Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1991 -T” MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1991 25 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið. Skattheimtustj óm Skattheimtustjóm er rétt- nefni á ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Forsætisráðherrann og __ fjár- málaráðherra hans, Ólafur Ragnar Grímsson, boða fram- hald á skattahækkunum fái þeir umboð til að sitja áfram í ráðherraembættum að kosn- ingum loknum. Þrátt fyrir hina miklu skatt- heimtu hefur ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar ekki tekist að koma böndum á stjórn ríkisfjármálanna. Upp- safnaður halli á ríkissjóði í tíð stjómarinnar sem komst til valda á haustdögum 1988 nem- ur um 30 milljörðum króna. Þessi halli hefur orðið þrátt fyrir að í ár ætlar ríkisstjórnin að sækja 16 milljarða eða um 240.000 krónur á hverja fjög- urra manna fjölskyldu í vasa skattborgaranna umfram það sem gert var á árinu 1987. Pálmi Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vekur máls á þessu í Morgunblaðs- grein í gær og segir síðan: „Þessi aukna skattbyrði á sinn stóra þátt í því að magna sam- dráttinn í atvinnulífinur'draga úr verðmætasköpuninni, fjölga gjaldþrotum heimila og fyrir- tækja og auka atvinnuleysi. Heildartekjur heimila og fyrir- tækja minnka og þar með sá stofn sem skattheimtan er grundvölluð á. Afleiðingarnar kalla á aukna félagslega aðstoð og opinber útgjöld.“ Árið 1987 voru heildartekjur ríkissjóðs 23,6% sem hlutfall af landsframleiðslu, í ár er tal- ið að þetta hlutfall verði 28,1%. Það munar um minna en slíka hækkun. Nefndar skulu aðrar tölur: 1987 voru heildartekjur ríkissjóðs og sveitarfélaga 32,1% af landsframleiðslu en áætlað er, að þær hafi verið 36,9% á árinu 1990. Fyrir utan þá auknu byrði sem leggst á hvern skattþegn er skattahlut- fallið komið yfír þau mörk sem hagfræðingar hafa talið skyn- samlegt vilji menn halda verð- bólgu í skefjum. Deilt hefur verið um, hvar draga eigi þessi mörk en þau eru þó talin á bil- inu 25% til 40% af landsfram- leiðslu. Ræðst það af aðstæðum í hveiju landi. Þegar yfir þessi mörk er stigið verður tekjuöfl- un ríkisins ekki til þess að blása lífi í efnahagsstarfsemina held- ur til að draga úr henni. Við höfum kynnst því hér að sam- hliða aukinni skattheimtu ríkis- ins hafa kjör almennings versn- að og þróunin orðið almennt á þann veg, sem Pálmi Jónsson lýsir í hinum tilvitnuðu orðum. Þróunin getur einnig orðið sú, þegar skattheimtan fer yfir ákveðin mörk, að tekjur ríkisins hætta að aukast. Þær kunna beinlínis að lækka. Er það ein skýringin á hinum sífellda halla á ríkissjóði? Á sínum tíma var gerð mikil úttekt á skattsvikum hér og brá mörgum í brún, þegar nið- urstöður hennar birtust. Al- þjóðlegar rannsóknir benda til, að fari skattheimtan upp í 35-40% hefjist hljóðlát en ákaf- lega virk „skattabylting“. Fólk haldi að sér höndum í vinnu og velti fyrir sér, hvers virði það sé að leggja meira á sig, ef skatturinn hirði allt saman að lokum. Menn taka einnig til við að stinga undan skatti og til verður það, sem kallað er „grá“ eða „svört“ efnahags- starfsemi“. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa til dæmis leitt í ljós, að fyrir 1960 hafi skattsvik verið næstum óþekkt þar í landi. Nú er talið að um 15% af opinberri efnahags- starfsemi kunni að vera á „gráa svæðinu“. Skattheimtustjórn ber dauð- ann í sér. Því eru sem betur fer takmörk sett eins og hér hefur verið rakið, hve langt er unnt að ganga í skattheimtu. Þeir sem líta fyrst á útgjöld ríkissjóðs og segja, að vandinn verði síðan leystur með því að hækka skattana, lenda að lok- um í ógöngum. