Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 11
ropr o ínoAnflADHA.T HTPA IHvnjHHOT/ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1991 ÍRIS ELFA _____Myndlist_______ EiríkgrÞorláksson Það er alltaf vor á íslandi þegar ungt listafólk heldur sína fyrstu einkasýningu. Ekki vegna þess að vorið sé eina árstiðin fyrir slíkar sýningar, heldur vegna þess að með þeim kemur nýr blær inn í listheim- inn, og jafnframt fæst enn og aftur staðfesting á því að andlegar vonir blunda einnig meðal yngstu ■ hópa þjóðfélagsins. Það er alltaf nokkur von til að hér verði sköpuð góð myndlist og menningarverðmæti í framtíðinni á meðan þjóðin er ekki öll sokkin á kaf í efnahagsumræð- una, vísitölurnar og prósentubrotin. í neðri sölum Nýlistasafnsins stendur nú yfir fyrsta einkasýning írisar Elfu Friðriksdóttur. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem verk henn- ar koma fyrir augu almennings, því hún hefur tekið þátt í ýmsum sam- sýningum allt frá 1985. íris Elfa stundaði nám í textíldeild Mynd- lista- og Handíðaskóla Islands 1980-84, og fylgdi að því loknu í fótspor margra ungra listamanna hér á landi og hélt til framhalds- náms við Jan van Eyck Akademie í Maastricht í Hollandi. Hún hefur síðan gefið sér góðan tíma til að þreifa fyrir sér í myndlistinni, og þegar loks er komið að því að halda einkasýningu hefur textílvinnan vikið fyrir höggmyndinni. Uppstaðan í verkum írisar Elfu á sýningunni er járnið, burðarás heimsmenningarinnar. En það er ekki hinn spengilegi, fægði og sterklegi málmur sem heillar hana, heldur hið lúna, þreytta og ryðgaða brotajám, sem hafði lokið sínu hlut- íris Elfa Friðriksdóttir. verki og átti lítið annað í vændum en að verða uppfyllingarefni eða hráefni í bræðsluofnana á ný, þegar listakonan kom til skjalanna og helgaði því nýtt hlutskipti. Járninu hefur hún steypt saman við polyester og plast, og myndað þannig nýja heima, þar sem ávext- ir, fiskar og blóm spinna saman nýjar heildir. Þar sem ekkert er gert til að fela efnið eða gæða það öðru lífi en eðlileg áferð þess ber með sér, kemur fallvaltleiki lífsins og varanieiki dauðans fljótt upp í huga áhorfandans þegar gengið er milli verkanna. Þau eru fastmótuð og endanleg, og þrátt fyrir lífræn form virka myndimar lífvana með öllu. Þannig læðir listakonan að nánum tengslum lífs og dauða í framsetningunni, á meðan við- fangsefnin leita eftir hinu létta og jafnvel fínlega í tilverunni. Titlamir virðast einnig aðstoða við að koma þessum tengslum til skila, því þeir vísa flestir til hins tvíræða í þessu samhengi. Listakonan kemur vel frá þessari frumraun sinni, og stendur ágæt- lega á eigin fótum. Verði framhald á, má vænta þess að sýningar henn- ar í framtíðinni verði tilhlökkunar- efni fyrir listunnendur. Einn skugga ber þó á. í fjölmiðlum hafa birst nokkur viðtöi við listakonuna, þar sem hún Ijallar í einlægni um list sína og viðfangsefni, og eru þetta mjög fróðlegar upplýsingar fyrir sýningargesti. A sýningunni sjálfri er hins vegar ekkert, sem veitir slíka innsýn í listhugsun hennar; þar er einungis í boði ljósritað blað með þurri upptalningu fyrri sýninga og verka í sölunum. Það hefði verið vel þegin viðbót, ef íris Elfa hefði látið fylgja örstutt ávarp til gesta