Morgunblaðið - 19.02.1991, Side 54
54
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991
Stoðtækjaframleiðsla:
Fjárhagsáætlun Selfosskaupstaðar:
31,2% tekna varið til fjárfestinga
Selfossi.
Fjárhagsáætlun Selfosskaupstaðar var lögð fram til fyrri umræðu á
fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 13. febrúar. Tekjur bæjarsjóðs eru
áætlaðar 391.490.000 krónur. Rekstrarútgjöld eru áætluð 269.479.000
krónur. Til fjárfestinga verður varið 122.011.000 krónum sem er 31,2%
af tekjum.
Útsvör eru áætluð 56,9% af tekj-
um, tæpar 223 milljónir sem er 3,3%
hækkun milli ára. 13,5% tekna eru
aðstöðugjöld, tæpar 53 milljónir, sem
er 8,7% hækkun frá fyrra ári. Fast-
eignaskattur er 17,1% tekna, rúmar
67 milljómr, sem er 12,8% hækkun
milli ára. Úr jöfnunarsjóði sveitarfé-
laga eru áætlaðar rúmar 24 milljónir
króna.
Stærstu útgjaldaliðir eru almanna-
tryggingar og félagshjálp, tæpar 68
milljónir, tæpar 47 milljónir fara til
fræðslumála, rúmlega 21 milljón til
íþrótta- og æskulýðsmála. Til yfír-
stjórnar bæjarins fara tæpar 26 millj-
Stykkishólmur:
Sj álfstæðismenn
kynna stefnuna
Stykkishólmi.
Sjálfstæðisflokkurinn í Vestur-
landskjördæmi hefur byrjað
fundaferðir um kjördæmið og
kynnir menn og málefni fyrir
næstu alþingiskosningar.
í Stykkishólmi var boðað til fund-
ar laugardaginn 16. febníar og þar
mættu í forsvari þrír fyrstu menn á
franiboðslista flokksins þeir Sturla
Böðvarsson, bæjarstjóri, Guðjón
Guðmundsson, skrifstofustjóri og
Elínbjörg Magnúsdóttir fiskvinnslu-
kona. Auk þeirra mætti á fundinn
Benjamín Jósefsson sem verður
kosningastjóri framboðsins í vor.
Fluttu þau öll framsöguerindi og
skýrðu viðhorfin í dag og hvers
vænta mættfaf auknum styrk Sjálf-
stæðisflokksins í stjórn þjóðmála.
Margar fyrirspurnir voru gerðar
og fundurinn líflegur.
- Árni
ónir og ríflega 24 milljónir til hrein-
lætismála.
Af fjárfestingarliðum ber hæst
viðbyggingu við grunnskólann, 57
milljónir, byggingu safnahúss við
Austurveg fyrir 27,5 milljónir og
framlag til Fjölbrautaskóla Suður-
lands, 13,1 milljón. Þá er áformað
að verja 20,9 milljónum til gatna-
gerðar. Gjaldfærð fjárfesting nemur
samtals 42,2 milljónum brúttó og
eignfærð fjárfesting 103 milljónum
króna. Þá er áætlað að leggja fram
2,1 milljón til Atvinnuþróunarsjóðs
Suðurlands og 10,2 milljónir til bygg-
ingarsjóðs aldraðra.
Á bæjarstjórnarfundinum var
einnig lögð fram fjárhagsáætlun Sel-
fossveitna. Þar kemur meðal annars
fram að áformað er að hefja fram-
kvæmdir í apríl við nýbyggingu 390
fermetra skrifstofuhúsnæðis veitn-
anna og áætlaður byggingatími er
eitt ár. Á síðasta ári var lokið við
nýbyggingu áhaldaþúss en skrif-
stofubyggingin mun rísa sunnan við
það húsnæði. Gert er ráð fyrir að
verja 18 milljónum króna til nybygg-
ingarinnar á þessu ári.
í máli bæjarstjóra á fundinum kom
fram að allar fjárfestingar veitnanna
væru fjármagnaðar af eigin fé eins
og undanfarin ár.
Síðari umræða um ijárhagsáætlun
Selfosskaupstaðar er áformuð 27.
febrúar.
Sig. Jóns.
Fjórfalda þarf
framleiðsliina til að
anna eftirspurn
- segir Erla Rafnsdóttir markaðsstjóri
ÖSSUR hf., sem framleiðir ýmis stoðtæki, hefur engan veginn und-
an að framleiða hulsur úr silikon-efnablöndu, sem fyrirtækið hefur
einkaleyfi á. Fjórfalda þarf framleiðslugetu fyrirtækisins til að anna
brýnustu eftirspurn. Nýjasta framleiðsla fyrirtækisins er gerviökkli.
„ # # Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson
Fra borgarafundi um fjárhagsáætlun Hafnar. Við háborðið sitja, talið frá vinstri: Aðalsteinn Aðalsteins-
s°n, Guðmundur Ingi Sigurbjörnsson, Einar Karlsson, Svava K. Guðmundsdóttir, Stefán Ólafsson, Gísli
Sv. Arnason og Albert Eymundsson forseti bæjarstjórnar. Sturlaugur Þorsteinsson, bæjarstjóri, er í
ræðupúlti.
Höfn:
Engar lántökur hjá bæjarsjóði
Höfn.
„Það eru líkur á að gerviökklinn
fái góðar viðtökur þegar hann kem-
ur á markað, en það verður um
mitt þetta ár. Hann hefur verið í
þróun síðan 1986 og við höfum
prófað hann á fólki hér. Það er til
dæmis piltur í Vestmannaeyjum,
-sem er með gerviökkla frá okkur
og er mjög ánægður með hann.
Hann æfir handbolta og það eina
sem hann á erfitt með er að hlaupa
aftur á bak á handboltaæfingum,"
segir Erla Rafnsdóttir, markaðs-
stjóri hjá Össuri.
Iceross-hulsan, sem er sett á
stúfa fyrir neðan hné til að festa
gervifótinn við líkamann, hefur
gengið mjög vel og hefur Össur hf.
ekki annað eftirspurn. Við hreyf-
ingu myndaðist oft sár á húðina en
með tilkomu hulsunar er það vanda-
mál úr sögunni.
Mikill meirihluti fundarmanna
studdi framkomna tillögu Þróun-
arfélagsins um að opna Austur-
stræti tímabundið til reynslu.
Samhliða þessari tilraun yrði jafn-
framt bætt og aukið útivistar-
svæði annars staðar í miðbænum.
Það er ekki síst hin jákvæða
reynsla af þeim breytingum sem
gerðar hafa verið á Laugavegin-
um, þar sem vel hefur tekist að
samræma bifreiðaakstur og um-
ferð gangandi vegfarenda sem
•^efur tilefni tii þess að láta á það
reyna hvort þessi aðgerð komi
„Við erum að reisa nýja fram-
leiðslustöð og þegar hún verður til-
búin mun framleiðslan fjórfaldast.
Iceross-hulsan er aðalútflutnings-
vara okkar og hefur salan fimm-
faldast á síðustu sex mánuðum.
Velta fyrirtækisins á síðasta ári var
93,5 milljónir króna og allt útlit er
fyrir að hún eigi eftir að aukast
verulega á næstu árum vegna auk-
ins útflutnings,“ sagði Erla.
Sem dæmi um áhuga á fram-
leiðslu fyrirtækisins má nefna að
hér á landi er nú staddur Dani,
Henning Baagoe Andersen, sem
frétti af þróun gerviökklans og kom
hingað til að krækja sér í tvo slíka.
Gerviökklinn er ekki kominn á al-
mennan markað ennþá, en Daninn
var orðin óþolinmóður að bíða og
gerði sér því ferð hingað.
mannlífi og athafnalífi í miðbæn-
um til góða.
Miðbæjarfélagið sem stofnað
var 19. janúar sl. er vettvangur
þeirra sem reka fyrirtæki og stofn-
anir, starfrækja félagastarfsemi
■ KÓR Garðakirkju var stofnað-
ur 14. janúar siðastliðinn. Kirkju-
kóramót Kjalarnessprófastsdæmis
verður haldið 2. mars og mun kór-
inn vitanlega taka þátt í því. Á
föstudaginn langa verða tónleikar
í Garðakirkju. í lok maí ætlar kór-
inn að heimsækja Austfirði þar sem
söngstjórinn Ferenc Utassy byrj-
HAFNARBÚAR virðast mjög
sáttir við þá fjárhagsáætlun er
bæjaryfirvöld kynntu á opnum
fundi í Sindrabæ nýverið. í það
minnsta heyrðust ekki háværar
gagnrýnisraddir a fundinum
þeim. Fjárhagsáætlunin var
kynnt bæjarbúum eftir fyrstu
eða búa á Kvosarsvæðinu. Félagið
er einnig opið áhugafólki um mið-
bæinn. Markmið félagsins er m.a.
að vekja athygli á miðbænum í
Reykjavík, sögu hans, menningu
og athafnalífi. Miðbæjarfélagið
mun í framtíðinni halda fleiri opna
fundi um málefni svæðisins sem
er afmarkað við Kvosina, segir í
fréttatilkynningu.
