Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991 13 Mótmæli við grein Magnúsar Jónssonar í Morgunblaðinu eftírKarl Ormsson Ég vil mótmæla harðlega ýmsu í grein Magnúsar Jónssonar, veður- fræðings, sem birtist í Morgunblað- inu 10. janúar sl. Þar kallar hann allt það fólk sem nú er milli 30 og 70 ára og byggt hefur yfir sig hús- næði „þjófa af verstu tegund" og uppnefnir það „Drakúla-kynslóðina sem stal sparifé foreldra sinna“. Til að útskýra mál mitt vil ég taka dæmi um hjón sem fengu sína fyrstu íbúð (42 fermetra) í félagslega kerfinu hjá Reykjavíkurborg árið 1959. Þau borguðu út þriðjung kaupverðsins en urðu aldrei fullkomnir eigendur að íbúðinni sem þau seldu 7 árum síðar (að sjálfsögðu ekki á fijálsum mark- aði). Þau fengu úthlutað lóð undir raðhús og var fjárhagurinn ekki betri en það að þau urðu að slá vinnuveit- anda sinn fyrir lóðargjaldinu Sem var þá ’A af verði hússins (fokheldu). Þau urðu að selja bíiinn sinn og slá víxla til að byija að byggja upp. Nú hófst þrælavinna öll kvöld, allar helg- ar, öll sumarfrí, allir aukatímar fóru í húsbygginguna. Víxlar voru slegnir fyrir steypunni og allar vörur fengn- ar að láni til að létta byrðarnar. Þau hjónin höfðu unnið bæði frá 16 ára aldri (með námi). Aldrei frí (laugar- dagar voru þá venjulegir vinnudag- ar). Áfram var haldið með bjartsýn- ina eina að vopni og vonina að kom- ast loks í nýtt hús með börnin, sem þá voru tvö. Það tókst að lokum að flytja inn í húsið hálfklárað þremur árum seinna. Þá fengu þau loksins 280 þús. kr. húsnæðislán, og borg- uðu með því allar þær lausaskuldir sem þau gátu. Aldrei kláruðu þau húsið, heldur seldu það og búa í lítilli íbúð í ijölbýlishúsi. Þau hafa verið í góðum stöðum hjá því opinbera í hartnær þijá áratugi og borgað alla Karl Ormsson „Sannleikurinn er sá að sú kynslóð sem Magnús tilheyrir veit ekkert hvað kynslóðin þar á undan þurfti að leggja á sig til að eignast þak yfir höfuðið.“ sína skatta og skyldur. Er þetta það sem Magnús kallar „Drakúla-aðferð“ fólks sem hefur stolið sparifé for- eldra sinna? Sannleikurinn er sá að sú kynslóð sem Magnús tilheyrir veit ekkert hvað kynslóðin þar á undan þurfti að leggja á sig til að eignast þak yfir höfuðið. Magnús getur hætt að hæla krötum fyrir húsnæðiskerfið því það hafa þeir lagt í rúst og segja þeir sjálfir að það verði gjaldþrota fyrir 1995, þrátt fyrir að platað væri fé út úr öllum lífeyrissjóðum sem mögulegt var, þannig að sjóðsfélagar fá ekki sjálfir lán úr sínum eigin sjóðum. Hús- næðismálastjórn spilar sjálf með- lífeyrissjóðina. Magnús hefði betur kynnt sér nánar hlutina áður en hann fór að bera út óhróður um heilar kynslóðir sem þjófa og glæpahyski. Magnús veit kannski ekki heldur að það var Ólafur Jóhannesson, formað- ur Framsóknarflokksins, sem kom verðtryggingunni á? Þess vegna fengu þau nafnið Ólafslög. Ég er ekki að mæla þeim bót eins og þau eru í framkvæmd. Það vita allir sem vilja vita að Ólafslög eru ekki í neinu samhengi við launakjör fólks. Ég stend við hvert orð af þvi sem ég hefi sagt, að okkar kynslóð og kyn- slóðir þar á undan þræluðu myrk- ranna á milli til að eignast þak yfir höfuðið. Ferðalög, skemmtanir og annar munaður þ'ekktist lítt. Það var bara draumur sem rættist ekki fyrstu 10 árin. Félagsleg hjálp krata í hús- næðismálum er ekki til að hæla sér af. Á meðan þeir geta lánað alla lífeyrissjóðina er hægt að tala digur- barkalega. Hvað vill Magnús meira en allt að 60—80% lán með niður- greiddum vöxtum út á nýtt hús- næði? Ég er furðu lostinn að lesa svona grein eftir vel menntaðan mann að ætla mætti, sem nefnir heilu kynslóðirnar þjófa af verstu tegund. Ef Magnús heldur að hann sé að afla sér fylgis í prófkjöri krata, eru örugglega fáir sem kjósa menn sem