Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991 Krislján Fjeldsted Ferjukoti - Minning Fæddur 17. desember 1914 Dáinn 30. janúar 1991 Frændi minn, Kristján Fjeldsted, bóndi í Feijukoti, er látinn eftir langa og erfiða vanheilsu, 76 ára að aldri. Langar mig að minnast þessa gamla vinar og frænda með nokkrum orðum. Kristján átti til góðra að telja, en hann var sonur Sigurðar bónda Fjeldsted í Feijukoti, föðurbróður míns, og Elísabetar konu hans. Sig- urður var héraðshöfðingi og heimil- ið í Ferjukoti rómað fyrir risnu og höfðingsskap. Hann var-búmaður góður og veiðimaður, en laxeiði í Hvítá hefir jafnan verið grundvöllur að hag og velgengni Feijukots- bænda. Sigurður var laxveiðimaður af lífi og sál, ekki aðeins við neta- veiði, sem stunduð var af kappi og forsjá, heldur var hann einnig með bestu stangaveiðimönnum landsins. Faðir Sigurðar, Andrés á Hvítár- völlum, var og landsfrægur veiði- maður og skytta. Hann var braut- ryðjandi um nýjungar við netaveiði í Hvítá, og margt annað var honum til jista lagt. í þessu umhverfi var Kristján fæddur og uppalinn, og átti því ekki langt að sækja áhuga sinn og dugnað við veiðiskap. Kristján ólst upp í Feijukoti og fór snemma að taka til hendinni við laxveiðarnar. Þegar hann hafði aldur til, settist hann í Flensborgar- skólann í Hafnarfirði og lauk þaðan gagnfræðaprófi með góðum vitnis- burði. Því næst lauk hann prófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri, en síðan dvaldi hann alla sína ævi í Feijukoti og undi hag sínum vel. Að loknu námi vann Kristján að búi föður síns, en á sumrin annað- ist hann að mestu leyti um laxveið- arnar í Hvítá. Eftir lát Sigurðar Fjeldsted 1937, stjórnaði hann búi fyrir móður sína, og að henni lát- inni, tók hann alfarið við búi í Feiju- koti, og var þar bóndi til æviloka. Kristján var góður bóndi, en lax- veiðin var honum hugstæðust, svo sem verið hafði um forfeður hans. Netaveiðar í Hvítá stundaði hann alla tíð af kappi, en auk þess var hann slyngur stangaveiðimaður og skytta. Enskir laxveiðimenn voru fyrr á árum tíðir gestir í Feijukoti, og margir þeirra bundu ævilanga vin- áttu við þá feðga, Sigurð og Krist- ján. Þeir feðgar töluðu prýðilega ensku, enda höfðu báðir dvalist um skeið á yngri árum í Skotlandi og Englandi. Kristján sagði oft skemmtilegar sögur af þessum Minning: Fædd 29. september 1905 Dáin 30. janúar 1991 í dag verður móðursystir mín, Helga Jónsdóttír frá Frambæjar- húsi á Eyrarbakka, jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju. Hún fæddist í Garðbæ á Stokks- eyri 29. september 1905 og lést á Sólvangi á Eyrarbakka 30. janúar sl. Hún varð því liðlega 85 ára göm- ul. