Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 44
MOKGUjN'BLAIjH) LAUGARDAOUR 9- FEBRýAR 19,9,1 mm með jójó á tunglinu? Með morgunkaffínu beiningar um uppsetning- una, heldur lýsing á efninu sem notað er í þetta fyrir- tæki. HÖGNI HREKKVÍSI Höfum samþykkt með þögninni Til Velvakanda. Ég sá Jón Baldvin Hannibalsson er hann kom úr ferð sinni um Eystr- asaltslöndin, og mér fannst ljóma um manninn allan, engilfögur ára svo sem væri hann af himni sendur með geislabaug um höfuðið, svo undursámlega fagur og heillandi mælskur og vitur, svo sem að hann vissi öll rök þeirra örlaga, sem Rússlandi hafði mætt allt frá upp- hafi byggðar í því stóra landi, og mikið var ég honum sammála þegar hann sagði að það þyrfti að stöðva allan yfirgang þeirra við Eystra- saltslöndin, og nú var það í fyrsta sinn í sögunni að öll þjóðin stóð saman sem einn maður og ég þar með. Mikið var gaman að vera Is- lendingur þá, mér fannst ég loksins hafa verðskuldað það að vera til, Ég vil koma á framfæri þessari fyrirspurn til forráðamanna Flug- leiða. Hvaða raunhæfar aðgerðir hafa Flugleiðir framkvæmt til að tryggja öryggi sinna farþega, bæði í flughöfn og um borð í vélunum? Er það ekki lágmarkskrafa að hafðir séu minnst tveir öryggisverðir um borð í vélunum (hverri vél) á meðan hver hótunin kemur á fætur annari um hryðjuverk? Þetta hlýtur að vera skýlaus krafa viðskipavina Flugleiða. í viðtali við framkvæmdastjóra og ég var öldungis harðákveðinn í því að kjósa Alþýðuflokkinn enda stutt til kosninga og þó fannst mér það vera allt of langt að bíða því svona gáfaðan, réttsýnan og hrein- skiptinn mann fann maður ekki á hvetju strái og vart var að búast við að slíkur maður kæmi fram á vígvöll stjórnmálanna á næstunni. En Adam var ekki lengi í Paradís. Mér er sama hvað allir hinir sögðu, þeir voru ekki til að festa neinn trúnað við, það var bara Jón Bald- vin Hannibalsson sem ég treysti, því varð það mikið áfall þegar ég heyrði þann merka mann lýsa því yfir að við værum ekki aðilar að Persaflóastríðinu, mig tók það ekki svo sárt þó hinir væru því sam- mála, ég lagði hreinlega ekki svo mikið uppúr því, en Jón B. H., held- Securitas í fréttum Sjónvarpsins 6. febrúar sagði hann að Securitas-eft- irlit, sem borgað er fyrir með stórfé, sé ekki innbrotsvörn. Hefur fólk þá verið að kaupa köttinn í seknum? Er það rétt að bæði hafi verið farið inn í verslunina Bónus og Lyijaversl- un ríkisins og þjófarnir beðið meðan eftirlitsmenn luku sinni eftirlitsferð en síðan haldið áfram iðju sinni. Fyrir hvað er fólk í raun og veru að borga? Með von um úrbætur. Örn Guðmundsson ur þú virkilega að við getum svona auðveldlega þvegið hendur okkar af því voðaverki, sem verið er að vinna þar? Nei, og aftur nei!! Við erum aðilar um leið og við sam- þykkjum þessar aðgerðir, og þó við látum aðra vinna skítverkin fyrir okkur, þá hreinsar það okkur ekki af óþrifnaðinum, hvað gerði Pílat- us? Hann þvoði hendur sínar í aug- sýn mannfjöldans og sagði „ég er síkn af blóði þessa saklausa manns“, en honum hefur aldrei tek- ist að telja nokkrum manni með opin augu trú um að svo væri, enda mun það einnig verða svo um okk- ur, við erum sek af þessu ódæði jafnt þó við séum öll sammála um að það hafi þurft að stöðva hernám íraka í Kuvæt, — því það varð að gerast með allt öðrum hætti, það var aldrei reynt að fara samninga- leiðina hún var þó alls ekki ófær, við þurftum ekki að líta svo stórt á okkur ef við hefðum ekki verið fylltir þessum ofboðslega hroka, og kallað íraka hryðjuverkamenn og yfirgangsseggi eða öðrum ónefn- um, því við höfum með þögninni samþykkt samskonar yfirgang víða annars staðar og daglega sýnum við hver öðrum yfirgang í daglegu lífi, og meðan við finnum enga aðra leið til að jafna okkar ágreinings- mál, ættum við ekki að fordæma aðra. En hvað á ég nú að kjósa þegar Jón B. H. er