Morgunblaðið - 19.02.1991, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 19.02.1991, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991 45 Viðar Sigurðsson prentari - Minning Fæddur 23. ágúst 1951 Dáinn 9. febrúar 1991 í dag kveðjum við elskulegan vin okkar og mág sem fórst í hörmu- legu slysi. Það er erfitt að skilja tilganginn með þessu lífi. Okkar fyrstu minn- ingar um hann eru þegar hann hringdi bjöllunni heima og spurði eftir Gunnu systur. Þetta var fal- legur ungur maður, 18 ára, með sítt hár, í hvítum jakkafötum og hélt á blómvendi. Hann var að bjóða Gunnu á árshátíð. Viðar var eftirtektarverður ung- ur maður. Hann átti margar góðar hliðar, en fór mjög dult með tilfinn- ingar sínar. Hann var mikill tón- listarunnandi og starfaði við það auk prentiðnaðarins sem var hans aðalstarf. A kveðjustund er söknuður fjöl- skyldunnar mikill. Blessuð sé minn- ing um góðan vin. Kristur minn ég kalla á þig komdu að rúmi mínu gakktu hér inn og geymdu mig Guð, í faðmi þínum. Anna Sæmundsdóttir Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin sem er uppspretta gleðinnar, var oft fuil af tárum. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði (Kahlil Gibran) I dag kveðjum við góðan vin og leikfélaga í gegnum árin, Viðar Sig- urðsson. Vanmáttur og sorg gagn- tekur hugann og spurningar um tilgang leita á, og í sama bili hrann- ast upp minningar um ánægjulegar samverustundir. Þar sem Viddi var hrókur alls fagnaðar. Og sorgin gagntekur okkur þegar við gerum okkur ljóst að þessar stundir verða eingöngu í endurminningum, en ekki tilhlökkunarefni framtíðar- inna. Aldrei kemur Viddi aftur með gítarinn og góða skapið og heldur uppi söng og gleði. Og hann sem að eigin sögn var rétt að byija lífið núna og naut þess. Elsku Gunna, Sonja og Kalli. Guð gefi ykkur styrk til þess að ganga í gegnum þessa þungu sorg. Þið eigið yndislegar minningar um góðan dreng. Þessar minningar verða ekki frá ykkur teknar. Við þökkum þá vináttu sem við_ áttum. Asgeir, Palli og fjölskyldur. Þau eru skjót veðrabrigðin í íslenskri náttúru. Það höfum við ís- lendingar enn og aftur lifað hinar síðustu vikumar. En þetta er landið okkar og við vitum, að það getur skipt algjörlega um veður á einu andartaki. En þótt við þekkjum af reynslunni þessa hætti hins íslenska veðurlags, þá er einsog alltaf komi þessar sveiflur okkur á óvart. Við erum aldrei einhvern veginn viðbúin þeim ofsa sem blundar í vetri kon- ungi og því afli sem hann hefur yfir að ráða. Og þessu er ekki ólíkt farið, þeg- ar á einu augnabliki líf slokknar — dauðinn kveður dyra. Sannarlega vitum við öll, að lífið hérna megin strandar er takmörkum háð, bæði í tíma og rúmi. Eitt sinn verða allir nienn að deyja. Eilífðin er ekki í þessu lífi, heldur í öðrum heimi, okkur ókunnur. En þrátt fyrir þessa vitneskju hugans erum við alltaf jafn óviðbúin — höggið verður svo þungt og svo sárt. Ekki síst verðum við svo vanmátt- ug og dofin, þegar dauðinn ber nið- ur hjá ungu fólki án nokkurs aðdrag- anda. Þá finnum við svo til smæðar okkar sem eftir lifum og getum engu breytt, þótt við fegin vildum. Þessir þankar ásamt svo mörgum fleirum koma í huga mér, þegar ég með nokkrum fátæklegum orðum vil minnast Viðars Sigurðssonar úr Hafnarfirði, sem lést langt fyrir ald- ur fram, í hörmulegu bílslysi þann 9. febrúar síðastliðinn. Viðar Sigurðsson þekkja ófáir Hafnfirðingar. Hann var félagslynd- ur með besta móti. Var virtur þátt- takandi í íþróttalífi í Háfnarfírði, auk þess að hafa skemmt Göflurum og mörgum öðrum landsmönnum með söng og spili í hljómsveitum til margra ára. Þessum tómstundum og fleirum sinnti hann utan sinnar föstu vinnu, sem var prentiðnin. Það er stundum sagt að Hafnar- fjörður hafi breyst frá því sem var, .