Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 53
MORGUNBlÁ&íLÞRlÐJUÐAGUlÍi:9j-FÉBRuÁR--i-&9T
53
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Þessir hringdu ...
Gleraug'u
Gleraugu fundust við Neðsta-
leiti fyrir skömmu. Upplýsingar í
síma 30992.
Stakur reikningur
Símnotandi hringdi:
„Mikið óhagræði er að því
hversu símreikningar berast seint,
þ.e. 10. hvers útgáfumánaðar. Ég
fékk símareikninginn fyrst í hend-
ur þann 13. og kostaði það auka-
erð í bankann því reikninginn ber
að greiða hinn 15. Ekki er heldur
hægt að láta færa þessa reikninga
á greiðslukortið sitt sem væri þó
mikið hagræði. Æskilegt væri að
þessir reiningar kæmu um mánað-
armót með öðrum reikningum. Þá
væri hægt að greiða þá um leið
og aðra reikninga."
Hvar voru hinir tuttugu?
Guðmundur hringdi:
„í fréttum Ríkisútvarpsins kom
fram að þegar fjallað var um
Lithánmálið á Alþingi samþykktu
41, einn var á móti en tveir sátu
hjá. Hins vegar var hvergi getið
um þá tuttugu þingmenn sem
einnig hefðu átt að fjalla um
málið og spurningin er hvar þeir
héldu sig þegar atkvæðagreiðslan
fór fram. Svo er að skilja að Al-
þingismenn mæti ekki sérlega vel
á þingfundi þó þeir séu á fullu
kaupi við að sinna starfí sínu, en
ég hélt hins vegar að þeir reyndu
að mæta á svona þýðingarmikinn
þingfund.“
Óþörf ljós
Okumaður hringdi:
„Ég vil taka undir með manni
sem skrifaði í Velvakanda fyrir
nokkru og benti á hversu mikil
vitleysa það er að skylda ökumenn
til að aka með Ijósum um sumar-
daginn þegar sól skín í heiði. Ég
tók eftir því í fyrra að í slíku veðri
sér maður bílana á þjóðvegunum
lögnu áður en maður sér ljósin.
Manni dettur í hug að svona regl-
ur séu settar fyrir þá sem flytja
inn bílperur - að minnsta kosti
kemur það þeim til góða, því þess-
ar perur eru dýrar og oft þarf að'
skipta um eftir að þessi löggjöf
gekk í gildi. Hér er um hreina
eyðslu að ræða því ljósanotkun í
sólskini eykur alls ekki öryggið í
umferðinni."
Kúveit/Kúvæt
Kona hringdi:
„Hvers vegna er farið að skrifa
Kúveit í stað Kúvæt eins og gert
var áður? Er hér um að ræða
áhrif frá enskunni þar sem nafnið
er borið fram Kúveit. Væri ekki
nær að halda sig við arabíska
framburðinn.“
Læða
Falleg steingrá læða fæst gef-
ins. Upplýsingar í síma 22461.
Trúarbrögð o g framhaldslíf
PC-Byrjendanámskeið
Notkun tölva byggist á þekkingu og fœrni. Þér býðs
nú 60 tíma vandað nám á sérstaklega góðum kjörum.
Ritvinnsla
Töflureiknir
Stýrikerfið
Tölvuskóli íslands
Sími: 67 14 66, opið til kl. 22
A
A
A
VIÐ LÉTTUM ÞÉR
VIÐSKIPTAERINDIN
•••
Til Velvakanda.
Ég hélt ég ætti heiminn
og hefði komist í feitt.
Eilíf för um geiminn
er akkúrat ekki neitt.
Tómið er merkilegt fyrirbæri,
jafnvel þótt það sé fýllt andrúms-
lofti, menn byggja utan um hluta
af því með ærnum fjármagns-
kostnaði oftast fengnum að láni,
og er þá sá mestur sem þinglýsir
flestum teningsmetrum undir
þaki.
Þó ótrúlegt sé, veitist flestu
nútíðarfólki erfitt að hægja á eða
stöðva sístreymi hugsana. Takist
það engu að síður, hægir andar-
dráttur mjög á sér, því hugsanak-
Þriðjudaginn 5. febrúar um kl.
18 ók ég Tryggvagötuna í áttina
að Tollstöðvarbyggingunni. Á
undan mér var fremur stór, hvítur
bíll á hægri ferð. Þegar komið var
á móts við vestara horn Tollstöðv-
arbyggingarinnar, skipti bílstjór-
inn í bakkgír og virtist ekki heyra
þó ég reyndi að gefa merki með
flautunni. Ökumaður hvíta bílsins
bakkaði á hægra brettið á mínum
bíl, en algerlega að því er virtist,
án þess að verða þess var og hélt
svo sína leið.
