Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1991 17 Nú breiðast voðir hels og hljóðs um hauður allt að sjónarhring, og grafkyrr stendur storka flóðs, sem stir’nuð alda horfíns ljóðs, þar sumarfuglinn söng við lyng. (E. Ben.) Mig langar með örfáum og fá- tæklegum orðum að minnast tengdaföður míns, Kristján Fjeldsted bónda í Ferjukoti, en hann lést á sjúkrahúsi Akraness 30. jan- úar sl. Fyrstu kynni mín af Kristjáni voru, er ég sem unglingur úr Reykjavík kom í sveit í Feijukot. Síðar þróuðust mál þannig að ég giftist yngri syninum á bænum. Fyrstu kynni mín af bústörfum voru því undir handleiðslu.Kristjáns og tengdamóður minnar, Þórdísar. Sambýlið og nábýlið við Kristján og Þórdísi hefur alla tíð verið mjög gott, og þess hafa bömin okkar Þorkels ekki hvað síst notið. Krist- ján var mikill veiðimaður, og kunni vel með að fara, hvort heldur var net, stöng eða byssa. Hann kenndi mér, eins og hann hafði kennt sínum börnum — og síðar barna- börnunum, að umgangast Hvítá og aðrar nærliggjandi ár. Enda þótt hann hafi gefið Hvítá mest af tíma sínum, þá var Grímsá honum kær- ust áa. Þar kenndi hann mér að halda á stöng og hjálpaði mér að landa Maríulaxinum mínum. Það var gaman að fylgjast með Krist- jáni við veiðar, og þá ekki síst er hann var í Grímsá, enda þekkti hann þá á manna best. Hafði verið leiðsögumaður erlendra veiðimanna sem ungur maður, og leiðbeindi sfðar sonum sínum í því fagi. Elsti sonur okkar Þorkels naut einnig leiðsagnar afa síns og nafna í stang- veiði og leiðsögn. Kristján var vel lesinn og átti mörg áhugamál. Þeirra stærst var skógrækt, en hún átti stórt pláss í huga hans. Trén sem hann gróður- setti í garðinum við bæinn og fal- legu, beinvöxnu aspirnar í lundinum handan vegar bera natni hans við þessa iðju fagurt vitni. Á hveiju ári var nokkrum hríslum bætt við — og ráðhollur var hann okkur, er við hófum að gróðursetja0 við bæinn okkar. Síðstu árin hafa verið Kristjáni erfið, þegar veikindin hafa lagst æ þyngra á hann. Þennan tíma, eins og endranær hefur tengdamóðir mín verið honum hin trausta stoð og stytta, og gert honum þessar erfiðu baráttu léttari. Síðustu miss- erin hefur hann verið rúmfastur á sjúkrahúsinu á Akranesi, og ber að þakka hjúkrunarfólki þar góða umönnun hans. Hvíli í friði minn kæri Kristján. Heba Hann afi okkar Feijukotsbræðra er dáinn. Hann var lengi búinn að vera veikur og var að síðustu á sjúkrahúsi Akraness. Aðdáunarvert |---------------------------------- teygja sig langt fram í bamæsksu mína. Árið 1930 var ég hjá henni og Siguijóni í Keflavík á meðan foreldrar mínir fóm á alþingishá- tíðina á Þingvöllum. Síðar meir fékk ég að fara með mótorbátnum frá Vestmannaeyjum upp til Stokks- eyrar eða Eyrarbakka til að heim- sækja Helgu og Gest á Eyrar- bakka. Þangað var alltaf gaman að koma. Seinna meir þegar ég var fluttur á fastalandið og fór að hafa bíla, var óhjákvæmilegt annað en að heimsækja þau að minnsta kosti einu sinni á sumri. í Frambæjar- húsi var alltaf hlýr andblær og glað- værð. Þeim hjónunum þótti gaman að taka á móti gestum. Börnunum