Morgunblaðið - 19.02.1991, Síða 35

Morgunblaðið - 19.02.1991, Síða 35
íMQrqunbia^ið, VIÐSKIPnÆIVINNUlÍF: muðjuda(;ur.i9. febrúar 1991 35 TÖLVIIKERFI —Hugbúnaðardeild Tæknivals hf., Hugtak, annaðist gerð nýtta tölvukerfa fyrir blikksmiðjur. Á myndinni eru f.v. Kjartan Sigurðsson og Jónas Injji Ketilsson, fulltrúar Tæknivals ásamt Kristjáni P. Ingimundarsyni, fulltrúa Félags blikksmiðjueiganda sem veitti fyrsta hluta kerfisins viðtöku. Málmiðnaður Samræmt tölvukerfi í blikksmiðjum NÝLEGA lauk fyrsta áfanga í hönnun tölvukerfis fyrir blikksmiðj- ur á vegum Félags blikksmiðjueiganda. Kerfinu er ætlað að auð- velda og bæta vinnu við tilboðsgerð og framleiðsluferil í blikksmiðj- um til að auka framleiðni og styrkja samkeppnisstöðu þeirra. í frétt frá Félagi málmiðnaðar- fyrirtækja kemur fram að kerfið heldur utan um öll verk blikk- smiðja frá því þau hefjast þar til uppsetningu lýkur hjá viðskipta- mönnum. Með því móti fæst gott yfirlit yfir allt efni og tíma sem auðveldar kostnaðarútreikninga og skapar möguleika á hagræðingu. í þessum fyrsta áfanga hafa verið hönnuð tvö kerfi sem nefnd eru Máni og Smári. Fyrmefnda kerfið var upphaflega hannað fyrir Blikk og stál hf. þar sem fyrsta útgáfa þess hefur verið í notkun í þrjú ár. Það kerfi sem nefnt er Smári er ætlað fyrir minni verkefni í greininni en uppsetning beggja kerfanna hefst í smiðjum í þessum mánuði. Næstu áfangar verkefnisins eru gerð tilboðskerfis fyrir blikksmiðjur og útboðskerfis fyrir hönnuði. Stefnt er að því að báðir þessir aðilar taki höndum saman í fram- haldi af því og staðli útboðs- og framleiðsluferlin og skili með því bæði verkkaupa og seljanda hag- stæðara verði og auknum gæðum. Ráðstefna Stjórnun í matvælaiðnaði HAGRÆÐINGARFÉLAG íslands og Aðgerðarannsóknafélag íslands halda ráðstefnu um vörustjórnun í matvælaiðnaði á morgun, miðviku- daginn 20. febrúar að Borgartúni 6. Stendur ráðstefnan frá kl. 13-17:10. Ráðstefnan hefst með setningu formanns Hagræðingarfélagsins, Reynis Kristinssonar. Því næst set- ur Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra ráðstefnuna. Einar Matthíass flytur erindi um mat- vælaiðnáð á Islandi, Ágúst Einars- son fjallar um fiskmarkaði og áhrif þeirra á fiskvinslu og Jón Sch. Thor- steinsson ræðir nútíma framleiðslu- stjórnun. Eftir kaffihlé flytur Jón Gunnar Jónsson erindi um staðsetningu framleiðslufyrirtækja og áhrif á vörustjórnun og Björn Z. Ásgríms- son ræðir um mikilvægi umbúða í vörustjómun. Eftir síðari kaffihlé fjallar Bæring Ólafsson um nútíma aðferðir við vörudreifingu og Ágúst H. Elíasson um útflutning sjávaraf- urða. Umræðum, sem hefjast eftir er- indin, stjórnar Páll Hermannsson. Ráðstefnustjóri er Lára M. Ragn- arsdóttir. Námskeið Fræðst um fnndarstjórnun STJÓRNUNARFÉLAG íslands efnir til námskeiðs um fundarstjórnun dagana 26. og 28. febrúar nk. frá kl. 13.00-18.00 báða dagana. Á námskeiðinu verða kynntar aðferðir við skipulagningu og stjórnun funda- og nefndarstarfa lijá opinberum stofnunum og einkafyrirtækj- um. Jafnframt verður fjallað um aðferðir verkefnastjórnunar. Stjómunarfélagið hefur fengið til liðs við sig fimm stjórnendur fyrir- tækja til að fjalla um markvissa uppbyggingu funda og hvernig fundum sé háttað í fyrirtækjum þeirra. Stjórnendur fyrirtækjanna em Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM.á.