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar er komin í þessar ógöngur, þótt forsætisráðherra og fjármála- ráðherra telji enn nauðsynlegt að hækka skattana. Það verður ekki auðvelt fyrir neinn að taka við búi þessarar ríkisstjórnar, því að samhliða stóraukinni skattheimtu hefur hún gengið óhóflega fram í erlendri og innlendri lántöku. Erlendar skuldir nema nú um helmingi af þjóðarframleiðsl- unni og eru þær því á bilinu 170 til 180 milljarðir króna. Innanlands heldur ríkisstjómin uppi vöxtum með lántökum. Á þann veg er fjármálastjóm ríkisins í hróplegu ósamræmi við yfírlýst markmið vaxta- stefnu ríkisstjórnarinnar. Þverbrestirnir í stjórn ríkis- fjármálanna blasa við öllum sem þá vilja sjá. Yfirlýsingar stjórnarherranna benda því miður ekki til að þeir hafí vilja til þess. Þeir boða framhald á sömu braut. Samstöðu án hiks í Litháenmálinu eftír Þorstein Pálsson Grunsemdir um að ríkisstjóm ætlaði að hopa frá fyrri ákvörðun- um í stuðningi við Eystrasaltsríkin vöknuðu síðastliðinn miðvikudag þegar Morgunblaðið birti' frétt þar sem Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði að hugsanlega hefðu tilfinningar ráðið um of í því máli. Moskva mótmælir Sama dag greindi Morgunblaðið frá því að sovésk stjómvöld hefðu afhent Ólafi Egilssyni sendiherra íslands í Moskvu mótmæli vegna afskipta íslendinga af sjálfstæðis- baráttu Litháen. Morgunblaðið seg- ir að í mótmælayfírlýsingunni sé íslenska ríkisstjómin sökuð um hlutdrægni, er samrýmist ekki sam- skiptum landanna sem þangað ti! nýlega hafí verið vinsamleg. Morgunblaðið segir ennfremur að talsmaður Sovétstjómarinnar hafí sagt á blaðamannafundi að sovésk stjómvöld myndu ekki líða íhlutun annarra ríkja í innanríkis- málefni Sovétríkjanna. í raun og vem er yfirlýsing sov- ésku ríkisstjórnarinnar svar við þeirri kröfu Islands sem samþykkt var í ríkisstjórn 23. janúar síðastlið- inn að sovésk stjómvöld gerðu grein fyrir ofbeldisverkunum í Vilnius og Riga í liðnum mánuði. Augljóst er að sovésk stjómvöld gefa íslensku ríkisstjórninni langt nef að því er þessa kröfu fVarðar og setja fram algjörlega órökstuddar dylgjur um afskipti okkar af innanríkismálum Sovétríkjanna. Viðbrögð sovéskra stjórnvalda em móðgandi, en þau sýna að aðgerðir okkar hafa áhrif. Undanlátssemi myndi snúa blaðinu við Með þessari yfirlýsingu hafa sov- ésk stjórnvöld sett stuðningsað- gerðir okkar við Litháa og aðrar Eystrasaltsþjóðir í alveg nýtt ljós. Ef nú yrði eitthvert hik á fram- kvæmd fyrri ákvarðana og áfram- haldandi stuðningi af íslands hálfu yrði það óhjákvæmilega túlkað sem viðurkenning á réttmæti sovésku yfírlýsingarinnar um afskipti af inn- anríkismálum. Það er ekki síst af þessum sökum sem ýmsir hafa haft af því veruleg- ar áhyggjur að hik eða efasemdir væm hjá einhveijum aðilum innan ríkisstjórnarinnar. Fátt myndi skaða málstað og virðingu íslands á alþjóðavettvangi meir eins og sakir standa en að slíkt spyrðist út. Ætla verður að ríkisstjómin hafi. þá þegar er hún tók þessa ákvörðun metið eins og aðrir sem um þessi mál hafa ijallað, áhrif þess að svo veigamikið skref skuli stigið og að Island ryðji þar braut fyrir aðrar þjóðir. í því sambandi er rétt að hafa í huga að afstaða íslands miðar ekki að því að ögra Sovétríkjunum. Yfir- völd í Moskvu hafa engin þjóðrétt- arleg rök til þess að líta svo á. Fyrir þá sök getum við ekki látið hugsanlegar hótanir af þeirra hálfu hafa áhrif á niðurstöður okkar. Allar hliðar málsins skoðaðar Ljóst er að aðgerðir af hálfu ís- lands sem fela í sér stofnun stjóm- málasambands og skipti á sendi- mönnum bijóta ekki í bága við neina alþjóðlega samninga sem við emm bundin af. Dæmi em um að tímabundnar aðstæður hindri um „Ef nú yrði eitthvert hik á framkvæmd fyrri ákvarðana og áfram- haldandi stuðningi af Islands hálfu yrði það óhjákvæmilega túlkað sem viðurkenning á réttmæti sovésku yfir- lýsingarinnar um af- skipti af innanríkismál- um.