Morgunblaðið - 12.02.1991, Page 46

Morgunblaðið - 12.02.1991, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991 Samband íslenskra sveitarfélaga ályktar: Hefur ekki vald til að skipa fyrir Hundruð bréfa bárust í samkeppnina hjá Samvinnuferðum - Land- sýn um Sprelllifandi minningar. Starfsstúlkur SL eru frá vinstri: KristínKáradóttir,KristínÞorsteinsdóttir,AstaMichaelsdóttirogGunn- hildur Arnarsdóttir. Sjónvarpsauglýsingar SL fund- ust í verðlaunasamkeppninni FERÐASKRIFSTOFAN Samvinnuferðir - Landsýn efndi í haust til verðlaunasamkeppni, þar sem fólk var beðið að senda inn minningar- brot úr ferðum sínum með Samvinnuferðum til útlanda. í tengslum við áskorun mið- stjórnar ASI til aðildarfélaga Sambands íslenskra sveitarfélaga um viðræður við sveitastjórnar- menn um að draga hækkanir fast- eignargjalda til baka hefur stjórn sambandsins sent frá sér álit þar sem tekið er fram að stjórnin hafi á ýmsum sviðum beitt sér fyrir því að sveitarfélögin nýti tekju- ^stofna sína hófsamlega. I áliti sljórnarinnar er einnig tekið fram að Samband íslenskra sveitarfé- laga hafi ekkert vald til að skipa sveitastjórnum fyrir um það hvernig þær hagi álagningu og ekki sé eðlilegt að sambandið né aðrir takmarki sjálfsákvörðunar- rétt sveitarstjórna í þeim efnum né öðrum. í álitinu er minnt á að mörg sveit- arfélög hafi að undanförnu búið við mjög erfiða fjárhagsstöðu. Til þess liggja að sögn stjórnarinnar ýmsar ástæður. Minnst er á ónógar tekjur miðað við verkefni og talað um að sveitarfélögin neyðist víða til fjár- hagslegrar þátttöku í atvinnulífinu til að forða atvinnuleysi. Fjárhags- "^staða þeirra sé nú þannig að vandséð sé hvemig þau geti sinnt sínu marg- háttaða þjónustuhlutverki við íbú- ana. Sveitastjórnarmenn leitist nú við að snúa þeirri stöðu til betri veg- ar með ströngu aðhaldi í rekstri og framkvæmdum og endurskipulagn- ingu fjármála. Við þær aðstæður sé óraunhæft að sveitarfélögin lækki tekjur sínar. Það sé brýnt hagsmuna- mál allra íbúa sveitarfélaganna að þau komist út úr fjárhagsvandanum og geti gegnt hlutverki sínu. Skilafrestur var 15. janúar al. og síðan hefur verið unnið að því að fara í gegnum öll bréfin sem bárust. „Við áttum ekki von á þessum fjölda,“ sagði Kjartan L. Pálsson hjá Samvinnuferðum - Landsýn. „Þetta voru hundruð bréfa sem innihéldu - ljósmyndir, teikningar, sögur, ljóð og ýmislegt fleira. Þar fyrir utan bárust okkur spólur með sögum og lögum, söngtextum og nótum, svo var maður alveg að drukkna í mynd- böndum þar fyrir utan. Þau skiptu tugum. Sumt af þessu efni sem við fengum kom út núna um helgina. Sjónvarpsauglýsingarnar okkar í ár koma til dæmis úr bútum sem við fundum á myndböndunum sem við fengum og við eigum eftir að nota úr þessu í auglýsingar og fleira í sumar,“ sagði Kjartan. Sjö athyglisverðustu verkin verða valin úr og auk þess verða þrjú verk dregin úr öllum bunkanum. Þeir tíu sem eiga þessi verk fá í verðlaun ferð til útlanda fyrir sig og ijölskyld- una með SL í sumar. Dómnefndin er nú að störfum og verða úrslitin tilkynnt 15. mars nk. Kjartan sagði að ákveðið væri að endurtaka þennan leik næsta haust og væri gott fyrir fólk að hafa það á bak við eyrað í ferðalaginu í sumar. Minning: Erla Jónsdóttír Fædd 10. maí 1932 Dáin 4. febrúar 1991 Fyrstu kynni okkar Erlu voru á Húsmæðraskólanum á Varmalandi í