Morgunblaðið - 12.02.1991, Síða 14

Morgunblaðið - 12.02.1991, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991 Skrifstofutækni Fyrir aðeins kr. 4750' á mánuði. Námið kemur að góðum notum í atvinnuleit. Einungis eru kenndar námsgreinar sem nýtast þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Til dœmis: Bókfærsla Tölvubókhald Ritvinnsla Tollskýrslugerð Verslunarreikningur Verðið miðast við skuldabréf til tveggja ára. ^ Tölvuskóli Islands Sími: 67 14 66, opið til kl. 22 Vinningstölur iaugardaginn 9. feb. 1991 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 0 2.773.917 Z. 4af5*tójyt 4' 120.529 3. 4af 5 153 5.435 4. 3af5 4.769 406 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 6.023.802 kr. i'ású UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Vonleysi framtaksins eftir Gunnlaug Þórðarson Ein versta afleiðing sósíalismans er sá doði og hugleysi, sem honum fylgir. Þetta hefur rækilega sannast í þeim ríkjum, sem búið hafa við það skipulag og nú hefur opinber- ast með ofboðslegri hætti en nokkr- um gat dottið í hug. Ein af mörgum ástæðum fyrir þessu sinnuleysi var að einkaframtak var bannfært sem og einkaeign. Hjá okkur hefur sósíalismi um of sett mörk á þjóð- ina. Enginn neitar því að fólk ætti að hafa sem jafnasta möguleika til þess að menntast og sjá sér og sín- um farborða. Stjómvöld okkar hafa hins vegar lagt hvað mest áherslu á að jafna allt út og hefta framtak einstaklinga og setja í skorður og færa í þjóðnýtingarátt. Þó er versti þátturinn hin sívaxandi miðstýring og neikvæð afskipti löggjafarvalds- ins. Fyrir 12 árum hóf ungur maður búskap á jörð austur í sveit og átti hvatning þess opinbera ekki síst þátt í að ungi maðurinn réðst í þetta verk. Hann reisti fjós fyrir 44 kýr og önnur nauðsynleg mann- virki. Hann hafði varla lokið þessum framkvæmdum þegar miskunnar- leysi landbúnaðarkvótans dundi yfir og honum var aðeins leyft að reka búskap miðað við 19 kýr. Ekkert tillit var tekið til þeirra stöðu er „Talandi tákn um þessa óheillaþróun er að á sl. ári fjölgaði um 900 stöður í þjónustu þess opinbera og mun tals- vert af þeirri stöðu- aukningu vera pólitísk embætti, sem eru án efa algjörlega óþörf og mætti nefna dæmi um.“ búskapur hans var settur í með hinu nýja skipulagi. Er hann einn af mörgum, sem hefur flosnað upp af jörð sinni eignalaus og skuldum vafinn. Samt var hann bóndaefni af guðsnáð, útskrifaður frá Hvann- eyri. Gömlu bændurnir með skuld- laus bú hafa getað staðið þetta reið- arslag af sér, en þeir eru óðum að týna tölunni. Þess verður ekki langt að bíða, að svo mörg og stór skörð hafa verið höggvin í bændastéttina að farið verður á ný að styrkja menn til búskapar. Svipuð dæmi hafa gerst í loðdýraræktinni og fiskeldinu með hörmulegum afleið- ingum. Illt er að þjóðfélagið skuli hafa farið svona með framtak dug- mikilla manna. Þá er áhagaleysi á framtaki ann- Gunnlaugur Þórðarson ar þáttur ríkisforsjárinnar. Skal aðeins eitt dæmi tilgreint. Ungur maður, efnilegur vísindamaður, fann fyrir nokkrum árum leið til þess að nýta kísil, sem fellur út í Bláa lónið, með því að breyta honum í verðmæt efni, sem vinna má marg- háttuð iðnaðarefni úr og kallar hann efnið eftir breytinguna kísl. Hann gerði þessa uppgötvun með stuðningi og velvilja Hitáveitu Suð- Er hægt að virkja markaðs öflin til orkuframleiðslu? eftir Einar Gunnarsson Eins og alþjóð er kunnugt þá er fyrirhugað að reisa álver hér á landi og samningar um það eru e.t.v. komnir á lokastig. Til þess að svo geti orðið þá er áformað að Lands- virkjun fjármagni a.m.k. 50 millj- arða virkjanaframkvæmdir með er- lendum lánum. (Nýjustu fregnir herma reyndar að Fljótsdalsvirkjun ein kosti um 45 milljarða.) Nefnd upphæð mun