“ stundarsakir að sendimenn komi til þess ríkis sem viðurkenningu hlýtur eða hefur. Þar má nefna til að mynda þær aðstæður sem nú ríkja í Kúvæt og þær aðstæður sem vom fyrir hendi í Noregi í síðari heims- styijöldinni meðan leppstjórn nas- ista réði þar ríkjum. Rétt er einnig að líta á að engar hindranir em í vegi fyrir því að Litháenmenn geti sent sendifulltrúa sinn hingað. Víst er að það er að þeirra mati mjög mikilvægt að þeir geti stofnað til sendiráðs í ríki sem viðurkennt hefur sjálfstæði þeirra og fullveldi. Og á því eru engar hindranir. Menn hafa velt því fyrir sér hvort við ættum að taka viðskiptahags- muni við Sovétríkin fram yfír þá pólitísku stefnumörkun að viður- kenna _ sjálfstæði Eystrasaltsríkj- anna. Á það er að líta að baráttan um sjálfsákvörðunarrétt og frelsi smáþjóða hlýtur að vega þyngra á metaskálunum. Og hitt er svo enn- fremur ljóst að viðskiptahagsmunir okkar og Sovétríkjanna em nú miklu mun minni en áður var. Þorsteinn Pálsson Öll atriði af þessu tagi liggja því ljós fyrir. Ekki er ástæða til að tefja framgang málsins af þeim sökum. Við viljum ryðja braut Það hefur verið von okkar og reyndar stjórnvalda í Litháen að stofnun stjómmálasambands af ís- lands hálfu myndi hafa þau áhrif að önnur ríki fylgdu í kjölfarið. Forseti Lithéan telur sig hafa gildar ástæður til að ætla að svo muni verða. En eftir að ríkisstjórn íslands hefur þegar tekið ákvörðun um að hefja viðræður um stofnun stjórn- málasambands getum við ekki látið framkvæmd þeirrar ákvörðunar stranda á því að við bíðum eftir formlegri samþykkt annarra þjóða í sömu veru. Kjarni málsins er sá að ákvörðun var tekin um það að ryðja braut fyrir aðra. Gagnkvæmir samningar milli Litháen og annarra Eystrasaltsríkja annars vegar og lýðveldisins Rúss- lands hins vegar eru þýðingarmikl- ir. Verði þeir undirritaðir í næstu viku færi jiel á því að til formlegs stjómmálasambands yrði stofnað af okkar hálfu á sama tíma. Á hinn bóginn geta samningarnir við lýð- veldið Rússland aldrei verið for- senda eða skilyrði fyrir framkvæmd ákvarðana af okkar hálfu. Þjóðarsamstaða mikilvæg Fram til þessa hefur tekist mjög- góð samstaða á Alþingi um stuðn- ing af íslands hálfu við sjálfstæðis- baráttu Eystrasaltsríkjanna. Ljóst er að afstaða okkar hefur því meiri áhrif sem umheiminum er betur ljóst að þjóðarsamstaða er um þær ákvarðanir sem teknar em. Við sjálfstæðismenn tókum frumkvæði í málinu með tillöguflutningi á Al- þingi. En við höfum á hinn bóginn lagt meiri áherslu á að ná samstöðu á Alþingi en flíka eigin tillögum í þessu efni. Og við hljótum að vænta þess að ríkisstjórn taki tillit til þess hvernig á málum hefur verið haldið af okkar hálfu í þeim tilgangi að tryggja þjóðarsamstöðu. Fram til þessa hefur sérhver áfangi verið varðaður samhljóða ályktun Alþingis sem utanríkis- nefnd hefur flutt sameiginlega. Þijár slíkar tillögur hafa verið sam- þykktar frá Alþingi. Eðlilegt er að Alþingi sameinist um ályktun að því er varðar stærsta og mikilvæg- asta skrefið