Mér var óneitanlega talsvert
brugðið, en fannst einhvem veginn
að höggið hefði ekki verið mjög
mikið og ákvað að fara ekki að
leika lögreglu að svo stöddu, enda
taldi ég mig hafa náð númeri
aðrakið í heilanum þarfnast mikill-
ar orku og súrefnis, það slaknar
á vöðvum sjálfkrafa og streitan
margbölvaða hverfur sem dögg
fyrir sólu. í fullkominni hugarró
er ekkert tímaskyn og einstakling-
urinn skynjar ekki tilvist sína, en
er þó vakandi. Indíánar Vestur-
heims kölluðu þetta oftast
skammtíma ástand, „samfundi við
Andann Mikla, Pacha-kama-
qnuqawan á tungumálinu quec-
hua“. Iðkun þessi er bráðholl
heilsubót, en tryggja verður sig
gegn utanaðkomandi truf.unum á
meðan á hugarró stendur, síma,
dyrabjöllu, frammíköllum nær-
staddra o.s.frv., því ella getur
mönnum brugðið illilega, og verið
bílsins. En þegar ég fór að grufla
í minni mínu skömmu síðar, eftir
númerinu, reyndist það hafa af-
lagst eitthvað og nú er mér ili-
mögulegt að finna þennan öku-
mann, þó feginn vildi.
Sem fyrr segir var þetta fremur
stór, hvítur bíll og honum ók karl-
maður á milli sextugs og sjötugs.
Þar sem mig grunar að ökumaður-
inn hafi alls ekki orðið var við að
hann ók á bílinn minn, vil ég nú
biðja hann þess lengstra orða að
hafa samband við mig vegna
þessa, þar eð þetta óhapp mun
hafa útgjöld í för með sér sem ég
mun ekki eiga auðvelt með að
standa undir ein. Til min næst
utan vinnutíma í síma 13728.
Kristín
lengi að ná sér. Indverskir yoga-
meistarar eru oftast verndaðir af
lærisveinum á meðan á hugleiðslu
stendur.
Þekktur íslenskur pfófessor var
spurður: „Hvemig yrði þér nú við,
ef þú kæmist að raun um það eft-
ir dauðann, að lífið héldi áfram
þrátt fyrir allt?“ „Ég yrði mjög
hissa,“ svaraði prófessorinn.“
Meirihluti mannkyns, einkum í
Asíu, Afríku og fjallalöndum
Suður-Ameríku, trúir á líf eftir
dauðann, fortilveru og endur-
holdgun.
Tíbetar og fleiri búddistar, segja
sál manna dvelja í andalandi,
Bardo, uns hún endurfæðist í skóla
lífsins, jörðinni, til frekara náms.
Margir búddistar og vísindamenn
Vesturlanda í greinum sem fjalla
um mannshuga, eru sammála um
að öll huglæg (dulræn meðtalin)
fyrirbæri eigi sér allan uppruna í
viðkomandi einstakiingi. Áðurtald-
ir búddistar telja allan farnað
manns eftir dauðann vera hans
eigin hugrenningar um það sem
hann vænti, þægilegt eða sárt eft-
ir atvikum. Skipuleg trúarbrögð
hafa því gífurleg áhrif á líðan í
framhaldslífi.
Til að öðlast endanlega lausn
frá hjóli endurfæðinganna og sam-
einast Alheimssálinni, Nirvana,
þarf sál manns að losa sig frá öll-
um löngunum og hugrenningum.
Eftir mörg jarðvistarskeið í skóla
lífsins á mannssálin að hafa gjört
það.
Að lokum getur ekkert samein-
ast engu, og er ekki orkan og efn-
ið tómið eitt, ef grannt er skoðað?
Að ekki sé talað um sjálfan himin-
geiminn.
Bjarni Valdimarsson
ÁKEYRSLA
HvOd í góðu umhverfi,
glæsileg herbergi,
vönduð þjónusta,
vel búin vinnuaðstaða,
frábærir veitingastaðir,
góð staðsetning,
heilsurækt, sauna o.fl
- okkar framlag
til árangursríkrar dvalar.
^ \hdlrellA
a JMyAj
^ - lofar góðu!
Hagatorg • Sími 29900
GÆÐAFLÍSAR
ÁGÓÐU VERÐI
STÓRHÖFÐA 17 VIÐ GULLINBRÚ
SÍMI 674844