Morgunblaðið - 19.02.1991, Síða 36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRUAR 1991
•36
Magnús Kristjánsson
Hvolsvelli - Miiming’
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja,
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Hann Maggi er dáinn. Þessa
sorglegu frétt færðu foreldrar mínir
mér að morgni hins 3. febrúar. Af
hverju?
Það er svo óskiljanlegt að ungum
manni sé kippt svo snögglega burt
úr þessu lífi. Maggi var einkabarn
foreldra sinna, Erlu Jónsdóttur og
Kristjáns Magnússonar, Hvolsvegi
28, Hvolsvelli.
Mín kynni af Magga eru allt frá
bernskuárum okkar. Við ólumst upp
saman, vorum miklir leikfélagar og
góðir vinir. Við vorum bekkjarfélag-
ar í barna- og gagnfræðaskóla en
eftir það skildu leiðir okkar í námi.
Maggi fór í Menntaskólann á Laug-
arvatni og lauk þaðan stúdentsprófi
vorið 1984.
Nú síðustu ár stundaði Maggi
nám í Sjávarútvegsháskólanum í
Tromsö í Noregi og var rétt nýkom-
inn þangað eftir jólafrí hér heima
þegar kallið kom.
x Maggi var ákaflega hæglátur og
rólegur maður, traustur vinur og
góður félagi. Þegar ég lít til baka
þá er svo margs að minnast um þær
mörgu skemmtilegu stundir sem við
áttum saman. Þær minningar mun
ég ávallt geyma í huga mér.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Elsku Erla og Kristján og aðrir
aðstandendur, missir ykkar er mik-
ill. Megi Guð styrkja ykkur í þess-
ari miklu sorg.
Blessuð sé minning Magnúsar
Kristjánssonar.
Bára
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu þá aftur hug þinn og þú munt
sjá, að þú grætur vegna þess, sem
var gleði þín.“
(Kahlil Gibran; Spámaðurinn)
Mig langar að minnast nokkrum
fátæklegum orðum míns ágæta vin-
ar, Magnúsar Kristjánssonar, svo
traustur og gefandi sem hann var.
Hann var með eindæmum sam-
viskusamur í öllu sem hann tók sér
fyrir hendur hvort sem það var tengt
námi eða starfi, allt gerði hann af
svo heilum hug að ekkert gat hagg-
að honum frá því að ljúka sínu verki
svo best sem hann gat.
í gagnfræðaskóla, þar sem ég
kynntist Magga, tók ég fyrst eftir
hvað hann var vel að sér um öll
mál, möguleg og ómöguleg hvort
sem þau tengdust verkfærum og
vélum eða þjóðmálum, sem maður
sjálfur var ekki farinn að hugsa um
á þeim aldri. Aldrei var langt í um-
ræður um sjóinn og allt sem tengd-
ist honum, hvort sem það var fisk-
veiðistefna eða stærð fiskiskipa og
búnað. Þá þegar þekkti hann orðið
allflest stærri skip landsins ekki
bara í útliti heldur jafnframt búnað
hvers og eins. Slíkan brennandi
., áhuga hafði hann á málefnum sjáv-
arútvegsins, þó alinn væri upp fjarri
sjónum.
Maggi var ágætur námsmaður og
tók virkan þátt í félagslífi skólans
og íþróttum, meðal annars var hann
ágætur skákmaður.
Skólataskan hans var ávallt vel
skipulögð og alltaf mjög snyrtileg.
Á meðan flestir hrúguðu bæði bók-
um og ritföngum ofaní töskumar á
sem skemmstum tíma, hlupu síðan
út og fleygðu töskunum út í horn,
tók Maggi til á sínu borði, raðaði
því ofaní tösku og gekk út, þó stund-
„ um gæti hann verið stórstígur þegar
mikið lá við.
Þennan háttinn hafði hann á alla
okkar sameiginlegu skólagöngu.
Alltaf var hann rólegur og yfir-
vegaður og fátt var það sem kom
honum úr jafnvægi, helst var það
ef honum þótti hlutirnir ekki ganga
eins hratt fyrir sig og hann óskaði.
