Morgunblaðið - 12.02.1991, Síða 4

Morgunblaðið - 12.02.1991, Síða 4
VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 12. FEBRÚAR YFIRLIT í GÆR: Á vestanverðu Grænlandshafi er 1.005 mb minnk- andi lægð sem þokast norðaustur en vaxandi hæðarhryggur fyrir sunnan land. SPÁ: Hæg vestlæg eða breytileg átt. Stöku él vestanlands en annars þurrt og víða léttskýjað. Frost sums staðar, talsvert í inn- sveitum norðanlands og austan en 0-4 stiga hiti vestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Þykknar upp með vaxandi suðaustan- átt og fer síðan að rigna suðvestanlands en hægviðri og nokkuð bjart veður norðaustanlands fram eftir degi. Hiti 3-6 stig, hlýjast vestanlands. HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðaustanátt og rigning með köflum norðanlands og austan en suðvestanátt með skúrum á Vestur- og Suðvesturlandi. Hiti 3-8 stig, hlýjast austanlands. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: Vindörín sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heii fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * # * ■JQ Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður Ríkið kaupir Útvegsbankahúsið: Héraðsdómur fær húsið til umráða Kaupverð tæpaf 200 milljónir króna. Breytingar kosta um 120 milljónir RÍKIÐ keypti í gær Útvegsbankahúsið svonefnda við Lækjartorg í Reykjavík af Islandsbanka hf. og var kaupverðið tæpar 200 milljónir króna, sem greiðast með verðtryggðu skuldabréfi til níu ára og eru ársvextir 6,7%. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra undirritaði kaupsamninginn fyrir hönd ríkissjóðs og af- henti síðan Óla Þ. Guðbjartssyni dómsmálaráðherra húsið til af- nota fyrir Héraðsdóm Reylg'avíkur, sem stofnaður verður á næsta ári. Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið til notkunar sem Dóm- hús Reykjavíkur að loknum breytingum 1. júní á næsta ári. Samningur um kaupin var und- dómaraembætta á héraðsdóms- irritaður í Útvegsbankahúsinu klukkan 17 í gær. Fram kom í ávarpi fjármálaráðherra að samn- ingurinn á rætur að rekjatil stofn- unar íslandsbanka hf. árið 1989, en þá var ríkinu áskilinn forkaups- réttur að húseigninni um leið og Útvegsbankinn hf. var seldur. Ákvörðun um kaupin var tekin eftir samráð fjármálaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og fulltrúa stigi í Reykjavík. Aætlað er að breytingar á hús- inu kosti 115 til 120 milljónir króna, þannig að tilbúið á húsið að kosta um 315 til 320 milljónir. í tengslum við stjórnkerfís- breytingar sem verða við gildis- töku laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði verða Borgardómur, Sakadómur Reykjavíkur, Sakadómur í ávana- 2 menn kærðir fyrir nauðgnn og barsmíðar KONA um fertugt kærði tvo menn á þrítugsaldri fyrir nauðg- un til lögreglu á sunnudagsmorg- un. Mennirnir eru sagðir hafa barið eiginmann konunnar og neytt hana svo til samræðis við sig. Samkvæmt kæru konurinar hitti hún mennina á skemmtistað í Reykjavík og bauð þeim heim til sín. Þau sátu að drykkju þegar maður konunnar kom heim. Til átaka kom milli hans og gestanna og var maðurinn rænulaus og bar merki um barsmíðar þegar lögregl- an kom á vettvang. Eftir að hafa gengið í skrokk á manninum þröngvuðu þeir konunni til samræð- is við sig. Skattframtöl: Svipaðar heimtur og síðustu ár „MÉR sýnist að heimtur á skatt- framtölum nú séu mjög svipáðar og undanfarin ár,“ sagði Gestur Steinþórsson, skattsljóri Reykjavíkur, í samtali við Morg- unblaðið. Frestur til að skila skattframtölum einstaklinga rann út á sunnudagskvöld. Gestur sagði að mikið hafí verið að gera á skattstofunni í lok síðustu viku og eins í gær. „Marg- ir komu í dag (mánudag) þar sem þeir gátu ekki skilað á réttum tíma, vantaði upplýsingar og fleira þess háttar. Veðrið fyrri