okkar fannst eins og þau væru auka amma og afi. Svo sem oft vill verða í mannlíf- inu þá skiptast á skin og skúrir. Helga fékk að reyna hvorttveggja, hún missti mikið, foreldra sína á barnsaldri, tvö komabörn, dóttir í blóma unglingsáranna og svo Gest mann sinn. Sjálf var hún heilsulítil síðustu árin. Hún átti líka sínar sólskinsstundir. Hún var léttlynd og hláturmild. Sama var með Gest, enda gaman að koma til þeirra og fá þau í heimsókn. Þeirra er því saknað. Jón A. Valdimarsson ngloH mu -«10110 isgniooiM var hve amma Þórdís var dugleg að taka afa heim um hátíðir og helgar, þegar veður og tækifæri gafst. Umhyggja hennar og kjarkur er mikill. I huga okkar bræðra er afí fyrst og fremst veiðimaðurinn, náttúru- unnandinn, heimsmaðurinn, afi okkar. Bernskuminningarnar eru frá „gamla húsinu", þar bjuggum við ásamt foreldrum okkar fyrstu ævi- árin uppi á lofti í skjóli afa og ömmu Doddu. Oft var fyrirgangurinn mikill í fjörmiklum, skapstórum orkubolt- um, en afi og amma umbáru allt, jafnvel er við fórum á þríhjóli niður snarbrattan stigann. Afi var mikill veiðimaður og tókst allur á loft er hann sagði okkur sögur af honum, ungum dreng, hestasveini og leiðsögumanni hjá Bretum sem leigðu þá Grímsá. Þá á er afi dáði mest! Hann var afar leikinn með stöngina og þekkti ána vel og gaman var að fylgjast með honum við veiðar. Einnig er hann vitjaði um netin í Hvítá og við feng- um að vera með og læra. Oft undr- aði okkur að aldrei varð honum kalt á höndunum, þótt hann væri upp í 2 tíma að vitja í jökulkaldri ánni. Hann afi kenndi okkur að bera virðingu fyrir Hvítá og hættum hennar og hann og amma lögðu ríka áherslu á að öll börn lærðu sundtökin sem allra fýrst. Afi var mikill náttúruunnandi. Garðurinn við húsið þeirra ömmu var góður leikvöllur og rifsberin voru góð. Aspirnar sem afi plantaði í hlíðinni hinum megin vegar eru fallegar og beinvaxnar. Alltaf bætti hann nokkrum hríslum við hvert vor og lét sér mjög annt um, sárt þótti honum ef mörg tré komu brot- in undan vetri. Nú gengur afi vonandi léttstígur eftir þungan vetur og við bræður geymum góðar minningar og biðj- um Guð að styrkja ömmu Doddu. Kristján og Magnús febrúar Frestur til að skila skattframtali rennur út 10. febrúar Síðasti skiladagur skattframtals vegna tekna og eigna á árinu 1990 nálgast nú óðum. ítarlegur leiðbein- ingabæklingur hefur verið sendur til framteljenda sem kemur að góðum notum við útfyllingu framtalsins. Fylgiblöð með skattframtali liggja frammi hjá skattstjórum sem jafn- framt veita frekari upplýsingar ef óskað er. Mikilvægt er að framteljendur varð- veiti launaseðla áfram eftir að fram- talinu hefur verið skilað. Ef þörf krefur eiga launaseðlarnir að sanna að staðgreiðsla hefur verið dregin af launum. Skattframtalinu á að skila til skatt- stjóra í viðkomandi umdæmi. Forðist álag vegna síðbúinna skila! RSK RÍKISSKATTSTJÓRI uuq Bllia "ikðiB ín>|}ioF .xi /iiflaX -IbiiíV uíiii'd uifírg iE-v nntífi ,ðSGl .Hjjjg "giii ftiu iíijí ínK iBibfenoi .öilH et! ifino;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.