Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 2
8 reer íiAúaaa'í .e euda(ihaduaj uigajhmuoítom 2 - MORGTJNBLAÐIð"LAUGARDAGUÍT9: FÉBRÚÁR 1991" Heilsuhæli N áttúrulækningafélagsins: Deilt um rekstrar- og meðferðarmál Heilbrigðisráðuneytið óskaði eftir að Ríkisendurskoðun liti á atriði í rekstri Blómarós með bollubakka í Bjömsbakaríi. Morgunblaðið/RAX Milljón bollur fyrir mánudaginn BAKARAR em nú í óða önn að baka bollur fyrir bolludaginn sem er á mánudaginn. í Björnsbakaríi var byijað að baka bollur um síðustu helgi en að sögn Árna Kristins Magnússonar, bakara, hófst bolludagsbaksturinn ekki af alvöm fyrr en aðfaranótt föstu- dags. Um helgina verður bakað frá miðnætti og fram á dag í bakaríinu. Reikna má með að landsmenn innbyrði að minnsta kosti milljón bollur á bolludaginn. „Við bökuðum eitthvert smott- Kristinn í samtali við Morgunblað- en' um síðustu helgi en byrjuðum ið í gær. Hann sagði að mest yrði svo á fullu í morgun," sagði Árni bakað af súkkulaðibollum og ijómabollum í bakaríinu enda næmi salan á þeim 60-70% af heildarsölunni. Áf öðrum tegund- um nefndi hann hnetubollur, jarð- arbeijabollur, súkkulaðifrómas- bollur, púnsbollur, rúsínubollur og krembollur. Þá sagði Árni Krist- inn að alltaf seldist eitthvað af ófylltum bollum í bakaríinu. Tillögur um markaðsaðlögun sauðfjárframleiðslunnar: Kaup á fullvirðisréttí bænda auk almennrar skerðingar Helmingur launaliðs greiddur beint sem byggðastyrkur til bænda og viðskipti með fullvirðisrétt gefin frjáls STJÓRN heilsuhælis Náttúru- lækningafélags íslands í Hvera- gerði hefur boðað starfsmenn hælisins á fund næstkomandi mánudagskvöld vegna deilu á milli iækna og stjórnar. Deilan stendur aðallega um hve miklu læknarnir eigi að ráða um rekstr- ar-, meðferðar- og fræðslumál á heilsuhælinu. Sáttanefnd, sem ráðherra skipaði í málinu fyrir áramót, hefur einnig verið boðuð Flugleiðir; Hætt við að lenda á síð- ustu stundu FOKKER-vél frá Flugleið- um ienti í öflugu niður- streymi í aðflugi á ísafjarð- arflugvöll í gærmorgun og hætti flugstjórinn við lend- ingu, en þó snerti annað vænghjól vélarinnar flug- brautina. Þá var vélin á of mikilli ferð til að hægt væri að lenda og var því rakleiðis tekið á loft á ný og haldið til Reykjavíkur. Einar Sigurðsson blaðafull- trúi Flugleiða sagði í gær að tvær Fokker-vélar hefðu lagt af stað vestur í gærmorgun fullar af farþegum. Um klukkan hálfellefu voru þær fyrir vestan. Þegar fyrri vélin var í aðflugi, lenti hún í svo öflugu niður- streymi að flugstjórinn ákvað að hætta við lendingu. Hann gaf því hreyflunum fullt afl til að hfekka flugið á ný. Þrátt fyrir það snerti annað vænghjól vélarinnar flugbrautina, en þá var hraðinn of mikill til að hægt væri að lenda og var því rakleiðis tekið á loft á ný. Sýntþótti að ekki væri lend- andi á Isafjarðarflugvelli vegna sviptivinda og ákvað flugstjór- inn því að snúa við til Reykjavíkur. Þá var seinni vélin í fjarðarmynninu og var ákveðið að hún sneri einnig við án þess að reyna lendingu. I gær voru um 100 manns á biðlista eftir flugi til ísafjarðar hjá Flugleiðum og hafði ekki verið flogið þangað alla vikuna. Einar Sigurðsson sagði veð- urspá gefa vonir um að hægt yrði að fara þangað snemma í dag. á fundinn. Páll