Morgunblaðið - 19.02.1991, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991
Kveðjuorð:
Vagn M. Hrólfsson
Gunnar O. Svavarsson
Vagn
Fæddur 25. apríl 1938
Dáinn 18. desember 1990
Gunnar
Fæddur 3. janúar 1961
Dáinn 18. desember 1990
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Ég vil í örfáum fátæklegum orð-
um minnast fyrrverandi tengdaföð-
ur míns, Vagns Hrólfssonar.
Aggi var góður maður.
Hvar sem hann kom var hann
hrókur alls fagnaðar, alls staðar vel
liðinn, ófá góðverkin sem eftir hann
liggja og munu halda minningu
hans á lofti um ókominn tíma.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Ég átti því láni að fagna að
þekkja Agga frá barnsaldri. Fyrst
man ég eftir honum er ég sat í
rakarastólnum hjá honum og hann
klippti mig og gantaðist við mig.
Já, á þessum árum burstaklippti
hann okkur strákana á vorin. Én
svo hætti hann að klippa, en hann
hætti aldrei að gantast. Svoleiðis
var Aggi. Honum var margt til lista
lagt, auk þess að vera rakari, var
hann múrari, hljóðfæraleikari,
t
SIGURÐUR EGILL FRIÐRIKSSON
frá Bolungarvfk,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 17. febrúar.
Hólmfríður Hafliðadóttir,
Friðrik Sigurðsson,
Kristín Sigurðardóttir,
Benedikt Guðbrandsson,
Rósa Friðriksdóttir.
t
LAUFEY JÓNSDÓTTIR,
Bólstaðarhli'ð 45,
andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund sunnudaginn 17. febrúar.
Guðjón Tómasson, Kristin ísleifsdóttir.
t
Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi,
HILMAR JENSSON,
lést á Borgarspítalanum 16. febrúar.
Agnes Auðunsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
EBBA SIGURBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR
frá Ósi,
er látin.
Högni Pétursson,
Guðmunda Högnadóttir, Jón Egilsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartkær sonur okkar og bróðir,
ARNAR JÚLÍUSSON,
lést 7. þessa mánaðar.
Útför hans fór fram frá Dómkirkjunni þann 18. febrúar 1991.
Birna Þórisdóttir, Rolf Inge Larsen,
Sigurður Örn Einarsson,
Júlíus Arnarsson, Erna Matthiasdóttir,
Óli Þór Júlíusson.
t
Maðurinn minn,
EDWARD H. HAM
verkfræðingur,
16 Lois Lane, Farmingdale,
NewYork 11735,
andaðist 16. febrúar.
Fyrír hohd fjölskyldunnar;
Svana Ingibjörg Ham.
söngvari, leikari, sjómaður ó.m.fl. og miklar annir, gaf hann sér alltaf
A unglingsárum mínum lékum tíma til að taka virkan þátt í fé-
við saman með Leikfélagi Bolung- lags-, lista- og menningarlífi staðar-
arvíkur, sem er mér ógleymanlegt. ins. Svo varð Aggi tengdafaðir
Það var nefnilega svoleiðis með minn, og það má segja að ég hafi
Agga, að þrátt fyrir stórt heimili flutt inn á heimili hans og Birnu.
Justa Mortens-
k
sen - Minning
í dag kveðjum við vinkonu okk-
ar Justu Mortenssen sem lést 9.
febrúar í Hafnarbúðum, en þar
hefur hún dvalist síðastliðin fjögur
ár.
Justa fæddist 20. júlí 1915 í
Örvik í Færeyjum. Justa giftist
manni sínum Jakobi Mortenssen
14. nóvember 1936. Þau bjuggu
24 ár í Færeyjum en fluttust 1936
upp til Islands og hafa búið þar
síðan.
Justa og Jakob eignuðust 5 böm
og eru þijú þeirra á lífí, en það
eru Mía Jakobsdóttir, gift Jóhann-
esi Guðmannssyni, búa þau í
Reykjavík. Jóhann Pétur Mortens-
sen, kvæntur Hönnu Mortensson,
búa í Danmörku. Marteinn Jakobs-
son, giftur Helgu Einarsdóttur,
búa í Reykjavík.
Kristileg málefni voru alltaf
mjög ofarlega í huga Justu. Hún
var meðlimur í Kristniboðsfélagi
kvenna í mörg ár. Þegar kvenfélag
Grensáskirkju var stofnað var
Justa ein af þeim fyrstu sem gekk
í það félag og þar starfaði hún
meðan heilsa hennar entist.
Justa var fyrsti formaður kven-
félags Færeyska sjómannafélags-
ins sem stofnað var 21. september
1966. Voru fundir þess félags
haldnir í nokkur ár í Sjómanna-
heimilinu við Skúlagötu. Seinna
bauð Justa okkur að hafa fundina
heima hjá sér í Safamýrinni sem
og við þáðum. Komum við konurn-
ar þar saman í mörg ár, og var
alltaf jafn yndislegt að koma þang-
að. Okkur leið vel þar sem setið
var við hannyrðir og ekki má nú
gleyma kaffiborðinu hjá Justu. í
hvert skipti svignuðu þau undan
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANN SIGFÚSSON
útgerðarmaður frá Vestmannaeyjum,
Gnoðarvogi 66,
lést á Landspítalanum laugardaginn 16. febrúar.
