Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991 15 Hreint og gott neysluvatn er lykillinn að góðu heilsufari. Hjálpin færir þeim betri framtíð Landsmenn lögðu rúmar sautj- án milljónir króna af mörkum í söfnun Hjálparstofnunar kirkj- unnar sem nú er nýlokið. Fé þetta kemur frá einstaklingum og fyr- irtækjum og vill Hjálparstofnun koma á framfæri þakklæti fyrir þessar góðu undirtektir og rausn- arleg framlög, svo og fyrir þriggja milljóna króna framlag ríkisstjórnarinnar. Eins og fram hefur komið tek- ur Hjálparstofnun þátt í ýmsum verkefnum meðal bágstaddra í nokkrum þróunarlöndudm. Unn- ið er að uppbyggingu heilsu- gæslu, börn kostuð til náms og veitt neyðaraðstoð bæði meðal flóttamanna og á hungursvæð- um. Um 20 milljónir manna í nokkrum Afríkjuríkjum horfast nú í augu við hungursneyð og er verið að undirbúa hjálparstarf meðai þessa fólks. Innlend og erlend verkefni Þá hefur Hjálparstofnun kirkj- unnar jafnan lagt umtalsverða fjármuni í verkefni innanlands, á síðasta ári yfír fjórar milljónir króna. Rúmar þrjár milljónir runnu til að standa straum af hluta byggingarkostnaðar við íbúð fyrir vistmenn á Sólheimum í Grímsnesi. Um ein milljón króna var notuð til að aðstoða fólk hér- lendis. Um er að ræða fólk sem lent hefur í einhveijum mannleg- um raunum og fjárhagsvandræð- um sem fellur utan við hefð- bundna félagslega hjálp hins op- inbera. Aðstoð sem þessi fer ekki hátt eðli málsins samkvæmt. Prestar leita til Hjálparstofnunar fyrir hönd skjólstæðinga sinna og oft- ar en ekki er hægt að veita þeim ákveðna úrlausn, fjárstuðning eða annað, bráðabirgðaaðstoð sem leiðir til þess að fólk sér fram úr vandræðunum og verður sjálfbjarga á ný. Minnt er á þetta nú þar sem stundum gætir þess misskilnings að allt starf Hjálp- arstofnunar og fjármunir renni til stuðnings bágstöddu fólki í fjarlægum þróunarlöndum. Verkefni Hjálparstofnunar kirkjunnar eru þannig mörg og ólík. Sum kosta nokkrar milljón- ir, önnur nokkra tugi þúsunda króna. Öll eiga þau hinsvegar sameiginlegt að leiða til betra lífs og bjartari framtíðar þeirra sem njóta. Vandinn er oft sá hvaða verkefni skal velja því óskirnar um aðstoð eru margfalt fleiri en hægt er að sinna. Að endingu eru ítrekaðar þakkir til landsmanna allra fyrir góðan stuðning á liðinni jóla- föstu. Hjálparstofnun vonast eft- ir áframhaldandi liðveislu og mun hér eftir sem hingað til leitast við í starfí sínu að nýta söfnun- arfé eins og best verður á kosið. Frá Hjálparstofnun kirkjunnar i ...Rauttnef gefurmöguleíka Sala rauða nefsins er fyrir lokaátak húsbyggingar Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra. • SBM-hópurinn. FRIÐRIK SÓPHUSSON ALÞINGISMAÐUR Askorun Stúdentaráðs vegna stundakennaradeilunnar: Otækt að kennsla falli niður vegna kjaradeilu STÚDENTARÁÐ Háskóla íslands hefur sent frá sér ályktun vegna kjaradeilu stundakennara og rikisins. Er skorað á yfirvöld og stunda- kennara að leysa úr deilunni hið fyrsta. Er bent á að fjöldi skyldunám- skeiða í hjúkrunarfræði og sjúkraþjálfun hafi þegar fallið niður en tæpur hálfur niánuður er liðinn af kennslu á vormisseri við H.í. í ályktun stúdentaráðs, sem sent er á að þó fastráðnir kennarar há- er til ráðherra og félags stunda- kennara, segir að mörgum stúdent- um muni seinka í námi af völdum deilunnar. Kennsla hafí raskast verulega í mörgum deildum og bent skólans hafi tekið að sér aukna kennslu til að reyna að bjarga mál- um felist engin lausn í því til fram- búðar. „Það er slæmt að kjaradeilur sem þessar bitni ætíð á nemendum og slíkt verður að koma í veg fyrir til frambúðar,“ segir í ályktun stúd- entaráðs. Þá var einnig gerð samþykkt á samráðsfundi formanna allra nem- endafélaga við háskólann. Er ástandið sagt óviðunandi og að fjöldi stúdenta eigi á hættu að seinka í námi eða nái jafnvel ekki að útskrifast af þessum sökum. • • P.OTTAPLONTU 9erid Sigtuni - Kringlunni u R Okkar árlega pottaplöntuútsala stendur nú yfir. Aldrei fyrr höfum við boðið jafn góðar plöntur á jafn góðu verði! Ótrúlegt úrval af fyrsta flokks plöntum með 20 - 50% afslætti! JUKKUR 50% DREKATRÉ 50% KAKTUSAR 30% Nýjar, spennandi plöntur einnig komnar ffram. Sérstök tilboð í tilefni útsölunnar: KERAMIKPOTTAR 20-50% AFSLÁTTUR M.A. FALLEGIR, ÍTALSKIR POTTAR 50% AFSLÁTTUR. Landsbyggðarþjónusta - sendum hvert á land sem er. Nú er kjörið tækifæri að fegra umhverfi sitt með fallegum plöntum - og ódýrum! HVÍTA HÚSIÐ ISÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.