þegar allir þekktu alla og samskipt- in voru náin milli íbúanna. Hvað sem satt kann að vera í þeirri staðhæf- ingu, þá er alltént ijóst að líf Viðars var hafnfirskt á alla lund. Hann var Hafnfirðingur í leik og starfi, í húð og hár. Og eiginkona hans, Guðrún Sæmundsdóttir og hennar fólk sömuleiðis. Það var t.d. eftirtektarvert, að um skeið bjó Viðar ásamt fjölskyldu í Svíþjóð. En ég held að það hafi tæplega tekið daginn fyrir hann að aðlagast aftur íslenskum aðstæðum, hafnfírsku bæjarlífi. Það var um leið alveg eins og hann hefði aldrei farið. Eg átti þess kost um eins veturs skeið að hafa náið samneyti við Við- ar. Við lékum þá handbolta suður í Sandgerði og ókum á milli tvisvar, þrisvar sinnum í viku. Oftast voru synir mínir tveir með í ferðum og við fjórir áttum oft góðar stundir í bílnum á leið til og frá Sandgerði. Þá var margt spjallað. Ég hafði auð- vitað þekkt Viðar eins og svo marg- ir aðrir Hafnfirðingar og verið mál- kunnugur honum, en í þessum Sand- gerðisferðum gafst betra tækifæri en áður til að kryíja mál til mergj- ar. Og þá fann ég betur en fyrr hvern mann hann hafði að geyma. Ég gleymi þessum ferðum seint. Ég minnist þess hversu Ijúfur og hlýr hann var í garð strákanna minna sem voru með í för. Ég man eftir léttri lund hans og skemmtileg- um frásögnum af mönnum og mál- efnum. Og í því spaugi dró hann ekki sjálfan sig undan — gamanið var græskulaust. Og metnaðurinn til að standa sig var hreinn og beinn og án alls umbúnaðar, hvort heldur var í handboltanum eða á öðrum vettvangi. Ekki barátta fyrir metorð- um, heldur því að leggja allt sitt af mörkum og ná árangri. Þær standa mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum þessar ferðir okkar — þessi vetur 1983 og 1984. Fyrir þau góðu sam- skipti og mörg önnur vil ég þakka af heilum hug. Samúðarkveðjur viljum við Jóna Dóra færa Gunnu og börnunum, Sonju og Kalla, og einnig Tedda, Sjöbbu, foreldrum, tengdaforeldrum og öðrum aðstandendum. Ég veit þó vel að þau huggunarorð virka nú léttvæg í djúpri sorg þeirra. En það vorar að vetri loknum. Minningar ylja og endurfundir verða um síðir. Og samhent lrjölskylda, sem á marga og góða vini að, sem vilja rétta hjálp- arhönd í vanmætti sínum, mun sjá til sólar í gegnum þykkt skýjaþykk- nið í tímans rás. Blessuð sé minning Viðars Sig- urðssonar með þökk fyrir samfylgd- ina. Megi góður Guð geyma Viðar og veita þeim líkn sem lifa. Guðmundur Árni Stefánsson Þar sem snöggt við stöndum á vegamótum, þá meinum við milli sorgar og gleði. Því bara fyrir ör- fáum stundum þá vorum við sem hér búum á Suðurbraut 26-28 í gleði en ekki sorg. En nú í dag hefur sláttumaðurinn mikli sem öllu ræður barið að dyrum og klippt á streng hjá Gunnu og Viðari og þá spyijum við, af hveiju Viðar. Og þá spyijum við líka, hvað meinar Drottinn með þessu. Drottinn sem öllu ræður. Okkur var kennt að Drottinn væri æðri en allir aðrir og Drottinn væri svo góður. Vegna þessa verðum við alltaf hissa, hvernig þessi góði Drott- inn skuli geta sýnt svo mikið mis- kunnarleysi. En málið er það að ef við hættum að trúa á Drottin þá höfum við ekkert til að trúa á frá æðri veröld. Það