Morgunblaðið - 19.02.1991, Side 28

Morgunblaðið - 19.02.1991, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Þingfulltrúar og gestir við setningu Búnaðarþings í gær. Aliðog andrúmsloftið 75. Búnaðarþing sett í gær: Grisjun sveitabyggðar þarf ekki að boða byggðahrun - sagði Hjörtur E. Þórarinsson, formaður Búnaðarfélags Islands BÚNAÐARÞING var sett í 75. sinn í gærmorgun að viðstöddum for- seta Islands, forsætisráðherra, landbúnaðarráðherra og öðrum gest- um. Hjörtur E. Þórarinsson, formaður Búnaðarfélags Islands, setti þingið, og ávörp fluttu Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðarráð- herra, og Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda. Þingstörf hófust síðan eftir hádegi með kosningu varaforseta, ritara og starfsnefnda, auk þess sem lögð var fram skýrsla búnaðarmála- stjóra um framvindu mála frá síðasta Búnaðarþingi. Þá var fjöldi mála lagður fram í gær, en á þinginu að þessu sinni verður meðal annars fjallað um tillögur að breytingu á félagskerfi landbúnaðarins, leiðbeiningarþjónustuna, sölu framleiðsluréttar og innflutning á land- búnaðarvörum. Búnaðarþing sitja 25 fulltrúar, sem kjörnir eru til fjögurra ára í senn á 15 búnaðarsambandssvæðum, og er þetta fyrsta þing þessa kjörtímabils. * A1 er notað um allan heim, bæði í iðnríkjum og þró- unarríkjum. Notkun þess hefur hvarvetna farið vaxandi og á eftir að aukast mikið þegar efnahagur þróunarríkja batnar. Mikilvægt er að þau lönd, sem auðug eru af endurnýjanlegum eða varanlegum auðlindum, eins og vatnsorku og jarðhita, taki að sér að framleiða sem mest af áli og öðrum raforku- frekum afurðum. Þetta er nauðsynlegt svo komizt verði hjá gróðurhúsaáhrifum, sem vinnsla orku til þessarar fram- leiðslu úr eldsneyti, kolum og olíu, hefði í för með sér. Framansagt er mergurinn málsins í grein Jakobs Björns- sonar, orkumálastjóra, „Brundtlandsskýrslan og ál- vinnsla á Islandi", sem birt var hér í Morgunblaðinu miðviku- daginn 13. febrúar sl. Orku- málastjóri segir orðrétt: „Álverið sem rætt er um að reisa á Keilisnesi notar um 3.000 GWh af raforku á ári. Ef sú raforka væri unnin úr kolum, eins og algengast er að vinna raforku í heiminum í dag, losna um 2,6 milljónir tonna af koltvísýringi út í and- rúmsloftið. Frá kolaskautum álversins sjálfs koma þar til viðbótar um 300 þúsund tonn á ári. Samtals 2,9 milljónir tonna vegna slíks álvers, ef raforkan til þess er unnin úr kolum. Sé raforkan hins vegar unnin úr vatnsorku, kjarnorku, eða sólarorku í stað eldsneytis, bætist enginn koltvísýringur við vegna raforkuvinnslunnar, einungis 300 þúsund tonn frá álverinu sjálfu ...“ Fyrir liggur áð koltvísýring- ur er mikilvirk kveikja svo- nefndra gróðurhúsaáhrifa, sem mjög er varað við, þótt hug- myndir manna um þau hvíli að ýmsu leyti enn á ótraustum vísindalegum grunni. Kol- tvísýringur myndast hvarvetna þar sem brennt er efnum sem innihalda kolvetni. Það er því brennslan á kolum og olíu sem setja þarf skorður með aukinni nýtingu á annars konar orku. Dvalartími koltvísýrings í andrúmsloftinu er mjög langur, mælist í öldum fremur en árum, að því er fram kemur í grein orkumálastjóra. Gróðurhúsa- áhrif af völdum koltvísýrings eru því hnattrænt vandamál, sem snertir mannkyn allt, fremur en staðbundinn um- . hverfisvandi. Það varðar sam- eiginlega framtíð mannkyns- ins, að þessu leyti, hvort nauð- synleg orkufrek framleiðsla byggist á vatnsorku, sem ekki leiðir til koltvísýringsmyndun- ar, eða