Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 20
20 teei íiAúaaín .e auoAaaAOUAJ aiaAjaviuoaoM MÖRGÚNBMÐIÐ' LAUGAKdAGUR 97TEBKÚAETMT-' Skotpallur fyrir ScuíEeld- flaugar eyðilagður í Irak Harðar loftárásir á borgir og önnur skotmörk í Suður-Irak FYRIR BQTNI PERSAFLOA _ an ísraelska hersins sagði að til- raunir heittrúaðra múslima til að fara yfir landamærin frá Jórdaníu til ísraels í árásarferðir hefðu auk- ist mjög síðari hluta síðasta árs. * Israel: Jórdanskir hryðjuverka- menn skotnir til bana Jerúsalem. Reuter. ÞRÍR Jórdanir, sem laumuðu sér inn í ísrael, réðust á lang- ferðabíl fullan af ísraelskum hermönnum í gær, að sögn öryggis- yfirvalda. Jórdanirnir féllu og fjórir ísraelskir hermenn særðust í skotbardaga. „Þrír hryðjuverkamenn, sem laumuðu sér inn í Israel, voru felldir í morgun eftir að þeir réðust á bíl nálægt Tsukim-vegamótunum,“ sagði í yfirlýsingu hersins. „ísraelsk her- sveit sem kom á staðinn elti hryðjuverkamennina, til skotbardaga kom og Jórdanirnir féllu.“ Árásin var gerð snemma í gær- morgun nálægt Be’er Menucha, um 100 km fyrir norðan bæinn Filat við Rauða hafið á þjóðvegi sem ligg- ur meðfram landamærunum að Jórdaníu. Jórdanimir hentu hand- sprengju, sem aldrei sprakk, að bflnum og skutu síðan á hann. Avner Danoch langferðabflstjóri sagðist hafa lent í miðri skot- hríðinni milli hermannanna og Jórd- ananna með farþega sína. „Við komum að vegartálma þar sem herbifreið var fyrir og hermenn sem lágu við veginn. Nokkrir langferða- bflar voru þar, fimm þeirra voru fullir af hermönnum. Ég sagði far- þegunum að fara úr bflnum og við lögðumst niður í lægð fyrir neðan veginn og þeir skutu rétt fyrir ofan höfuðin á okkur... Hermenn komu loksins og skutu hryðjuverkamenn- ina þrjá til bana," sagði Danoch. Þetta var í annað skipti síðan stríðið við Persaflóa hófst og þriðja skiptið á árinu sem Jórdanir smygla sér inn í ísrael. Heimildarmenn inn- Schwarzkopf yfirhershöfðingi: Saddam illafarinn Riyadh, Haag. Reuter. BANDARÍSKAR herflugvélar réðust á skotpall fyrir Scud-eld- flaugar í írak í gærmorgun og eyðilögðu hann ásamt flaug sem var í skotstöðu. Skömmu áður höfðu írakar skotið Scud-flaug frá hreyfanlegum palli rétt hjá að höfuðborg Saudi-Arabíu, Riyadh, en henni var eytt með Patriot-gagnflaug og olli engu tjóni. Flugmönnunum tókst ekki að fínna hreyfanlega pallinn vegna lélegs skyggnis. Alls hafa írakar skotið 29 flaugum á Saudi-Arabíu og öðrum 29 á ísrael en flestar hafa verið skotnar niður með Patriot-flaugum. Flugvélar banda- manna réðust einnig á þijá Scud- palla í vesturhluta Iraks sem not- aðir hafa verið til eldflaugaárása á ísrael en ekki er vitað um árang- urinn af árásunum. Heimildar- menn í herliði bandamanna segja að ekki sé lengur lögð áhersla á að eyða föstum skotpöllum, þeir séu fáir eftir og erfitt að finna þá auk þess sem Irakar virðist nær eingöngu nota hreyfanlega palla. Stjómvöld í Hollandi skýrðu frá því í gær að þau hygðust verða við ósk ísraelskra yfirvalda og senda þeim átta skotpalla fyrir Patriot-flaugar ásamt tæknimönn- um er kenna eiga ísraelum að nota vopnin. Eldflaugaárásimar á ísrael em sagðar hafa eflt stuðn- ing almennings í Hollandi við að- gerðimar gegn írökum en Hol- lendingar hafa tvö herskip og eitt birgðaskip á Persaflóa. Þeir hafa einnig sent Tyrkjum Patriot- og Hawk-vamareldflaugar en Tyrkir óttast að Saddam