sem nú hefur verið tekin ákvörðun um í ríkisstjórn og lýtur að stofnun stjórnmálasam- bands og skiptum á sendimönnum á grundvelli þess. Það er rökrétt framhald af fyrri vinnubrögðum og nauðsynlegt til þess að sýna út á við samstöðu þjóðarinnar í þessu máli sem Litháar telja hafa svo mikla þýðingu að úrslitum geti ráð- ið um framvinduna í baráttu þeirra fyrir yfirráðum yfír eigin landi og raunverulegri viðurkenningu sam- félags þjóðanna á rétti þeirra til þess. Hér þarf vönduð vinnubrögð en ekkert hik og enga undanlátssemi. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Gæftir með eindæmum lélegar eftir áramótin Sjötíu á atvinnuleysisskrá í Grindavík GÆFTIR hafa verið með eindæmum lélegar eftir áramótin og afli báta hefur verið lítill í þau fáu skipti, sem á sjó hefur gefið. Vegna lélegra aflabragða, loðnubrests og mun minni síldarsöltunar en undan- farin ár er lítil vinna í fiskvinnsluhúsum í Grindavík og þar eru 70 manns á atvinnuleysisskrá, aðallega konur, að sögn Benónýs Bene- diktssonar formanns Verkalýðsfélags Grindavíkur. „Ef engin loðna verður fryst hér í vetur rætist ekki úr þessu á næstunni,“ segir Benóný. Ekki hefur verið hægt að draga net nokkurra báta frá Þorlákshöfn og Vestmannaeyjúm síðan á föstu- dag og línubátar frá Grindavík hafa ekki komist út vegna veðurs í þess- ari viku. Fiskurinn í netunum, sem ekki hefur verið hægt að draga síðan á föstudag, er orðinn morkinn og netin eru jafnvel ónýt. Tjónið getur því numið milljónum. Línubátar og litlir trollbátar, sem gerðir eru út frá Vestmannaeyjum, hafa ekkert getað róið í þessum mánuði og þeir komust einungis í 5-6 róðra í janúar og örfáa í des- ember, að sögn Sigurðar Inga Ing- ólfssoi.ar framkvæmdastjóra Eyjavíkur hf. í Vestmannaeyjum. Þrír bátar frá Þorlákshöfn, þrír Vestmannaeyjabátar og 5-6 bátar frá Grindavík hafa verið á netum undanfarið. Ekki hefur verið hægt að draga net Snætinds ÁR frá Þor- lákshöfn síðan á föstudag en bátur- inn er með rúmlega 80 net í sjó. „Ég býst við að netin séu öll ónýt en hvert þeirra kostar 4-5 þúsund krónur og því gæti tjónið verið um 400 þúsund krónur,“ segir Þröstur Þorsteinsson skipstjóri á Snætindi. „Afli hefur verið mjög tregur hjá línu-, neta- og snurvoðarbátum og ég minnist þess ekki að veðrið hafí verið eins slæmt svona lengi síðan ég byijaði hér á sjó árið 1961.“ Þórunn Sveinsdóttir VE, sem byijaði á netum fyrir skömmu, fór út á miðvikudag. „Við áttum ein- ungis eina trossu og allur fiskur í henni var orðinn morkinn. Við því er hins vegar ekkert að gera. Mað- ur ræður ekki við náttúruöflin," segir Sigurjón Óskarsson skipstjóri. „Við höfum verið að veiða frá Víkurál austur í Djúpál en eftir áramótin hefur sjaldan gefíð á sjó. Þorskurinn héfur einnig verið óvenju smár undanfarið," fullyrðir Guðjón Kristjánsson skipstjóri á Heiðrúnu frá Patreksfírði. „Sunn- an- og suðvestanáttir hafa verið ríkjandi eftir áramótin og í þessum áttum eru straumarnir harðir og því lítið fiskirí," segir Guðjón. Sjálfstæðismenn í borgarsljórn: Útivistarsvæði skipu- lagt í Elliðaárdalnum SJÁLFSTÆÐISMENN í borgarstjórn Reylgavíkur lögðu til á fundi borgarstjórnar á fimmtudag, að Borgarskipulagi yrði falið að vinna skipulag að EUiðaárdalnum í samráði við Rafmagnsveituna, gatna- málastjóra, garðyrkjustjóra, Skógræktarfélag Reykjavíkur og aðra aðila, sem málefni dalsins varða. I greinargerð með tillögunni sagði, að með henni væri lagt til að dalurinn yrði skipulagður sem fjöl- breytilegt útivistarsvæði, sem tengdist einstöku lífríki og