íslandi,. Þórðui'. Syerrissonr. framkvæmdastjóri hjá Eimskip hf., Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Hagkaup hf., Hildur Petersen, framkvæmdastjóri Hans Petersen hf. og Leifur Eysteinsson, fram- kvæmdastjóri, Hollustuverndar ríkisins. Aðalfundur Getum fyrirvaralítið tek- ið þáttíEvrópu nýrrar aldar segir í ályktun Félags íslenskra stórkaupmanna AÐALFUNDUR Félags íslenskra stórkaupmanna sendi frá sér nokkrar ályktanir og eru þær birt- ar hér á eftir. „Stóraukin utanríkisviðskipti eru eitt megineinkenni í atvinnuþróun þeirra þjóða heims sem náð hafa mestum efnahagslegum árangri. Evrópuþjóðir hafa vaknað til vitund- ar um þýðingu stærri markaða og aukinnar samkeppni. Uppbygging hins sameiginlega markaðar EB og hið evrópska éfnahagssvæði eru til vitnis um það. íslenskt atvinnulíf verður að taka þátt í hinni alþjóðlegu þróun og gerast aðili að hinu evr- ópska efnahagssvæði. Mikilvægast er að ná tollfrjálsum aðgangi fyrir sjávarafurðir að mörkuðum banda- lagsins án þess að veita á móti veiði- heimildir hér við land. Að öðru leyti getur íslenskt atvinnulíf fyrirvaralítið tekið þátt í því efnahagslega og pólitíska samstarfi sem mun móta Evrópu nýrrar aldar. Þjóðarsátt FÍS fagnar þeim árangri sem náð- ist í samningum aðila vinnumarkað- arins á síðasta ári. Stöðugleiki í efna- hagsmálum er forsenda nýrrar sókn- ar til aukinnar velmegunar á kom- andi árum. Nauðsyn ber því til að standa vörð um áunninn sigur. FÍS mun ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum. Einkasala og útflutningur FIS ítrekar þá skoðun að hlutverk ríkisins sé að setja atvinnuvegunum einfaldar leikreglur, almennar og auðskildar. Hugmyndir um stofnun ríkisfyrirtækis sem sjái um alla sölu Leiðrétting ÞAU mistök urðu í tveimur fréttum frá Innkaupastofnun ríksins, að rangar tölur voru birtar. í fyrra til- vikinu var sagt að kostnaður við leigubílaakstur Alþingis, Stjórnar- ráðs Islands og ýmsar ríkisstofnan- ir hefði verið 200 milljónir króna árið 1989. Þarna átti að standa 20 milljónir króna.Í síðari tilvikinu var sagt að bílar bílaleigunnar Geysis væru 20, en þar átti að standa 200. Biðst Morgunblaðið velvirðingar á þessum mistökum. á lyfjum í heildsölu og smásölu eru ættaðar úr grárri forneskju og stang- ast á við skoðanir og reynslu manna nú á tímum um opin og ftjáls við- skipti. Fundurinn ítrekar þá skoðun fyrir aðalfundinum að Áfengis- og tób- aksverslun ríkisins verði lögð niður. Aðalfundur FÍS 1991 fagnar fyrir- heitum utanríkisráðherra um aukið frelsi í útflutningi sjávarafurða og afnám einokunar SÍF á viðskiptum með saltfisk. Fundurinn styður framkomna til- lögu á Alþingi þess efnis að útflutn- ingsverslun verði ftjáls. Flutningamál Aðalfundur FÍS ítrekar nauðsyn þess að fijálst verðlag verði aðal- regla í öllum viðskiptum. Mikilvægt er að tryggja öfluga samkeppni í öllum greinum viðskipta, svo ná megi markmiðum FÍS um sambæri- legt verðlag á íslandi og í nágranna- löndunum. Flutningur á vörum til og frá landinu er hér engin undan- tekning. FÍS telur flutningsmiðlara gegna mikilvægu í þessu sambandi og vill sjá starfandi á íslandi öfluga stétt flutningsmiðlara sem starfi óháð flutningsaðilum. FI fagnar jákvæðum viðbrögðum hafnaryfirvalda í Reykjavík og Hafn- arfirði við áskorunum frá síðasta aðalfundi um aðstöðu til losunar og lestunar innlendra sem erlenda skipa, er rekin yrði óháð einstökum skipafé- lögum. Um leið og FÍS harmar fækkun íslenskra áætlunarflugfélaga í vöru- og farþegaflugi til og frá landinu fagnar FIS skipun opinberrar nefnd- ar er fjalla á um vörufiutninga og tengda þjónustu í tengslum við al- þjóðaflugvöllinn í Keflavík. Eðlilegt væri að FÍS ætti fulltrúa í umræddri nefnd.“ Hand- Mtnagnar fyrirliggjandi Leitið upplýsinga UMBOÐS- OG HEILDVERSLUNIN BlLDSHÖFÐA 16SÍMI672444 TELEFAX672580 3 ÓDÝRASTIR Vertu ekki of seinn allt að verða upppantað sjálfa fermingardagana. Lj ósmyndastofurnar: Bairna og fj ölskylduli ósmyndir sími 1 26 44 Ljósmyndastofan Mynd sími 5 42 07 Lj ósmyndastofa Kópavogs sími 4 30 20 Verð frá kr. 7.500.—

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.