Ólafia Sigurðardóttir,
Sigríður Anna Jóhannsdóttir, Pálmi Rögnvaldsson,
Haukur Jóhannsson, Emma Kristjánsdóttir,
Birgir Jóhannsson, Kolbrún Karlsdóttir,
Garðar Jóhannsson, Svanhvit Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn og bróðir okkar,
GÍSLI ÓLAFSSON
Skipholti 53,
Reykjavík,
lést á Landakotsspftala sunnudaginn 3. febrúar sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Landakotsspítala.
I
Eiginkona og systkini hins látna.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐBJARTUR G. EGILSSON
fyrrverandi framkvæmdastjóri,
lést á heimili sínu, Hrafnistu í Reykjavík, mánudaginn 18. febrú-
ar. Jarðarförin auglýst síðar.
Jónína Ósk Guðbjartsdóttir Kvaran, Axel Kvaran,
Rúnar Guðbjartsson, Guðrún Þ. Hafliðadóttir,
Brynjar Kvaran, Svavar Kvaran,
Axel Kvaran,
Hafdís Rúnarsdóttir, Guðbjartur Rúnarsson,
Rúnar Rúnarsson
og barnabarnabörn.
Fjörugri og samheldnari ijölskyldu
hef ég ekki kynnst en þeirri sem
bjó að Þjóðólfsvegi 5, og seint verð-
ur fullþökkuð sú alúð og umhyggja
sem þau Aggi og Birna sýndu okk-
ur, litlu fjölskyldunni. Börnin mín,
sem nú syrgja ástkæran afa sinn,
munu búa alla ævi að samvistum
sínum við hann. Gestur Kolbeinn
var honum sem sonur, fór á sjóinn
með honum og snuddaði í kringum
hann á allan hátt. Oft sagði hann
þeim sögur, og ennþá er Birna,
dóttir mín, að leiðrétta mig í Bú-
kollusögunni, því afi sagði hana
ekki svona.
Hann var þeim góður afí.
Mín litlu kynni af Gunnari Svav-
arssyni voru á þann veg að ég vissi
að þar fór góður og traustur mað-
ur, sem var Möggu góður eiginmað-
ur og tengdaföður sínum ómetan-
Jegur vinur og starfskraftur.
Elsku Bima mín og Magga,
Sossa, Erna, Svavar og þið öll sem
eigið um sárt að binda. Ykkur votta
ég mína dýpstu samúð. Megi Guð
styrkja ykkur í sorg ykkar og blessa
minningu góðra drengja.
Pálmi Gestsson
kræsingunum, enda Justa mjög
myndarleg við allt sem hún gerði,
hvort sem hún vann við eldhús-
störfin eða sat við hannyrðir. Fal-
legri peysur en hún ptjónaði eru
vandfundnar.
Það hefur varla gengið í mörg
ár að opna heimili sitt, ef ekki
hefði komið til traustur eiginmað-
ur. Jakob stóð alltaf við hlið konu
sinnar og studdi okkur í félags-
starfinu. Þar var ætíð glatt á hjalla,
því Jakob er skemmtilegur maður
og félagslyndur. Eftir að ákveðið
var að byggja nýtt sjómannaheim-
ili við Brautarholt 29 í Reykjavík
átti það hug þeirra hjóna allan.
Þau unnu þar ómetanlegt og ós-
érhlíft starf.
Justa gekk undir læknisaðgerð
á mjöðm, og átti ekki afturkvæmt
heim. Hún dvaldi eftir það á Hafn-
arbúðum. Justa klæddist samt alla
daga og naut þar kærleika barna
sinna og sér í lagi eiginmanns síns.
Hann sat hjá konu sinni hvern ein-
asta dag, enda var kærleikurinn í
fýrirrúmi hjá þessum góðu hjónum.
Með þessum fátæklegu orðum
kveðjum við vinkonu okkar og
þökkum fyrir allt það mikla starf
sem hún vann félagi okkar.
Nú dagurin at enda er
og náttin komin nær;
algóði Gud og Faðir, ver
hjá mínum og hjá mær!
Eg ofta veikan kenndi meg,
men Himmalfaðir mín,
styrk tú meg, o, tað biði eg,
og halt meg nær til tín!
í Jesu navni sigi eg
tær tokk, Gud Faðir mín,
at tú av náði leiddi meg
á rætta leið til tín!
(Færeyskur sálmur)
Við vottum þér elsku Jakob og
fjöiskyidunni allri okkar dýpstu
samúð. Megi guð blessa minningu
Justu Mortensson.
Vinkonurnar í prjónakiúbbnum