auka verulega skulda- stöðu íslendinga eða um 12-13% umfram það sem að öðru óbreyttu hefði orðið. í þessu sambandi vegur þungt að áhættan af fjárfestingunni er NÁMSKEIÐ í REYKBINDINDI Innritun er hafin á vornámskeið Krabbameinsfélagsins í reykbindindi. Eftirfarandi efnisþættir eru m.a. teknir fyrir á námskeiðunum: Undirbúningstími Fræðslufyrirlestrar Streita oo reykingar Persónuleiki og reykingar Nikótínfíkn Megrun og matarvenjur Fræðslu- og gamanmyndir Grundvallaratriði siálfsdáleiðslu Hvert námskeið stendur í 6 vikur og eru 7 fundir á tímabilinu, þar af tveir undirbúningsfundir. Örfá pláss eru laus á síðasta miðsvetrarnámskeiðinu: Fyrsti undirbúningsfundur 26. febrúar. Hætt að reykja 11. mars. Upplýsingar og skráning í síma 621414 á skrifstofutíma (kl. 8.30-16.30). Krabbameinsfélagið Námskeiðsgjald er kr. 3.900,- en það samsvarar tæplega þriggja vikna reykingum, pakka á dag (hjónaafsláttur). lögð á innlenda viðskiptamenn Landsvirkjunar. Samkvæmt áliti Þjóðhagsstofnunar (arðsemi orku- framkvæmda Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar sölu á raforku til Atlantsál 12. sept. 1990) eru taldar vera ríflega fjórðungs líkur á því að væntanlegt orkuverð standi ekki undir íjárfestingunni. Slíkt hlýtur að vera umhugsunarefni, ekki síst þar sem talsmenn hins opinbera hafa til þessa látið ógert að hnekkja útreikningum óháðra hagfræðinga sem hafa reiknað út að áhættan sé í raun mun meiri þegar öll kurl séu komin til grafar. Lesendur muna eflaust eftir gagnrýni þeirra Davíðs Oddssonar og Páls Péturssonar, stjórnarmanna Landsvirkjunar á orkusamningi iðn- aðarráðherra. Töldu þeir samning- inn vera óaðgengilegan fyrir Lands- virkjun. Athugasemdir þeirra byggðar á ráðdeild markaðshyggj- unnar gefa fyrirheit um að þegar upp verði staðið þá verði þjóðarhag- ur látinn ráða ferðinni í þessu máli. í hinu pólitíska moldviðri sem ádeilur þeirra Davíðs og Páls komu af stað heyrðust líka málefnalegar gagnrýnisraddir. Á almennum fundi um álmálið á Hótel Borg 24. nóv- ember flutti Ragnar Árnason, pró- fessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands, athyglisvert fram- söguerindi. Þar færði hann sterk rök fyrir því að í stað erlendrar lántöku þá væri skynsamlegt að láta markaðsöflin meta hvort þessi u.þ.b. 50 milljarða fjárfesting sé hagkvæm. Það yrði gert með því að setja lög um almenningshlutafé- lag sem annaðist virkjunarfram- kvæmdir og síðar orkusölu. Þetta hlutafélag seldi hlutabréf sín á al- mennum markaði hérlendis sem erlendis. Þannig opnaðist leið fyrir erlent áhættufjármagn sem yrði vafalaust lunginn af hlutafénu. Kostir þessarar aðferðar fram yfir Nordalsaðferðina eru fjölmarg- ir: 1) Engin peningaleg áhætta fyr- ir íslenska raforkunotendur. Aðeins þeir sem vilja leggja fram hlutafé taka áhættu. 2) Opinber lánastaða og lánskjör íslendinga haldast óbreytt en versna ekki af þessum sökum. Einar Gunnarsson „Hvers vegna eru markaðsöflin ekki látin meta hagkvæmni þess- arar stærstu einstöku fjárfestingar íslend- inga?“ 3) Þensluáhrifin á meðan á fjár- festingunni stendur verða þau sömu en timburmenn í ís- lensku efnahagslífi, að fram- kvæmdum loknum, verða að- eins vægur höfuðverkur. 4) Tryggt er að hiutlægt mat verður lagt á hagkvæmni fjár- festingarinnar í stað forsjár- hyggju eða áætlunarbúskaps í stalínskum anda. 5) Fjármagnseigendur þurfa ekki að gera sömu kröfu um afkastavexti eins og Lands- virkjun (f.h. þjóðarinnar) mið- að við lánsfjármögnun. Svona má halda lengi áfram en kjami málsins er, hvers vegna eru markaðsöflin ekki látin meta hag- kvæmni þessarar stærstu einstöku fjárfestingar íslendinga frá því land byggðist? Sé markaðshyggjumönn- i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.