Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 38
G8 reer hamhhti p vnr>AaHA.r»T7M eifiAJHvnTOHOM 38 _____________________MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991 fclk f fréttum SYNINGAR „Elskaðu mi g“ í Hvíta húsinu Um síðustu helgi var tískusýning í veitingahúsinu Casablanca sem var bæði „öðruvísi“ og „frá- bærlega vel heppnuð", að mati skemmtanastjórans Siguijóns Sig- urðssonar handknattleiksmanns. „Þetta var nýjasta línan frá Tangó og bar mjög keim af klæðnaðinum á sjöunda áratugnum. Við nefndum sýninguna „Love me“ og þessu var firnavel tekið. Húsfyllir,“ sagði Sig- uijón. Casablanca er einn þeirra staða sem er flestar eða allar helgar með nýtt og frumgert skemmtiefni. I gærkvöldi var óvenjulegt atriði í húsinu, „það hét operation Casa- blanca. Það hefur hvergi verið leyft, en undanþága var gerð hjá okkur þar sem það er í beinni útsendingu og auglýsingalaust," sagði Siguijón heldur óræður á svip. Hinar geysivinsælu félags- og heilsuvikur á Hótel Örk hefjast að nýju 25. febrúar næstkomandi. Dvöl í 3-4 daga Innifalið: Gisting, morgunverður og kvöldverður ásamt fjölbreyttri dagskrá sem stjórnað er af hinum landskunna fararstjóra Sigurði Guðmundssyni Verð kr: 2900,- á dag fyrir manninn í 2ja manna herbergi 3 nætur kr. 8.700,- (komið á þriðjudegi) 4 nætur kr. 11.600,- (komið á mánudegi) Pallbíll Ásbergs niðri í fjöru, með afturendann ofan í sjó. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Bílastöðin á ísafirði fauk langar og leiðir í fárviðrinu og gjöreyðilagð- ist. Myndin var tekin þegar björgunarmenn handlanga sjónvarps- tæki upp úr öðru húsinu en það var eitt af því fáa sem slapp óskemmt úr hildarleiknum, þótt ótrúlegt sé. SPARIDAGAR I MIÐRIVIKU Leikmenn Víkings og fararst]órar fyrir framan flugvélina. Ásberg Pétursson við vegriðið sem bíll hans fauk yfir í fárviðr- inu. LIFSREYNSLA: Spennti ekki beltin og slapp með skrámum ísafirði. * Asberg Pétursson framkvæmda- stjóri í Hnífsdal varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu í fárviðrinu síðastliðinn sunnudag að bíll hans fauk út af Hnífsdalsveginum, á leit- inu sem skilur að ísafjörð og Hnífsd- al. Bíllinn fauk yfir vegrið og valt niður í fjöru. Ásberg kastaðist út úr bílnum á meðan hann valt niður hlíð- ina og slapp með skrámur. Er það þakkað þeirri ákvörðun hans að spenna ekki bílbeltin í þessari ferð. Ásberg sagði í samtali við frétta- ritara að ýmskar skítnar hugsanir hefðu skotið niður í huga hans á þessum augnablikum. Þegar hann var að krafla sig upp úr fjörunni hafi það til dæmis verið ríkt í huga hans að slæmt væri að missa bílinn. Bíll kom að þegar Ásberg var að skríða upp á veginn þannig að hann komst strax undir læknishendur en reyndist hafa sloppið ótrúlega vel. Ulfar VONDUÐ DAGSKRA: Létt morgunleikfimi, félagsvist, bingó, gönguferðir, kvöldvökur, dans og margt fleira. Gestir hafa frían aðgang að sund- laug með heitum pottum, gufubaði og líkamsræktarsal, svo fátt eitt sé nefnt. PANTIÐ STRAX I SIMA: 98 - 34700 ) HÓTEL ÖKK HVERAGERÐI MUNIÐ GJAFAKORTIN VINSÆLU ^ j HANDBOLTI í sigurför með Islandsflugi Hið nýja flugfélag íslandsflug fór í sitt fyrsta leiguflug á miðvikudaginn. Fyrsti hópurinn var handknattleikslið Víkings, sem var að fara í bikarleik gegn KA á Akur- eyri. Forráðamenn flugfélagins voru mjög spenntir að vita hvort fyrsta ferðin yrði sigurför eða ekki og þeim varð að ósk sinni því Vík- ingarnir unnu 26:18 í hörkuleik. Björgvin Rúnarson hendir tösku sinni í farangursrýmið. Aftar má sjá Kristján Sigmundsson formann handknattleiksdeildar Víkings stíga um borð og í kjölfarið koma Reynir Reynisson, Guðmundur Guðmundsson og Bjarki Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.