náttúrufeg- urð, sem þar væri að finna. Júlíus Hafstein, fonnaður um- hverfísmálaráðs Reykjavíkur, mælti fyrir tillögu sjálfstæðismanna um Elliðaárdalinn. Hann sagði að dal- urinn væri eitt glæsilegasta útivist- arsvæði borgarbúa og þar væru möguleikarnir óþijótandi, allt frá Félagsdómur í máli Félags bókagerðarmanna: Yfirvinna greiðist samkvæmt kauptaxta en ekki yfirborgun FÉLAGSDÓMUR hefur dæmt í máli sem Félag bókagerðarmanna höfðaði gegn Vinnuveitendasambandi íslands fyrir hönd Félags íslenska prentiðnaðarins. Dómurinn féllst ekki á mál FBM og taldi, að laun fyrir yfirvinnu bókagerðarmanna bæri að reikna eftir kaup- taxta í kjarasamningum, en ekki samkvæmt launum hvers og eins, hefðu þeir samið um yfirborganir. Félag .bókagerðarmanna gerði þær kröfur fyrir dóminum að dæmdur yrði réttur sá skilningur félagsins á grein í kjarasamningi aðila frá 1988, að aukavinna skyldi aldrei greidd með Iægra álagi en 100% á dagvinnukaup í hveijum flokki, miðað við 40 stunda vinnuviku, hvort sem dag- vinnukaup færi eftir lágmarks- kaupi kauptaxta eða yfirborgun. Þessu mótmælti Vinnuveitenda- sambandið fyrir dóminum og taldi að með orðum kjarasamningsins, „í hveijum flokki", væri átt við gildandi launaflokka samkvæmt kjarasamningi, óháð kaupi hvers og eins starfsmanns samkvæmt ráðningarsamningi. Fyrir dómi hélt FBM því fram, að skilningur FÍP á umræddri grein kjarasamninga fengi ekki staðist, hvorki samkvæmt orðanna hljóðan né eðli máls. Ákvæði væru í kjarasamningi um lágmarkslaun starfsfólk í greininni miðað við 40 stunda dagvinnu á viku, en hins vegar engin ákvæði um auka- vinnukaup, önnur en í umræddri grein. Utgefnir kauptaxtar hefðu að geyma þessi dagvinnulaun (lág- markslaun) með þeim breytingum, sem á þeim yrðu á samningstíman- um og þar væri aukavinnukaup verðlagt með 100% álagi á grunn- taxtann. Vegna þess að ákvæði samningsins væru um lágmarks- kjör, viðgengust yfirborganir með ýmsu móti í starfsgreininni og væru mismiklar. Oftar en ekki væri vikukaupið ekki í neinum sérstökum tengslum við uppgefnar launatölur í kauptaxta. Því liti FBM svo á, að atvinnurekendur væru bundnir þannig af ákvæði umræddrar greinar í kjarasamn- ingum að aukavinnukaup skyldi vera 100% álag á umsamið dag- vinnukaup. Þegar starfsmenn væru komnir með vissa upphæð í dagvinnulaun á mánuði gæti auka- vinnukaup eftir túlkun FÍP orðið lægra en dagvinnukaup Slíkt fengi ekki staðist. Af hálfu FÍP var bent á, að í fjölda ára hefði aldrei verið ágrein- ingur um túlkun greinar ákvæðis um yfirvinnulaun, en slíkt ákvæði hefði verið óbreytt í kjarasamning- um aðilanna í tæp 20 ár. Yfirborg- anir í einni eða annarri mynd hefðu verið mjög algengar meðal bóka- gerðarmanna allt þetta tímabil. Um þær hafi vinnuveitendur og einstakir bókagerðarmenn samið sín á milli, án nokkurra afskipta FÍP eða FBM. FÍP hefði skilið kjarasamnigninn svo, að atvinnu- rekendum væri ekki skylt að að yfirborga yfivinnutaxta kjara- samningsins, nema þeir hefðu tek- ið á sig slíka skyldu í ráðningar- samningi starfsmanns. Með orða- lagi kjarasamningsins, „í hveijum flokki", sé verið að vísa til umsa- minna launaflokka í samningnum. Kröfugerð og orðskýringar FBM væru út í bláinn, enda hvorki í samræmi við kjarasamning aðila, almenna skynsemi eða málnotkun. Hefði það verið ætlun samningsað- ila að skylda atvinnurekendur til að borga 100% álag á dagvinnu- kaup hvers og eins starfsmanna hefði það verið sagt berum orðum í greininni. Með orðalaginu „í hveijum flokki“ væri gagnstætt því, sem FBM haldi