orku úr kolum og olíu, sem þýðir milljónir viðbótar- tonna af koltvísýringi út í and- rúmsloftið. Það skýtur því nokkuð skökku við, að dómi orkumála- stjóra, þegar aðalfundur Land- verndar beinir því til íslenzkra stjórnvalda að horfið verði frá byggingu raforkuknúins álvers hér á landi með tilvísun til skýrslu Sameinuðu þjóðanna, „Sameiginleg framtíð okkar“. Það stríðir ekki gegn markmið- um Brundtlandsskýrslunnar — um sameiginlega framtíð mannkynsins — heldur styður þau, að beina orkufrekri fram- leiðslu frá kolaorku að vatns- orkunni. Öll eldsneytisnotkun íslendinga nú veldur jafn mik- illi koltvísýringsmyndun og fylgja myndi framleiðslu á raf- orku úr kolum til álvers af sömu stærð og hugmyndir eru um að reisa á Keilisnesi. „Það má því segja að við sléttum koltv- ísýringsreikning okkar við sameiginlegt andrúmsloft jarð- arbúa,“ segir orkumálastjóri, „með því að taka að okkur slíkt álver í stað þess að það væri staðsett t.d. í Bretlandi eða Þýzkalandi og raforkan unnin úr kolum eins og önnur raforka í þessum löndum“. Við íslendingar höfum þegar fullnýtt, jafnvel ofnýtt, helztu auðlindir sjávar. Við framleið- um búvörur umfram innanland- sneyzlu. Þessvegna er það okk- ur mikilvægt, til að tryggja atvinnu- og afkomuöryggi í landinu, að breyta óbeizluðu vatnsafli landsins í störf, verð- mæti og lífskjör, eftir því sem fjárhagslegar forsendur standa til og umhverfissjónarmið leyfa. Hugmyndin um álver á Keilisnesi samræmist þeim sjónarmiðum, að beina beri orkufrekum iðnaði frekar að vatnsorku en orku olíu og kola, til að hamla gegn auknum koltvísýringi í andrúmsloftinu. Ráðherrar hafa sent sín á milli óblíðar kveðjur um verk- lag við undirbúning orkusölu- og álverssamninga, nú við upp- haf kosningabaráttu. Vonandi leggjast átök þeirra og ósætti ekki á sveif með stríðinu við Persaflóa við að seinka samn- ingum og torvelda niðurstöðu í þes§u mikilyagga. máli. Hjörtur E. Þórarinsson, formaður Búnaðarfélags íslands, minntist í upphafi setningarræðu sinnar þriggja fyrrverandi þingfulltrua, sem látist hafa frá því síðasta Bún- aðarþing var haldið. Það eru þeir Þórarinn Kristjánsson, Holti í Þistil- firði, Lárus Agúst Gíslason, Mið- húsum í Hvolhreppi og Valdimar Runólfsson, Hólmi í Landbroti. Batnandi fjárhagsstaða í ræðu sinni gat Hjörtur þess að á undanförnum Búnaðarþingum hefðu áhyggjur af erfiðri fjárhags- stöðu Búnaðarfélagsins komið fram, og jafnframt verið minnst á þann óskadraum Búnaðarþings og stjórnar félagsins að öðlast fjár- hagslegt sjálfstæði að því marki að geta unnið hinn félagslega þátt í starfsemi Búnaðarfélagsins fyrir eigin tekjustofn. Úr þessu hefði nú ræst vegna ríflegri og raunsærri fjárveitinga hins opinbera til Bún- aðarfélags íslands, og einnig vegna breytinga sem gerðar voru á síðasta þingi á lögum sjóðakerfis landbún- aðarins, sem opna Búnaðarfélags- skapnum nokkurn aðgang að því ijármagni sem bændur leggja fram í gegnum framleiðsluna. Hann sagði að þegar þetta færi að skila sér hefði Búnaðarfélagið öðlast nokkurt sjálfstæði, en það væri ekki síður fagnaðarefni að með þessari lagabreytingu hefði sá hluti leiðbeiningarstarfsins sem er hjá búnaðarsamböndunum fengið nokkra leiðréttingu Ijármála sinna, sem undanfarið hefðu verið bágbor- in meðal annars vegna stórminnk- andi búskaparlegra framkvæmda í sveitum landsins. Í ræðu sinni vék Hjörtur lítillega að bráðabirgðaskýrslu sjömanna- nefndar um ástand og horfur í málefnum