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Þorsteinsson járnsmiður í Garðbæ og síðan Brávöllum, fæddur 5. mars 1856, dáinn 4. nóvember 1916, og kona hans Kristín Þórðar- dóttir, fædd 3. júlí 1860, dáin 8. nóvember 1912. Foreldrar Jóns voru hjónin Þorsteinn Magnússon bóndi í Kolholtshelli, Einarssonar Núpstúni og kona hans Kristín Ein- .arsdóttir, Kolholtshelli, Guðmunds- sonar frá Hlíð. Foreldrar Kristínar bresku vinum, sem sumir voru í meira lagi sérvitrir. Við fráfall Kristjáns koipa upp í hugann margar ljúfar minningar um þennan góða dreng og heiðurs- mann. Ég minnist heimsókna Kristjáns hingað til Reykjavíkur, fyrr á árum, en þá dvaldi hann jafn- an á heimili foreldra minna. Var það mikið tilhlökkunarefni hjá okk- ur bræðrum, þegar von var á heim- sóknum Kristjáns, enda fylgdi hon- um alltaf fjör og kátína og mikið var um að vera, þegar hann var hér á ferð, m.a. heimsóknir til vina og frænda, sem voru ijölmargir hér í bænum. Ég minnist einnig með hlýjum hug allra minna mörgu heimsókna í Feijukot á þeim árum og síðar, oft til laxveiða með góðum félögum. Þá var oft glatt á hjalla. Alltaf var jafn gott að koma í Feijukot. Þar var manni tekið tveim höndum af Þórdísi og Kristjáni, með rausnarlegum veitingum og elsku- legu viðmóti. Þar leið öllum vel. Kristján kvæntist ungur Þórdísi Þorkelsdóttur úr Borgarnesi, frændkonu sinni, og var það vissu- lega mikið gæfuspor sem þar var stigið. Þórdís hefír alla tíð stjórnað hinu fallega heimili í Feijukoti af mikilli rausn og höfðingsskap og staðið við hlið bónda síns í blíðu og stríðu. Einstök hefír verið um- hyggja hennar fyrir Kristjáni hin síðari ár, í hans löngu og ströngu veikindum. Þau hjónin eignuðust 3 börn, Sigurð, verslunarmann, Þorkel, bónda, sem staðið hefir fyrir búskap í Feijukoti hin síðari ár, að nokkru leyti í félagi við foreldra sína, og Guðrúnu, sem rekur búskap og reið- skóla að Ölvaldsstöðum. Öll eru börnin sómafólk, sem hafa verið foreldrum sínum mikil stoð á efri árum. Ég á einungis góðar og bjartar minningar um Kristján frænda minn, þennan ljúfa og heilsteypta drengskaparmann, og sakna nú vin- ar í stað. Við Guðrún og öll mín fjölskylda sendum Þórdísi og börnunum okkar innilegustu samúðarkveðjur með þökk fyrir áratuga vináttu. Agúst Fjelsted Kristján íjeldsted var vinur okk- ar, vinur, sem við mátum mikils. Hann var einlægur og_ tryggur, greiðvikinn og grandvar. Á æskuár- unum var hann einn af glæsileg- ustu sonum Borgarfjarðarhéraðs. Á voru voru hjónin Þórður Eiríksson ríki á Mýrum, Guðmundssonar í Bræðratungu, Bergstéinssonar og kona hans Helga Sveinsdóttir Feijunesi, Sigurðssonar. Systkinin í Garðbæ voru fjögur, Þórður bókhaldari fæddur 1886, Helgaeldri fædd 1894, Kristín fædd 1898 og Helga yngri fædd 1905. Nú eru þau öll farin yfir móðuna miklu nema Kristín sem býr í Skióii í Reykjavík, hátt á nítugasta og þriðja aldursári. Helga missti móður sína þegar hún var sjö ára gömul og föður sinn fjórum árum síðar. Við fráfall móð- ur hennar var henni komið í fóstur hjá sæmdarhjónunum Guðrúnu Torfadóttur og Helga Jónssyni í Fagradal á Stokkseyri. Þau reynd- ust henni vel og var hún að mestu hjá þeim þar til hún gaf farið að sjá um sig sjálf. þessum árum kynntist hann glæsi- stúlkunni, Þórdísi frá Borgarnesi, sem síðar varð eiginkona hans. Það var jafnræði með þeim hjónum. Framkoma þeirra og hátterni vakti athygli á mannamótum. Þau prýddu hvort annað. Við urðum þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga samleið með Kristjáni við veiðar í Grímsá um margi'a ára skeið og njóta leiðsagnar hans og kunnáttu. Margar ógleymanlegar stundir sátum við til skiptis við hlið hans á bökkum árinnar, á meðan hinn veiddi. Hann sagði frá, við hlustuðum, spurðum og fræddumst. Á þessum stundum var rætt um margt fieira en laxveiðar í þessari fögru á. Kristján unni náttúru landsins og virti hana að verðleik- um, ekki síst hin fögru héruð Borg- arfjarðar, sem voru honum svo kær. Við félagarnir minnumst oft þessara og annarra samverustunda. Við hefðum átt að þakka Kristjáni meira og betur fyrir þær en við gerðum. Á glæsilegu heimili Kristjáns og Þórdísar í Ferjukoti var okkur og eiginkonum okkar ávallt tekið af einstakri hlýju, ljúfmennsku og höfðingsskap. Ekkert var of gott, engin fyrirhöfn of mikil. Hvergi var betra að dvelja. Það er erfítt að byija á minning- argrein um góðan vin, en ekki síður erfitt að enda slík skrif. í samskipt- um vina er svo margt, sem ekki á erindi til annarra. Því skal nú ljúka þessari stuttu kveðju með þökk og virðingu fyrir ljúfmenninu Kristjáni Fjeldsted, vininum okkar frá Feiju- koti. Undirritaðir og eiginkonur okkar sendum Þórdísi, börnum þeirra Kristjáns, barnabörnum og tengda- börnum, einlægar samúðar- og vin- arkveðjur. Birgir Þorgilsson, Konráð Guðmundsson. Helga var tvígift. Fyrri maður hennar var Siguijón Kristjánsson frá Kumblá f-Grunnavík, fæddur 10. febrúar 1898. Þau eignuðust fímm börn: Kristínu, fædda 14. desember 1923, hún lést í bílslysi við Eyrarbakka 2. maí 1941, 17 ára gömul; Jón, fæddan 15. mars 1926, hann var giftur Elínu Valdi- Tæplega munu það ýkjur að segja að Borgarfjarðarhérað hafi um margt sérstöðu meðal ísienskra byggðarlaga og kemur þar fleira til en búsæld, sögufrægð og yndis- leikur þessarar byggðar. Allir vita að Borgarfjörður er eins konar fimmfljótaland fegurstu og gjöful- ustu laxelfa ísland og þegar lax- veiði varð hið eftirsótta tómstunda- gaman seint á öldinni sem ieið, og allar götur síðan, fór ekki hjá því að gjöfular ár héraðsins yrðu se- gull sem dró að sér athygli slíkra sportmanna hvaðanæva úr heimin- um. Það var því ekki óalgengt að veiðiréttarbændur og jafnvel ungir menn yrðu borðnautar og málvinir eriendra stórmenna sem undu sér við veiðiskap á íslenskum sumar- dögum milli þess sem þeir fengust við heimsveldissmíðar, styijaldir eða stórviðskipti um allan heim. Þetta er ekki sett fram hér af neinni fordild eða á að vera tilraun til upphafningar, enda hafa borgfirsk- ir bændahöldar allar götur frá Kveldúlfi landnámsmanni til Snorra á Húsafelli og Magnúsar Stephen- sens verið nægilega miklir af sjálf- um sér og þar má enn fínna mikla fræðimenn, stórskáld og kunna raunvísindamenn sem hafa haldið tryggð við hérað sitt og búskapar- hætti. En ekki gat farið hjá því að dagleg umgengni og vinátta við erlenda heimsmenn og fyrirmenn og þau bönd sem oft binda saman veiðifélaga opnaði mörgum Borg- firðingi víðari útsýn en ýmsum öðr- um. Þeir kynntust siðum og hátt- semi