Morgunblaðið - 19.02.1991, Síða 2
jeoj yiAUHfia'í .fij íiuoAaiH.auw aia/u.'i/iUOHOM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRUÁR 1991
Míkill áhugi útlend-
inga á Bláa lóninu
1600 þýskir psoriasissj úklingar viija koma hingað
FÉLAGI psoriasis- og exemsjúklinga hafa að undanförnu borist
óvenju margar fyrirspurnir vegna sjúklinga í nágrannalöndunum
um endurhæfingu í Bláa lóninu. Fyrir skömmu barst félaginu fyrir-
spurn vegna 1.600 psoriasissjúklinga í Þýskalandi.
Að sögn Páls H. Guðmundsson-
ar, hjá félagi psoriasissjúklinga,
má hugsanlega rekja þennan aukna
áhuga á íslandi til stríðsótta vegna
Persaflóastríðsins, en þessir sjúkl-
ingar hafa farið til lækninga við
Dauðahafið á undanförnum árum.
„Við eigum hins vegar í miklum
erfiðleikum við að taka á móti þessu
fólki því öll aðstaða við lónið er
mjög takmörkuð," segir hann.
Páll sagði að sjúklingar sem
kæmu í meðferð í Bláa lóninu
dveldu í þijár til fjórar vikur og
þeir vildu fá meiri þjónustu en ein-
göngu lækningamátt Bláa lónsins.
Það væri hins vegar mörgum ann-
mörkum háð. „Við eigum mikla
möguleika á þessu sviði en það verð-
ur að vinna að uppbyggingu þessar-
ar þjónustu hér og hugsanlega
væri það verðugt verkefni fyrir
sveitarfélög á Suðurnesjum," sagði
Páll.
Sagði hann að fyrirspurnir hefðu
einnig borist frá Danmörku, Eng-
landi og Bandaríkjunum fyrir psor-
iasissjúklinga en félagið gæti lítið
aðhafst nema að senda kynning-
arbæklinga. Hér vantar tilfínnan-
lega markvissa uppbyggingu til að
veita þessu fólki þjónustu.
Eyvindur Ásmundsson
Lést eftir
vinnuslys
63 ÁRA gamall maður, Eyvindur
Ásmundsson frá Borgarnesi, lést
á Landspítalanum í fyrrinótt
vegna afleiðinga slyss er hann
varð fyrir við vinnu sína hjá Hita-
veitu Akraness og Borgarfjarðar
aðfaranótt 30. janúar sl. Rör í
aðveituæð Hitaveitunnar bilaði
skammt frá Deildartunguhver.
Eyvindur var á leið að bilunar-
stað þegar hann féll í pytt með
heitu vatni sem hafði myndast
við vatnsrennsli úr bilaða rörinu
og brenndist hann illa.
Eyvindur var 63 ára, fæddur 17.
október 1927. Hann lærði bifvéla-
virkjun, starfaði við iðn sína og var
verkamaður og verkstjóri í Borgar-
nesi. Síðustu árin hefur hann verið
eftirlitsmaður hjá Hitaveitu Akra-
ness og Borgarfjarðar.
Eyvindur lætur eftir sig eigin-
konu, Maríu Ásbjömsdóttur, og
tvær uppkomnar dætur.
Keyrt á tvö
hross í Víðidal
EKIÐ var á tvö hross í Víðidal á
áttunda tímanum í gærkvöldi
með þeim afleiðingum að annað
þeirra þurfti að aflífa.
Óhappið vildi þannig til að stúlka
var að temja tvo tveggja vetra hesta
á skeiðvellinum í Víðidal. Hún
missti stjórn á þeim og hlupu þeir
út á veginn við skeiðvöllinn fyrir
bílinn. Annar hestanna lenti upp á
vélarhlíf bílsins og fótbrotnaði.
Hann varð að aflífa á staðnum.
Bílinn skemmdist töluvert en engin
slys urðu á fólki.
Morgunblaðið/Brynjólfur Wiium
Þyrlan lent heilu og höldnu skammt frá skála Flugbjörg-
unarsveitarinnar i Tindfjöllum. Olía fór skyndilega að
streyma niður rúðuna er þyrlan var enn á flugi eins og
sjá má á innfelldu myndinni.