sauðfjárræktar, sem Búnaðarþing mun fá í hendur og láta álit sitt í ljós á. Hann sagði að ástandið væri óneitanlega býsna alvarlegt hvað sauðfjárræktina varðar og menn óttast landauðn ef byggð grisjast mikið. „Það er ekki að ófyrirsynju, en á það skal bent að örlög byggðanna ráðast ekki síður að minnsta kosti af gengi eða gengisleysi kauptúna og kaupstaða í hverju héraði, þétt- býlisstaðanna, sem flestir lifa af útgerð og styðjast við sveitabyggð- ir sem bakhjarl. Ef þessar héraðs- miðstöðvar ná að efiast og dafna eðlilega, geta haldið sínum hlut í eigin fólksljölgun og tekið við sveitafólki sem er umfram landbún- aðarþarfir eða veitt því atvinnu- möguleika, þá þarf grisjun sveita- byggðar ekki endilega að boða byggðahrun. Það er hugsanlegt að við miklum um of fyrir okkur hætt- ur af grisjun sveitabyggðar og metum ekki sem skyldi jákvæð áhrif af stöðugt batnandi samgöngum og fjarskiptatækni, sem styttir vegalengdirnar og skapar mönnum öryggiskennd og möguleika á sam- neyti við annað fólk þótt kílómetr- unum milli bæja íjölgi. Mér finnst ástæða til að slá aðeins létt högg á bjartsýnisstrengi, en slá því ekki föstu fyrirfram að fækkun atvinnu- tækifæra um 1.000 ársverk í sauðfj- árrækt þurfi endilega að þýða að sveitabyggð, sem samsvarar 2-3 eða fleiri sýslum, leggist í eyði,“ sagði hann. Dökk ský á himni Hjörtur sagði í ræðu sinni að óneit- anlega væri dökkt ský á himni hvað varðar erfitt ástand í sauðfjárrækt- inni út af markaðsmálum, og fleiri dökk ský væru á himni sem stæðu í sambandi við alþjóðlegar hræring- ar í verslun og viðskiptum með land- búnaðarvörur. „Þrátt fyrir það er sem betur fer líka heilmikið af birtu yfir búskaparmálum okkar. Það árar vel í náttúrunni þó hann hafi blásið helst til sterkt nýlega. Mál- efni nautgriparæktar eru í nokkuð góðu lagi og hrossarækt er í upp- gangi. Sauðfjársjúkdómar virðast vera á undanhaldi, ferðaþjónusta í sveitum gengur vel og víst má margt fleira fram telja. Talið er að afkoma bænda sé síst á niðurleið ef á heildina er litið, og ekki er að heyra mikinn uppgjafartón í mann- skapnum. Stéttin er að vísu nokkuð gömul í þeim skilningi að meðalald- urinn er of hár. Nýliðun er þó alltaf nokkur, mismikil að vísu í hinum ýmsu héruðum, og aðsókn að.bún- Morgunblaðið/KGA Hjörtur E. Þórarinsson, formað- ur Búnaðarfélags íslands, I ræðu- stól við setningu 75. Búnaðar- þings. aðarskólunum er mikil. Það er góðs viti,“ sagði Hjörtur E. Þórarinsson. Róttækar og erfiðar aðgerðir Steingrímur J. Sigfússon, land- búnaðarráðherra, vék meðal annars að þeim tillögum sem sjömanna- nefnd hefur skilað varðandi úrbæt- ur í sauðfjárrækt, og sagði hann þær að mörgu leyti fela í sér róttæk- ar og erfiðar aðgerðir til lausnar þess vanda sem sauðijárræktin stendur nú frammi fýrir. „Það liggur vitaskuld í augum uppi að menn greinir á um þær aðferðir sem lagðar eru fram, enda vandinn mikill og snertir marga. Þótt menn greini á um aðferðir verða menn afttur á móti að gera sér ljóst að undan því verður ekki vikist að tala um hlutina eins og þeir eru. Fyrirliggjandi staðreyndir um vandann eru eitt, annað er á hvaða hátt menn vilja taka á honum og leita iausnar. Menn komast hvernig sem allt veltur ekki fram hjá því að innanlandsmarkaður fyr- ir kindakjöt hefur dregist stórlega saman frá því sem áður var. Það lætur nærri að um 3.000 tonn hafi tapast í sölusamdrætti innanlands, og það á sama tíma og verð á út- flutningsmörkuðum hefur hraþað niður fyrir 