Morgunblaðið - 06.03.1991, Side 12

Morgunblaðið - 06.03.1991, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1991 Af venjulegu skrítnu fólki _________Leiklist____________ Súsanna Svavarsdóttir Á Herranótt hjá Menntaskólan- um í Reykjavík. Hjá Mjólkur- skógi. Höfundur: Dylan Thom- as. Þýðandi: Kristinn Björnsson. Leiksljóri: Viðar Eggertsson. Aðstoðarleikstjóri: Guðrún Vil- mundardóttir. Ljós: Árni Bald- vinsson. Leikmynd: Ingibjörg Sveinsdóttir. Búningar: Iris Olöf Siguijónsdóttir. Það ræðst ekki á garðinn þar sem hann er iægstur, varð mér á orði, þegar ég sá að Á Herranótt Menntaskólans í Reykjavík yrði uppfærsla á Mjólkurskóginum, eft- ir Dylan Thomas. Þetta er mann- margt verk, fremur flókið í upp’- setningu, vegna stöðugra skipta á persónunum út og inn á sviðinu. Hver og einn á sér sögu, sem kem- ur í bútum, hingað og þangað — og textinn er æði þéttur. Verkið segir frá mannlífinu í litlu velsku þorpi; þorpi, sem rétt eins og skógurinn sem það stendur við, er bara þarna. Það er svo af- skekkt, einangrað og laust við at- hyglisverða sögu eða áhugaverðar byggingar, að þegar bandarískur ferðamannahópur kemur til Wales, er þorpið skoðað sem dæmi um deyfð og ömurleika. Svo kynnumst við íbúum þess, frá sólarupprás til sólarlags og þorpið er eins og limbó, þar sem þær fáu sálir sem þar búa, ráfa um frá eilífið til eilífð- ar. Söguna segja fjórir sögumenn, sem sjá inn í drauma og hugar- heim allra íbúanna. Sögumennirnir eru fjórar konur og þær flétta ofan af hræsninni, hæðast að yfirdreps- skapnum, tala af samúð um þá sem ekki þora að láta drauma sína rætast, segja fyrir um hvemig muni fara, þegar kona og maður girnast hvort annað, og svo fram- vegis. Texti þeirra er í senn ljóð- rænn og fyndinn. Þessir íjórir sögumenn stjórna hreyfingu sýn- ingarinnar; eftir frásögn þeirra dansa þorpsbúarnir á sviðið. Og sögumennirnir kalla þá fram á óheppilegum augnablikum, einmitt þegar þeir eru að gæla við sínar leyndustu hugsanir, dekra við dökku hliðarnar á sjálfum sér, eða að rækta galla sína. Enginn kemst undan, því sögumennimir eru al- sjáandi. Högni kaptugi, sem fyrrum sigldi um heimshöfun, hefur tapað sjóninni og hefur horfið aftur til þeirra daga, þegar hann sá sína heittelskuðu Rósu Próbert, sem nú er dáin og vitjar hans í draumi um nætur, ásamt löngu drukknuðum félögum Högna. Svo eru það turtil- dúfurnar Mog Edwards, skraddari þorpsins og hún Myfanwy Price, kjólasaumakona sem rekur sæl- gætisverslun. Þau senda hvort öðru ilmandi ástarbréf daglega — hún hefur játast honum, en þau eiga eftir að skrifast á og elska hvort annað í sitthvorum enda þorpsins um langan aldur. Og Villi Nilli, póstur, og frú Villi Nilli, sem standa með bréfin yfir gufukötlum, opna þau og lesa, áður en Villi Nilli ber þau út. Þetta vita allir og þegar Villi Nilli, kemur með bréf eða böggla, spyr viðtakandinn alltaf um innihaldið og Villi Nilli svarar öllu af mikilli samvisku- semi. Og allt þetta venjulega, skrítna fólk á sér sögu; Gréta Garter á óteljandi börn, með körlunum í þoipir.u, afþví hún kann ekki að segja nei, Herra Waldo, er ekkju- maður með 24 barnameðlagskröf- ur og fleiri á leiðinni. Haustló Ben- on, fallega, ógifta ísmærin sem kennir börnunum, ér að ærast úr losta undir frosthjúpnum, frú Og- more-Pritchard, ekkja eftir tvo eig- inmenn, sem báðir hafa flúið til heljar, til að losna við hana, en þurfa svo að taka út þungbæra refsingu; að mæta í svefnherbergi frúarinnar á hverri nóttu til að taka við skipunum hennar. Svona væri hægt að telja upp lengi dags, en skal hér staðar numið. Hjá Mjólkurskógi er heillandi verk. Textinn er í senn Ijóðrænn, fyndinn, dramatískur og allt fullt af orðum og setningum sem hægt er að smjatta lengi á. Til þess að alls þessa verði notið, þarf árans sterkan og góðan leikhóp og ég verð að segja að leikhópur Herra- nætur var vandanum vaxinn. Framsögn og meðferð texta var mjög góð, á köflum framúrskar- andi. Að öðrum ólöstuðum báru þó sögumennirnir Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Sólveig Arnars- dóttir af. Þær léku sér að textanum og undirstrikuðu hann með lifandi hreyfingum og látbragði. Tónlistin var mjög vel flutt og söngur góð- ur. Sviðsframkoma var svo ótrú- lega lipur og vandræðalaus að manni datt helst í hug að þessir krakkar hefðu leikið