Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1991 19 Einleikstónleikar á vegum Myrkra músíkdaga: Hef ekki viljað sérhæfa mig 1 einni tegund tónlistar - segir Edda Erlendsdóttir pianóleikari Edda Erlendsdóttir píanóleikari heldur einleikstónleika á vegnm Myrkra músíkdaga í íslensku óperunni á morgun. Edda kemur hingað til lands frá Frakklandi þar sém hún hefur verið búsett undanfarin sautján ár. Á tónleikunum á morgun mun hún aðallega flytja nútíma- tónlist en á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir þrjú íslensk tónskáld og fjögur erlend. Tónleikarnir hefjast kl. 17:00. Edda Erlendsdóttir lauk einleik- nema verkin eftir Franz Liszt sem araprófi frá Tónlistarskólanum í samin voru í kringum 1885 en þau Reykjavík árið 1973 en stundaði eru mjög nútímaleg og voru bylting- síðan nám við Tónlistarháskólann í París og lauk þar námi árið 1978. Hún hefur haldið tónleika hér á landi og á hinum Norðurlöndunum, einnig í Frakklandi, Sovétríkjunum, Banda- ríkjunum og víðar. Edda starfar nú sem kennari við Tónlistarháskólann í Lyon í Frakklandi og er búsett í París. Á tónleikunum á morgun mun Edda flytja verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Leifs, Pierre Boulez, Miklos Maros, Franz Liszt og Alban Berg. Auk þess mun hún flytja verk eftir Atla Ingólfsson, sem aldrei hefur verið flutt hér á landi áður en verkið samdi Atli sérstak- lega fyrir Eddu í París á síðasta ári. „Við Atli höfðum nána samvinnu á meðan hann var að semja verkið. Hann samdi og bar undir mig ýmis atriði. Ég æfði það svo og frum- flutti á tónleikum í Svíþjóð í fyrra. Þetta var ákaflega skemmtilegt en ég hef aldrei haft svo mikið sam- starf við tónskáld áður,“ sagði Edda í samtali við Morgunblaðið. „Meirihluti verkanna sem ég mun flytja á morgun er tiltölulega nýr arkennd á sínum tíma. Verk Albans Bergs og Jóns Leifs eru jafnframt í eldri kantinum en þau voru samin í byrjun aldarinnar. Edda hélt sína fyrstu einleikstón- leika á Kjarvalsstöðum í janúar fyr- ir tíu árum og segist því standa nú á nokkurs konar tímamótum þar sem hún líti yfir farinn veg. Eitt verkið sem Edda flytur á tónleikunum á morgun, verk Albans Bergs, flutti hún jafnframt á tónleikunum fyrir tíu árum. „Ég reyni að hafa mjög breitt verkefnaval og hef alls ekki viljað sérhæfa mig eingöngu í nútímatón- list eða klassískri. Að undanförnu hef ég verið að æfa þessi nýju verk en þegar ég kem út aftur mun ég fara að æfa verk eftir Mozart, Haydn og C.P.E. Bach fyrir tónleika í Frakklandi í sumar sem haldnir - verða í tilefni 200 ára dánarafmælis Mozarts," sagði Edda. Að sögn Eddu er hún oft beðin að kynna íslenska tónlist í Frakkl- andi. „Ég hef alltaf-nokkur íslensk verk í æfingu þar sem það kemur oft fyrir að ég sé beðin um að kynna íslenska tónlist sem Frakkar hafa litla þekkingu á. Nýlega var ég ein- mitt með þátt í franska útvarpinu um íslenska og finnska tónlist," sagði Edda. Edda hefur haldið tónleika hér- lendis nær árlega undanfarin ár. „Mér finnst ákaflega gott að halda tónleika hér heima þó víða erlendis sé það líka gott, en hér veit ég af vinum mínum í salnum og þeir veita mér hvatningu,“ sagði Edda að lok- Edda Erlendsdóttir píanóleikari. Borgarstjórn Reykjavíkur: Kaup á umhverfisvænum strætisvögnum til umræðu BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á fimmtu- dag að vísa tillögu borgarfulltrúa Framsóknarflokksins um kaup á umhverfisvænum strætisvögnum til stjórnar Strætisvagna Reykjavíkur. Samkvæmt tillögunni átti að kaupa þijá vagna, sem gengju fyrir etanólblöndu og þrjá minni og sparneytnari en nú tíðkast hjá SVR. Tímakaup á 3. ársfjórðungi 1990: Kaupmáttur minnkaði um 6% TÍMAKAUP hækkaði um 6% að meðaltali frá 3. ársfjórðungi 1989 til sama tíma 1990. Á sama timabili hækkaði framfærsluvísitala um tæp 13% og minnkaði því kaupmáttur um 6%. