Morgunblaðið - 19.02.1991, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÖAR 1991
33
Bæjarstjórn:
Fasteignagjöld íbúðar-
húsnæðis lækkuð um 5%
VEITTUR verður 5% afsláttur af fasteignagjöldum íbúðarhúsnæðis
á Akureyri á þessu ári frá því sem ákveðið hafði verið við fyrri
umræðu um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir yfirstandi ár. Þetta er
gert í framhaldandi af viðræðum milli bæjarráðs og forsvarsmanna
launþega sem fram hafa farið að undanförnu, en við fyrri umræðu
fjárhagsáætlunar var lögð fram áskorun frá forsvarsmönnum verka-
lýðsfélaga þar sem bæjarstjórn var hvött til að lækka fasteignagjöld.
Sigurður J. Sigurðsson sagði að
ákveðið hefði verið að lækka fast-
eignagjöldin eftir viðræður við for-
menn verkalýðsfélaga. Afsláttur
fasteignagjaldanna leiðir til þess að
tekjuhlið rekstraráætlunar tekur
breytingum, en í rekstraráætlun
hafa gjöld verið lækkuð um 1% til
að koma til móts við umrædda
lækkun.
Sigurður sagði að forstöðumönn-
um hinna ýmsu sviða í samráði við
hagsýslustjóra og nefndir hefði ver-
ið falið að skera niður útgjöld um
1% í sínum rekstri í samráði við
hagsýslustjóra. Þrátt fyrir lækkun
ijárveitinga væri stefnt að sambær-
ilegum árangri í rekstrinum.
Borgaraflokkur og Samtök um
jafnrétti og félagshyggju:
Ákveðið að bjóða fram
sameiginlega í kjördæminu
SAMEIGINLEG kosningaskrif-
stofa Borgaraflokksins og Sam-
taka um jafnrétti og félags-
hyggju hefur verið opnuð á Ak-
ureyri, en samþykkt var á fundi
flokkanna í Stórutjarnaskóla á
sunnudag að vinna að sameigin-
legu framboði fyrir næstu kosn-
ingar.
Á fundinum á sunnudaginn var
undirritað samkomulag um að
flokkarnir tveir bjóði sameiginlega
fram lista fyrir næstu alþingiskosn-
inar og jafnframt að leitað skuli
samstarfs við Þjóðarflokkinn eða
aðra hópa og einstaklinga sem
áhuga hafa á framboðinu.
Ásvaldur Friðriksson, formaður
kjördæmisfélags Borgaraflokksins
í Norðurlandi eystra, sagði að svars
yrði beðið frá Þjóðarflokknum um
hvort hann væri tilbúinn til sam-
starfs, en síðan yrði kosin uppstill-
ingarnefnd sem hefði það hlutverk
að raða mönnum á framboðslistann.
„Þetta er fyrsta skrefið í þá átt að
bjóða fram sameiginlega lista þess-
ara aðila á landsvísu,“ sagði Ásvald-
ur.
Sameiginlega kosningaskrifstofa
Borgaraflokks og Samtaka um
jafnrétti og félagshyggju hefur ver-
ið opnuð á Akureyri og er hún að
Glerárgötu 26, þar sem verslunin
Radionaust var áður. Skrifstofan
er opin daglega frá hádegi og fram
að kvöldmat.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Loðnunni landað
SIGURÐUR RE kom til Krossanes í gær með 1.350 tonn af loðnu
sem fékkst 6-10 mílur austur af Vestmannaeyjum. Aflinn fékkst í
ijórum köstum. Skipið var 40 klukkustundir af miðunum. Loðnan
var óvenju stór og góð að sögn áhafnarinnar enda leynir sér ekki
ánægjubrosið á vörum stýrimannanna Ásmundar og Jóns Páls.
Alþingiskosningar:
Framboðs-
listi Alþýðu-
flokksins
samþykktur
FRAMBOÐSLISTI Alþýðu-
flokksins í Norðurlandi eystra
var samþykktur á fundi kjör-
dæmisráðs á sunnudag. Hreinn
Pálsson lögmaður á Akureyri,
sem hafnaði í 2. sæti í próf-
kjöri flokksins skipar heiðurs-
sæti listans, en hann hafði beð-
ist undan því að skipa 2. sætið.
Sigbjörn Gunnarsson, verslun-
armaður á Akureyri verður í 1.
sæti, Sigurður Arnórsson, fram-
kvæmdastjóri á Akureyri í 2j,
Pálmi Ólason, skólastjóri, Þórs-
höfn, í 3., Gunnar B. Salomons-
son, húsasmiður, Húsavík í 4. og
Jónína Óskarsdóttir, húsmóðir,
Ólafsfirði í 5. sæti.
Arna Jóhannsdóttir, leiðbein-
andi, Dalvík er í 6. sæti og Hann-
es Örn Blandon, sóknarprestur í
7. sæti.
ö
INNLENT
Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar:
340 milljónir til nýframkvæmda
Stærstu liðirnir á sviði dagvistarmála og bygging þjónustukjarna fyrir aldraða
SÍÐARI umræða um fjárhags-
áætlun bæjarsjóðs Akureyrar og
stofnana hans fer fram á fundi
bæjarstjórnar í dag, þriðjudag.
