Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 47
MAMaM-áiHÓrTIB-ÆSS.^1^ »&«'■ HANDKNATTLEIKUR Valdimar Grímsson fór á kostum á fjölum Laugardalshallar í gærkvöldi, var yfirburðamaður á vellinum og gerði 16 mörk. Ungvecjar sigruðu Rúmena I Danmörku Mæta íslendingum í Laugardalshöll eftir helgi. Héðinn Gilsson Ieikur75. landsleiksinn Ungveijar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Rúmena, sem urðu í þriðja sæti á HM í Tékkósló- vakíu fyrir tæplega ári, í gær- kvöldi. Lokatölur urðu 23:22, en í hálfleik var staðan jöfn, 11:11. Þetta var fyrsti leikurinn á fjög- urra þjóða móti í Danmörku, en síðan unnu Danir Finna 23:22. Jakob Sibalin lék sinn 68. landsleik fyrir Ungverja og var athvæðamestur með sjö mörk. Sandor Györffy var með sex stykki í 60. landsleiknum, Attila Dorsos skoraði þijú og Laszló Sótonyi, Zoltán Nemeth og Mi- hály Iváncsik tvö hver, en þetta eru með reyndustu mönnum liðs- ins. Eftir mótið koma Ungvetjar til íslands og leika tvo leiki í Laugar- dalshöll — á mánudag og þriðju- dag. Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, sagði við Morg- unblaðið í gærkvöldi að Ungveijar væru greinilega sterkir, en hann myndi reyna að halda áfram á sömu braut með íslenska liðið. Hópurinn er nær óbreyttur frá Spánarmótinu í síðasta mánuði. Héðinn Gilsson kemur samt inn á ný og verður með í báðum leikjun- um, en leikurinn á mánudags- kvöld verður 75. landsleikur hans. KR-Valur 25:32 Laugardalshöll, íslandsmótið 1. deild — VÍS-keppnin, föstudaginn 8. febrúar 1991. Gangur leiksins: 4:2, 8:13, 11:16, 14:16, 15:20, 22:26, 25:32. Mörk KR: Páll Ólafsson 10/3, Konráð Olavson 8/2, Sigurður Sveinsson 3, Bjami Ólafsson 2, Willum Þór Þórsson 1 og Guðmundur Pálmason 1. Varin skot: Leifur Dagfmnsson 7, Árni Harðarson 3. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Vals: Valdimar Gnmsson 16/3, Jón Kristjánsson 6, Jakob Sigurðsson 6, Júlíus Gunnarsson 2, Brynjar Harðarson 2. Varin skot: Páll Guðnason 13. Einar Þorvarðarson. Utan vallar: 2 mfnútur. Dómarar: Guðmundur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson. Áliorfendur: Um 120. Valdimar gerði 16 mörk Valdimar Grímsson fór á kostum er Valsmenn sigruðu KR-inga í Laug- ardalshöll í gærkvöldi. Hann gerði nákvæmlega helming marka Vals — úr horni, af línu, eftir hraðaupphlaup og með langskotum! Var óumdeil- anlega yfirburðamaður á vellinum. KR-ingar höfðu undirtökin framan af en Valsmenn lok- uðu vörninni síðari hluta fyrri hálfleiks og náðu þá for- skoti. KR-ingar breyttu um leikaðferð í síðari hálfleik, spiluðu með tvo línumenn. Það virtist koma Valsmönnum í opna skjöldu til að byija með, KR minnkaði muninn í tvö mörk, en þá breikkuðu Valsmenn bilið aftur og Vesturbæingarnar voru aldrei nálægt því að jafna. Páll Ólafsson var lang besti maður KR og Konráð náði aðeins að sýna sig í síðari hálfleiknum. Eins og fyrr í vetur var varnarleikurinn sterk- asti hluti liðsins en oft var lítil ógnun í sóknarleiknum og alltof mikill kraftur fór í að nöldra í dómurunum. Eins og áður sagði var Valdimar yfirburðamaður hjá Val en Jakob Sigurðsson og Jón Kristjánsson voru líka mjög góðir. BORTENNIS / LANDSLIÐIÐ A EM Þriðja sætið í sjónmáli Islenska landsliðið í borðtennis leikur gegn ísrael í dag í