fara með svona fleipur um blá- saklaust fólk. Veðurglöggur er Magnús en enginn er hann maður sanngirnis svo maður noti hans orða- lag. Höfundur er raftækja vörður. í J spurt og svarað Lesendaþjónusta MORGUNBUVÐSINS SKATTAMAL MORGUNBLAÐIÐ aðstoðar að venju lesendur sína við gerð skattframtala með þeim hætti að leita svara við spurningum þeirra um það efni. Lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 691100, milli klukkan 11 og 12 á morgnana og spurt um umsjónarmann þátt- Gjafir til líknarmála Ástríður Einarsdóttir spyr: Ég hef alltaf gefið mikið til líknarmála og í góðgerðarstarf- semi ýmiskonar, en aldrei feng- ið frádrátt á skattinum vegna þess. Fá ekki fyrirtæki afslátt ef þau gefa til liknarmála? Svar: Engin heimild er til að veita frádrátt vegna framlaga til líknarmála í framtölum ein- staklinga. Frá tekjum lögaðila og þeim tekjum manna sem stafa af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi má draga einstakar gjafir til menningar-, mannúðar- og líknarmála að uppfylltum vissum skilyrðum. Afföll af húsbréfum Björn spyr: Mig langar til að vita hvernig á að færa afföll af húsbréfum í greinargerð um vaxtagjöld? Svar: Afföll sem eru tilkomin vegna lána sem tekin eru til öflunar íbúðarhúsnæðis færast í greinar- gerð um vaxtagjöld hlutfallslega miðað við afborgunartíma lán- anna. Hlutfallsleg fjárhæð af- fallanna skoðast sem gjaldfallin vaxtagjöld og færist í dálk 10 sem sérstök færsla á greinar- gerð um vaxtagjöld. Þar sem spurt er sérstaklega um húsbréf án þess að geta um það hvort um er að ræða hús- bréf sem fengin eru sem greiðsla vegna sölu fasteignar eða hvort er um að ræða húsbréf sem feng- in eru vegna greiðsluerfiðleika eða nýbyggingar þykir rétt að skýra út þær reglur sem gilda um afföll í þessu sambandi. Afföll af húsbréfum geta ver- ið þannig tilkomin að viðkom- andi gefur út fasteignaveðbréf sem hann er sjálfur skuldari að. Fasteignaveðbréfinu fær hann skipt í húsbréf sem hann síðan selur með afföllum. Þannig til- komin afföll af húsbréfum mætti færa sem vaxtagjöld hlutfalls- -'lega miðað við afborgunartíma fasteignaveðbréfsins. í þeim tilfellum sem afföllin eru vegna sölu á húsbréfum sem viðkomandi hefur fengið í hend- urnar sem greiðslu á fasteign koma afföll ekki til álita sem vaxtagjöld sem gætu myndað stofn til vaxtabóta. HÓIíUI UUi Wl R VÖIOJ-HELGAFELLS I nnla Ihvkiu' % a. á eínstöhu i mtí Stóru œvintýmbókin: Aðeins 50 eintök sett á markaðinn í dag. Nú er tækifæri fyrir þá sem misstu af bókinni síðast! Venjulegt verð 3.088,- Tilboðsverð: 595.- Þetta eru alls ekki venjulegar ferðasögur heldur hressilegar frásagnir af upplifun Jóhönnu Kristjóns- dóttur að því er snertir fólk og framandi staði, meðal Fíladans og Dulmál framandi fólk dódófuglsins Venjulegt verð 1.984,- Venjulegt verð 2.384,- Tilboðsverð:495. - Tilboðsverð:495. - Dœmi um nokkur sértUboð á bókarnarkaðnum: Ég og lífið Venjulegt Tilboðs- verð verð Af- sláttur - ævisagaGuðrúnarÁsmundsdóttur Bergnuminn ... 2.624,- 495,- 81% - skáldsaga Eysteins Bjömssonar Smásögur ... 2.312,- 495,- 79% - eftir Svövu Jakobsdóttur Bryndís ... 1.748,- 695,- 60% - ævisaga Bryndísar Schram Rússlandsdeildin .... 2.312,- 495,- 79% - skáldsaga John le Carré Launráð ... 2.384,- 495,- 79% - skáldsaga eftir Ken Follett ... 1.344,- 295,- 78% annars í löndunum við Persaflóa. Mörg hundruð bókatitlar á einstöku verði bjóðast nú á bókamarkaði Vöku-Helgafells í forlagsversluninni að Síðumúla 6 í Reykjavík. Hér gefst einstakt tækifæri til þess að bæta eigulegum verkum í bókasafh heimilisins - bókum af öllum gerðum við allra hæfi. Opiðlaugardag JrákL10-16 ogsunnudag fnákL12 -16. HELGAFELL Síðumúlo 6 • simi 688300 HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.