Morgunblaðið - 15.02.1991, Qupperneq 4
4 3
MORGUNBLAÐJP FÖSTUDAGUR Í5. FBBRÚAR 1991
Hótel Borg færð í upprunalegt horf:
Eitt tonn af diskó-
ljósum úr loftinu
MIKLAR breytingar hafa verið gerðar á salarkynnum HÓtel
Borgar undanfarnar vikur og miða þær að því að færa dans-
og veitingasalinn í sem næst upprunalegt horf. Hótelið var
vígt 1930. Opnað verður fyrir gesti annað kvöld með skemmti-
dagskránni Bláir hattar og hljómsveit hússins mun leika fyrir
dansi.
Helga Stefánsdóttir leikmynda-
hönnuður, sem hefur haft veg og
vanda af breytingunum, sagði að
mikil vinna hefði verið lögð í breyt-
ingamar, en þó væru þær aðeins
fyrsti áfangi af nokkrum. Staður-
inn hefur gengið í gegnum margar
tískusveiflur og margar kynslóðir
íslendinga eiga þaðan minningar.
Eitt tonn af diskóljósum yngri kyn-
slóðanna var fjarlægt úr lofti húss-
ins og mörg lög af plastmálningu
tætt af veggjum. Settar hafa verið
upp ljósastikur úr messing sem
settu svip á salina á fjórða ára-
tugnum, en þær leyndust í kjallara
hússins ásamt öðrum gömlum
munum. Þaðan kemur líka dýrind-
is borðbúnaður úr silfri, sem mat-
argestir munu matast með.
Sviðið hefur verið fært að vest-
urvegg danssalarins og með því
gefst gestum jafnt í danssal og
veitingasal kostur á að njóta
skemmtiatriða. Til að endurvekja
stemninguna frá fjórða áratugnum
annað kvöld mun hljómsveit Aage
Lorange leika danstónlist þess
tíma, en hún var einmitt húss-
hljómsveit á þeim tíma og eru
meðlimimir flestir komnir á átt-
ræðisaldurinn.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Svona var umhorfs á Hótel Borg í gærkvöldi en ráðgert var að öll-
um framkvæmdum verði lokið í dag. í kvöld munu boðsgestir mæta
í endurnýjuð húsakynnin og annað kvöld verður húsið opnað aimenn-
ingi.
Tálknafj örður;
Kveikt í
sinu á þorra
Tálknafirði.
TÁLKNFIRÐINGAR hafa
ekki farið varhluta að góða
veðrinu sem verið hefur
undanfarið. Snjór er að
mestu horfinn, aðeins smá-
skaflar til fjalla. Kveikt var
í sinu um síðustu helgi
skammt fyrir utan þorpið,
eða við hlið sundlaugarinn-
ar.
Menn muna varla eftir ann-
arri eins veðurblíðu, hvað þá
að hægt sé að kveikja í sinu
á miðjum þorra. Þann 9. febrú-
ar sást fyrsti farfuglinn á
Tálknafirði, stelkurinn. Er
hann fremur snemma á ferð-
inni, því venjulega kemur hann
í marsmánuði og verpir um
miðjan maí. Þá hefur sést til
stelks á Bíldudal og víða í fjör-
um í Amarfírði.
- R.Schmidt
VEÐURHORFUR í DAG, 15. FEBRÚAR
YFIRLIT í GÆR: Yfir Grænland: er 1.020 mb hæð en lægðardrag
austur við Noreg þokast austur. 1.000 mb lægð um 400 km suður
af Hornafirði þokast suðaustur. Vaxandi lægðardrag á sunnanverðu
Grænlandshafi.
SPÁ: Austlæg átt, stinningskaldi eða allhvasst syðst á landinu en
mun hægari norðantil. Skýjað um landið sunnan- og austanvert
og sums staðar súld. Nokkuð bjart verður norðvestantil. Hiti víðast
á bilinu 0-5 stig, hlýjast syðst.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg suðvestanátt og skúrir eða slyddu-
él og 1-4 stiga hiti suðvestanlands en hægviðri, þurrt og vægt frost
norðaustantil.
HORFUR Á SUNNUDAG: Vaxandi suðaustan- og sunnanátt og
hlýnandi veður. Rigning á Suður- og Vesturlandi en úrkomulítið
norðaustanlands.
TAKN:
K Heiðskirt
x Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
■j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
\/ Skúrir
*
V H
= Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
Þrumuveður
m / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 2 þokuruðningur Reykjavík 7 skýjað
Bergen ■i4 snjókoma
Helsinki +7 snjókoma
Kaupmannahöfn +5 snjóél
Narssarssuaq 6 skýjað
Nuuk 4 rigning
Osló +6 lóttskýjað
Stokkhólmur +5 snjókoma
Þórshöfn 7 alskýjað
Algarve 14 heiðskfrt
Amsterdam 0 snjóél
Barcelona 8 mistur
Berlín +4 snjókoma
Chlcago +2 snjókoma
Feneyjar 3 þokumóða
Frankfurt +2 skýjað
Glasgow 3 reykur
Hamborg +4 léttskýjað
Las Palmas vantar
London 1 mlstur
LosAngeles 14 mistur
Lúxemborg +2 snjókoma
Madrfd 6 léttskýjað
Malaga 13 heiðskírt
Mallorca 11 úrk. fgrennd
Montreal +8 snjókoma
NewYork 8 rigning
Orlando vantar
París 1 léttskýjað
Róm 7 þokumóða
Vín 0 skýjað
Washington 9 þokumóða
Winnipeg +24 þokumóða
Flugleiðir:
Síðustu Boeing-þoturnar
afhentar í apríl og maí
SMÍÐI tveggja síðustu vélanna sem Flugleiðir eiga pantaðar lyá
Boeing-verksmiðjunum í Bandaríkjunum er nú langt á veg komin.