Sem stráklingur var hann í sveit
á Nesjavöllum í Grafningi, hjá móð-
urafa sínum og ömmu. Auðheyrt var
á honum að þar leið honum vel. Að
vera innan um sauðfé, taka þátt í
sauðburði og hlaupa um fjöllin var
honum mikil lífsfylling. Á hvetju
hausti hafði hann svo frá einhverju
nýju og skemmtilegu að segja sem
á daga hans hafði drifíð yfir suma-
rið. Alltaf þótti mér jafn gaman að
hlusta á hann segja frá, slíka frá-
sagnarhæfileika sem hann hafði allt
frá bernsku og aldrei var langt í
skopið, glettnina og léttleikann.
Állt þar til fyrir mánuði síðan
naut maður þessara frásagnarhæfi-
leika hans er hann kvaddi okkur
Ellu kvöldið fyrir brottför á leið sinni
til Tromsö í Noregi. Engan hefði
órað fyrir því að þessi sígiaði og
hrausti félagi myndi hverfa sjónum
okkar þar með.
Veturinn eftir að við kláruðum
stúdentspróf varð ég þeirrar ánægju
aðnjótandi að vinna með honum í
nokkra mánuði, þá varð mér ljóst
að það sem sagt var um vinnuhug
Magga voru engar ýkjur. Slíkur var
hugurinn og samviskusemin að
undrun þótti allstaðar þar sem við
vorum staddir og má hver vinnuveit-
andi teljast heppinn að fá slíkan
vinnukraft, enda stóðu honum ávallt
allar dyr opnar, þar sem hann hafði
einu sinni komið. Honum þótti alger
óþarfi að taka sér pásu á öðrum
tímum en matar- og kaffitímum, en
í þau skipti sem hann fékk sér smáp-
ásu var mér ávallt sama ánægjan
að spjalla við hann um allt milli him-
ins og jarðar. Alltaf var hann með
ákveðnar skoðanir á málunum sem
hann hafði myndað sér eftir að hafa
kynnt sér þau og var í rauninni
hvergi komið að tómum kofunum.
Haustið 1986 lét Maggi draum
sinn rætast og hélt til Noregs til
frekara náms. Þar lagði hann stund
á sjávarútvegsfræði, sem engum
kom á óvart er kynnst hafði áhuga
hans á sjávarútvegi. Það fór sem
við var að búast, hann tók námið
föstum tökum og var ávallt með
afbragðs einkunnir, skákaði hann
jafnan skólafélögum sínum allt frá
bytjun, þó svo þeir ættu ekki við
framandi tungumál að fást.
Eftir að Maggi hélt til náms í
Noregi, fækkaði samverustundum
okkar en alltaf var jafn ánægjulegt
að hitta hann þegar hann kom til
landsins aftur í jóla- og sumarleyf-
um, sátum við þá jafnan löngum
stundum og spjölluðum yfir kaffi-
bolla hvort sem var á heimili okkar
eða hans.
Það að hafa fengið að kynnast,
starfa með og eiga Magnús sem sinn
besta vin er mér lærdómsríkt og
mikils virði sem aldrei verður endur-
goldið að fullu.
Megi miskunnsamur Guð sem
hreif Magga svo óvænt frá okkur
styrkja foreldra hans og ættingja í
sorg þeirra og söknuði og megi
minning hans verða okkur öllum
eilíft Ijós.
Dalli og Ella.
Nú Iegg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
min veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi róti.
(S. Egilsson)
Guð geymi og verndi elsku vininn
okkar.
Guðbjörg amma, Nesjavöllum
Það var 9. janúar sl. er ég naut
nærveru Magnúsar síðast, er hann
ásamt nokkrum bekkjarfélögum
kom í kvöldkaffi til mín. Þetta kvöld
voru rifjaðar upp gamlar góðar
minningar frá því við kynntumst
haustið 1980, er Menntaskólinn á
Laugarvatni var settur. Við fjög-
urra ára nám á heimavist verður
hópurinn mjög náinn sem einna
helst verður líkt við stóra samstiga
fjölskyldu. Það var mér því þung-
bær harmafregn er Magnús var
kallaður til annars heims vegna
hjartabilunar.
Þegar horft er um öxl og litið
yfir farinn veg, er margs að minn-
ast í fari Magnúsar. Það sem vakti
athygli við fyrstu kynni, var hversu
fróður og áhugasamur hann var um
málefni þjóðarinnar. Þennan ein-
staka áhuga átti maður erfitt með
að skilja og fannst hann með ólík-
indum. En með þrautseigju sinni
tókst honum að sannfæra flesta
bekkjarfélaga um gildi þess að hafa
skoðun á og fylgjast með málefnum
líðandi stundar.
