Morgunblaðið - 15.02.1991, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
FOSTUDAGUR 15. FEBRUAR 1991
—
KNATTSPYRNA
Landsliðið til Wales, Englands
og Möltu í sömu ferðinni
Islenska landsliðið í knattspymu
hefur ákveðið að þiggja heim-
boð þriggja þjóða og leika þrjá
landsleiki á tæpum tveimur vik-
um. Fyrsti leikurinn verður gegn
b-liði Englands laugardaginn 27.
apríl og síðan verður leikið gegn
Wales, miðvikudaginn 1. maí.
Þaðan verður farið til Möltu og
leikið þar þriðjudaginn 7. maí.
Þetta er vissulega nokkuð löng
ferð en ekki mjög kostnaðarsöm
og á án efa eftir að nýtast okkur
vel í undirbúning fyrir leikina
gegn Albaníu og Tékkóslóvakíu,"
sagði Ejggert Magnússon, formað-
ur KSI. íslendingar leika gegn
Aibaníu í Tirana 26. maí og taka
á móti Tékkum á Laugardaisvell-
inum 5. júní.
Þýskaland, England og Sviss
eiga landsleiki um svipaðar mund-
ir og því ekkert leikið í deildinni.
Því eru líkur á að allir atvinnu-
mennirnir verði með. „Ég á von
á því að við skiptum eitthvað um
leikmenn milli leikja og geri ekki
ráð fyrir að við notum sama hóp-
inn allan tímann,“ sagði Eggert.
Landsliðið kemur heim 8. maí
og íslandsmótið hefst rúmum
tveimur vikum síðar. „Þetta er
nálægt mótinu en það er góður
fyrirvari á þessu og ég held að
það verði ekki vandamái."
ÍÞR&mR
FOLK
■ A USTURRIKISMENN unnu
gullverðlaun í sveitakeppni í
norrænni tvíkeppni á heimsmeist-
aramótinu í Val di Fiemme á
Ítalíu. Keppt var í stökki og 3x10
km boðgöngu. Frakkar urðu í öðru
sæti og Japanar í því þriðja.
■ ELENA Viíilbe tryggði sér sín
þriðju guliverðlaun þegar Sovét-
menn urðu sigurvegarar í 4x5 km
boðgöngu. Italir urðu í öðru sæti
og Norðmenn í þriðja. Trude Dy-
bendahl fékk því bronsverðlaun,
en hún hafði áður unnið til gull-
og silfurveðlauna á HM.
■ BANDARÍKJAMENN eru
farnir að undirbúa Heimsmeistara-
keppnina í knattspyrnu 1994. M.a.
verður mót á Flórída í júlí í sumar
og hefur fjórum
breskum liðum verið
boðið; Nottingham
Forest, Everton,
Celtic og Sheffield
Wednesday.
H DAVID Rocastle, miðvallar-
spilari Arsenal, sem tábrotnaði í
desember, verður með gegn Leeds
Frá
Bob Hennessy
ÍEnglandi
í fjórða leik liðanna í bikarkeppn-
inni á laugardaginn. Andreas
Limpar, sem meiddist á ökkla gegn
Leeds í vikunni, eftir tvær tækling-
ar Gordon Stracham, og Perry
Groves, sem brákaðist á rifi, leika
ekki með Arsenal.
■ SC UNTHORPE, sem Ieikur í
4. deild, er komið á beinu brautina
fjárhagslega. Liðið seldi Richard
Hall, 18 ára miðvörð, til Sout-
hampton fyrir 250.000 pund og
hinn 19 ára bakvörð, Neil Cox, til
Aston Villa fyrir 400.000 pund,
sem er met fyrir leikmann í 4. deild.
■ NEIL Cox fór með Aston Villa
til Hong Kong í gær, en lið verður
þar í átta daga keppnisferð.
Ikvöld
Handknattleikur: Einn ieikur verður
í 1. deildarkeppni karla í kvöid. Víking-
ur - ÍBV leika í Laugardalshöil kl.
20.30. í 2. deild leika Þór - ÍS á Akur-
eyri kl. 20.30 og ÍBV - Fram leika í
1. deild kvenna ki. 20 í Eyjum.
BORÐTENNIS
Milan Orlowski og Liang Geliang verða hér með sýningu og taka þátt í móti.
Heimsmeistari
í sviðsljósinu
OHowski og
Geliang sýna i
TBR-húsinu
TVEIR af fremstu borðtennismönnum heims
undanfarin ár - Tékkinn Milan Orolowski
og Kínveijinn Liang Geliang verða með borð-
tennissýningu í TBR-húsinu kl. 20 í kvöld.
Þeir muna leika listir sínar með borðtennis-
kúluna, sem vegur aðeins um þijú grömm.
Aðgangur er ókeypis.
FIMM erlendir borðtenn-
iskappar verða gestirá ís-
landsbankamótinu íborðtenn-
is, sem fer fram í Reykjavík á
laugardaginn. Tveir þeirra eru
kunnir borðtennisspilarar -
Milan Orlowski frá Tékkósló-
vakíu og Kínverjinn Liang Gel-
iang. Auk þeirra keppa Danirn-
ir Claus Junge og Morten
Christensen og Þjóðverjinn
Daniel Suchanec.
Orlowski var einn af fremstu
borðtennismönnum Evrópu
um tímabil og varð Evrópumeistari
í einliðaleik 1974. Hann hefur oft
verið á verðlaunapalli á stórmótum
og hlaut hann silfurverðlaun í
tvíliðaleik á HM í Svíþjóð 1985.