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi Kjararannsóknarnefndar. framkvæmda, sem var þriggja daga verkfall bifreiðastjóra í Sleipni í janúar. Til samanburðar töpuðust tæplega 80 þúsund vinnudagar vegna 16 vinnustöðvana árið 1989. Síðasta ár var eitt friðsamasta árið á vinnumarkaði sl. tuttugu ár. Að- eins árið 1983 var rólegra en þá töpuðust samtals 9 vinnudagar vegna eins verkfalls. Meðalfjöldi vinnustunda fólks í fullu starfi á almenna vinnumarkað- inum styttist frá 3. ársíjórðungi 1989 til sama tíma 1990 um sem nemur hálfri klukkustund á viku að meðaltali eða úr 46,3 stundum í 45,8. Kjararannsóknarnefnd birtir yfirlit yfir vinnudeilur á síðasta ári, en þá kom aðeins eitt verkfall til Það var Hallur Magnússon, varamaður framsóknarmanna í borgarstjóm sem flutti tillöguna um vagnakaupin. í greinargerð hans með tillögunni var vísað til þess, að iðnaðarráðherra hafi boð- að herferð til sparnaðar á olíu og orða ráðherra um að í tengslum við það verði felld niður aðflutn- inKsgjöld af strætisvögnum, sem keyptir eru til landsins. Nota ætti svigrúm, sem það gæfi, til að bæta vagnakost og þjónustu SVR. I máli Halls kom jafnframt fram, að kaup á minni, sparneytnari vögnum en nú tíðkast, gætu dreg- ið úr olíueyðslu hjá fyrirtækinu, auk þess sem minni vagnar henti vel á ýmsum leiðum SVR. Kaup á „umhverfisvænum" vögnum, sem brenni ekki olíu heldur etanólbl- öndu, sem mætti vinna úr mysu, væri einnig skref í þessa átt og gæti jafnframt dregið úr loftmeng- un í borginni. Með því að kaupa þijá slíka vagna fengist svo úr því Þátttokendur og umsjónarmenn á námskeiðinu í Reykholti. Reykholt: Þróunarstarf í framhalds- skólum undirbúið á námskeiði NÝLEGA hófst í Reykholti í Borgarfirði námskeið fyrir framhalds- skólakennara víðs vegar að af landinu. í dag er það svo að 20-30% þeirra fara í starf en kysu fremur nám í sem ljúka grunnskóla halda ekki áfram í framhaldsskóla. Auk þess falla um 20% þeirra sem byija í framhaldsskóla frá námi áður en því lýkur. Ennþá er lítið vitað um þennan hóp unglinga en þó það að hluti hans eru nemendur með ýms- ar sérþarfir í námi sem eiga erfitt með að standast kröfur skólanna án sérstakra aðgerða. Þar eru eflaust einnig unglingar sem nú framhaldsskóla ef hann byði það við þeirra hæfi. Námskeiðið í Reykholti er m.a. ætlað til þess að búa kennara und- ir að kanna þörf fyrir námsframboð á sínu skólasvæði, einkum með of- angreindan hóp nemenda í huga sem sækir ekki inn í skólann eða fellur frá námi. Þátttakendur eru 14 úr 8 framhaldsskólum víðs vegar að af landinu, Menntaskólanuni á skorið, hvort grundvöllur væri fyr- ir því að reka almenningsvagna- kerfið í borginni alfarið með slíkur vögnum. Vísaði Hallur til þess að lokum, að í Stokkhólmi væru slíkir vagnar í notkun og búist væri við að þeim yrði fjölgað á næstu árum. Svéinn Andri Sveinsson, form- aður stjórnar SVR, sagðist taka undir það sjónarmið að borgin ætti að stuðla að auknum almenn- ingsvagnasamgöngum, enda væri það þjóðhagslega hagkvæmt. Til- laga Halls væri athyglisverð hvað varðaði etanólvagnana en ákvarð- anir um efni sem þetta þyrfti að taka að vel • íhuguðu máli. Hins vegar væri enginn grundvöllur til að kaupa minni vagna en þá sem nú eru í notkun, enda væru þeir yfirfullir á álagstímum. Lagði Sveinn til að tillögunni yrði vísað til stjómar SVR. Sam- þykkti borgarstjóm samhljóða þá tillögu eftir nokkrar umræður. Hver býdur betur? Seljum nýbökuð brauð og kökur á innkaupsverði eða án 25% - 30% álagningar eins og almennt gerist. Mjólk og léttmjólk 7,5% ódýran en í jlestum verslunum. Kaffistofa á staðnum, sem býður kaffi og kókó ásamt meðlœti á hóflegu verði. Komið, gerið verðsamanburð og reynið viðskiptin. Ódýri brauða & kökumarkaðurinn Suðurlandsbraut 32 Opið Mánud. - Föstud. kl. 9:00 - 18:00 Laugard. kl. 10:00 - 16:00 ísafirði, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Egils- stöðum, Alþýðuskólanum á Eiðum, Verkmenntaskóla Austurlands á Neskaupstað, Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu, Fram- haldsskólanum í Vestmannaeyjum og Fjölbrautaskólanum á Suður- landi. Umsjónarmenn námskeiðsins eru Grétar Marinósson dósent og Eyrún Gísladóttir stundakennari við HÍ. ODYRI BRAUÐA & KÖK UMARKAÐURINN MATBRAUÐ HF. Iðnbúð 8 Pósihólf 9244 129 Rcykjavík Símar: 656222, Vsk.nr.: 27144 Kcnnitala: 500172-0459

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.