um viðfangsefni sín, viðhorf og vonir. Slíkt gefur sýningarskrám heimildagildi og auðveldar listunn- endum að fylgjast með þróun og þroskaferli listamanna. — Það þarf ekki þykka, glansandi og litprent- aða bók til að sýningarskrá geti borið það nafn með sóma. Þetta er síðasta sýningarhelgi í Nýlistasafninu, en sýningu írisar Elfu lýkur sunnudaginn 10. febrú- ar. iseppo Ruohonen Ruthild Engert-Ely Sinfóníutónleikar Tónlist______________ JónÁsgeirsson Á áskriftartónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands sl. fimmtudag voru fiutt tvö verk, það fyrra, Ham- skipti eftir Richard Strauss og hið síðara, Jarðarljóð eftir Gustav Mahler. Einsöngvarar í Jarðarljóð- um voru Ruthild Engert-Ely alt- söngkona og Seppo Ruohonen ten- orsöngvari en stjórnandi tónleik- anna var Petri Sakari. Hamskipti eða ummyndanir samdi Strauss við lok heimsstyij- aldarinnar síðari og er það mikið harmljóð, þrungið af trega og sárs- auka. Víða bregður fyrir stefbroti úr sorgarmarsi Eroicasinfóníunnar eftir Beethoven en undir lokin er ofinn úr stefínu kontrapuntískur tónbálkur, þar sem treginn nær hápunkti, eins og rísi til hæða í bæn og nístandi kvöl. Verkið var mjög vel leikið og náði Sakari að draga fram dökkan tregann, sárablíða angurværð og himinhróp- andi sársaukann í stórkostlegu uppgjöri hins aldna snillings. Síðara verk tónleikanna er einn- ig eins konar uppgjör listamanns- ins, en sprottið upp úr þeirri vissu að hann sjálfur ætti skammt eftir. Hann leitar sér huggunar í þýðing- um á kínverskum ljóðum, sex tals- ins, og bætir þar ögn við, sem hon- um þykir á vanta. Jarðarljóð Mahl- ers er áhrifamikið sinfónískt verk og er honum stundum svo mikið niðri fyrir að tekur til hjartans. Leikrænu þættirnir, 1., 3. og 5., voru sungnir af Seppo Ruohonen, sem hefur volduga en nokkuð „þunga“ tenorrödd og flutti hann t.d. Vordrykkjuna (5. kafla) mjög vel. Heimspekilegu þættirnir, 2., 4. og 6., voru fluttir af altsöngkon- unni Ruthild Engert-Ely. í þeim er fjallað um einsemdina, fegurð mannlífs og náttúru og kveðju- stundina sem ekki verður umflúin, en í fullri sátt, því: „Hvarvetna grær hin góða jörð á vori á nýjan Ieik og blána bjartir geimar um eilífð ... eilífð ... eilífð.“ Síðasti og áhrifamesti kafli verksins var sérlega vel fluttur af Ruthild Engert-Ely. Þá var hljóm- sveitin mjög góð og auðfundið að bæði hljómsveitarstjórinn Petri Sakari og hljómsveitin fundu sig í þessu einstæða og fagra verki. Sumir liílar eni betri en atrir Honda Accord EX 2,0 1991 kostar aðeins frá kr. 1.360.000. Þessi bíll er ríkulega útbú- inn og m.a. með aukabún- að eins og rafdrifnar rúð- ur, rafstýrða spegla, hita í sætum, vövkastýri/velti- stýri, samlæsingar, samlita stuðara, útvarp/segulband og margt fleira. Honda Accord er margfaldur verðlaunabíll og hlaut Gullna stýrið í Þýskalandi. í ár var Honda Accord kosinn bíll ársins í sínum flokki í Bandaríkjunum og þar var hann einnig mest seldi bíllinn síðustu tvö ár. Við bjóðum sérlega hag- stæð greiðslukjör þar sem aðeins þarf að greiða 25% út og afganginn á allt að 36 mánuðum. ÍHONDA BÍLASÝNING í DAG FRÁ KL. 13-17 Komið sjáið og sannfærist að hér er á ferðinni frábær bíll. ÍHONDA HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.