er nú ekki langur tími síðan við kynntumst Viðari en nógu langur tími til þess að vita að þar fór mjög góður drengur. Við hér í húsinu vorum hér sl. sumar að girða kringum húsið okkar og það var ekki að sökum að spyija, það vantaði aldrei Viðar og Gunnu. Og nú fyrir einni viku þegar óveðrið gekk yfir, þá fóru hér karlmennirnir í húsinu út til að bjarga þessu nýja grindverki og auðvitað var Viðar mættur. Hann hafði haft orð á því að geta ekki boðið upp á kaffi því rafmagnið vantaði. Svona var Viðar alltaf jafn prúður og þægilegui;. Allt- af heyrir maður að tíminn lækni öll sár en þetta sár grær seint eða kannski aldrei. En elsku Gunna, Kalli, Sonja og Öddi, eitt langar okkur til að segja ykkur að hér í húsinu eigið þið okk- ur að. Hví fólnar jurtin fríða og fellir blóm svo skjótt? Hví sveipar barnið blíða svo brátt hin dimma nótt? Hví verður von og yndi svo varpað niður í gröf? Hví berst svo burt í skyndi hin besta lífsins gjöf. Já sefht sorg og tregi þér saknendur við gröf því týnd er yður eigi hin yndislega gjöf. (Björn Halldórsson frá Laufskógum) Við söknum Viðars, hafi liann þökk fyrir allt. Við vottum ykkur alla okkar samúð. Sambýlisfólk Suðurbraut 26-28 Kær vinur er kvaddur. Viðar Sig- urðsson var góður drengur. Hans er djúpt saknað af okkur, Ijölskyld- unni sem bjuggum hvað lengst með honum á Skúlaskeiði 40. Þau hjón- in Gunna og Viddi, eins og við köll- uðum þau alltaf, voru gott sambýl- isfólk og tel ég okkur mjög lánsöm að hafa fengið að vera' svo lengi í sama húsi og þau. Ekki skulu gleymast elskulegu börnin þeirra hjóna, Sonja Ýr og Karl Dan, elsku- leg og góð börn. Það er oft talað um svokallað kynslóðabil, en því var ekki fyrir að fara hjá okkur. Það voru allir vinir, sama á hvaða aldri hver var. Elsku Gunna mín, Sonja og Kalli, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð við fráfall elsku Við- ars. Einnig sendum við foreldrum hans, ættingjum og vinum samúð- arkveðjur. Guð geymi Viðar Sigurðsson. Sigríður B. Sigurðardóttir Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Á laugardagskvöld lá leiðin til Hveragerðis til að skemmta gestum Hótel Arkar. Lendir þá bifreið í árekstri við Sandskeið. Farþegi í þessari bifreið var Viðar Sigurðsson hljóðfæraleikari og prentari ásamt félögum sínum úr hljómsveitinni Amadeus. Viðar Sigurðsson lét lífið í þessum árekstri. Það var fyrir 24 árum að kynni komust á með okkur vinunum en þá stofnuðum við hljómsveit í Hafn- arfirði sem við kölluðum Bendix. Við lékum saman í þijú ár, ungir sveinar með stóra drauma, og það var spilað út um allt land. Fremstir í flokki voru söngvarinn Björgvin Halldórsson, gítarleikararnir Viðar Sigurðsson, hans æskuvinur Gunnar Ársælsson og Pétur Stephensen á bassanum. Steinar Viktorsson sá um trommuleik. Á þessum árum stigum við okkar fyrstu spor á tónlistarbrautinni. Þetta var okkur góður skóli og við félagarnir fórúm samstiga í gegnum hann. En allt tekur enda og eins var með samstarf okkar í Bendix. Eins og gengur og gerist fórum við í hin- ar og þessar hljómsveitir. En leiðir okkar áttu eftir að liggja saman á ný. Fyrir tæplega tuttugu árum, þegar Viðar giftist eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Sæmunds- dóttur, þótti okkur við hæfi að rifja upp gömul kynni og samstilta tóna okkar. Þetta var mikil ánægjustund fyrir okkur Gunnar Ársælsson, Ágúst Ragnarsson, Steinar Viktors- son og brúðgumann Viðar. Það varð úr skömmu áður en brúðhjónin