Að sögn Leifs Magnússonar, framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs
Flugleiða, er starfsmaður félagsins kominn til Seattle til að fylgjast
með smíðinni ög taka hana út. Áætla verksmiðjurnar að 737-400
véhn verði afhent í kringum 22.
22. maí. Þegar hún hefur verið al
ar vélar frá verksmiðjunni.
Leifur sagði að 737-vélinnni verði
flogið beint til íslands að lokinni
.afhendingu og verði hún tekin í
notkun strax af félaginu. 757-véIina
sé hins vegar búið að leigja breska
flugfélaginu Brittannia Airways í
tvö ár. Verður hún máluð í litum
þess félags hjá Boeing áður en hún
verður afhent Flugleiðum formlega
og strax að viðtöku lokinni tekur
breska flugfélagið við þotunni og
flýgur henni til Bretlands. Þar verð-
ur hún fram á vorið 1993.
Leifur sagði aðspurður að Flug-
leiðir hefðu ekkert heyrt frá Britt-
annia Airways sem benti til að flug-
félagið myndi hugsanlega hætta við
leigusamninginn vegna ástandsins
í heimsmálum. „Þetta er samningur
sem er í gildi milli félaganna og
við höfum ekki heyrt neitt um að
þeir ætli að breyta honum eða
stefna að öðru. Breska flugfélagið
er reyndar að minnka flota sinn
þessa stundina. Það hefur verið með
767-vélar í rekstri en eru nú að
leigja þær út og taka 757-vélar í
notkun í staðinn," sagði Leifur.
Hann sagði Flugleiðir hins vegar
þurfa á 737-vélinni að halda og
gerðu áætlanir félagsins jafnframt
ráð fyrir að taka eina vél til viðbót-
apríl en 757-200 vélin í kringum
hent hafa Flugleiðir fengið 7 nýj-
ar á leigu yfir sumarið . Væri enn
stefnt að því að gera það.
Smíði stendur nú einnig yfir á
nýjum Fokker-vélum sem leysa eiga
af hólmi þær vélar sem nú eru not-
aðar í innanlandsflugi Flugleiða.
Fyrstu tvær nýju Fokker-vélarnar
koma til landsins í febrúar á næsta
ári og síðari vélamar í maí og verð-
ur þá endurnýjun innanlands, jafnt
sem millilandaflota félagsins, lokið.
Þess má geta að fyrsta Boeing
737-400 þotan var afhent Flugleið-
um í maí 1989 og mun því endumýj-
un flugflotans hafa tekið alls þijú
ár.
Þyrla sótti
móður og barn
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar
sótti móður og nýfætt barn sem
þurfti að komast undir læknis-
hendur til Vestmannaeyja í niða-
þoku í fyrrakvöld.
Lenda þurfti eftir'ratsjá á Eiðinu
þar sem ekki sást handa skil við
flugvöllinn og var komið með móður
og barn til Reykjavíkur um klukkan
21.
MTV vinnur þátt um
íslenska tónlistarmenn
Tónlistarsjónvarpsstöðin MTV Europe tekur í kvöld upp þátt á
skemmtistaðnum Lídó í Lækjargötu, þar sem fram koma íslenskir
tónhstarmenn. Þátturinn verður s
ar frá upptöku. Meðal annarra k
Bubbi Morthens.
Dóra Einarsdóttir, búningahönn-
uður, hefur skipulagt komu MTV-
manna hingað til lands. Hún sagði
að tveir fulltrúar stöðvarinnar
kæmu, dagskrárgerðarmaður og
stjórnandi upptöku, en íslenskt
kvikmyndagerðarfólk sæi um
tæknivinnuna. „Ég hef unnið fyrir
MTV, bæði í Bandaríkjunum og á
meginlandi Evrópu og stakk upp á
þvf að gerður yrði þáttur um
íslenskt tónlistarlíf. MTV Europe
ákvað að slá til og það hafa verið
valdir til þátttöku þeir sem ég tel
helstu gleðilauka íslenskrar tónlist-
idur á MTV Europe innan mánað-
aa fram Risaeðlan, Todmobile og
ar. Risaeðlan, Todmobile, Bubbi,
Nýdönsk og Point Black, ásamt
fleirum, koma fram á sviði Lídó.
Þá verða einnig tekin viðtöl við
hljómlistarmennina og gesti
skemmtistaðarins. Við höfum feng-
ið hljóm- og Ijósakerfi Reykjavíkur-
borgar lánað."
Dóra sagði að MTV Europe væri
útbreiddasta tónlistarstöð Evrópu
og hundruðir milljóna hefðu aðgang
að stöðinni. „Þessi þáttur verður
án efa einhver besta landkynning
sem völ er á,“ sagði hún.