Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1991 Reuter Fylgst með mótmælum Nokkrar múslimakonur fylgjast úr glugga sínum með mótmælaað- gerðum í Amman í gær sem samtökin „Bræðralag múslima" geng- ust fyrir. Nokkur hundruð félagar i samtökunum fóru í göngu til að láta í ljós stuðning við Saddam Hussein íraksforseta. Viðbrögð Bandaríkjamanna við ræðu Husseins Jórdaníukonungs: Jórdanir segja end- urskoðun aðstoðar- innar ástæðulausa Amman. Reuter. JÓRDANIR brugðust í gær ókvæða við fregnum um að Banda- ríkjastjórn væri að endurskoða aðstoð sína við þá eftir harða gagnrýni Husseins Jórdaníukonungs á loftárásir bandamanna á Irak. Basil Jardaneh, fjármálaráðherra Jórdaníu, sagði þessar aðgerðir ástæðulausar með öllu. Bandarískir embættismenn sögðu í fyrradag að þeir væru að endurskoða hernaðar- og efna- hagsaðstoð Bandaríkjanna við Jórdani vegna ræðu Husseins. Konungurinn fór þar hörðum orð- um um loftárásir bandamanna á Irak, sakaði þá um ástæðulaus dráp á konum og börnum og sagði þá stefna að því að tortíma írak. Hussein hefur haft náin sam- skipti við stjórnvöld á Vesturlönd- Rottur hrjá Eyðimerk- urrotturnar N-austurhiuta Saudi-Arabíu. Reuter. ROTTUGANGUR veldur breskum hermönnum í eyðimörk Saudi-Arabíu miklum vandræðum; dýrin valda stórskemmdum og fá ráð eru til varnar. Liðsmenn i einum her- flokknum segja rotturnar hafa nagað í sundur ólar úr sterkum vefnaði og- útvarpsleiðslur, einnig úðað í sig filmurúllum, brjóstsykri og súkkulaði. Her- mennimir sofa í sandbyrgjum sem klædd eru sterkum gervi- efnum og segldúk en rotturnar tæta allt í sundur. „í nótt end- urbættum við varnimar og fylltum upp í öll göt en en þær gerðu sig samt heimakomnar og hámuðu í sig magatöflu- pakka eins hermannsins,“ sagði fréttamaður á staðnum. Þess má geta að ein af stór- deildum Breta í Saudi-Arabíu, sjöunda brynvarða stórdeildin, hefur lengi gengið undir gælu- nafninu Eyðimerkurrotturnar. STARFSMAÐUR utanríkisráðuneytis Litháens segir í samtali við sovésku fréttastofuna Interfax að sovésk stjórnvöld beiti miklum þrýstingi til að hindra að Ungverjar, Pólveijar og Tékkar auki tengslin við Litháa. Interfax, sem er óháð sovésk fréttastofa, hef- ur fylgst náið með Litháensmálinu og blaðamaður hennar segir að í sovéska utanríkisráðuneytinu búist menn ekki við því að á næst- unni gerist neitt nýtt er varði samskipti Litháens og Islands. um og reynt að halda landi sínu hlutlausu í stríðinu fyrir botni Persaflóa. Því hefur hann hingað til gagnrýnt bæði innrás íraka í Kúveit og liðsflutninga banda- manna til Saudi-Arabíu. ísraelar og nokkrir stjórnmála- menn í Bandaríkjunum hafa gagn- rýnt ræðu Husseins, þar sem hann fór fögrum orðum um íraka, og túlkað hana þannig að konungur- inn hafi snúist á sveif með írökum í stríðinu. Hins vegar má telja öruggt að almenningur í landi hans hafi tekið ræðunni vel. Loft- árásir bandamanna á þjóðveginn frá Bagdad til Amman hafa orðið jórdönskum vörubílstjórum að bana og kynt undir andúð á Bandaríkjamönnum á meðal Jórd- ana. „Ummæli konungsins voru ætluð Jórdönum en því miður bár- ust þau Bandaríkjamönnum til eyrna,“ sagði jórdanskur embætt- ismaður. Basil Jardaneh sagði viðbrögð Bandaríkjastjórnar óljós. Ekki væri vitað hvort hún kynni að aft- urkalla aðstoðina, draga úr henni eða fresta. Háttsettur embættis- maður í Amman sagði að Banda- ríkjastjórn hefði tekið aðstoðina til endurskoðunar fyrir nokkrum mánuðum og frestað 55 milljóna dala aðstoð, sem Jórdanir höfðu búist við á árinu. Stjórnarerindrekar í Amman sögðu að George Bush Bandaríkja- forseti hefði skilning á vanda Husseins, en þeir hafa lengi verið vinir. James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði að í reynd ættu Bandaríkjamenn ekki annars úrkosti en að styðja kon- unginn. Bandaríkjamenn veittu Jórdön- um 85,6 milljóna dala aðstoð í fyrra. Starfsmaður utanríkisráðuneyt- is Litháens, Ritas Zabelskas, sagði í samtali við Interfax að Litháar áformuðu að setja á stofn upplýs- ingaskrifstofur á Norðurlöndum meðal annars á íslandi til viðbótar við skrifstofurnar í Ósló og Kaup- mannahöfn. Þessar upplýsinga- skrifstofur megi líta á sem undan- fara sendiráða erlendis. En þær gegni ekki ennþá neinu dipl- ómatísku hlutverki. Zabelskas segir að áform séu uppi um að opna upplýsingaskrifstofur í Prag, Búdapest og