Morgunblaðið - 12.02.1991, Síða 15

Morgunblaðið - 12.02.1991, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991 15 urnesja, Iðntæknistofnunarinnar og Raunvísindastofnunarinnar. Nefna má að Nýsjálendingar hafa nýverið komist upp með nýtingu þessa efn- is með svipuðum eða sömu aðferð- um og hafa m.a. sótt um einkaleyfi hér á landi á slíkri úrvinnslu. Það liggur fyrir að útflutningur á efni þessu gæti gefið þjóðinni 200-300 milljónir ísl. kr. í gjaldeyristekjur á ári. Þar að auki er líklegt að bæta mætti nýtingu jarðhitakerfisins með niðurdælingu jarðsjávarins eft- ir slíka úrvinnslu kísilsins. Stofn- kostnaður fyrirtækis af þessu tagi mun vera um 100 milljónir króna og er það ofvaxið einstaklingi því fæstir hafa fjárhagslegt bolmagn til þess. Stjórnvöld eru haldin þeim doða er áður getur og hafa ekki sýnt frekari áhuga á málinu. Slíkur doði er því miður óðum að verða þjóðarlöstur. Talandi tákn um þessa óheilla- þróun er að á sl. ári fjölgaði um 900 stöður í þjónustu þess opinbera og mun talsvert af þeirri stöðuaukn- ingu vera pólitísk embætti, sem eru án efa algjörlega óþörf og mætti nefna dæmi um. í okkar harðbýla og rýra -landi er meiri nauðsyn á að einstaklings- framtakið fái notið sín, en með flestum öðrum þjóðum og verði ekki hugarfarsbreyting í þessu efni er hætt við að dugmesta og hæf- asta fólkið flýi land og þess er vert að minnast við þessi áramót að á síðastliðnu ári fluttist fleira fólk af landi brott en nokkurn tíma áður. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. um alvara með tali um yfirburði hins frjálsa markaðar ættu þeir að taka höndum saman og hafna öllum hugmyndum ríkisstjórnarinnar um miðstýrða fjárfestingu í stóriðju. Höfundurer skógræktarfræðingur og hefur m.a. fengist við skóghagfræði. Honda ’91 Civic Sedan 16 ventla Verð 1.045 þús. sjálfsk., miðað við staógreiðslu GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. H) VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 Hvað er Armaflex Það er heimsviðurkennd pípueinangrun í hólkum, plötum og límrúllum frá (Ajrnstrong Ávallt tllálager. Þ. ÞORGRÍMSSON & CQ Ármúla 29 - Múlatorgi - Sími 38640 Aðalfundur Utflutningsráðs: Rætt um íslensk útflutningsmál Aðalfundur Útflutningsráðs íslands verður haldinn þann 19. febrú- ar nk. Á fundinum flytur utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibals- son, ávarp. Skýrsla stjórifar verður flutt og ársreikningar kynntir. Jafnframt verður tilkynnt um skipan nýrrar stjórnar ráðsins í sam- ræmi við ný lög um Útflutningsráð íslands. Á fundinum verður rætt um ís- lífskjör og Björn Friðfinnsson, ráðu- lensk útflutningsmál og framtíðar- þróun Útflutningsráðs Islands. Marten Linkstahl frá sænska út- flutningsráðinu mun flalla um sam- starf Útflutningsráðs Svía og ut- anríkisráðuneytis þeirra bæði í Sví- þjóð og erlendis. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmd- astjóri Verslunarráðs Islands, fj'allar um þjóðhagslegt mikilvægi útflutn- ings og tengsl gjaldeyristekna við neytisstjóri í viðskipta- og iðnaðar- ráðuneyti, um evrópskt gæðaeftirlit- skerfi. Friðrik Pálsson, forstjóri Söl- umiðstöðvar hraðfrystihúsanna, ræðir þróun í íslenskum sjávarútvegi á komandi árum og þá þjónustu sem Útflutningsráð _íslands_ getur veitt þeirri grein en Olafur Olafsson, for- stjóri Álafoss hf., um þróun iðnaðar og þörf hans fyrir þjónustu Útflutn- ingsráðs. PEMN6M ETann ÖROSENGRENS Enskir og sænskir peningaskápar ELDTRAUSTIR • ÞJÓFHELDIR ■ HEIMSÞEKKT FRAMLEIÐSLA E.TH.MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUN 10 - HAFNARFIRÐI - SÍIVII 651000 ÖRUGGUR VINNUSTAÐUR - GOTT STARFSUMHVERFI ^ Mikilvægir þættir sem sífellt þarf aö vaka yfir. Við eiguni'jnikið í húfi íslendingar, hvernig þessi mál þróast. Gott starfsumhverfi er einn meginþáttur umh'verfisverndar, og engum blandast hugur um að hrein og tœr náttúra landsins ásamt fyrirtækj- um, sem búin eru samkvæmt ýtrustu hreinlætis- og mengunarvarna- kröfum, eru bestu vopnin þegar att er kappi við aðra framleiðendur á heimsmörkuðum. Öryggi á vinnustað og góður aðbúnaður starfsfólks eru eftirsóknar- verð markmið jafnt launþega og vinnuveitenda. Á þessu sviði eru mörg verkefni og stór sem bíða úrlausnar, en efalaust hafa fáir gert sér grein fyrir því, að unnt er að leysa þau með langtíma fjármögnun. í lögum Iðnlánasjóðs eru ákvæði, er heimila honum að lána í þessa mikilvægu uppbyggingu. GÆTUM LANDSINS - GERUM HREINT. IÐNLÁNASJÓÐUR ÁRMÚLA 13a, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 68 04 00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.