30% af skilaverði úr 60-70% fyrir um áratug. Það fyrir- komulag, það kerfi sem hér hefur verið við líði hefur ekki verið fært um að framkalla raunveruleg né markviss viðbrögð framleiðenda né afurðastöðva," sagði hann. Afturhvarf til fortíðar Steingrímur gat þess að í þeim samdrætti sem átt hefði sér stað í hefðbundnum búgreinum hefði. áhugi mann á öðrum valkostum aukist, og margt hefði vel til tek- ist. „Möguleiki er á að um of hafi verið einblínt á hin stóru verkefni, sem skyldu veita heilum Ijölskyld- um tekjur, í stað þess að þróa fram iðnað og handverk sem er smærra í sniðum og krefst ekki. eins mikill- ar áhættu. Samtvinnun hefðbund- inna búgreina með handve.rki, mat- vælagerð, heimilisiðnaði og öðru áþekku á án efa eftir að aukast frá því sem nú er. Það má á vissan hátt kalla það jákvætt afturhvarf til fortíðar,“ sagði Steingrímur. Þröng staða landbúnaðarins í ávarpi sínu vék Haukur Hall- dórsson, formaður Stéttarsam- bands bænda, einnig að þeirri stefnumörkun sem sjömannanefnd hefur unnið að varðandi skipan búvöruframleiðslunnar, og sagði hann að þó mikið verk væri enn óunnið í því sambandi mætti segja að um merkan áfanga og tímamót væri að ræða. Ljóst væri að sam- dráttur í hefðbundnum búskap hér á landi og átak til hagræðingar og lækkunar vöruverðs stangaðist á við sjónarmiðið um að dreifðri byggð verði haldið uppi sém mest óbreyttri nema ný atvinnutækifæri byðust. Hann sagði að íslenskur landbúnaður vildi leggja allt það af mörkum sem í hans valdi stæði til að byggð í dreifbýli fengi að dafna, en staða landbúnaðarins í þeirri baráttu væri hins vegar þröng um þessar mundir. Afurðir hans ættu í harðri samkeppni við önnur matvæli, innlend sem erlend, og þann iðnað sem vinnur úr þeim, og í gangi væru alþjóðlegir viðskipta- samningar, sem að líkindum leiddu til fijálsari viðskipta með búvörur en hingað til. „Það er því óhætt að segja að íslenskur landbúnaður þarf á öllum möguleikum sínum að halda til hag- ræðingar til að standast þá sam- keppni sem bíður hans. Þær breyt- ingar sem bíða íslensks landbúnað- ar, líkt og víða um lönd, verða ekki sársaukalausar. Á hinn bóginn er augljóst að hans beið ekki neitt sem kallast gæti óbreytt ástand svo dæmi sé tekið. Því hefur um skeið blasað við að finna þyrfti leið til þess að aðlaga fullvirðisréttinn þeirri markaðsstöðu sem orðin er staðreynd án þess að það þrengi kosti bænda svo óviðunandi sé. Sú endurskipulagning, sem nú hefur verið gerð tillaga um, stefnir að því að virkja frumkvæði manna og krafta til átaka, jafnframt því sem tryggt verði eftir því sem tök eru á, að þeir sem hverfa frá störfum við búskap geti gert það með fullri reisn,“ sagði hann. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRUAR 1991 29 Danska blaðið Weekendavisen: EQuttaka Dana getur haft úrslita- áhrif í stuðningi við Litháen LEIÐARAHÖFUNDUR danska vikublaðsins Weekendavisen, sem gef- ið er út af Berlingske hus, leggur eindregið til að Danir feti í fót- spor Islendinga og ákveði að taka upp sljórnmálasamband við Lithá- en. Hann segir að líklega sé ísland of lítið ríki til að geta eitt og sér komið af stað bylgju pólitísks stuðnings við Litháen en hluttaka Dana geti riðið baggamuninn. Leiðarinn hefst á þessum orðum: „Það er sjaldgæft að Danmörk leiki stórt hlutverk í utanríkismálum. Venjulega er það umheimurinn sem verkar á okkur. En núna hefur Danmörk einstakt tækifæri til að gera undantekningu frá þessu. Við getum breytt á þann máta að gera vinveittu, lýðræðislegu nágrann- aríki ómetanlegan greiða, hafa já- kvæð áhrif á þróunina í næsta ná- grenni okkar og vekja verðskuldaða athygli á því sem við erum fulltrúar fyrir og e.t.v. að ýta undir víðtæk- ari alþjóðlega þróun sem er Evrópu til hagsbóta. Allt þetta getum við gert án umtalsmverðs kostnaðar. Við eigum að taka upp fullgilt stjórnmálasamband við hið lýðræð- islega lýðveldi Litháen.