Hussein hefji árásir á borgir í suðurhluta lands- ins til að hefna fyrir aðstoð lands- ins við fjölþjóðaherinn. Flugvélar bandamanna héldu áfram hörðum árásum stöðvar ír- aka í suðurhluta landsins aðfara- nótt föstudags. íranska fréttastof- Reuter Að lokinni háskalegri árásarferð Bandarískur flugmaður hugar að væng þotu frá loftvamabyssum íraka en flugmennirnir sinnar sem skemmdist alvarlega er hann komust þó heilu og höldnu aftur til Saudi- gerði loftárás á írak. Þotan varð fyrir skothríð Arabíu. á taugum Evrópubandalagið: Efnahagsbandalag við Mið- austurlönd að stríði loknu Washington. Reuter. ÝMISLEGT bendir til þess að sumir írösku flugmannanna sem flugu vélum sínum til Irans hafi verið liðhlaupar, að sögn bandaríska hershöfðingjans Normans Schwarzkopfs, yfir- manns fjölþjóðaheijanna við Persaflóa. Hann segir orðróm á kreiki um að sumir þeirra hafi áður reynt að varpa sprengjum á bústað Saddams Husseins for- seta sem sé orðinn illa haldinn á taugum og neyti róandi lyfja. „Við höfum fengið vitneskju um það frá nokkrum heimildarmönnum að hann hafí fyrir nokkru verið orðinn svo illa haldinn vegna þróun- ar mála að hann hafí verið að falla saman. Nauðsynlegt hafí reynst að kalla á hóp lækna og þeir gæfu honum róandi lyf," sagði Schwarz- kopf um ástand Iraksforseta. Ummæli Schwarzkopfs féllu í sjónvarpsviðtali á fimmtudag og sagðist hann halda að enn væri of snemmt að fullyrða nokkuð um það hvort nauðsynlegt yrði að hefja hemaðaraðgerðir gegn írökum á landi. Hann sagðist viss um að loft- árásimar á hersveitir Lýðveldis- varðarins í suðurhluta íraks hefðu valdið þeim miklu tjóni þótt hann vildi ekki fullyrða að þær væru ekki lengur bardagahæfar. Tryggja verður að deilumál verði útkljáð á friðsamlegan hátt Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgqinblaðsins. Á AUKAFUNDI Evrópuþingsins í Brussel í vikunni gerði Abel Matutes sem fer með málefni Miðjarðarhafsríkjanna innan fram- kvæmdastjómar Evrópubandalagsins (EB) þingmönnum grein fyr- ir umræðum innan EB um hvað hugsanlega tæki við eftir að styrj- öldinni við Persaflóa lýkur. Matutes sagði mikilvægast að koma á eðlilegum samskiptum á milli ríkjanna fyrir botni Miðjarðarhafs- ins og tryggja þeim leiðir til að útkljá deilumál á friðsamlegan hátt. Evrópuþingið boðaði til auka- fundarins til að ræða annars vegar ástandið í Eystrasaltsríkjunum og hins vegar stríðið við Persaflóa. Matutes lagði áherslu á að EB yrði að vera undir það búið að leggja eitthvað að mörkum friðar og öryggis þegar ófriðurinn væri úti. Komið hefði til tals að hvetja til stofnunar efnahagsbandalags ríkjanna við Miðjarðarhaf og í Mið- Austurlöndum að fyrirmyrid EB. En forgangsverkefni yrði að koma á eðlilegum samskiptum ríkjanna á svæðinu og tryggja jafnvægi á milli þeirra sem mestu máli skiptu. Ná yrði fram gagnkvæmri viðurkenn- íngu á landamærum og fullveldi allra ríkjanna auk þess sem minni- hlutahópum yrði tryggður sjálfs- ákvörðunarréttur á grundvelli lýð- ræðis. Stefna yrði að náinni pfna- hagslegri samvinnu og pólitísku samstarfí, jafnvel til langs tíma. Matutes mælti og með hugmynd ítala og Spánveija um ráðstefnu um öryggi og samvinnu við Miðjarð- arhaf og í Mið-Austurlöndum á grundvelli Ráðstefnunnar um ör- yggi og samvinnu í Evrópu (ROSE). I ljósi þess að umtalsverður hluti hergagna íraka væri keyptur í Vestur-Evrópu væri ljóst að al- menningsálitið krefðist takmarkana á vopnaverslun í framtíðinni. í umræðum létu þingmenn í ljósi efa- an IRNA sagði að varpað hefði verið sprengjum á hafnarborgina Basra, Abul Khasif, Faw, Zubay- er, Nasiriyah og fleiri svæði. 