Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRUAR 1991
13
Að stela lífi sínu
Bókmenntir
Súsanna Svavarsdóttir
Þjófurinn. Höfundur: Göran
Tunström. _ Þýðandi: Þórarinn
Eldjárn. Útgefandi: Mál og
menning.
„Þjófurinn" er saga Jóhanns,
drengs sem enginn vildi eiga og
enginn vildi sjá. Hann er nánast
hvítvoðungur þegar honum er kom-
ið í fóstur hjá frænda sínum, Frið-
riki Jónssyni Lök og konu hans, ídu
feitu Pripp. Þau Friðrik og Ida eiga
sjálf tólf börn. Börnin eru afleiðing
af því að ída, sem er dóttir skókaup-
mannsins í Sunne, hitti Friðrik einn
daginn, þegar hún var sextán ára
og vegna sakleysis og reynsluleysis,
þótti henni indælt hvað hann var
góður við hana. En Friðrik hefur
aðeins frumþarfir og er óstöðvandi
brennivínsbolti; dýrslegur á allan
hátt.
Á þessu áttar ída sig of seint;
ekki fyrr en hún er farin að búa
með honum á Torfunesi, óðali Lök-
ættarinnar sem er auðvitað öfug-
mæli, því þetta er hyski, sem lifír
í drasli, skít og órækt. En ída tekur
til hendinni og reynir eftir megni
að sjá öllum farborða og halda ein-
hveiju hreinlæti. Samt munar hana
ekki um að bæta við sig einu barni,
en það sem hún vill helst af öllu,
er að verða skáldkona.
Stuttu eftir að_ Jóhann kemur á
heimilið, missir ída hann í gólfíð
og klessir á honum andlitið. Hann
verður því mesta hryggðarmynd og
enginn vill hafa neitt saman við
hann að sælda, nema Heiðveig,
dóttir ídu og Friðriks, sem er á
svipuðum aldri og Jóhann. Þau tvö
láta sig dreyma um betri heim og
bækur. Á unglingsárunum komast
þau í bækur þegar þau finna hús
Hegrans, uppgjafa kennara, autt.
Húsið er fullt af mat og verðmæt-
um. En Jóhann stelst aðeins til að
lesa bækurnar. Þegar hér er komið
sögu, eru afleiðingarnar af hrotta-
skap Friðriks farnar að koma fram
á Heiðveigu. Hún fer að draga sig
í hlé, verða dálítið undarleg og Jó-
hann nær ekki einu sinni sambandi
við hana. En hann hefur fundið sína
ástríðu og þegar Hegrinn stendur
hann að verki, skilur hann þessa
ástríðu Jóhanns og styður hann
áfram til náms.
í rauninni er námið sem slíkt
ekki ástríða Jóhanns, heldur „Silf-
urbiblían" sem er mikill helgidóm-
ur, varðveitt í Uppsölum, eina gotn-
eska biblían sem varðveist hefur.
Tungumálið útdautt og enginn skil-
ur hana lengur. Forfaðir Jóhanns
hafði náð að henni frá megin-
landinu, til Svíþjóðar. Hegrinn varð-
veitir bréf frá forföður Jóhanns, þar
sem hann segir frá svaðilför sinni
með biblíuna. Og nú verður það
markmið Jóhanns að stela Silf-
urbiblíunni, því hann telur að í raun-
inni tilheyri hún honum.
Jóhann sem er orðinn enn óásjá-
legri; hefur bognað í baki eftir að
hann hitti föður sinn í fyrsta sinn
og bar hann dauðadrukkinn langa
vegalengd. Hann hellir sér út í nám-
ið, tekur hæstu prófin og fær styrki
til að komast til Ítalíu, til að leggja
frekar stund á gotnesku og önnur
miðaldamál og að lokum hefur hann
lykilinn að Silfurbiblíunni, en kemst
þá að því að Biblían, sem hans eig-
' in saga skiptir ekki máli. Hann
hefur stolið verðmætari hlut. Það
er andlit á bak við andlitið; bak við
klessta andlitið hans.
Það er mikið ævintýri að lesa
Þjófinn. í bókinni eru margar sögur
sem fiéttast saman, en á bak við
hveija þeirra er saga, sem segja
má að sé raunverulega sagan eða
eins og Jóhann segir á einum stað:
„Sagá mín stendur í vegi fyrir sögu
minni.“ Textinn fylgir athöfnum
persónanna; þær eiga sér allar það
markmið að lifa af; sumar gera
aðeins þá kröfu að fá að spóla í
sama farinu, aðrar þola það ekki
og fínna sér flóttaleið, ída vill kom-
Göran Tunström
ast aftur upp í sitt rétta þjóðfélags-
þrep og lifa í andrúmslofti skáid-
skapar og sjálfsvirðingar. Henni
tekst það á endanum. Jóhann vill
verða þjófur. Honum tekst það en
hann stelur því sem við stelum öll,
þegar við eigum okkur önnur mark-
mið en velferð okkar.
Málfar og stíll eru æði skrautleg;
allt frá sora tungutaki Friðriks
Jónssonar Lök og hans hyskis, til
uppskrúfaðra akademískrar texta-
gerðar, það er að segja þegar verið
er að vitna í bréf og bækur. Hún
lýsir köldum'heimi og í samskiptum
persónanna er allt til nema kærleik-
urinn. Kærleiksskorturinn hefur
mismunandi áhrif á fjölskylduna;
sumir leggjast í eymd og volæði,
aðrir í hálfgerða stigamennsku, ein-
hveijir flýja „á náðir“ geðveikinnar,
og enn aðrir rífa sig upp úr vesal-
dómnum, ná sér í menntun og
starfsframa. Fjölskyldan spannar
því allar stéttir samfélagsins. En
hvar sem þau standa, er spuming
hvort eitthvert þeirra sé railnveru-
lega betur sett en annað.
Þýðing Þórarins Eldjáms er mjög
fín — laus við tepruskap í ruddalegu
málfari Friðriks og sýnir góða þekk-
ingu á miðaldamálfari og akad-
emísku, og mikla hæfni í að að-
greina málfar persónanna eftir stétt
og stöðu.
Vinningstölur laugardaginn
16. feb. 1991
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 1 6.993.607
4 183.273
3. 4af5 187 6.760
4. 3af 5 6.782 435
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
11.941.363 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
MITSUBISHI
L A N C E R
BÁÐIR GÓÐIR — HVOR Á SINN HÁTT
0 Framdrif
□ Handskiptur / Sjálfskiptur
0 Aflstýri, Veltistýrishjól
0 Rafdrifnar rúðuvindur og útispeglar
Verð frá kr. 895.680,-
MITSUBISHI
MOTORS
m
HEKLA
LAUGAVEGI 174
SÍMI695500
H Framdrif/ Aldrif
1 Handskiptur / Sjálfskiptur
B Aílstýri, Veltistýrishjól
1 Rafdrifnar rúðuvindur og útispeglar
Verð frá kr. 922.560.-