Borgarfirði. Þegar við vorum ung- ar og lífið lék við okkur komu strax í ljós góðir persónueiginleikar Erlu, greiðvirkni, fórnfýsi og einstaklega ljúf lund sem allir þekkja er kynnt- ust henni vel. Kynni okkar á húsmæðraskólan- um leiddu til þess að við slitum aldr- ei vinatengslu og Erla átti sinn þátt í því. Þegar erfiðleikar steðjuðu að í lífí mínu þá reyndust þau hjónin, Erla og Þorvaldur, mér og bömum mínum bestu vinir. Mer er ljóst að ‘ ég var ekki ein um að njóta góðra eiginleika Erlu um vináttu og greið- vikni. Þrek og þrautseigja Erlu og fjöl- skyldu í Iangvarandi veikindum hennar er einstakt þrekvirki. Slíkt þrekvirki er okkur hinum mikil hvatning og kennsla til eftir- breytni. Eg þakka Erlu alla vinsemd. Megi hún hvíla í friði. Missir Þorvaldar og barnanna er mikill. Þeim bið ég guðsblessunar í sorg þeirra. Alda Þórðardóttir Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem) Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulegrar tengdamóður minnar og vinkonu, Erlu Jónsdótt- ur. Hún lést á heimili sínu að morgni 4. febrúar sl. eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Erla var fædd í Hafnarfirði 10. maí 1932. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Sigurgeirsson og Ólöf Jónsdóttir sem nú eru bæði látin. Foreldrar Erlu eignuðust þrjú böm, þau Bjarna Sævar, dáinn 1963, og tvíburana Baldur, dáinn 1990, og Erlu. 13. maí árið 1961 var mikill gæfudagur í lífi tengdamóður minnar, en þá gekk hún að eiga eftirlifandi eiginmann sinn, Þorvald Ó. Karlsson húsasmið. Þau eignuð- ust tvö börn, þau Karl Þorvaldsson húsasmið, kvæntur undirritaðri, og Ólöfu, bankastarfsmann, sambýlis- maður hennar er Unnar Örn Stef- ánsson, kjötiðnaðarmaður. Kynni okkar Deddu, en það kall- aði ég tengdamóður mína alltaf, hófust í ársbyijun árið 1978 er ég kynntist Karli syni hennar og við hófum sambúð á Smáraflötinni, heimili Deddu og Þorvaldar, undir verndarvæng þeirra. Þess tíma mun ég ávallt minnast með söknuði, en þakklæti, enda ógleymanleg sú hlýja og hjálpsemi sem Dedda sýndi mér, ungri og óreyndri er ég steig min fyrstu spor sem eiginkona og móðir. Það var sama hvað gekk á, alltaf gat ég leitað til Deddu vit- andi það að hún myndi leysa málin með sinni einstöku hlýju og sam- viskusemi. Dedda var einstök kona, ekki aðeins sem eiginkona og móð- ir heldur og ekki síður sem amma. Hún naut sín vel í ömmuhlutverkinu og var vakin og sofin yfir velferð ömmubarnanna þeirra Þorvaldar, Valgerðar og Heiðrúnar, að ógleymdu ófæddu barni okkar Karls. Hún var mikil hagleikskona við alla handavinnu og þess nutu bæði ættingjar og vinir. Hún var óþreytandi við saumaskapinn, og alla mína kunnáttu í þeim efnum á ég henni að þakka. Það sem lýsir þó Deddu best og sýnir hvern mann hún hafði að geyma er það þegar hún sárþjáð háði vonlausa baráttu við hinn erf- iða sjúkdóm, þá mátti hún ekki vera að því að ræða um það við mig. Ónei, henni var ofar í huga að ræða veikindi og erfíðleika ann- arra vina og vandamanna. Svona var hún Dedda mín, þannig vil ég muna hana. Ég vil enda þessi kveðjuorð um tengdamóður mína með því að votta tengdaföður mínum, Þorvaldi, svo og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð og vona að góðar minningar um Deddu megi milda söknuð þeirra. Elín Inga Garðarsdóttir Lífið manns hratt fram hleypur hafandi öngva bið