Gengið hefur verið frá fjárveit-
ingu til nýframkvæmda og húsa-
kaupa, en gert er ráð fyrir að
verja 340 milljónum króna í þann
lið.
Nýframkvæmdir skiptast þannig
að til Verkmenntaskólans á Akur-
eyri verður varið 25 milljónum
króna, 1,1 milljón til Menntaskólans
á Akureyri og 11 milljónum vegna
framkvæmda við Fjórðungssjúkra-
húsið. Þessar ijárveitingar taka mið
af framlögum ríkisins til þessara
verkefna.
Áætlað er að verja 20 milljónum
króna til að ljúka hönnun og hefja
framkvæmdir við byggingu næsta
áfanga við Síðuskóla. Fjárveiting
vegna byggingar þjónustukjarna
við Víðilund er áætluð 46 milljónir
Ólafsfjörður:
Fjárhagsáætlun lögð fram
Ólafsfírði.
FRUMVARP að fjárhagsáætlun Olafsfjarðarkaupstaðar og stofnana
hans verður lögð fyrir bæjarstjórn Ólafsfjarðar til fyrri pmræðu í
dag, þriðjudag. Gerir áætlunin ráð fyrir góðri afkomu bæjarsjóðs
og fyrirtælqa hans og er áætlað að til ráðstöfunar verði 61,5 milljón-
ir króna.
Heildartekjur bæjarsjóðs eru
áætlaðar 170,5 milljónir króna. Þar
af mun rekstrarafgangur verða
20,3 milljónir sem er svipaður
rekstrarafgangur og varð á síðasta
ári. Stærsti tekjuliðurinn er útsvör
en áætlað er að þau gefí 84 milljón-
ir króna í tekjur. Aðstöðugjöld
munu gefa 20 milljónir króna og
fasteignaskattur 17,6 milljónir
króna.
Stærstu útgjaldaliðir eru fræðsl-
umál sem fá munu um 19 milljónir
króna, yfirstjóm bæjarins sem
kosta mun 13 milljónir króna, al-
mannatryggingar en til þeirra verð-
ur varið 12,5 milljónum króna, göt-
ur og holræsi 9 milljónir króna og
æskulýðs- og íþróttamál tæplega 9
milljónir króna.
Fyrirtæki bæjarsjóðs munu flest
skila rekstrarafgangi. Hafnarsjóður
er með minnstan afgang, 1,5 millj-
ónir króna, en Vatnsveita mun skila
rúmlega 7 milljónum króna.
Við fyrri umræðu var ekki gerð
tillaga um skiptingu fjár til ijárfest-
ingar. Það verður gert fyrir seinni
umræðu sem fram mun fara á fundi
bæjarstjórnar í mars.
SB
króna og er miðað við að húsnæðið
verði tekið í notkun á árinu. í kjall-
ara við Víðilund er áætlað að veija
4,5 milljónum króna.
Fjárveiting til dagvista hefur ver-
ið ákveðin 70 milljónir króna og er
gert ráð fyrir kaupum á stofnbún-
aði í Holtakot auk framkvæmda við
byggingu nýrrar dagvistar í bæn-
um. Til kaupa á húsnæði verður
varið 20 milljónum króna, en þessi
fjárveiting er ætluð til kaupa á
húsnæði fyrir slökkvistöð og breyt-
inga á því auk áframhaldandi vinnu
við endurskipulagningu skrifstofu-
húsnæðis í eigu bæjarins.
Til menningarmála verður varið
20 milljónum króna og sömu upp-
hæð til íþróttamála. Hvað menning-
armálin varðar er gert ráð fyrir að
peningarnir verði notaðir til að
vinna að úrbótum í húsnæðismálum
Amtsbókasafnsins og vegna hug-
mynda um listagil, en fé það sem
ætlað er til íþróttamála fer í gerð
heitra potta og aðstöðu við sund-
laug við Glerárskóla auk þess sem
einhveijar framkvæmdir verða við
Sundlaug Akureyrar og íþróttahöll-
ina.
Fjárveiting til leiguíbúða er
ákveðin 70 milljónir, en miðað er
við að hafin verði bygging 10 leigu-
íbúða á árinu, lántökur vegna þess
verkefnis eru áætlaðar 60 milljónir
sem endurgreiðist á 50 árum. Und-
ir liðnum ýmsar framkvæmdir er
ráðgert að vetja 3,9 milljónum
króna, en hann er ætlaður til að
mæta nauðsynlegum aðgerðum og
athugunum sem upp kunna að
koma. Átján milljónum verður varið
til kaupa á vélum, tækjum og bif-
reiðum.
CastlE
hátalarar
hljómflutningstæki
Gæða tæki ó góðu verði,
eins og lesa mó um í
virtum fagtímaritum.
Sendum upplýsingar
hvert ó land sem er.
Hafið samband við
_______Ifc*_____________________
Slmi (96) 23626 V -J Glerárgoiu 32 • Akureyri
BEINT FLUG,
HUSAVIK - REYKJAVIK - HUSAVIK
mióvikudaga # laugardaga # sunnudaga
Farpantanir:
Húsavík 41140
Reykjavík 690200
ás
fluqfélaq
nordurlands hf.