hurfu á braut út í nóttina að hljómsveitin Bendix var stofnuð á ný. Aftur var spilað í rúm þijú ár. Það var svo árið 1987 að við Við- ar, Gunnar og Steinar stofnuðum hljómsveitina Rósina. Sex mánuðum síðar kom stóra áfallið; Gunnar Ár- sælsson veikist og deyr stuttu síðar. Fallinn var í valinn einn af bestu vinum Viðars og í hópnum var Gunn- ars sárt saknað. Við ræddum rnikið um lífið og dauðann í kjölfarið en ekki hvarflaði að nokkrum okkar að Viðar yrði næstur. Við ákváðum félagarnir um síðustu áramót að hætta samstarfinu í Rósinni en vorum jafnframt ákveðnir í þvt að taka upp þráðinn að nýju þegar við næðum þeim þroska að komast á elliheimili. Það skyldi rokkað í ellinni. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er, og víst er að við munum sakna góðs vinar þar tii endurfundir verða. Eflaust munum við þó rokka handan móð- unnar miklu. í þessum fátæklegu orðum höfum við reynt að skýra í stuttu máli frá ferli Viðars sem hljóðfæraleikara. Frá mörgu mætti greina til viðbót- ar, til dæmis er hann spilaði ásamt hljómsveit sinni um tveggja ára skeið á krá á Hverfisgötunni. Áttu margir góðar stundir þar og eiga sér sjálf- sagt góðar minningar þaðan um þennan góða og tilfinningaríka tón- listarmann. Það var ekki erfitt að umgangast Viðar Sigurðsson. Lífið átti að vera samfelldur hlátur og vart komu upp slíkir erfiðleikar að hann gæti ekki greint eitthvað jákvætt við þá. Lífsgleði hans var mikil og við sem áttum því láni að umgangast hann nutum hverrar stundar með honum. Hann var vinur vina sinna og hafði svo sérstakan frásagnarstíl að við sem þekktum hann gleymum frá- sögr.um hans aldrei. Stóra ástin í lífi hans, hún Guð- rún, átti hug hans allan og ekki ósjaldan varð honum á orði á tón- leikaferðum hversu mikils virði hún var honum. Þau kynntust sem ungl- ingar, giftust og stofnuðu heimili rétt eins og forlögin hafi verið búin að ákveða það allt saman fyrirfram. Það var ætíð gaman að sækja þau hjónin heim og ekki drógu börn þeirra tvö, þau Sonja og Kalli, úr þeirri ánægju. Gleði og samheldni fjölskyldunnar var eins og hún ger- ist mest. Við félagar hans úr hljómsveitun- um munum minnast hans með sökn- uði og biðjum Guð að gefa Guðrúnu, Sonju og Kalla styrk í sorg sinni. Guð blessi Viðar og veiti honum eilífan frið. Steinar Viktorsson, Björgvin Halldórsson, Pétur Stephensen. Hver er tilgangurinn? spyr maður sjálfan sig þegar fréttist um skyndi- legt lát ungs manns með bjarta framtíð. Viðar Sigurðsson lést laugardag- inn 9. febrúar í hörmulegu bílslysi á Sandskeiði. Það var ekki langur tími sem Viðar vann með okkur í Prisma. Hann réð sig sem aðalmaður á stóra prentvél sem er ein lykilvél fyrir- tækisins og þótt hann hefði aldrei unnið við slíka vél áður var hann óragur og ákveðinn í að gera sitt besta. Það kom líka á daginn að hann reyndist vandanum vaxinn og skil- aði öllum verkefnum með prýði, hvort sem var við offsetprentun eða hæðarprentun. Allir voru ánægðir, prentsmiðjan að hafa mann sem gat tekið að sér fjölbreytt verkefni og Viðar að vera farinn að vinna aftur í Hafnarfirði. Það er mikill sjónarsviptir að snyrtimenninu Viðari Sigurðssyni, sem var svo lipur í umgengni, léttur og skemmtilegur í viðmóti. Við sendum fjölskyldu hans og venslafólki samúðarkveður á þess- ari sorgarstund. Samstarfsfólk í prentsmiðjunni Prisma. Mig langar með nokkrum orðum að kveðja vin minn Viðar Sigurðsson sem lést á sviplegan hátt laugardag- inn 9. febrúar