Sigurðsson, ráðu- neytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, er formaður sáttanefndarinnar en í nefndinni eiga einnig sæti full- trúi landlæknis og formenn Læknafélags íslands, Hjúkrunar- félags íslands og Landssambands sjúkrahúsa. Þá hefur heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið óskað eftir að Ríkisendurskoðun skeri úr um hversu glögg skipting fjár á milli heilsuhælisins og Náttúrulækninga- félagsins á að vera en stjómarmað- ur í Náttúrulækningafélaginu hefur komið með ásakanir á stjómina vegna meðferðar á fé. „Við emm að skoða tiltekin atriði í rekstri heilsuhælisins og ég vænti þess að þessari skoðun ljúki í þessum mán- uði. Það veltur þó á því hvenær við fáum ársreikninga Náttúmlækn- ingafélagsins og hælisins fyrir síðastliðið ár,“ segir Sigurður Her- mundarson hjá Ríkisendurskoðun. Tryggingastofnun ríkisins greiðir daggjöld til heilsuhælisins en um 25% af heildartekjum þess em gjöld, sem innheimt em af vist- mönnum á hælinu. Sá hluti hefur mnnið til svokallaðs heilsuhælis- sjóðs, sem er í vörslu Náttúmlækn- ingafélagsins en ekki hælisins. Deilt hefur verið um hvort gjöld vist- manna séu daggjöld eða greiðsla til félagsins en mat ráðuneytisins er að þar sé um daggjöld að ræða. RÆTT hefur verið um það innan sjömannanefndar að ríkið kaupi upp fullvirðisrétt í sauðfjárfram- leiðslu og skerði hann auk þess á einstökum búmarkssvæðum til að laga framleiðsluna að þörfum inn- anlandsmarkaðar. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur einnig verið rætt að gefa viðskipti með fuUvirðisrétt fijáls frá og með 1. maí 1992, og að helmingur launa- liðs sauðfjárframleiðslu verði greiddur beint til bænda. Til stóð að sjömannanefnd skilaði bráða- birgðatillögum til landbúnaðar- ráðherra fyrir þessa helgi, en þar sem ekki hefur náðst samkomulag varðandi sauðfjárframleiðsluna dregst það fram í næstu viku. Sjömannanefnd er skipuð fulltrú- um Stéttarsambands bænda, VSÍ, ASÍ, VMS, BSRB og landbúnaðar- ráðuneytisins, og er henni ætlað að skila tillögum til landbúnaðarráð- herra um stefnumörkun í landbúnaði er miði að því að innlend búvörufram- leiðsla verði hagkvæmari og kostnað- ur lækki á öllum sviðum framleiðsl- unnar. Einnig var nefndinni falið að gera breytingartillögur á uppkasti að nýjum búvörusamningi, sem lá fyrir síðasta haust, en samkvæmt heimildum blaðsins er gert ráð fyrir að samningurinn verði undirritaður mjög fljótlega eftir að nefndin hefur skilað tillögum sínum. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur verið rætt um það innan sjö- mannanefndar að stefna í sauðfjár- framleiðslu verði mörkuð til sex ára frá því núgildandi búvörusamningur rennur út, eða til 31. ágúst 1998, og þar verði tekið tillit til gildis sauð- fjárframleiðslunnar fyrir viðhald byggðar í einstökum landshlutum. Gert er ráð fyrir að á tímabilinu frá 1. maí næstkomandi til 1. desember verði efnt til kaupa á fullvirðisrétti um allt land, og frá 1. desember til 1. maí 1992 verði kaupum haldið áfram á 25% lægra verði. Viðskipti með fullvirðisrétt milli einstaklinga verði gefin fijáls 1. maí 1992, og þá hætti ríkið kaupunum, en fullvirð- isréttur á einstökum búmarkssvæð- um færður niður. Fengju bændur samsvarandi greiðslur fyrir þann fullvirðisrétt og greiddar yrðu á