20 gríðarlegar sprengingar hefðu heyrst alla leið til Khorramshahr í íran, þar sem hús hefðu skolfið, og Abadan. Virtist sem banda- menn beittu bæði flugvélum og eldflaugum. Bandaríkja- stjórn biður Norðmenn um aukna aðstoð Ósló. Reuter. Bandaríkjamenn hafa beðið Norðmenn að láta meira fé af hendi rakna til aðgerðanna við Persaflóa, að sögn talsmanns norskra stjórnvalda í gær. Hann neitaði að skýra frá því hve mikla fjárhæð hefði verið farið fram á; Bandaríkjastjórn vildi ekki að tölur yrðu gefnar upp. „Við erum ekki að ræða um bein- an fjárstuðning við hemaðarað- gerðimar," sagði Per Ame Bjerke, talsmaður Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra. „Þetta verður að- stoð til mannúðarstarfa." Norðmenn hafa til þessa stutt aðgerðirnar með sem svarar tæpum tíu milljörðum ÍSK og hefur féð að mestu farið til ýmissa mannúðar- mála. Einnig hafa Norðmenn sent eldsneyti og strandgæsluskip sem tekið hefur þátt í að halda uppi hafnbanninu á íraka. Tekjur Norð- manna af olíusölu hafa hækkað mjög vegna verðhækkana á alþjóða- mörkuðum eftir að írakar réðust inn í Kúveit. semdir um að EB gæti gert eitt- hvað frekar í málinu, bandalagið væri ekki í stakk búið til afskipta við Persaflóa og annmarkar þess hefðu berlega komið í ljós á síðustu vikum. Þetta varð mörgum þing- mönnum tflefni til að hvetja til enn nánara stjórnmálasamstarfs innan EB þannig að bandalagið gæti gert sig gildandi í framtíðinni. Tryggja yrði að EB gæti eftir pólitískum leiðum eða jafnvel sem herveldi staðið vörð um frið og öryggi. I umræðunum var lögð áhersla á að vandamál Mið-Austurlanda væru pólitísk og þau yrði að leysa á þeim vettvangi, ráðstefna um málefni Palestínumanna og ísraela væri óhjákvæmilegur liður í þeirri viðleitni. Saddam Hussein yrði ekki sigraður í styijöld heldur myndi friðurinn bera hann ofurliði. Þess vegna bæri að krefjast vopnahlés sem fyrst. Spumingin væri ekki um að einhver bjargaði andlitinu heldur um að bjarga mannslífum. Tyrkland: Sprenging í garði NATO- stjórnstöðvar Istanbúl. Reutcr. SPRENGJA sprakk í garði byggingar sem hýsir stjórnstöð á vegum Atlantshafsbandalags- ins (NATO) í tyrknesku hafnar- borginni Izmir á fimmtudags- kvöld. Enginn slasaðist og skemmdir voru litlar. Fyrr um daginn var bandarískur starfs- maður við herflugvöllinn í Inc- irlik skotinn til bana af óþekkt- um tilræðismönnum. Öfgasamtök vinstrisinnaðra byltingarmanna, Dev-Sol, hafa lýst báðum tilræðunum á hendur sér og sagt að þau hafí verið gerð til að mótmæla „innrás heimsvalda- sinna í Mið-Austurlönd“. Banda- rískar herflugvélar hafa farið í árásarferðir gegn írökum frá flug- vellinum í Incirlik. Um tylft sprengjutilræða hefur verið gerð í Ankara, Istanbúl, Izmir og Adana undanfama daga og hafa þrír menn slasast auk þess sem tjón hefur orðið á húsum og bílum. Tyrkir báðu í vikunni stjórnvöld í Bagdad að kalla um þriðjung 75 íraskra stjórnarerindreka heim frá landinu. Frá því að bandamenn hófu árásir á stöðvar íraka 17. janúar sl. hafa verið gerðar a.m.k. 72 árásir á skotmörk bandamann- aríkja víða um heim og hafa fjórir menn farist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.