part vikunnar gerði það að verkum að fólk kom síður svo það lenti mikið saman í vikulokin." Hann sagði að nokkuð hafí ver- ið um það að fólk hafi skilað inn framtölum í gær og væri það látið óátalið, þar sem 10. febrúar bar upp á sunnudag. Málið er til rannsóknar hjá RLR. Síðdegis í gær hafði enginn verið handtekinn og ekki þótti fullljóst um hvaða menn var að ræða. Nýr langbylgjusendir: Skoðum alla mög'uleika - segir Svavar Gestsson Menntamálaráðherra segir lítið hægt að segja um ummæli Jóns Þórodds Jónssonar, yfir- verkfræðings Pósts og síma. Jón Þóroddur sagði við Morgunblað- ið á sunnudaginn að langbylgju- sendingar væru orðnar úreltar. „Það er lítið um þetta að segja á þessu stigi. Við munum skoða alla möguleika gaumgæfílega áður en nokkur ákvörðun verður tekin,“ sagði Svavar Gestsson. Bygging nýs langbylgjusendis kostar um einn milljarð, þar með talin kaup á landi þar sem mastrið mun rísa. Oboðinn gest- ur við rúmið HJÓN í Reykjavík vöknuðu snemma á sunnudagsmorgun við það að bláókunnugur maður sat á rúmstokk þeirra og strauk konunni. Eiginmaðurinn hljóp þegar til og handsamaði manninn meðan beðið var lögreglu. Hún kom og færði gest þennan, sem talinn var hafa skriðið inn um glugga, í fangageymslur. Við yfírheyrslur síðar um daginn bar gesturinn fyrir sig algjört minn- isleysi. Hann hafði verið að halda upp á afmælið sitt heima hjá sér og mundi það síðast að hann hafði innbyrt heila flösku af sterku áfengi og hálfan kassa af bjór. Svo kvaðst hann hafa ætlað út að skemmta sér. og fíkniefnamálum og að hluta embætti borgarfógeta Reykjavík- ur sameinuð í einn dómstól, Hér- Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá samningsgerðinni. Björn Björnsson bankasljóri Islandsbanka, Brynjólfur Bjarnason formaður bankaráðs íslands- banka, ÓIi Þ. Guðbjartsson dómsmálaráð- herra, Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra, Steingrímur Gautur Krisljánsson borgardómari, Jón Skaftason yfirborgar- fógeti, Gunnlaugur Briem yfirsakadómari og Ásgeir Friðjónsson sakadómari í ávana- og fíkniefnamálum. aðsdóm Reykjavíkur. Fram kom í ávarpi __ Björns Björnssonar bankastjóra íslands- banka, að sala hússins er liður í hagræðingarátaki bankans. Hann sagði að á um ári hefði íslands- banki selt um sjö þúsund fermetra húsnæðis að þessu meðtöldu fyrir alls um 300 milljónir króna. íslandsbanki hinn fyrri lét reisa elsta hluta hússins á árunum 1904 til 1906 og var arkitekt Daninn Christian Thuren, en hann teikn- aði einnig Landsbankahúsið. Við- bygging var reist árið 1935 norðan við elsta bankahúsið og tengd því tveimur árum síðar. Árin 1950 og 1953 voru byggingamar norðan aðalhússins hækkaðar og árið 1962 voru byggðar fjórar hæðir ofan á gamla Islandsbankahúsið um leið og byggt var vestan við húsið og norðan við það og hafa þessi hús staðið síðan að mestu óbreytt. Alls eru þessar byggingar liðlega 4.200 fermetrar að gólf- fleti og er fermetraverð um 47.200 krónur. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að fsl. tíma hltí veður Akureyri +2 léttskýjað Reykjavík 3 skúr Bergen +21 hálfskýjað Helsinki +11 léttskýjað Kaupmannahöfn 0 snjókoma Narssarssuaq +9 léttskýjað Nuuk +7 snjókoma Ósló +5 snjókoma Stokkhólmur •í4 snjókoma Þórshöfn 2 léttskýjað Algarve 13 léttskýjað Amsterdam +3 snjókoma Barcelona 9 mlstur Beríln +2 snjókoma Chicago +7 skýjað Feneyjar 3 þoka Frankfurt *r3 skafrenningur Gtasgow 2 reykur Hamborg +3 snjókoma Las Palmas vantar London 1 léttskýjað LosAngeles 12 léttokýjað Lúxemborg +3 snjókoma Madríd S hálfskýjað Malaga 16 - skýjað Mallorea 10 skýjað Montreal +11 snjókoma NewVork vantar Orlando vantar París 1 skýjað Róm 12 rígnlng Vln 0 alskýjað Washington vantar Winnipeg +19 skýjað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.