Morgunblaðið - 19.02.1991, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.02.1991, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991 Sóttur 60 km inn í Irak Ríyadh. Reuter. FLUGMANNI F-16 orrustuþotu bandamanna var bjargað í gær eftir að flugvél hans hrapaði til jarðar í írak. Flugmaðurinn varpaði sér út í fallhlíf og sveif til jarðar 60 kíló- metra innan írösku landamæranna. Björgunarþyrlur námu merkjasend- ingar frá honum og tókst að bjarga flugmanninum sem sakaði ekki. Var flogið með hann til bækistöðva hans í Saudi-Arabíu. Bagdad: Leynileg stjórnstöð tæpast í kjallara Rashid-hótelsins Stokkhólmi. Reuter. TALSMAÐUR sænska byggingarfyrirtækisins Skánska AB segir að sprengjuhelda stjórnstöð sé tæpast að finna í kjallara Rashid-hótelsins í miðborg Bagdad en þessu hafa talsmenn Bandaríkjastjórnar haldið fram. Skánska AB hafði byggingu hótelsins með höndum og sagði fulitrúi fyrirtækisins að ekki hefði verið gert ráð fyrir slíku herbergi á teikningum. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins sagði á fimmtudag að mikilvæg stjórnstöð væri í leyni- legum kjallara undir hótelinu en erlendir blaðamenn haldið til á Ras- hid allt frá því Persaflóadeilan blossaði upp í ágúst í fyrra. íraskir embættismenn andmæltu þessum fullyrðingum og fóru með blaða- menn í skoðunarferð um bygging- una sama dag. Folke Eneroth, yfirmaður þeirrar deildar Skánska AB er hefur með höndum verkefni í Mið-Austurlönd- um og Evrópu sagði í samtali við »Reuters-fréttastofuna að loft- varnabyrgi væri raunar að fínna í hótelinu sem tengt væri öðrum stór- um byggingum í nágrenninu auk þess sem gerðar hefðu verið ýmsar ráðstafanir við byggingu hótelsins til að verjast hugsanlegum árásum hryðjuverkamanna. „Því fer hins vegar fjarri að byrgið sé sprengju- held stjórnstöð," sagði Eneroth og gat þess að hann hefði sjálfur tekið út grunn hótelsins en bygging þess hófst árið 1979. Hann sagði að upphaflega hefði verð ráðgert að ráðstefna samtaka óháðra ríkja færi fram á hótelinu árið 1982 og því hefði hönnunin miðast við hugsanlegar árásir hryðjuverkamanna. Ráðstefnan hefði hins vegar ekki farið fram í Bagdad sökum stríðsins við Irani sem írakar hófu árið 1980 og varð til þess að byggingu Rashid-hótels- ins var ekki lokið fyrr en árið 1982. Eneroth sagði hótelið í engu frá- brugðið sænskum hótelbyggingum. Hann sagði ákaflega ólíklegt og í raun útilokað að ný kjallarahvelfing hefði verið búin til undir grunninum eftir að byggingin var fullgerð. ■ . - .. i & % • ; v. ’ v f - í* ■ , K ’ .! w i'*. '4* : % m' i ,:s ^ \ i. % » fV & ^ * H * á A. Siffisjf :í S ’r : : í w í,- f . W: 1 "1 T * v Reuter Refsað fyrirgáleysi Christina Maria Gervasi korporáll og fjarskiptasérfræðingur í banda- ríska hernum í Saudi-Arabíu Iangt komin með að fylla 1.000 poka af sandi í eyðimörkinni. Hlaut hún þá refsingu að moka í þúsund poka fyrir að skilja riffil sinn eftir á glámbekk. Viðurkenna að sprengjur geiguðu í loftárás á Fallujah London. Daily Telegraph. TALSMAÐUR breska flughersins viðurkenndi um helgina að sprengj- ur sem varpað hefði verið á hernaðarleg skotmörk í borginni Fallujah í írak hefðu geigað. írakar hafa haldið því fram að bresk Tornado- þota hefði varpað sprengju á íbúðarblokk og markaðstorg í borg- inni sl. fimmtudag með þeim afleiðingum að 130 óbreyttir borgarar hefðu týnt lífi og 78 særst. írakar sögðust ennfremur hafa skotið þotu niður í árásinni en því neitaði Niall Irving ofursti, talsmað- ur breska flughersins. Hann sagði að árásin á Fallujah hefði verið gerð á miðvikudag, en ekki fimmtu- dag eins og írakar héldu fram, og allar þotumar hefðu komið til baka. Tomado GR-1 þota hefði hins vegar verið skotin niður með SAM-flug- Deilur um hlutverk fréttamanna 1 Irak St. Andrews. Frá Gudmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. DEILUR um fréttamenn breskra fjölmiðla í Bagdad hafa orðið sífellt háværari, því lengra sem liðið hefur á Persaflóastríðið. skeyti í loftárás á flugvöll í írak á fímmtudag. Irving sýndi blaðamönnum myndband sem tekið var af árás Tornado-þotu á brú yfir Efrat-ána í Fallujah, sem er 55 km vestur af Bagdad. Þar kom fram að sprengj- umar þijár sem skotið var á brúna náðu ekki inn í Ieisigeislakeilu sem Buccaneer-þota myndaði yfir brúnni. Tvær lentu í ánni og sprungu ekki en sú þriðja