í dauðans grimmar greipur gröfin þar tekur við. Allrar veraldar vegur víkur að sama punkt, fetar þann fús sem tregur hvort fellur létt eða þungt. Mikiil sannleikur er í þessu versi Hallgríms Péturssonar og kemur það upp í huga mínum er ég kveð hjartkæra vinkonu, Erlu Jónsdótt- ur, sem lést á heimili sínu 4. febrúar sl. Minningarnar hrannast upp, allar ljúfar og skemmtilegar, enda ekki von á öðru, þar sem svo yndisleg persóna á í hlut sem hún Erla var. Ég kynntist Erlu fyrst árið 1959, er tveir ungir menn leigðu saman litla íbúð á Sundlaugavegi 22 í Reykjavík. Við kynntumst þessum mönnum nánast samtímis, sem síð- ar urðu eiginmenn okkar. Við Erla urðum strax góðar vinkonur og við fjögur áttum ógleymanlegar stundir á Sundlaugaveginum og minntumst við ávallt þessa tíma með gleði og ánægju, einkum hvað við sungum með mikilli innlifun „í kjallaran- um“. Ég hafði lítið fyrir því að ýta Valda alveg út úr íbúðinni og senda hann í Hafnarfjörð til Erlu, svo að við Jón Otti gætum hafið okkar búskap á Sundlaugaveginum. Erla fæddist í Hafnarfirði þann 10. maí 1932. Foreldrar hennar voru hjónin Ólöf Jónsdóttir og Jón Sigurgeirsson, mörgum Hafnfirð- ingum að góðu kunn. Erla ólst upp á Hverfísgötunni ásamt bræðrum sínum Sævari og Baldri, en hann var tvíburi við Erlu. Sævar lést árið 1963 og Baldur tvíburabróðir hennar lést árið 1990. Erla kvæntist Þorvaldi Óskari Karlssyni trésmíðameistara 13. maí 1961. Þau eignuðust tvö börn: Karl fæddan 24. september 1960, kyæntur Elínu Ingu Garðarsdóttur og eiga þau tvö börn, Þorvald Óskar 9 ára og Valgerði 5 ára, og Ólöfu fædda 3. maí 1962, sambýlismaður hennar er Unnar Örn Stefánsson og eiga þau eina dóttur, Heiðrúnu, á öðru ári. Erla og Valdi hófu bú- skap sinn á Hverfisgötunni í húsi foreldra Erlu, en fluttu síðan í Garðabaæ árið 1965 að Smáraflöt 37 og hafa átt þar heimili síðan. aður en Erla giftist vann hún við afgreiðslustörf i Iðunnarapóteki, en eftir að hún eignaðist heimili vann hún ekki utan heimilis nema tíma- bundið. Hún helgaði krafta sína eiginmanni og börnum og var vak- andi yfir velferð þeirra, bjó þeim fagurt og hlýtt heimili þar sem all- ir voru velkomnir, enda oft gest- kvæmt af ijölskyldu og vinum. Meðan börn okkar voru litil fór- um við oft saman í útilegur enda Erla og Valdi sérlega samhent og skemmtileg að vera með. Glettni hennar og gamansemi og umfram allt jákvætt hugarfar og góðlátleg kímni Valda gerðu þessar ferðir okkar ógleymanlegar. Eiginmenn okkar gerðust félagar í Oddfellow- reglunni og tengdust þá bönd okkar ennþá betur, því þar áttum við ótal margar skemmtilegar stundir og þar naut Erla sín með sitt jákvæða hugarfar og góðu lund. Þar kynnt- umst við líka fleira góðu fólki og úr þeirra hópi höfum við átta hjón sótt reglulega leikhús í mörg ára og kallað okkur „leikhúshópinn“. Hefur þessi hópur ýmist allur eða hluti af honum farið saman í ýmsar ferðir bæði innanlands og utan og átt ógleymanlegar samverustundir. Vágesturinn mikli sem svo marga leggur að velli drap á dyr hjá Erlu árið 1973. Staðráðin í að sigrast á veikindm sínum lét hún ekki bugast og fékk góða heilsu og allt lék í lyndi. Hún fékk góð tengdabörn og svo komu litlu barnabörnin til sögunnar og urðu þau augasteinar afa og ömmu. Hændust þau mjög að þeim og amma saumaði á þau fín föt, því listakona var Erla á saumavélina