Ályktun þessi mun verða send
Borgarráði Reykjavíkur.
aði starfsferil sinn hér á landi. Kór-
inn æfir tvisvar í viku, mánudags-
og miðvikudagskvöld. Verið er að
setja á stofn kórskóla til að auð-
velda byrjendum að taka þátt í
kórstarfinu. Kórinn óskar eftir
söngfólki í allar raddir. Upplýsingar
gefur Bert í Bókasafni Garðabæj-
ar.
umræðu hennar í bæjarstjórn og
fer síðari umræða fram 21. fe-
brúar næstkomandi. Samkvæmt
áætluninni verða tekjur 182,6
milljónir króna sem er 13,7%
aukning frá fyrra ári. Mest
hækkun verður á fasteignagjöld-
um eða 24,9% og aðstöðugjöld
hækka um 22% Framlag úr jöfn-
unarsjóði sveitarfélaga minnkar
hinsvegar um 8,6% frá 1990.
Helstu gjaldaliðir eru fræðslu-
mál, það er rekstur skólanna 22,2
milljónir sem þó er lækkun frá fyrra
ári um 11,6% Almannatryggingar
og félagsmál kosta 15,5 milljónir
og hækka um 31,8% Yfirstjórn
bæjarfélagsins'kostar 15,5 milljónir
og lækkar um 7.5% Fjármagns-
kostnaður er fjórði hæsti liður
rekstrarins kr. 7,6 milljónir eftir
að vaxtatekjur eru frádregnar.
Munar þar 2% frá fyrra ári.
Samkvæmt áætluninni kostar
reksturinn kr. 101,2 milljónir og
eru þá eftir í framkvæmdir 81,4
milljónir króna.
Á framkvæmdaáætlun er fram-
lag til hafnarsjóðs vegna lóðsbáts
10 milljónir króna, 7,5 milljónum
verður varið til hlutafjárkaupa í
útgerðarfyrirtækinu Samstöðu, 7
milljónir verða lagðar í gangstíga
og gangstéttir og sama upphæð í
gatnagerð, 6 milljónir fara í endur-
bætur á tjaldstæði og aðrar 6 í land-
vinninga, það er hækkun lands og
dælingu til uppfyllingar. Óráðstafað
er 4,4 milljónum króna.
Bæjarstjóri, Sturlaugur Þor-
steinsson, upplýsti meðal annars á
fundinum að ef menn hefðu teygt
sig enn lengra í álögum á bæj-
arbúa, eða til jafns og sum sveitar-
félög af svipaðri stærð hefði tekjuá-
ætlunin hljóðað upp á 203 milljónir
króna. Helstu gagnrýnisraddirnar á
fundinum voru hjá einstaka sjó-
mönnum sem hafa miklar áhyggjur
af fyrirhugaðri gerð grjótgarðs á
Suðurljörutanga. Eru þeir hrædd-
astir um að garðurinn gæti allteins
orðið banabiti Óssins á þann veg
að hann hryndi inn í Ósinn og stöðv-
aði umferð um hann.
Bæjarstjórnarmenn kváðust
byggja sínar ákvarðanir á tillögum
hæfustu manna í gerð hafnarmann-
virkja og kváðu erfitt fyrir sig að
treysta á hyggjuvitið í svona stóru
máli. Ekki dygði að sitja með hend-
ur í skauti og varla yrðu sjómenn
yfir sig ánægðir ef ekkert yrði gert
til að reyna að bjarga Ósnum frá
frekari áföllum af náttúrunnar
hendi. Þar með varð sú umræðan
ekki lengri að sinni og sleit fundar-
stjóri, séra Baldur Kristjánsson,
fundi er um 60 borgarar sóttu.
- JGG.
Um 50 manns á fundi um Austurstræti
OPINN fundur hins nýstofnaða Miðbæjarfélags um „Opnun Austur-
strætis" fyrir bifreiðaumferð var haldinn í Hlaðvarpanum 14. fe-
brúar sl. Um 50 manns mættu á fundinn, þeirra á meðal Vilhjálm-
ur Þ. Vilhjálmsson formaður Þróunarfélags Reykjavíkur, Stefán
Hermannsson aðstoðarborgarverkfræðingur og nokkrir borgar-
fulltrúar.