kom nið- ur í borginni skammt frá árbakkan- um. Reykur frá sprengingunni sást á myndinni en sprengjustaðurinn var ekki inn í myndrammanum og því ekki hægt að sjá hvort sprengj- an hefði komið niður á markað- storgi. Rannsókn væri í gangi til þess að reyna að staðfesta hvað hún hæfði og hvort einhver önnur sprenging hefði átt sér stað í borg- inni á fimmtudag. Ekkert hefði enn komið fram sem staðfesti mikið manntjón meðal óbreyttra borgara en ef sú hefði orðið raunin hörmuðu Bretar það mjög, að sögn Irvings. Bandamenn hafa sakað íraka um að valda sjálfir tjóni á mannvirkjum Ýmsir þingmenn íhaldsflokksins hafa sakað fréttamenn breska sjón- varpsins BBC og /TK-sjónvarps- stöðvarinnar sérstaklega um að vera hrein áróðurstæki í höndum íraskra Tvö herskip ádufl sigla Kiyadh. R«ut«r. TVO bandarísk herskip sigldu á tundurdufl skammt undan strönd- um Kúveits í gær með þeim afleið- ingum að fjórir sjóliðar af öðru þeirra slösuðust. Gat kom á landgönguskipið Tri- poli atvikið er hið fyrsta sinnar teg- undar frá því írakar hófu að leggja dufl í flóann til þess að reyna að hindra landgöngu fjölþjóðahersins í Kúveit. Tæpri kiukkustund síðar sigldi beitiskipið Princeton á dufl en lask- aðist óverulega. Bæði skipin gátu haldið ferð sinpi áfram undir eigin vélarafli. Í gær höfðu rúmlega 30 skip siglt upp undir strendur Kú- veits og þótti það benda til að land- ganga væri yfirvofandi. stjórnvalda. Fréttamenn svara, að þeir taki alltaf fram, að þeir segi fréttir samkvæmt ritskoðun íraskra stjórnvalda. • Báðar sjónvarpsstöðvarnar, BBC og ITV, hafa fréttamenn í frak, J3BC-útvarpið sömuleiðis og flest dagblöðin. A því er þó mikilvæg undantekning. The Daily Tetegraph hefur ekki sent fréttamenn til írak vegna þess að þeir geti ekki sinnt störfum sínum við svo stranga rit- skoðun og gefi því óhjákvæmilega villandi mynd af atburðum þar. Fréttamenn RRC-útvarpsins segja, að ritskoðunin sé fremur væg hjá írökum. Þeir taki einungis út allar upplýsingar um staðsetningu bygginga, sera orðið hafa fyrir sprengjum og aðrar upplýsingar, sem hafi hugsanlegt hernaðarlegt mikil- vægi. En þeir segja líka, að ferðum þeirra sé stranglega stjómað. Þeir fái til dæmis alls ekki að koma ná- lægt Kúveit. Sömuleiðis hefur komið í ljós gremja fréttamanna í Saudi-Arabíu vegna strangs eftirlits með fréttum þaðan. Fréttamenn segja þó, að það eftirlit sé mun vægara. Þeir hafi til dæmis beinan aðgang að hermönn- um, sem þeir hafí ekki í írak. sem ekki teljast hernaðarleg og reyna að koma sökinni á fjölþjóða- herinn. Bandarískir embættismenn sögðu t.d. að myndir sýndu að hvelf- ing mosku sem írakar sögðu að hefði verið löskuð í loftárás hefði greinilega verið „söguð“ af og fjar- lægð. Verksummerki minntu í engu á loftárás. Farið var með vestræna blaða- menn í kynnisferð til Fallujah sl. laugardag og sögðu þeir að Irökum hefði mistekist að sýna fram á að manntjón hefði orðið í loftárás á borgina. Þá hefði það verið áber- andi að engin gremja hefði ríkt meðal íbúa, ólíkt því sem verið hefði í Bagdad í síðustu viku eftir loftár- ás á byrgi sem bandamenn sögðu að verið hefði fjarskiptastöð íraska hersins en Irakar sögðu vera loft- varnarbyrgi. CBS-menn í haldi Iraka Nikósíu. Reuter. ÍRAKAR hafa fjóra sjónvarps- menn bandarísku sjónvarpsstöðv- arinnar CBS í haldi í Bagdad, að sögn fréttamanns CW-sjónvarps- ins í borginni. Þeirra hefur verið saknað frá 21. janúar er bifreið þeirra fannst mannlaus skammt þar frá sem landamæri Kúveits, Iraks og Saudi-Arabíu mætast. íraskir embættismenn vildu ekk- ert um frétt CNN segja en frétta- maður stöðvarinnar sagðist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að CBS-mennirnir hefðu verið teknir fastir í Kúveit 21. janúar sl. og verið fluttir til Bagdad til yfír- heyrslna fyrir hálfum mánuði. Væru þeir nú í vörslu leyniþjón- ustunnar sem rannsakaði mál þeirra en hún mun skera úr um hvort líta beri á sjónvarpsmennina_sem njósn- ara. Saddam Hussein íraksforseti mun hafa síðasta orðið í máli þeirra. Að sögn CNN sögðu heimildar- menn stöðvarinnar að þrír af mönn- unum hefðu verið í herklæðum er þeir gengu yfir kúveisku landamær- in. Sá fjórði hefði beðið við bifreið fjórmenninganna og verið í borg- arálégum klíþðíim.) j .vír icwíi'iTI loiod miimqc.oh

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.