Geliang var í átta ár í hinu sigur-
HANDKNATTLEIKUR / SPANN
Sigurður tók því rólega
Sigurður Sveinsson átti rólegan dag þegar Atletico Madrid vann
Alicante, 19:15, í úrslitakeppninni á Spáni. Atletico hafði mikla
yfírburði í Ieiknum og leikmenn leifðu sér þann munað að slaka á
þar sem þelr eiga leik í Evrópukeppninni um helgina. Sigurður skor-
aði tvö mörk. Atletico skaust upp á toppinn - er með fimm stig, en
Barcelona, Caja Madrid og Bidasoa, sem á leik til góða, eru með fjög-
ur stig.
Bracelona vann Caja Madrid 25:23 í Madrid. Vujovic skoraði átta
mörk og Portner sjö fyrir Barcelona.
VIÐHALD SKIPA
Landssamband ísl. útvegsmanna, Samband
ísl. kaupskipaútgerða og Vélstjórafélag íslands
standa fyrir námskeiði dagana 21.-723. febrúar
1991 f Tæknigarði á lóð Háskóla íslands.
Námskeiðið er ætlað þeim, sem tengjast viðhaldi skipa, þ.e. eftirlitsmenn í landi, vélstjóra,
skipstjóra, tæknilega stjórnendur útgerða og starfsmenn þjónustufyrirtækja útgerða.
Skráning fer fram hjá Iðntæknistofnun
íslands í síma 91-68 7000.
n
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og lýkur
skráningu á hádegi '19. febrúar.
IÐNTÆKNISTOFNUN ISLANDS
Keldnaholt. 112 Reykjavik
Sími (91) 68 7000
sæla liði Kínveija. Hann er talinn
einn besti alhliða borðtennismaður
heims og hefur hann hlotið sex
heimsmeistaratitla, auk þess að
hann hefur oft staðið á verðlaunar-
palli á stórmótum í Asíu og Evrópu.
Geliang er nú búsettur í Þýskalandi.
íslensku borðtennismennirnir
sem taka þátt í mótinu, eru: Kjart-
an Briem, íslandsmeistari, Tómas
Guðjónsson, Hjálmtýr Hafsteins-
son, Jóhannes Hauksson, Kristján
Jónasson, Kristján Viðar Haralds-
son, Pétur Stephensen, Vignir
Kristmundssón og Bjarni Bjarna-
son.
Mótið fer fram í íþróttahúsi
Kennaraháskólans og hefst það kl.
14. Urslitaleikurinn verður leikinn
kl. 17. Aðgangur að móinu er
ókeypis.
FRJALSAR IÞROTIR
Fríða Rún og Mar-
grét hlaupa vel
í Bandaríkjunum
Fríða Rún Þórðardóttir UMFA og
Margrét Brynjólfsdóttir UMSB
hafa náð sæmilegum árangri á innan-
hússmótum í Bandaríkjunum að und-
anfömu en þær hófu báðar nám við
háskólann í Aþenu í Georgíuríki
síðastliðið haust.
Um miðjan janúar kepptu þær á
háskólamóti í Gainsville í Flórída og
voru í sveit skóla síns sem varð í
þriðja sæti í 4x800 metra boðhlaupi.
Tími Fríðu Rúnar var 2:18,2 og Margr-
étar 2:18,9. Tæpum tveimur tímum
síðar hljóp Fríða Rún á 2:21 í opnu .
800 metra hlaupi og Margrét 3.000
metra á 10:27 mín.
Þá kepptu þær í míluhlaupi á móti
í Johnson City í Tennessee helgina
25.-26. janúar. Fríða Rún hafði litla
keppni í sínum riðli og hljóp á 4:59
en Margrét fékk mun meiri keppni
þótt í lakari riðli væri og hljóp á 4:56
mín. Síðar sama daginn kepptu þær
í 4x800 metra boðhlaupi og hlaut
Fríða Rún 2:22 mínútur og Margrét
2:29.
Loks kepptu stöllurnar á boðsmóti
í borginni Indiana um síðustu helgi
og þar hljóp Fríða Rún mílu á 4:52
og Margrét á 4:57 mínútum. Millitími
var tekinn á Fríðu 4:32 eftir 1.500
metra og 4:36 hjá Margréti en það
er nánast sama og þær eiga best í
1.500 metra hlaupum utanhúss. Lofar
árangur þeirra á þessum fyrstu innan-
hússmótum því góðu.
Finnbogi nálægt meti
í 800 m hlaupi
Finnbogi Gylfason úr FH hjó nærri
íslandsmeti Þorsteins Þorsteinssonar
í 800 m hlaupi innanhúss (1:53,3
mín.). á móti í Arkanses, þar sem
hann fékk tímann 1:53,49 mín. Met
Þorsteins er frá 1972. Finnbogi hljóp
mínuhlaup á 4:31,00 mín. Frímann
Hreinsson, FH, hljóp míluhlaup á
4:23,4 mín. Á mótinu stökk Einar
Kristjánsson úr FH 2.08 í hástökki,
Árni Jensson, ÍR, varpaði kúlunni
17,06 m, sem er hans besti árangur
og Súsanna Helgadóttir, FH, hljóp 55
m á 7,30 sek. og 800 m á 2:27,3 mín.
Þrír fijálsíþróttamenn tóku þátt í
móti í Oklahoma á dögunum. Frímann
Hreinsson, FH, hljóp 3000 m á 8:45,6
mín., Steinn Jóhannsson, FH, hljóp
míluhlaup á 4:25,9 mín. mín. og Bragi
Sigurðsson, Ármanni, hljóp 3000 m
hlaup á 8:35,0 mín.