I stjórn nemendafélagsins Mímis
störfuðum við saman eitt kjörtíma-
bil. Þar gegndi hann starfi gjald-
kera. Því starfi skilaði hann af sér
með miklum sóma enda var sam-
viskusemi og heiðarleiki einn af
hans kostum. Á stjórnarfundi setti
hann ávallt sérstakan' svip jafn-
framt því að vera traustur og þægi-
legur í allri samvinnu. Skoðanir
sínar lagði hann einatt fram með
góðum rökum. Skoðanir er höfðu
hvorki upphaf né endi voru honum
ekki að skapi.
Magnús varð fljótt vinmargur
vegna sinnar fáguðu framkomu og
öllum leið vel í kringum hann. Hann
hafði ríkt skopskyn og var skemmti-
legur til viðræðna og tók virkan
þátt í félagslífi. Þetta varð til þess
að gestagangur var mjög mikill hjá
honum. En aldrei kom það fram í
fari Magnúsar að honum leiddist
gestakoman. Hann tók öllum vel.
Hann gerði ríkar kröfur til sjálfs
sín til að standa skil á því er hann
hafði tekið sér fyrir hendur. Þessi
ótakmarkaða ósérhlífni gekk stund-
um svo langt, að það hvarflaði að
manni, að í hans huga væri svefn
og hvfid ekki tíl. Hann var alla tíð
heilsuhraustur og kvartaði aldrei
undan veikindum, en var alltaf að
hugsa um aðra, hvernig þeim liði.
Magnús var sannur vinur vina
sinna, því í fríum sínum frá sjávar-
útvegsnámi í Tromsö, þar sem hann
var við framhaldsnám, reyndi hann
að hafa samband við sem flesta til
að fylgjast með framgangi mála.
Hann hafði sterka persónueigin-
leika og bar einkunnarorð Mennta-
skólans á Laugarvatni manngildi,
atorka og þekking með sóma. Hann
var okkur góð fyrirmynd og það
er huggun harmi gegn, að minning-
arnar um góðan dreng lifa í hugum
okkar alla tíð þar til vegir okkar
mætast að nýju.
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
■ himins til þig aftur be_r.
Drottinn elskar, - Drottinn vakir
daga’ og nætur yfir þér.
(S. Kr. Pétursson)
Foreldrum hans og aðstandend-
um votta ég mína dýpstu samúð.
Lárus Kristinn Jónsson
Það var svipleg harmafregn fyrir
okkur á Hvolsvelli og marga aðra,
þegar tilkynning barst um að Magn-
ús Kristjánsson hefði orðið bráð-
kvaddur hinn 1. febrúar sl. í Tromsö
í Noregi, en þar var hann við nám.
Magnús var uppalinn í næsta
húsi við mig og mína fjölskyldu á
Hvolsvelli. Hann var einkabarn
lijónanna Erlu Jónsdóttur frá
Nesjavöllum í Grafningi og Krist-
jáns Magnússonar á Hvolsvelli.
Ég kynntist Magnúsi mest sem
barni og unglingi. Hann var mjög
góður drengur, dagfarsprúður og
kom sér vel í leik og starfi. Hann
var vel gefinn og átti gott með að
læra. Hann stundaði grunnskóla-
nám á Hvolsvelli og fór að því loknu
í Menntaskólann á Laugarvatni og
lauk þaðan stúdentsprófi vorið
1984. Síðan lá leið hans til Tromsö
í Noregi þar sem hann stundaði nám
í sjávarútvegsfræði við Tromsöhá-
skóla og var hann mjög langt kom-
inn með námið þegar hann lést.
Á milli námsanna vann Magnús
hér heima við allskonar störf, með-
al annars til sjós á bátum frá
Grindavík þar sem hann lagði sig
fram um að kynnast hinum ýmsu
fiskveiðiaðferðum, sem var í raun
og veru hluti af hans námi. Magnús
var afar duglegur og kappsamur
að hveiju sem hann gekk. Námið
og þau fræði sem hann var að nema
áttu hug hans allan.
Nú hefur Magnús verið kallaður
frá námi og starfi hér á jörð til
starfa á öðrum vettvangi sem við
þekkjum ekki.