Varnarliðsþyrla bilaði í Tindfjöllum:
„Varð ekki um sel er olían
fór að leka inn í þyrluna“
VÉLARBILUN varð í þyrlu varnarliðsins þegar hún var að flytja
fimm félaga í Flugbjörgunarsveitinni þar sem þeir voru við æfing-
ar í Tindfjöllum á laugardagsmorgun. Bilun varð í aðaldrifi þyrlu-
spaða og streymdi olía niður rúður að utan í farþegarými þyrlunn-
ar. Flugmennirnir lentu þyrlunni án tafar og amaði ekkert að
farþegum né áhöfn. Atvikið átti sér stað í 2800 feta hæð miðja
vegu milli Tindfjallajökuls og bæjarins Fljótsdals í Fljótshlíð.
Æfingar Flugbjörgúnarsveitar-
innar stóðu yfir frá föstudegi til
sunnudagskvölds. Að viðgerð lok-
inni var biluðu þyrlunni flogið suð-
ur til Keflavíkurflugvallar í gær.
Brynjólfur Wiium var á meðal
flugbjörgunarmanna í þyrlunni
þegar olían fór að leka úr aðalgír
þyrlunnar og sagði hann að mönn-
um hefði brugðið mjög í brún.
„Við vorum að æfa hífingar,
setja sjúklinga um borð og taka
þá frá borði. Menn voru látnir
vinna undir álagi í byl undir þyr-
luspöðunum. Síðan var flogið með
hvem hóp flugbjörgunarmanna
5-6 mínútna hring. Við vorum í
síðasta hópnum og þegar við vor-
um um það bil að ljúka okkar ferð
þegar einn okkar varð var við að
olía streymdi niður utanverða rúð-
una. Okkur varð hins vegar ekki
um sel þegar olían fór að leka inn
í þyrluna. Flugmennimir flýttu sér
að lenda, en ekki var um nauðlend-
ingu að ræða,“ sagði Brynjólfur.
Þyrlan kom til Keflavíkurflug-
vallar um klukkan 18 í gærkvöldi
og bað yfirmaður björgunarsveitar
varnarliðsins fyrir þakklæti til
flugbjörgunarsveitarmanna og
heimilisfólksins í Fljótsdal fyrir
veitta aðstoð.
Búið var að veiða um 55 þúsund tonn af loðnu síðdegis í gær:
3.600 krónur fyrir tonnið í
Eyjum en 5.200 í Krossanesi
MOKVEIÐI hefur verið hjá loðnuskipunum við Suðurland undanfarna
daga. Síðast voru greiddar 3.600 krónur fyrir loðnutonnið í Eyjum
en Krossanesverksmiðjan á Akureyri greiddi 5.200 krónur fyrir tonn-
ið í gær. Sigurður RE landaði rúmlega 1.350 tonnum hjá Krossanes-
verksmiðjunni í gær og fékk því um 7 milljónir fyrir aflann. Skipið
var 40 klukkutíma að sigla af miðunum til Akureyrar en siglingin
borgaði sig fyrir þetta verð, að sögn skipverja á Sigurði RE.
Síðdegis í gær var búið að veiða und tonna kvóta. Af þessum 55
um 55 þúsund tonn af loðnu frá því þúsund tonnum hafði um 20 þúsund
að veiðibanni var aflétt á miðviku- tonnum verið landað í Vestmanna-
dag en 45 skip fengu þá 182 þús- eyjum, þar af tæplega 13 þúsund
tonnum hjá FIVE og 7.500 tonnum
hjá FES. Loðnuþrær voru orðnar
fullar í Eyjum í gær og önnur skip
en Kap II VE fá ekki að landajijá
FIVE fyrr en eftir þrjá sólarhringa
í fyrsta lagi, að sögn Bernharðs
Ingimundarsonar verksmiðjustjóra
FIVE. Hins vegar átti að losna þró-
arrými hjá FES um miðnættið í nótt.
Áðalveiðisvæðið var í gær frá
Knarrarósi, rétt austan við Stokks-
Hátíðahöld í Chicago á sjálfstæðisdegi Litháens:
Þingið í Vilnius gefur íslend-
ingum hús undir sendiráð
ÞING Litháens hefur ákveðið að gefa íslendingum hús undir
væntanlegt sendiráð sitt í Vilnius, að því er Stasys Kasauskas þing-
maður skýrði frá á hátíðarsamkomu sem haldin var Chicago í
Bandaríkjunum í tilefni hins gamla þjóðhátíðardags Litháens en
ríkisstjórn Illinois-ríkis í Bandaríkjunum hefur lýst 16. febrúar,
gamla þjóðhátiðardaginn, sérstakan sjálfstæðisdag Litháens og
ákveðið að hans skuli jafnan minnst, samkvæmt upplýsingum skrif-
stofu Pauls Sveinbjörns Johnsons ræðismanns Islands í Chícago.