sl. Hann var þá á leið í vinnu sína, ásamt félögum sínum, til að skemmta fólki á dansleik í Hveragerði, en svona eru örlögin. Við töluðum saman þennan dag og ég heyrði að hann var sáttur og hlakkaði til að fást við vinnu sína, enda gaf hann sig allan fram við þetta starf sitt sem hann hafði sinnt í svo mörg ár. Við töluðum okkar á milli, í léttum dúr, að nú væri hlutum , vel komið á þessu landshorni varð- andi skemmtanahald þetta kvöld, hann og nýja hljómsveitin hans í Hveragerði en við hinir á Eyrar- bakka. Viðar ólst upp í Hafnarfirði og steig þar sín fyrstu skref á unglings- árunum í hljómsveitarbransanum með mörgum góðum tónlistarmönn- um. Ég hitti þessa hressu stráka fyrst fyrir um tuttugu árum þegar ég var einnig að byija mitt bram- bolt á þessu sviði. Fyrir um þremur árum hófum við samstarf í hljómsveitinni Rósinni sem Viðar stofnaði ásamt Gunnari sem nú er einnig látinn og var hon- um náinn samferðamaður. Margs er að minnast frá þessum tíma með Viðari og félögum en samstarfi okk- ar lauk í bili nú um áramótin. Við áttum marga góða spretti og oftast gekk .vel en stundum aðeins miður eins og gengur. Hæst rís þó minning- in um ferðirnar tvær sem hljómsveit- in fór utan fyrir rétt um ári og voru vel heppnaðar og ánægjulegar ekki síst í samskiptum við gott fólk sem við félagarnir hittum fyrir í Lúxem- borg og Lundi í Svíþjóð. Viðar var maður sem kunni að meta vináttu við félaga sína og sam- ■ starfsfólk. Maður stendur ávallt í þakkarskuld við slíkt samferðafólk. Það er sárt að sjá svo snögglega á eftir góðum félaga og nánum sam- starfsmanni sem Viðar var, enda vita þeir sem reynt hafa hversu sterk tenging myndast á milli fólks í þess- um bransa, þar sem dijúgur samver- utími fer í æfingar og annan undir- búning og ekki síst í ferðalög á sam- komustaði og er mér minnisstætt á hve gáskafullan hátt við gátum blaðrað um allt milli himins og jarð- ar til að stytta okkur stundir. Viðar var í raun tilfinninga- og hrifnæmur maður og hann átti aðdáun mína fyrir hve vel hann ræktaði sjálfan sig og fjölskyldu sína nú seinni árin og mætti vera öðrum til fyrirmyndar. Að lokum vona ég aðeins að við eigum eftir að mætast á öðru tilveru- stigi og að við megum eiga þar glað- ar stundir á ný. Elsku Gunna og böm og aðrir aðstandendur, ég og fjölskylda min óskum þess að Guð gefi ykkur styrk í sorginni og láti ljósið yfirtaka myrkrið sem nú umlykur um stund. Torfi Ólafsson Kveðja frá Hótel Örk Kvöldið leit út fyrir að verða eins og önnur helgarkvöld á hótelinu. Hótelið fullt af gestum og nú var beðið eftir því að dans yrði stiginn undir hljóðfæraslætti hljómsveitar- innar Amadeus sem leikið hafði nokkrar undanfarnar helgar hjá okkur Hótel Örk við góðan orðstír. En skyndilega, eins og þruma úr heiðskíru lofti, kom harmafregn sem fékk okkur öll til þess að staldra við; félagar í hljómsveitinni höfðu lent í hörmulegu slysi og Viðar var látinn. . Vanmáttug stöndum við eftir og skiljum ekki, af hveiju Viðar? Svar fáum við sennilega aldrei. Við drúp- um höfði í hljóðri bæn og þökkum fyrir þann tíma sem við fengum að njóta samvista við góðan dreng, listamann á sínu sviði sem horfinn er yfir móðuna miklu, langt um aldur fram. Við sendum fjölskyldu Viðare okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessari erfiðu stund. Megi minningin um góðan dreng lifa. Rúnar Sig. Birgisson, Sigurður Hrafn Tryggva- son.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.