Hann verður í dag kvaddur
hinstu kveðju frá Stórólfshvols-
kirkju. Við hjónin og börn okkar
þökkum honum samfylgdina og
vottum foreldrum hans Erlu og
Kristjáni og öðrum aðstandendum
innilega samúð. Minningin um góð-
an dreng og efnilegan mann mun
lifa og ylja ástvinum hans um
ókomna tíma.
Ólafur Ólafsson
Hann hafði loksins látið verða
af því að staldra við í Osló á leið
sinni til Tromsö. Jólafríið heima á
Hvolsvelli hafði verið kærkomið eft-
ir erfiða prófalotu í sjávarútvegshá-
skólanum. En nú var hann kominn,
endurnærður eftir dvöl hjá sínum
kæru foreldrum og vinum.
Við sátum og spjölluðum saman
langt fram á nætur enda höfðum
við ekki hist síðan snemma í sum-
ar. Maggi var alltaf sami náni vin-
urinn þó langt væri milli samveru-
stunda nú í seinni tíð. Hann var
léttur í bragði að vanda, brosti sínu
blíðasta og lét gamanyrðin fjúka
hvert af öðru. Þess á milli skaut
hann upp herðunum og hristist af
hlátri. Við ræddum um heima og
geima og ekki minnst um landsmál-
in sem voru Magga ákaflega hug-
leikin. Hann hafði skoðanir á öllum
hlutum og var ákveðinn og rökfast-
ur. Þetta voru ómetanlegar sam-
verustundir og þegar við kvödd-
umst á flugvellinum ákváðum við
að nú skildi verða tíðara milli bréfa
og heimsókna. Engan gat grunað
að hér sæjumst við í síðasta sinn.
Þó myrkvist þar loft
sem morgunroðinn brann,
er margur, sem hugboð fær
og visku nemur
um ljósið, sem hvarf,
um ljóð, sem enginn kann,
og leyndardóma bréfsins,
sem aldrei kemur. (D.S.)
Sú harmafregn sem barst nokkr-
um dögum síðar, að Magnús Krist-
jánsson væri dáinn, kom svo snöggt
og virtist svo langt frá raunveru-
leikanum. Þessi harðduglega kempa
sem aldrei kenndi sér nokkurs
meins var fallin í valinn langt fyrir
aldur fram.
Við kynntumst í Menntaskólan-
um á Laugai’vatni, þar sem stór
hópur ungs fólks bjó saman. Strax
í byrjun varð herbergi Magga og
Hreins einskonar fundarstaður okk-
ar bekkjarfélaganna, og það var
engin tiviljun. 1 þessu herbergi var
gamansemin höfð í fyrirrúmi og úr
þessu herbergi eru margar af okkar
góðu minningum menntaskólaár-
anna komnar. Hjá Magga blandað-
ist glettni og gamansemi saman við
einstaka samviskusemi og vand-
virkni, sem fylgdi honum alla tíð.
Allt frá bamæsku hafði hann haft
áhuga á því hvernig aflaðist til sjáv-
ar og eftir að menntaskólanum lauk
rættist langþráður draumur þegar
hann réð sig á fiskibát. Margir af
okkur landkröbbunum undruðumst
þennan mikla áhuga en þarna
fannst honum að hann hefði hlut-
verki.að gegna. Hann var viðloð-
andi sjóinn það sem eftir var ævinn-
ar og átti ekki í miklum vanda með
að fá skipspláss. Þetta var hans líf
og yndi en fuilnægði þó ekki hans
metnaði á allan hátt. Hann þyrsti
í fróðleik um auðlindir hafsins og
hvernig þær mætti nýta. Til að afla
sér meiri þekkingar um fiskveiðar
og útgerð hóf hann nám við sjávar-
útvegsháskólann í Tromsö í Nor-
egi. Þar fann hann sína réttu hillu
í lífinu og námið sóttist vel. Vinnu-
aðferðir hans vöktu athygli, ekki
bara nákvæmnin og samviskusemin
heldur líka krafturinn. Hann stefndi
jafnan að því að skila af sér verkefn-
um löngu fyrir útrunninn frest og
nota tímann sem þá gafst til að
fara á sjóinn.