Johnson flutti ávarp á samkomunni, einnig Derwinsky fulltrúi
stjórnar George Bush Bandaríkjaforseta, Daley borgarstjóri, og
Anicetas Simutis ræðismaður Litháens í New York.
Rúmlega 2.000 manns, flestir
af Iitháísku bergi brotnir, komu
saman til hátíðarhaldanna í
Maria-skólanum. Kasauskas gerði
að umtalsefni þá ákvörðun Alþing-
is íslendinga að staðfesta sjálf-
stæðisviðurkenninguna frá 1922
og fela ríkisstjórninni að hefja
undirbúning að því að taka upp
stjómmálasamband við Litháen
svo fljótt sem auðið væri. Gat
hann þess að ísland væri fyrsta
ríkið sem viðurkenndi sjálfstæði
Litháens og sagði að þingið í Vil-
nius hefði ákveðið af því tilefni
að gefa íslendingum hús undir
sendiráð sitt í borginni. Bað hann
Johnson að þiggja húsið fyrir hönd
íslendinga og afhenti honum tákn-
ræna gjöf af því tilefni, sérstakan
virðingarborða og blómvönd.
Brutust þá út mikil fagnaðarlæti
sem ætlaði seint að linna og varð
stjórnandi samkomunnar að biðja
gesti að hemja fögnuð sinn svo
fulltrúi íslands gæti þakkað fyrir
sig. Kasauskas sagðist ánægður
að það voru íslendingar en ekki
Bandaríkjamenn sem fyrstir ák-
váðu að viðurkenna sjálfstæði Lit-
háens því þeir síðamefndu hefðu
þurft miklu stærra hús.
Stærsta blað Illinois-ríkis,
Chicago Tribune, sagði frá sjálf-
stæðissamkomunni í máli og
myndum. Er þar skýrt frá ákvörð-
un íslendinga um að viðurkenna
sjálfstæði Litháens og sagt frá
ávarpi Johnsons.
eyri, að Vestmannaeyjum. Loðnan
hefur því gengið mjög hratt vestur
með landinu en sunnan og suðaust-
anáttir hafa verið ríkjandi við Súð-
urlandið undanfarið. Bullandi vest-
urfall hefur verið og straumurinn
við Vík í Mýrdal hefur til dæmis
komist í 3 mílur á klukkustund, að
sögn Bernharðs Ingimundarsonar.
Bernharð segir að hægt verði að
hefja frystingu á loðnuhrognum eft-
ir 7-10 daga. Hrognafylling loðn-
unnar var í gær 19% en hrognafyll-
ingin þarf að vera 22-23% til að
loðnan sé hæf til hrognatöku. Þá
þarf rakainnihaldið að vera rúm 80%
en það var 63-64% í gær. Þurr-
efnisinnihald loðnunnarer 14,5-15%
en fituinnihald 10-11%.
Faxamjöl hf. í Reykjavík greiðir
4 þúsund krónur fyrir tonnið. Faxi
RE og Guðmundur VE lönduðu þar
um helgina en fyrirtækið á Faxa
RE. Þá greiðir Einar Guðfinnsson
hf. í Bolungarvík 4 þúsund krónur
fyrir tonnið en Júpiter RE, sem Ein-
ar Guðfinnsson hf. á hlut í, hefur
landað í Bolungarvík og Gullberg
VE og ísleifur VE voru á leiðinni
þangað með afla í gærkvöldi.
Frumvarp um breytingar á Hag-
ræðingarsjóði vegna lítillar loðnu-
veiði í vetur verður til fyrstu um-
ræðu í efri deild Alþingis í dag,
þriðjudag, en sjávarútvegsráðherra
leggur það fram í eigin nafni vegna
ágreinings um frumvarpið í ríkis-
stjórnarflokkunum. Guðmundur H.
Garðarsson, sem situr í sjávarút-
'vegsnefnd efri deildar fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn, segir að sjálfstæðis-
menn muni ekki standa í vegi fyrir
því að málið fái skjóta afgreiðslu.