“ Höfundur leiðarans segir síðar að með því að skipa sendiherra í Vilnius yrði komið til móts við óskir forseta Litháens, þings og ríkis- stjórnar. Ekki stoði fyrir danska utanríkisráðuneytið að halda því fram að Litháar skilji þögn Dana.. Það hafi ef til vill verið rétt fyrir um það bil ári síðan en ekki leng- ur. Síðar segir: „I vikunni ákvað Alþingi, íslenska löggjafarsam- kundan, með yfirgnæfandi meiri- hluta að taka upp stjórnmálasam- band við Litháen. Hvers vegna höf- Utanríkismálanefnd: Til Strassborg- ar í boði Evr- ópuþingsins Utanríkismálanefnd Al- þingis heldur til Strassborgar í boði Norðurlandadeildar Evrópuþingsins á miðviku- dag. Heimsókninni lýkur á föstudag. í samtali við Jóhann Ein- varðsson, formann utanríkis- málanefndar, kom fram að fun- dað yrði um samskipti EB og EFTA auk þess sem rætt yrði um evrópska efnahagssvæðið í Strassborg á meðan á heimsókn- inni stæði. Á föstudagsmorgun- inn heimsækir utanríkismála- nefndin Evrópudómstólinn í Lúxemborg. Fulltrúanefnd frá Evrópu- þinginu kom hingað til lands fyrir þremur árum og sagði Jó- hann að með boðinu væri þingið að endurgjalda heimsóknina. Utanríkismálanefnd tók á móti fulltrúanefndinni og átti við hana viðræður. um við ekki enn gert hið sama? I utanríkisráðuneytinu er bent á að ríkisstjórn Litháens ráði ekki eigin landsvæði og að Danmörk viður- kenni einungis ríkisstjórnir sem hafi í raun slík yfirráð, í fyrsta lagi er sú venja sem menn vísa til ekki án undantekn- inga. Við höfum árum saman viður- kennt útlagastjórn Kampútseu sem hafði takmarkaða fótfestu í landi sínu og sem stenst ekki samanburð við lýðkjörna stjórn Litháens hvort sem mælikvarðinn er siðferðilegur eða pólitískur." I öðru lagi hafa kosningarnar í Litháen gerbreytt stöðunni að mati leiðarahöfundar. Sú staðreynd að þær fóru friðsamlega fram með þátttöku 85% íbúa landsins sýni að ríkisstjórnin hafi í vissum skiiningi völdin í landinu. Vissulegá hefði Sovétstjórnin getað hindrað kosn- ingarnar og hneppt þingmenn og ríkisstjórn í varðhald. En varnar- leysi ríkisstjórnarinnar andspænis Rauða hernum jafngildi ekki því að að hún stjórni ekki landinu að miklu leyti. „Það eru mörg ríki heims sem ekki gætu varist hernaði voldugs nágranna en það dregur ekki úr fullveldi þeirra eða því hversu þau verðskuldi stjórnmála- samband við umheiminn." í leiðararnum er þeim röksemd- um Uffe Ellemanns-Jensens ut- anríkisráðherra, að sendiherra Dan- merkur í Litháen myndi aldrei fá vegabréfsáritun í Moskvu, vísað á bug. Bæði gætu Danir samt sem áður tekið við sendiherra Litháens og eins mætti reyna að koma manni inn í landið frá Póllandi. Sovét- stjórnin yrði að beita svo róttækum meðulum til að hindra þetta að óvíst væri hvort hún gripi til þeirra. Loks mætti hugsa sér að sendiherrann hefði einfaldlega aðsetur í Kaup-' mannahöfn eins og alvanalegt væri þegar um fjarlæg lönd væri að ræða. Um áhrif slíkrar ákvörðunar seg- ir höfundur: „Ef Danir færu að dæmi íslendinga er ekki útilokað að aðrir fylgdui í kjölfarið. ísland er líklega of smátt til að koma af stað þeirri bylgju pólitísks stuðn- ings sem Litháar hafa lengi beðið eftir og sem þeir hafa verðskuldað enn lengur. Danmörk, sem bæði á aðild að NATO og EB, gæti með smáheppni orðið meginhvatinn að slíku.