og fengu margir að njóta þess. Þegar farið var til útlanda var hug- urinn alltaf hjá þeim litlu, og hvað væri hægt að gefa þeim, er heim væri komið. I desember fyrir rúm- um tveimur árum var aftur drepið á dyr hjá Erlu af þeim sama vá- gesti, ætlaði maður ekki að trúa Kringlan: Engin dagskrá á öskudaginn vegna óláta á fyrri árum EKKI verður haldið upp á ösku- daginn í Kringlunni og segir í fréttatilkynningu að allt of mikil læti hafi á undanförnum árum fylgt þeirri skemmtan í Kringl- unni, þegar kötturinn hefur verið sleginn úr tunnunni á öskudag. Tilitsleysi og aðgangsharka sumra barna hefur verið mikil og það hefur legið við óhöppum. Því verður engin dagskrá á öskudaginn í Kringlunni að þessu sinni. ♦ ♦ ♦---- ■ HLJÓMSVEITIN Inferno 5 heldur tónleika miðvikudaginn 13. febrúar nk. sem er öskudagur á veit- ingahúsinu Tveim vinum. Inferno 5 leikur frumstæða danstónlist með nýnáttúrulegum hljóðum og mun kynna nokkur ný lög af breiðskífu sem er væntanleg. Á dagskránni verða einnig hefðbundin verk hljóm- sveitarinnar. Einnig kemur fram kvennahljómsveitin Afródíta. Á undan leik Inferno 5 mun hol- lensk/ungverski listfræðingurinn Jafet Melge halda stuttan fyrirlest- ur um uppruna tónlistar Inferno 5 og leikin verða nokkur tóndæmi kenningum hans til stuðnings. því og fylltist reiði yfir slíkri ósann- girni, því sannast sagna var maður búinn að gleyma fyrri veikindum hennar. Sem fyrr, staðráðin í að sigra, barðist hún nú hetjulegri baráttu við sjúkdóminn, en nú þurfti hún lyijameðferð og tók þá á krafta hennar, en þá kom best í ljós hvað í henni bjó, með einstökum dugnaði og jákvæðum hugsunum gekk hún í gegn um erfiða meðferð og er maður spurði hvernig hún hefði það, þá var svarið alltaf „ég hef það fínt“. Þannig var hennar máti í að sigra. í október sl. fóru þau Valdi til Amsterdam i langþráð frí í nokkra daga, en svo var kraft- urinn farinn að þverra að í hjóla- stól var hún í þessari ferð, sem hún þó naut í hvívetna. Erla stóð ekki ein í baráttu sinni, við hlið hennar stóð Valdi, traustur og hugsunar- samur, ásamt börnum sínum og tengdabörnum. Þrotin af kröftum fór Erla á sjúkrahús um miðjan desember, en bjartsýni hennar og jákvæðni brustu ekki, alltaf leið henni vel og var sífellt að spyrja hvernig aðrir hefðu það og þannig dró hún athyglina frá veikindum sínum. Heim þráði hún að komast og með frábærri umönnun heima- hjúkrunar Garðabæjar og eftirliti heimilislæknis hennar dvaldi hún heima í 10 daga umvafin ást og kærleika eiginmanns og barna sem vöktu yfir henni uns yfir lauk. Hetj- ulegri baráttu góðrar vinkonu var lokið, með sigri þess sem alla sigrar að lokum. Við hin drúpum höfði og þökkum samfylgdina og biðjum ‘henni blessunar Guðs á nýju tilveru- stigi. Elsku Valdi, Kalli og Ollý, við Jón Otti vottum ykkur einlæga sam- úð og biðjum algóðan Guð að gefa ykkur styrk. Megi minningin um yndislega eiginkonu og móður verða ljós í lífi ykkar. Blessuð sé minning hennar. Siddý Dáinn, horfínn, harmafregn hvílikt orð mig dynur yfír. En ég veit að látinn lifir, það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgrímsson.) Af eilífðarljóma bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt, og stopult er það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) ri'iflie)! I) tliltMji

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.