undanúrslitum 3. deildar Evrópukeppni landsliða, sem hófst í Aþenu í fyrrakvöld. ís- lendingamir byijuðu á því að vinna Mön 6-1, töpuðu 7-0 fyrir Grikklandi í gærmorgun og unnu síðan Jersey 6-1. Grikkland og Malta eru einnig í undanúrslitum, en leikir um sæti fara fram síðdegis. Frosti Eiðsson skrífar Vfldngur ogFHí úrslit? m Ígær var dregiði undanúrslit bikarkeppni HSÍ. Haukar fá Víking í heimsókn og ÍBV eða Þór, sem leika 17. febrúar í átta liða úrslitum, tekur á móti FH. Leikirnir eiga að fara fram mið- vikudaginn 20. febrúar. í undanúrslitum kvenna leika FH og Fram í Kaplakrika og Valur og Stjaman að Hlíða- renda. Báðir leikimir fara fram á miðvikudag í næstu viku. 1.DEILD KARLA KR- VALUR........25:32 VÍKINGUR 19 18 1 473: 394 36 VALUR 20 16 3 500: 439 33 STJARNAN 19 12 6 466: 450 25 FH 19 10 6 448: 443 23 HAUKAR 19 11 7 451: 453 23 KR 20 6 8 461: 465 18 ÍBV 19 7 8 455: 450 18 KA 19 7 10 441: 428 16 GRÓTTA 19 4 13 420: 448 10 ÍR 19 3 12 418: 453 10 SELFOSS 19 3 12 387: 447 10 FRAM 19 2 13 390: 440 8 KÖRFUKNATTLEIKUR „Þetta var sæt hefnd“ Þetta var bæði kærkominn og þýðingamikill sigur fyrir okk- ur. Nú höfum við 4 stigum meira Cn Keflvíkingar því ef þessi lið leika saman í úrslitum þá Björn er mikilvægt fyrir Blöndal okkur að hafa fleiri skrífar stig komi til odda- leiks, sem við fengj- um þá á heimavelli. Keflavík er líka eina liðið sem við höfum ekki unnið í vetur og einnig var þetta sæt hefnd fyrir tapið í Keflavík," sagði Friðrik Rúnarsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn gegn nágrönnum sínum úr Keflavík í „Ljónagryfjunni" í Njarðvík. Keflvíkingar vom betri í fyrri hálfleik og höfðu 5 stiga forystu í leikhléi. Njarðvíkingar komu hins vegar ákveðnir til leiks í síðari hálf- leik og voru fljótir að jafna leikinn og komast yfir. Keflvíkingar börð- ust vel en allt kom fyrir ekki því Njarðvíkingar vom ákveðnari og sigur þeirra verðskuldaður. „Þetta var góður leikur og bæði liðin léku góðan körfuknattleik. Við vomm betri í fyrri hálfleik, en þeir í þeim síðari. Staðan er núna 1:1 og við eigum eftir að mæta þeim aftur,“ sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður ÍBK. Bandaríkjamaður- inn Rondey Robinson átti að venju mjög góðan leik hjá UMFN ásamt Teiti Orlygssyni. Friðrik Ragnars- son, Kristinn Einarsson, Hreiðar Hreiðarsson og ísak Tómasson léku einnig allir stór hlutverk. Sigurður Ingimundarson, Jón Kr. Gíslason, Falur Harðarson og Tom Lytle vom bestu menn hjá ÍBK. Öruggur Snæfellssigur Snæfell vann öruggan sigur á Þór frá Akureyri og tryggði sér tvö mikilvæg stig í fallbarátt- unni. Leikurinn fór rólega af stað, leikmenn beggja María liða vora lengi í Guðnadóttir gang og fyrri hálf- skrifar leikur einkenndist af mikilli baráttu og áttu dómarar fullt í fangi með að hafa tök á leiknum. Þór var ávallt 2-3 stigum yfir en Snæfell leiddi þó í hálfleik með einu stigi. í síðari hálfleik var nánast eitt lið á vellinum, þvílíkir vom yfirburð- ir Snæfells. Brynjar Harðarson fór hamförum í síðari hálfleik og skor- aði þá 20 stig en þess má getá að Þórsliðið skoraði aðeins 29 stig í hálfleiknum. Auk Brynjars áttu flestir leikmenn Snæfells góðan dag, Bandaríkjamaðurinn Tim Harvey hafði sig þó lítið í frammi þar sem hann meiddist á fæti í fyrri hálfleik