fram, beinlin- is verið að vísa til umsaminna launaflokka í kjarasamnigni aðila og taka af allan vafa um það hvemig yfirvinnukaup samkvæmt kjarasamningi aðila væri fundið. Þá hefði aðgerðaleysi og tómlæti FBM sýnt, í ljósi áratuga fram- kvæmdar FÍP á kjarasamningum, að FBM hefði sætt sig við fram- kvæmd umrædds ákvæði. í niðurstöðu Félagsdóms segir, að svo verði að líta á sem umrætt ákvæði kjarasamningsins vísaði til launaflokka samkvæmt samn- ingnum, en ekki launafjárhæða, sem stofnað væri til með yfirborg- unum, enda væru slíkar greiðslur utan við svið kjarasamnigna. Því bæri að hafna dómkröfum FBM. FMB var gert að greiða VSÍ, fyrir hönd FÍP, 70 þúsund krónur í málskostnað. Dóminn kváðu upp Garðar Gíslason, Björn Helgason, Gunnar Guðmundsson, Ingibjörg Bene- diktsdóttir og Jón Þorsteinsson. Morgunblaðið/Hildur Sigrún Kristinsdóttir. Siglt tíl sólar árósum, þar sem væri smábátahöfn, og upp að Elliðavatni, þar sem öll- um borgarbúum gæfíst möguleiki til sliungsveiða gegn vægu gjaldi. í dalnum hafí verið plantað tugþús- undum plantna undanfarin ár Ræktun skógar hafí verið hafin í neðri hluta hans ræktun skógar, sem nú væri orðinn sérstaklega fallegur og væru þar gönguleiðir í einstakri náttúru meðfram ánum sem þar rynnu með sitt óviðjafnan- lega lífríki. Elliðaárdalurinn væri perlan í náttúru Reykjavíkur. Siguijón Pétursson, borgarfull- trúi Alþýðubandalagsin, lýsti sig samþykkan tillögunni og í sama streng tóku aðrir fulltrúar minni- hlutaflokkanna, nema Elín G. Ól- afsdóttir, borgarfulltrúi Kvenna- lista, sem sagðist vera hrædd við tillöguna og að hún vildi heldur friða dalinn eins og hann væri í dag. Tillaga sjálfstæðismanna um skipulagninu Elliðaárdalsins var samþykkt með 14 atkvæðum gegn einu. Háskólinn: Endurunninn pappír notaður eftir föngum HÁSKÓLARÁÐ samþykkti á fundi sínum á fimmtudag tillögu fulltrúa Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, um að endurunninn pappír verði framvegis notaður á vegum Háskóla íslands þar sem því verður við komið. Að sögn Siguijóns Þ. Árnasonar, formanns Stúdentaráðs HÍ og ann- ars flutningsmanns tillögunnar, var markmiðið með flutningi hennar að leggja lítið lóð á vogarskál umhverf- isverndar. „Það er eðlilegt að Há- skólinn sem æðsta menntastofnun landsins sé í fararbroddi á þessu sviði. Háskólinn getur sýnt um- hverfisvernd táknrænan stuðning, og þetta geta raunar öll fyrirtæki gert,“ sagði Siguijón. Hann sagði að Stúdentaráð hefði þegar tekið upp þá stefnu að nota sem mest endurunninn pappír og sömu sögu væri að segja um Lánasjóð íslenzkra námsmanna. Tillagan, sem samþykkt var í Háskólaráði, gerir ráð fyrir að áfram verði ýmis skjöl úr vandaðri pappír, enda er geymsluþol endur- unnins pappírs lítið. Biskupinn á heimsþingi í Astralíu við þriðja mann BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, situr nú heimsþing Alkirkjur- áðsins, sem er haldið í Canberra í Ástralíu. Annar fulltrúi íslensku kirkjunnar er Adda Steina Björnsdóttir, fréttamaður og guðfræðing- ur, og Kristinn Jens Sigurþórsson, guðfræðinemi er starfsmaður þingsins. Yfirskrift .heimsþingsins er: Síðasta heimsþing Alkirkjuráðs- „Kom heilagur andi — endurnýja ins var haldið í Vancouver í Kanada sköpunina alla,“ og hafa verið árið 1984. Að þessu sinni er búist haldnar 10 ráðstefnur undanfarin við á fjórða þúsund fulltrúum frá misseri, vítt um heim, til að und- 303 aðildarkirkjum Alkirkjuráðsins, irbúa heimsþingið. segir í frétt biskupsstofu. v 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.