Maggi var bara rétt byijaður á
ævistarfinu þó svo hann hafi komið
víða við og upplifað margt skemmti-
legt. Framtíðin var björt, honum
stóðu allir vegir færir og hann hafði
áhuga á að nýta sér þessa mögu-
leika. Hann var einmitt að byija
síðustu önnina sína í Tromsö þegar
kallið kom. Eftir standa ættingjar
og stór hópur vina og syrgir góðan
dreng og tryggan félaga. Það verð-
ur erfitt að koma saman næst og
þurfa að sætta sig við að Maggi
sé ekki lengur á meðal okkar. Það
skarð sem hann skilur eftir sig verð-
ur aldrei uppfyllt því það var bara
einn Maggi Kristjáns og hann var
einstakur. Það var mikið happ að
fá að kynnast honum og við munum
minnast hans með þakklæti alla tíð.
Foreldrum Magnúsar, Kristjáni
og Erlu, vottum við okkar dýpstu
samúð. Ykkar er tjónið mest og
sorgin þyngst því gersemin er horf-
'n' Óli og Systa
Háustið 1980, þegar Menntaskól-
inn að Laugarvatni var settur, kom
þangað í fyrsta skipti hópur krakka
sem voru að innritast á fyrsta ár.
Þessir krakkar komu frá öllum
landshornum, flestir voru að fara
að heiman í fyrsta skipti og eins og
nærri má geta var þetta nokkuð
sundurleitur hópur, Það var sérstakt
andrúmsloft fyrstu vikurnar meðan
fólkið var 'að kynnast og aðlagast
þessu nýja samfélagi. Piltarnir í
fyrsta bekk voru flestir á sama gangi
á Nösinni og fljótlega æxlaðist það
þannig að eitt herbergið varð að
samkomustað hópsins. Þar var setið
eftir skólatíma og skeggrætt um
hugðarefnin og þar fengu menn sér
kaffisopa í götunum. Strákurinn sem
bjó í þessu herbergi ásamt félaga
sínum frá Hvolsvelli var kallaður
Maggi Kristjáns.
Maggi gegndi síðan þessu sama
gestgjafahlutverki meira og minna
öll skólaárin og þó fundir stæðu frá
morgni til kvölds varð enginn þess
nokkurn tímann var að honum
mislíkaði eða leiddist erillinn. Hann
naut sín heldur hvergi betur en í
samræðum yfir kaffibolla, sagði
skemmtilega frá og hafði ríkt skop-
skyn. Honum líkaði betur að eiga
viðræður við menn í ró og næði en
ýmsar aðrar innantómar skemmtan-
ir. Aðeins einu sinni minnumst við
þess að hann fór á bíó meðan á
skólavistinni stóð þó kvikmyndir
væru sýndar nærri því í hverri viku.
Hann hafði afburðaþekkingu á
öllum þjóðmálum og áhugi hans á
öllu sem tengdist sjávarútvegi var
með ólíkindum í ljósi þess að hann
var alinn upp við sveitastörf og ljarri
sjó. Hann þekkti hvern einasta tog-
ara á landinu með nafni og flesta
báta. Vissi hvaðan þeir voru gerðir
út og hvar þeir voru framleiddir.
Maggi hafði mjög skýr persónu-
einkenni. Einstaklingslyndi var hon-
um í blóð borið. Hann hafði feiknar-
legt starfsþrek og gekk til allra
verka af mikilli ósérhlifni og sam-
viskusemi. Þegar mikið var að gera
í náminu og flestir skrifuðu verkefn-
in sin upp hver eftir öðrum eða trös-
suðu að skila þeim, gat hann lært á
næturnar og svaf ekki nema nokkra
klukkutíma á sólarhring. Síðan var
hann ætíð vaknaður með hröfnum
morgnanna og var ármaður flest
skólaárin. Hann var ágætur náms-
maður og náði sérstaklega góðum
árangri í þeim námsgreinum þar sem
heimavinna og yfirlega skipta sköp-
um. í efnafræði og þýsku var hann
alltaf meðal efstu manna. Þar lét
hann sig ekki muna um að læra
utanbókar allar beygingarreglur og
jafnvel heilu stílana. Magnús tók
mikinn þátt í félagslífi staðárins.
Honum voru falin fjölmörg ábyrgð-
arstörf og var gjaldkeri nemendafé-
lagsins Mímis eitt kjörtímabil.
Iþróttir stundaði hann af kappi enda
hraustmenni og var alinn upp við
mikla íþróttamenningu í ungmenna-
félaginu Baldri á Hvolsvelli. I fótbol-
taleikjum á malarvellinum var bar-
áttuviljinn svo mikill að hann hikaði
ekki við að skriðtækla mepp á fullri