og gat lítið beitt sér. Hann tók þó að venju sinn skammt af fráköstum. Sturla Örlygsson átti ágætan leik og hélt Þór á floti í fyrri hálfleik, Jón Öm átti ágætar rispur en skot- nýting hans var slök, sérstaklega undir lokin. Stjömuleikur í Grindavík Arlegur stjörnuleikur Körfu- knattleikssambands íslands og Samtaka íþróttafréttamanna verður á morgun. Leikurinn verður að þessu sinni í íþróttahúsinu í Grindavík og eigast þar við úrvals- lið af Suðumesjum og lið „Lands- ins“. Hátíðin hefst kl. 15.00 með und- ankeppni í þriggja stiga skotkeppni og troðslukeppni. Eftir það hefst leikurinn, í leikhléi mætast lið körfuknattleiksdómara og íþrótta- fréttamanna og í hléi milli þriðja og ftórða leikhluta fara fram úrslit í þriggja stiga skotkeppninni og troðslukeppninni. Stjömuliðin hafa verið valin, og em skipuð sem hér segir: Suðurnesjaúrval: Falur Harðarson, Jón Kr. Gíslason, Tom Lytle, Sigurður Ingimundarson og Albert Óskarsson, allir ÍBK, Teitur Örlygs- son, Rondey Robinson, ísak Tómasson og Friðrik Ragnarsson, allir UMFN og Guðmund- ur Bragason, Dan Krebbs og Jóhannes Krist- bjömsson frá UMFG. Varamaður er Steinþór Helgason frá UMFG og stjómandi Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga. Lið MLandsinsu: Franc Booker, ÍR, Jón Amar Ingvarsson og Damon Vance, báðir úr Hauk- um, Pétur Guðmundsson, Valur Ingimundar- son og Einar Einarsson, allir úr Tindastóli, Bryiyar Harðarson, Snæfelli, Páll Kolbeinsson og Axel Nikulásson, báðir úr KR, David Griss- om og Magnús Matthíasson, báðir úr Val og Sturla Örlygsson, Þór. Varamaður er Jonathan Bow úr KR. UMFIM-IBK 96:87 íþróttahúsið í Njarðvik, Úrvalsdeildin, föstudaginn 8. febrúar 1991. Gangur leiksins: 0:4, 2:4, 5:5, 11:11, 19:19, 25:80, 32:40, 42:47, 53:47, 57:57, 60:61, 66:63, 70:63, 80:70, 87:81, 96:87. Stig UMFN: Rondey Robinson 31, Teitur Örlygsson 28, Friðrik Ragnarsson 13, Hreiðar Hreiðarsson 9, Kristinn Einarsson 8, ísak Tómasson 4, Gunnar Örlygsson 3. Stig ÍBK: Sigurður Ingimundarson 34, Falur Harðarson 26, Tom Lytle 9, Jón Kr. Gíslason 8, Júlíus Friðriksson 4, Hjörtur Harðarson 4, Albert Óskarsson 2. Dómarar: Leifur Garðarsson og Jón Otti Ólafsson og komust þeir vel frá leiknum sem var ekki auðdæmdur. Áhorfendur: Um 500. Snæfell - Þór 87:68 íþróttamiðstöðin í Stykkishólmi, Úrvals- deildin, föstudaginn 89. febrúar 1990. Gangur leiksins: 2:0, 11:10, 18:26, 31:32, 40:39, 46:45, 52:49, 68:52, 80:61, 87:68. Stig Snæfells: Bárður Eyþórsson 26, Brynj- ar Harðarson 24, Tim Harvey 12, Sæþór Þorbergss. 10, Ríkharður Hrafnkelss. 9, Hreinn Þorkelsson 4, Alexander Helgason 2. Stig Þórs: Sturla Örlygsson 25, Jón Öm Guðmundsson 19, Dan Kennard 17, Eirfkur Sigurðsson 3, Jóhann Sigurðsson 2, Konráð Óskarsson 2. Dómarar: Ámi Freyr Sigurlaugsson og Bergur Steingrímsson. Áhorfendur: Um 200. Handknattleikur 2. deild karla: Breiðablik - Ármann..............17:15 HK - Þór Ak......................23:21 Blak 1. deild karla í gærkvöldi: ÍS - Þróttur....(12:15,13:15,12:15) 0:3 ■Þróttarar voru betri og sigur þeirra sann- gjam. Stúdentar áttu í erfiðleikum með uppgjafir og móttöku en Þróttarar voru stöðugri þegar mikið lá við. 1. deild kvenna: ÍS-UBK..............................3:2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.