framandi gesta, lærðu mái þeirra og ræddu hugðarefni beggja. Einn slíkra bænda og veiðimanna og einhver kunnasti og slyngasti þeirra, Kristján Fjeldsted, bóndi í Feijukoti, er í dag borinn til hinstu hvílu. Við þann atburð er bæði ljúft og skylt að þakka hinum gengna löng kynni og skemmtileg. Meir en tuttugu ár eru liðin síðan sá sem þetta ritar komst fyrst í raunveruleg kynni við borgfirskar veiðiár og þá veröld þar sem lífið er ekki saltfískur, heldur — laxfisk- ur — þar sem varla er hægt að eiga umræður við sannan héraðsmann í fáeinar mínútur án þess að tal ber- ist ósjálfrátt að veiðimönnum, stór- löxum, stöngum, nýjustu flugum eða fyndnum veiðisögum. Og sann- arlega er ánægjulegt þeim sem rit- ar að minnast þess, þegar litið er til baka, að frá upphafi tókust kynni sem urðu að vináttu við tvo kunn- ustu og slyngustu í hópi margra góðra borgfirskra veiðimanna, þá Bjöm Blöndal, rithöfund, sem nú er látinn fyrir nokkru og Kristján Fjeldsted, bónda í Feijukoti, sem þessar línur eru helgaðar í minning- arskyni. Ætíð síðan var það sumar dauft ef ekki var hægt að dvelja og njóta alkunnrar gestrisni — oft æðistund — á heimilum þeirra og ijölskyldna — rifja upp hvers kyns marsdóttur, þau áttu þijú börn, Sigvalda, Helgu og Sævar. Þau skildu. Seinni kona hans er Kristín G. Elíasdóttir; Sigurlaugu, hún dó í frumbernsku; Gunnar, fæddan 8. ágúst 1929, giftur Rósu Hermanns- dóttur. Þau eiga einn son, Her- mann, og óskírðan dreng sem lést skömmu eftir fæðingu. Seinni maður Helgu var Gestur Sigfússon frá Egilsstaðakoti í Vill- ingaholtshreppi fæddur 1. febrúar 1902, dáinn 24. desember 1981. Þau voru barnlaus. Á þeim árum þegar Helga og Siguijón hófu búskap var mikil fá- tækt hjá þorra verkafólks við sjáv- arsíðuna. Þau byijuðu búskap í Reykjavík en fluttu svo til Keflavík- ur í von um betri afkomu þar. Verkalýðsfélagsbaráttan var um þessar mundir að bijóta sér braut í helstu sjávarplássunum. Það gekk á ýmsu og voru oft mikil átök á milli atvinnurekenda og verkafólks sem þá var kallað bolsar eða bolsi- vikkar. í Keflavík gekk þetta með því harðasta og voru frammámenn í baráttunni fluttir burt með valdi eða hraktir burt á annan hátt. Meðal annars vegna þessa fluttu þau aftur til Reykjavíkur því þeim þótti ekki fýsilegt að búa lengur í Keflavík. Nokkrú ’ kfðar 'síiÍu þau fróðleik eða hlýða á snjallar sögur um menn og málefni, ekki síst um hvers kyns veiðiskap; reyna að nema eitthvað af þeim hafsjó fróð- leiks sem þessi gömlu vinir bjuggu báðir yfir og miðluðu jafnan fús- lega. Ekki væri rétt að láta iíta svo út að við Kristján höfum verið veiði- félagar þessi ár, hann var af ann- arri kynslóð; hafði lifað sitt feg- ursta er við kynntumst. En ég sá hann stundum grípa í laxveiðar og þar duldist engum handtök snill- ingsins þótt þrek þessa áður vaska manns væri allmjög þorrið. En þessi kynni og sögur hans veittu að vitum hins forvitna snoðrænu af andblæ gullaldar laxveiðinnar á íslandi; gullaldar sem ríkti í Borgarfirði, þessari einstöku veiðimannaparadís þegar Kristján var