fallinn, ég held bara að ég fari ekki á kjörstað. Jón Þorbergur Haraldsson Þessir hringdu .. Bætum tjón með ferðapeningum ráðherra Jakob P. Jóhannsson hringdi: „Veðurofsinn, þegar heilu húsin fuku á síðustu helgi, má teljast náttúruhamfarir. Margir urðu fyrir miklu fjárhagstjóni sem tryggingar bæta ekki. Mikið hefur verið fjallað um ferðalög ráðherra með frúr sínar og hafa þessar reisur verið mjög dýrar. Nú dettur mér í hug, á tímum þjóðarsáttar, hvort ríkisstjórnin ætti ekki að setja um það tilskip- un að þessar ferðir verði úr sög- unni næsta árið en peningarnir sem þannig spöruðust yrðu not- aðir til að bæta umrædd tjón. Þetta yrði áreiðanlega vinsæl til- skipun. Við höfum sendiherra víða um lönd sem gætu sinnt verkefnum þar meðan ráðherr- arnir sitja heima. Kápa Ljósdrapplituð kápa var tekin í misgripum á þorrablóti í Sigt- úni 3 hinn 25. janúar. Erviðkom- andi vinsamlegast beðinn að skila henni þangað afur. Gleraugu Gleraugu töpuðust við Eski- hlíð á mánudag. Upplýsingar í síma 23765 eftir kl. 17. Endursýnið Silfurtunglið Kona hringdi: „Það er alltaf verið að endur- sýna efni hjá Ríkissjónvarpinu. Eg vil koma með það uppástungu að Silfurtunglið verði endursýnt en það var sýnt í Sjónvarpinu á síðasta áratug." Úr ' Lítið úr á armbandi sem haft er á fingri fannst fyrir skömmu við Hörpugötu. Upplýsingar í síma 26537. Kettlingur Rúmlega tveggja mánaða fress angóra/síams, óskar eftir góðu heimili. Hann er steingrár og mjög fallegur. Upplýsingar í síma 24763. ,, XAtCAbJ A4ED þJÖUNNi INNAN i VA£ LJóFFE-NG" 8'tb Víkveqi skrifar Víkveiji varð fyrir minna tjóni en margir aðrir, en tilfinnan- legu þó. Bílútvarpið varð honum gagnslaust þar sem ekki er lengur hægt að hlusta á langbylgjusend- ingar Ríkisútvarpsins. Víkvetji er íhaldssamur og hljóp ekki til að kaupa FM-tæki í bílinn þegar út- varpsbyltingin mikla varð á sínum tíma. Eina útvarpsefnið sem Vík- vetji getur núna hlustað á í bílnum er „Kaninn", sem orðið hefur undir í samkeppni við sambærilegar íslen- skar útvarpsstöðvar. Reyndar er ekki langt síðan Víkveiji hlustaði síðast á Kanann, en það var þegar styijöldin við Persaflóa var að brjót- ast út. Þá tengdist stöðinn beinum fréttasendingum Associated Press í Bandaríkjunum. Víkvetji hlustar reyndar oft á erlendar útvarps- stöðvar, en þá á sérstöku stuttbylgj- utæki. Fréttaþættir BBC eru í miklu uppáhaldi og sömuleiðis útvarpa norrænu útvarpsstöðvarnar fréttum á stuttbylgju, sem gaman er að fylgjast með. XXX að er ekki annað hægt en dást að og hrósa Ríkisútvarpinu fyrir fréttaþjónustu þess um síðustu helgi þegar fárviðri reið yfir landið. Þar sönnuðu fréttamenn hversu gott öryggistæki útvarpið getur verið við slíkar aðstæður sem þá sköpuðust. Það kom þó í ljós núna eins og stundum áður, að ekki er nóg að útvarpið sinni hlutverki sínu, ef engin viðtæki eru á heimilunum til að hlusta á, eða engar rafhlöður tiltækar. Víða um land fréttist af því að fólk væri að reyna að verða sér úti um rafhlöður, og sums stað- ar seldust þær upp á skömmum tíma. Á tímabili var veðrið reyndar svo slæmt að ekki var hættulaust að fara út, hvorki til að kaupa raf- hlöður, né til annars. Samt frétti Víkveiji af fólki sem lagði sig í lífs- hættu til að kaupa vínarbrauð með kaffinu óveðursdaginn. XXX Stríðið við Persaflóa hefur víða áhrif. Leikfangaframleiðendur hafa nú heldur betur tekið við sér og seljast stríðsleikföng eins og heitar lummur, eins óhuggulegt og það nú er. Efst á vinsældalistanum eru eftirlíkingar af Patriot-varnar- flaugunum. Leikfangaflugvélar í eftirlíkingu F15, Tornado og Ste- alth seldust upp á skömmum tíma. Þá eru að koma á stríðsleikfanga- markaðinn tölvuleikir sem byggjast á Persaflóastríðinu. Barátta gegn stríðsleikföngum virðist því miður hafa haft lítið að segja. iaX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.