðir voru við við byggingu heilsugæslustöðvarinnar og reistu þá á steyptum grunni. í óveðrinu skemmdist sumarhúsið mikið. Rokið hefur brotið það og skekkt og vatn flætt inn. Systurnar sögðu að húsið þyrfti mikiila við- gerða við ef þær þá á annað borð létu gera við það. Árni Nýhafnarklúbbur- inn tekur til starfa Nýhafnarklúbburinn, sem starfræktur er í samráði við Listasalinn Nýhöfn, tekur til starfa nú í febrúar. Þetta er þriðja starfsár klúbbsins en starfsemi hans byggist aðallega á fyrirlestram um myndlist og verða fyrirlestrar sem hér segir á vorönn 1991: Mánudaginn ll. febrúar, Hrafn- hildur Schram, listfræðingur, „Ungendurreisnin í Flórens". Mánudaginn 4. mars, Hrafnhildur Schram, listfræðingur, „Mynd- höggvarinn Michelangelo". Mánu- daginn 8. aprfl, dr. Gunnar Kvaran, listfræðingur, „íslensk höggmynda- list“. Fyrirlestrarnir verða í Lista- salnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, kl. 20.30. Fyrstu tveir fyrirlestrarnir fjalla um endurreisnina og vöggu hennar Græn tún á miðjum þorra Borg í Mikláholtshreppi. ALLT frá áramótum hafa veður verið válynd svo ekki sé kveðið fastar að orði. Milljónatjón varð vegna veðurs annan janúar. Síðan gekk yfir landið 4. febrúar aftaka- rok sem olli milljónatjóni og ekki eru öll kurl komin til grafar með þann mikla skaða. Það er ekki ástæðulaust þótt landsmenn hafí látið sér um munn fara það sem kryddar stundum móð- urmálið. En mitt í þessum rokaham er líka hægt að sjá ljós í myrkrinu. Nú er kominn miður þorri, jörð svo til klakalaus. Á fimmtudagsmorgun var engu líkara en vorvindar lékju um vanga í sunnangolu og 5-7 stiga hita. Er ekki algengt hér um slóðir að fá slík veður á mðjum þorra né heldur að sjá tún alauð með grænum lit. Páll. Flórens. Þetta efni er valið vegna fyrirhugaðrar ferðar Nýhafnar- klúbbsins til Flórens á vori kom- anda. Þessi ferð er eins og fyrri ferðir klúbbsins skipulögð af Ferða- skrifstofunni Landi og sögu í Bankastræti. Fararstjóri verður Ólafur Gíslason, listfræðingur. Ætl- unin er að fara í byrjun mars ef aðstæður í heiminum leyfa, en allar upplýsingar gefur Ferðaskrifstofan Land og saga. Nýir klúbbfélagar eru velkomnir. Allar nánari upplýsingar í Nýhöfn. (Fréttatilkynning) GEYSILEG ÞATTTAKA - FRÁBÆR UPPSKERA! í vetur gáfum við farþegum okkar kost á að taka þátt (stórskemmtilegri verðlaunasamkeppni, SPELLLIFANDI MINNINGAR. Fólk var beðið um að senda til okkar minningarbrot í formi Ijósmynda, teikninga, myndbanda, Ijóða, laga, frásagna o.s.fr. í boði voru vegleg verðlaun - 10 utanlandsferðir fyrir alla fjölskylduna! Ekki þarf að fjölyrða um að viðtökurnar voru frábærar - miklu betri en við höfðum þorað að vona og inn barst fjöldinn aliur af firna góðum listaverkum. AUGLYSINGAEFNIÐ KEMUR FRA FÁRMGUM- blaðaauglýsingar okkar. Auk þess hafa nokkur listaverk þegar birst í nýútkomnum ferðabæklingi okkar. Fylgist með - þetta er frábært efni! URSUT TILKYNNT15. MARS. Dómnefnd starfar nú á fullu og verða niðurstöður kynntar þann 15. mars. Endurtökum teikinn. í Ijósi hinna frábæru undirtekta sjáum við alls enga ástæðu til annars en að endurtaka þennan skemmtilega leik næsta haust. Þetta er sjálfsagt að hafa á bak við eyrað í fríinu - takið með myndavélina, teikniblokkina, skrifblokkina eða gítarinn. Það er aldrei að vita hvenær andinn kemur yfir mann í skemmtilegri ferð! Myndbönd í sjónvarps- auglýsingum — myndir og Ijóð í blöðum og í bæklingi. Á næstu dögum og vikum geta landsmenn séð óborganleg sýnishorn úr myndbandasafni farþega okkar í auglýsingatímum sjónvarps- stöðvanna og Ijóð og myndverk munu prýða Samvinniiferðir-Lanilsj/n Reykjavík: Austurstræti 12. S. 91 - 691010. Innanlandsferðir. S. 91 -“69 10 70. Póstfax 91 - 2 77 96. Telex 2241. Hótel Sögu við Hagatorg. S. 91 - 62 22 77. Póstfax 91 - 62 39 80. Akureyri: Skipagötu 14. S. 96 - 27 200. Póstfax 96 - 2 75 88. Telex 2195. VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.