tíma- bilinu frá 1. desember 1991 til 1. maí 1992. Þannig verði keyptur upp fullvirðisréttur sem ákveðið hlutfall af ársverkum í landbúnaði á hveiju svæði, en það þýðir mjög mismun- andi samdrátt í sauðfjárframleiðslu eftir svæðum. Hlutfallslega yrði hann minnstur þar sem sauðfjárfram- leiðsla er ríkur þáttur í atvinnulífinu. Samkvæmt þessum áætlunum um kaup og skerðingu fullvirðisréttarins er áætlað að sauðfjárframleiðslan í landinu verði orðin í samræmi við innlenda markaðsþörf haustið 1992, eða á bilinu 8.000 til 8.400 tonn, en framleiðslan var 9.200 tonn á síðasta ári. Heildarfullvirðisréttur er 12.300 tonn, en hann er ekki nýttur að fullu, m.a. vegna riðuniðurskurðar. Þá hafa verið ræddar tillögur í sjömannanefnd um að helmingur launaliðs bænda í sauðfjárfram- leiðslu verði greiddur beint til þeirra sem byggðastyrkur, og verði greiðsl- an tengd framleiðslunni þannig að hún skerðist fari framleiðslan niður fyrir helming fullvirðisréttar. Styrk- urinn verði hins vegar ekki greiddur þeim sem höfðu sambærilegar tekjur við tekjur samkvæmt verðlagsgrund- velli af annarri atvinnustarfsemi en sauðfjárrækt á árunum 1988-1990. Gert er ráð fyrir því að í samræmi við árleg hagræðingarmarkmið fari launaliður sauðfjárframleiðslu lækk- andi mælt í vinnuframlagi á tiltekíð framleiðslumagn, og verði þar samið um ákveðna prósentutölu á ári. Einn- ig verði stuðlað að lækkun á verði sauðfjárafurða á þann hátt að raun- lækkun á verði og notkun aðfanga hafi bein áhrif á vöruverðið. Ferðamálanefnd segir sig úr Upplýsingamiðstöð ferðamála FERÐAMÁLANEFND Reykjavíkur hefur samþykkt með þremur at- kvæðum gegn tveimur að segja sig úr Upplýsingamiðstöð ferðamála vegna ágreinings um hvort miðstöðin eigi að deila út fjármagni til uppbyggingar svipaðra níiðstöðva á landsbyggðinni. Úrsögn ferðamálanefndar Reykjavíkur á sér langan aðdrag- anda. Upplýsingamiðstöðin var opn- uð á miðju ári 1987. Ferðamálaráð er 50% rekstraraðili og ferðamála- nefnd Reykjavíkur og landshluta- samtök ferðaþjónustunnar skipta hinum helmingnum jafnt á milli sín. Júlíus Hafstein, formaður ferða- málanefndar Reykjavíkur, segir að það hafi lengi verið deilumál innan stjórnar Upplýsingamiðstöðvarinnar hvort hún ætti að sjá um uppbygg- ingu svipaðra stöðva á landsbyggð- inni. Landshlutasamtök ferðamála hafa verið því hlynnt en ferðamála- nefnd borgarinnar ætíð verið þvi mótfallin. I lögum um Ferðamálaráð væri tekið fram að það ætti að sjá um að veita ferðamönnum, sem koma til landsins, upplýsingar. Landshlutasamtökin hafa fengið íjárveitingu úr Byggðasjóði þau ár sem Upplýsingamiðstöðin hefur starfað. „Nú er svo komið að í fjár- hagsáætlun miðstöðvarinnar er gert ráð fyrir að peningar verði settir í að byggja upp á landsbyggðinni. Við höfum greitt athvæði gegn því og munum ekki taka þátt í þeim kostn- aði, en mér sýnist að Ferðamálaráð ætli að gera það og því tel ég sam- starfsgrundvöllinn brostinn," sagði Júlíus Hafstein. Hann sagði Ferðamálaráð hafa samþykkt tvær og hálfa milljón til landshlutasamtakanna til að greiða hluta þeirra í rekstri Upplýsingamið- stöðvarinnar. „Mér finnst eðlilegt að •Ferðamálaráð taki þetta að sér eins og lög gera ráð fyrir,“ sagði Júlíus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.