Varsjá. Hins vegar geri utanríkisráðu- neyti Sovétríkjanna allt sem það geti til að hindra slíkt. Til dæmis hafi mikill þrýstingur sovéskra stjórnvalda neytt yfirvöld í Ung- veijalandi og Póllandi til að falla frá áformum um að opna skrifstof- ur í Vilnius. í samtali við Interfax neitaði sovéska utanríkisráðuneyt- ið því að það stæði fyrir þrýstingi af þessu tagi. Blaðamaður Interfax var spurð- ur hvort sovéskir íjölmiðlar hefðu birt fréttir fréttastofunnar af sam- skiptum Litháens og íslands, t.d. viðtal fréttastofunnar við Ólaf Egilsson sendiherra íslands f Moskvu. Sagðist blaðamaðurinn ekki hafa orðið var við það. Ein- ungis hefði verði skýrt frá frétta- mannafundi Vítalíjs Tsjúrkíns, talsmanns sovéska utanríkisráðu- neytisins, síðastliðinn miðvikudag þar sem hann kynnti mótmælaorð- sendingu þá sem sendiherra ís- lands var afhent. Blaðamaður Interfax hafði það eftir heimildarmönnum sínum í Holland: sovéska utanríkisráðuneytinu að þeir byggjust ekki við því að neitt nýtt gerðist á málinu á allra næstu dögum. Mótmælaorðsendingin hefði vissulega ekki nægt til að stöðva íslendinga en framhaldið tæki sinn tíma. Einnig hefðu þeir virst án- ægðir með frásagnir Interfax sem hefði fjallað um málið frá öllum hliðum. Sprengjuárásin á bústað Majors: Leitín að tilræðis- mönnunum kann að taka mörer ár Lundúntim. Reuter. V—7 BRESKA lögreglan stöðvaði í gær vegfarendur á leiðinni milli Traf- algar-torgs og þinghússins í Lundúnum til að leita vísbendinga í leitinni að liðsmönnum Irska lýðveldishersins (IRA), sem reyndu að ráða John Major, forsætisráðherra Bretlands, og stríðsráðuneyti hans af dögum í fyrradag. Á sama tíma ræddu sérfræðingar og stjórnmálamenn hvernig bæta mætti öryggisgæsluna á Whitehall, götu sem ýmsar opinberar byggingar standa við. Sérfræðingar sögðu að leitin að tilræðismönnunum gæti staðið í áraraðir. Scotland Yard óskaði eftir upp- lýsingum frá almenningi um sendi- bifreið tilræðismannanna og tvo menn sem sáust flýja af vettvangi á vélhjóli áður en þremur sprengjum var varpað að bústað forsætisráð- herrans. Talsmaður lögreglunnar sagði að fólk hefði brugðist mjög vel við beiðninni og fjölmargir sjón- arvottar hefðu gefið sig fram. Kenneth Baker, innanríkisráð- herra Bretlands, sagði að öryggis- gæslan við Whitehall og Westminst- er í hjarta borgarinnar yrði tekin til endurskoðunar. David Capitan- chik, prófessor við Aberdeen- háskóla og sérfræðingur í starfsemi hryðjuverkasamtaka, lagði til að bannað yrði að leggja bifreiðum á svæðinu. Annar sérfræðingur á þessu sviði, Frank Brenchley, sagði , hins vegar að umferðartakmarkanir kæmu ekki í veg fyrir að hryðju- verkaárásir. Brenchley sagði einnig að leitin að tilræðismönnunum gæti staðið í áraraðir. Þegar talsmaður lögregl- unnar var spurður hversu lengi rannsóknin gæti staðið benti hann á að það tók tvö ár að hafa uppi á Patrick Magee, félaga í IRA sem handtekinn var fyrir sprengjuárás- ina á hótel í Brighton er flokksþing Ihaldsflokksins var haldið þar árið 1984. Lögreglan leitaði einnig í rúm tvö ár að öðrum hryðjuverkamanni IRA, Patrick Sheeby, sem fannst síðan látinn á írlandi í janúar. Talið er að hann hafi framið sjálfsmorð. Þúsundir vindmyllna reistar fram til aldamóta Amsterdam. Reuter. HOLLENSKA rikisstjórnin undirritaði á miðvikudag samn- ing við héraðsstjórnir landsins þar sem kveðið er á um bygg- ingu fleiri vindmyllna en gerst hefur síðan á 17. öld, að sögn talsmanns yfirvalda. Til viðbótar um 1.000 hefð-" bundnum viðarvindmyllum, sem standa á víð og dreif um landið, munu brátt rísa um 3.000 nýjar 30 m háar málmvindmyllur. „Héruðin sjö hafa samþykkt að byggja nógu margar vindmyllur — eða 2-3.000 — til að hægt verði að framleiða 1.000 mW af raf- magni fyrir lok aldarinnar," sagði Maijá van Giezen, talsmaður um- hverfisráðuneytisins. 300 hollenskar vindmyllur framleiða nú rafmagn og fá eig- endur þeirra opinbera styrki sem nema muninum á þvi sem það kostar að framleiða rafmagn með vindmyllum og hefðbundnum orkugjöfum. GUÐRÚN ARNARDÓTTIR ÍSLANDSMEISTARI í GRINDAHLAUPl ••• Rauttnef erlyldnaðárangri Sala rauöa nefsins er fyrir lokaátak húsbyggingar Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra. • SEM-hópurinn. Litháar saka sovésk sljórnvöld um að beita A-Evrópiu’íld þrýstingi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.