“ Börn að leik. Ályktun fulltrúa 12 leikskóla í Reykjavík: Réttur barna til vistar á leikskóla ekki tryggður Málefni leikskóla heyri undir ráðuneyti menntamála FUNDUR fulltrúa tólf leikskóla í Reykjavík hefur samþykkt ályktun þar sem lýst er furðu á að öllum börnum sé ekki tryggð- ur réttur til leikskólavistar í frumvarpi um leikskóla sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Jafn- framt er lýst yfir stuðningi við að málefni leikskóla heyri undir ráðuneyti menntamála. Forseti sameinaðs þings: Ekki var sótt um vega- bréfsáritun til Litháen FORSETI sameinaðs þings segir að ekki hafi verið sótt um vega- bréfsáritun til Litháen vegna boðs þaðan um að fulltrúar Alþingis yrðu viðstaddir hátíðahöld í Litháen 16. febrúar sl. á fyrrum þjóðhát- íðadegi landsins. Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings, segir að boðið hafi komið mjög seint og ýmislegt hafi gert erfitt að verkum að taka því. Þó hafi verið samþykkt að senda tvo fulltrúa til að vera við- stadda hátíðahöldin. í millitíðinni hafi hins vegar Alþingi samþykkt ályktun um Litháen sem fullvalda ríki og í kjölfar þess hafi ekki ver- ið sótt um vegabréfsáritun. „Hvar áttum við að sækja um vegabréfsá- ritun?,“ sagði Guðrún Helgadóttir. „Það var einfaldlega ákveðið að gera þetta ekki af ýmsum ástæð- um. Landsbergis var hins vegar gerð grein fyrir að af þessu gæti ekki orðið.“ Ályktunin er svohljóðandi í heild: „Við lýsum furðu okkar á því að lagt sé fram á Alþingi frumvarp um leikskóla sem sérstakt skólastig án þess að samhliða sé tryggður réttur allra barna til skólans. Við bendum á að í frumvarpinu eins og það kom frá forskólanefndinni var ákvæði sem tryggði öllum á leik- skólaaldri rétt til hans. Við lýsum yfir stuðningi við leik- skóla sem forskóla fyrir öll börn sem heyri einungis undir ráðuneyti menntamála. Við styðjum tillögur forskóla- nefndarinnar um ríkisframlag til uppbyggingar leikskóla og teljum sjálfsagt að ríki og sveitarfélög sameinist þannig um að tryggja öllum börnum rétt til leikskóla. Við lýsum yfir undrun okkar á því að alþingismenn, aðrir en fé- lagsmálaráðherra og menntamála- ráðherra, hafi ekki látið þetta mik- ilsverða málefni barna og foreldra til sín taka og hvetjum þá því til að taka opinberlega afstöðu til málefnisins. Við félagsmenn í hinum ýmsu samtökum launþega og atvinnurek- enda, skorum á samtök okkar að beita sér fyrir hagsmunum okkar í máli þéssu." 43 fulltrúar foreldrafélaga eftir- talinna tólf leikskóla standa að ályktuninni: Arnarborgar, Álfta- borgar, Gullborgar, Jöklaborgar, Hálsaborgar, Hálsakots, Kletta- borgar, Kvistaborgar, Langholts, Lækjaborgar, Valhallar og Aspar. Suðurnesjamenn: Vilja KEF ístaðREK FEÐAMÁLANEFND Suðurnesja hefur óskað eftir því við Flugleið- ir og SAS að flugmiðar í milli- % landaflugi verði skráðir á Keflavíkurflugvöll (KEF) í framt- íðinni en ekki Reykjavíkurflugvöll (REK) eins og tíðkast hefur. Ástæður fyrir ósk þessari er mik- " ill misskilningur flugfarþega um hvar flugvöllurinn sé staðsettur gagnvart ' þeim dvalarstöðum sem viðkomandi. ferðamaður hefur pantað eða ætlar að dvelja á, segir í gögnum frá fundi ferðamálanefndar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.