yngri, — með félögum sínum, t.a.m. Jóhannesi Jósefssyni, Birni Blöndal, Andrési í Síðumúla, Sigfúsi Blöndal svo ein- hveijir þeir séu nefndir sem ég sá eða kynntist sem barn, auk þeirra útlendu fyrirmanna sem áður getur. Kristján var sonur Sigurðar Andréssonar Fjeldsted. Afi hans var því hinn atorkusami búhöldur, hér- aðshöfðingi og völundarsmiður, sem bjó lengst af á Hvítárvöllum. Móðir Kristjáns var Rósa Oddsdótt- ir frá Eskiholti. Kristján kvæntist 1940 Þórdísi Þorkelsdóttur íþrótta- kennara úr Borgarnesi, glæsilegri konu sem lifir mann sinn. Þau hófu búskap í Feijukoti er Sigurður lést í byijun heimsstyijaldarinnar síðari. Börn þeirra urðu 3: Sigurður, versl- unarmaður í Reykjavík, Þorkell, sem nú býr í Feijukoti, og Guðrún, húsfreyja á Ölvaldsstöðum. Heimili Kristjáns og Þórdísar við Hvítárbrúna gömlu var í þjóðbraut og þar var jafnan ærið gestkvæmt og oft glaðst með glöðum. Líklega mun leitun að þeim veiðimanni sem oft kom í Borgarfjörð og ekki kynntist heimili þeirra hjóna, auk allra annarra, s.s. ættingja og vina. Slík var alúð og gestrisni á þeim bæ. Það var eins og allir ættu þang- að erindi, enda voru þau — og börn þeirra enn — ærið vinmörg. Kristján var jötuneflt þrekmenni á yngri árum eins og hann átti kyn til, en átti átti þó við erfiða van- heilsu að stríða mörg síðustu ár sín, þótt ekki léti hann bugast and- lega, en hafði jafnan spaugsyrði á vörum ef innt var eftir líðan hans. Nú er hann allur — horfinn — og borgfírskar byggðir sjá á bak einum þeirra manna er juku drátt á svip- mót þessa vinalega héraðs. En sé einhver paradís óskhyggjunnar til, handan húmsins dökka, reikar hann þar vonandi á bökkum hinna eilífu veiðihylja og sveiflar fimlega stöng og línu. Þangað vill sá sem hér rit- ar senda honum hinstu þakkir fyrir liðnar skemmtistundir en eftiriif- andi ættingjum samúðarkveðjur. E.J. Stardal samvistir. Þegar svo var komið var ekki um annað að ræða en koma börnunum fyrir hjá skyldfólki og vinum því efni voru lft.il, kona hafði ekki möguleika á að vinna úti og jafnframt að hugsa um þijú ung börn. Þetta var erfiður tími hjá Helgu, ekki síst vegna saknaðar og umhugsunar um börnin og framtíð þeirra. Skömmu síðar kynntist hún seinni manni sínum, Gesti Sigfús- syni. Þau hófu búskap í Reykjavík en fluttu fljótlega til Eyrarbakka. Þar leigðu þau fyrstu árin á Sól- vangi og síðar í Bræðraborg. Árið 1940 keyptu þau Frambæjarhús og bjuggu þar upp frá því þar til Gest- ur lést og hún áfram þar til hún fór á öldrunarheimilið Sólvelli fyrir tveimur árum. Þegar þau Helga og Gestur fóru að búa, birti aftur yfir lífi hennar og ijölskyldan sameinað- ist á ný. Gestur var harðduglegur drengskaparmaður og tók börnun- um sem þau væru hans. Þau hjónin unnu bæði mikið í fiskvinnu og öðru sem til féll, m.a. unnu þau í mörg ár við frystihúsið á Eyrar- bakka eftir að það var stofnað. Að auki voru þau með landbúnað, höfðu nokkrar kindur og kartöflu- garða. Minningar mínar um Helgu Helga Jónsdóttir frá Frambæjarhúsi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.