hjá Herranótt frá upphafi, það er að segja í 200 ár; slík virtist kunnátta þeirra og hæfni. Leikmyndin er einföld og búningarnir einkar ijölbreyttir og skemmtilegir. Leikstjórinn, Viðar Eggertsson hefur sýnilega gert sér grein fyrir hæfni þessa áhugaleikhóps og skil- ar hér sýningu sem er unun að hofa og hlusta á. Grímu- klætt skop Leiklist Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Aristófanes, leikfélag Fjöl- brautaskólans í Breiðholti, sýnir Tveggja þjónn. Höfundur: Carlo Goldoni. Þýðing: Bjarni Guð- mundsson. Leikstjóri og leik- mynd: Sigurþór A. Heimisson. Ljósamaður: Gunanr Þór Amar- son. „Hver kann tveim herrum að þjóna?“ spyr þjónninn Trifolio þeg- ar hnan hefur lent í ýmsum hremmingum í skiptum við hús- bænduma sína tvo í leikritinu Tveggja þjónn eftir skáldið frá Feneyjum, Carlo Goldoni. Hvort einhver kann það, veit ég ekki en hitt er ljóst að það eru margir sem reyna hvað þeir geta að stunda þá list og það endar ekki alltaf jafn giftusamlega og hjá Trifolio. Goldoni var uppi á 18. öld en brest- ir mannanna breytast ekki svo mikið í tímans rás. Það er því broddur í skopi Goldonis þó gamanið sé ætíð í fyrirrúmi. Þetta er leikrit í anda ítalskrar leikhefðar sem kölluð er Comme- dia dell’arte. Hún varð til á Ítalíu upp úr 1500 og breiddist út um Evrópu á næstu tveim öldum með ítölskum leikhópum. Commedia dell’arte er gamanleikjaform sem byggist í stuttu máli meira á ákveðnum manngerðum og ein- kennum þeirra en fastmótuðum texta. Raunin var sú að leikararn- ir héldu upp með ákveðinn sögu- þráð í huga en sköpuðu svo text- ann frá eigin bijósti í hvert sinn og gat þá andrúmsloftið á staðnum ráðið miklu um hvemig sýning varð til. Oft var það þannig að sami leikari lék alltaf sömu persón- una og einkenni hennar voru svo fastmótuð að menn þurftu ekki annað en að sjá hana til að vita hver var þar á ferðinni: einfaldi þjónninn, nískupúkinn, brellna Ingvar Sverris- son í gervi lyga- laupsins Trifolio. þjónustustúlkan o.s.frv. Hver leik- ari lék svo með grímu sem var sérstæð fyrir þá persónu er hann lék. Áhrifa þessarar leikhefðar gæti t.d. hjá Moliére, Dario Fo og tveimur af þekktustu leikurum kvikmyndanna, þeim Chaplin og Buster Keaton. Sýning Aristófanesar á „Tveggja þjónn“ er í anda þessarar leikhefðar. Leikmátturinn er ýktur, stílfærður og stór í sniðum og sum- ir leikaranna bera grímur. Þetta er rétt leið enda skiptir leikræn og sjónræn tjáning miklu máli í gamanleik. Oft er það þannig að skopið fellur dautt niður sé því ekki fylgt nægilega eftir í leikstíl. Leikurunum í þessari sýningu tekst vel upp með þetta atriði og leikstjórinn hefur greinilega lagt rækt við allt látbragð og hreyfíng- ar. Þjónninn Trifolio, einfaldur bragðarefur, er burðarás þessa verks sem fjallar um misskilning á misskilning ofan. Það er óþarfi að rekja þann söguþráð nokkuð nánar en hann er gamansamur í besta lagi og ætti ap kitla hlátur- taugar flestra. Syningin gekk nokkuð smurt, atriðin eru stutt og hnitast flest um eitthvert ákveðið atvik, oftast er það þjónninn sem lendir í einhverri klemmu sem hann svo lýgur sig lipurlega út úr. Ingvar Sverrisson, sem leikur þjóninn, tekur öðrum fram hvað varðar góða framsögn. Hann nýtti sér skopleg tilsvör og fylgdi þeim vel eftir með skemmtilegum leik- máta og naut sín greinilega vel. Katrín Þórey Þórðardóttir, sem hin skríkjandi þjónustustúlka Smer- aldína, náði fínum mótleik við Ingvar. Bestu atriðin voru þegar þau tvö voru saman á sviðinu. Aðrir leikarar stóðu sig einnig þokkalega. Sigurlaug Jónsdóttir lék herra Speranza, hinn níska lág- vaxna kaupmann með bogið bak og eilífa fingraleikfimi. Sigurlaug fór lipurlega með þetta hlutverk og hélt gervinu vel allan tímann. Framsögn var, sem oftar á skóla- sýningum, helsti galli sumra leik- enda. Framsögn, sem er ábóta- vant, getur leikstjóri ekki lagfært svo vel sé á nokkrum vikum en það sýnir glöggt nauðsyn þess að sinna þessum þætti vel í skólakerf- inu. FURÐUSAGA Bókmenntir ErlendurJónsson Auður Ingvars: MEFISTÓ Á MEÐAL VOR. 170 bls. Fjölvaút- gáfa. Reykjavík, 1990. Eigum við ekki að segja að saga þessi sé svo sem hundrað árum á undan sænskum myndum? Hún er sem sé í djarfara lagi. Þar að auki er þetta furðusaga hin mesta. Það er ekki ófyrirsynju að á titilsíðu skuli standa: »Furðuskáldsaga.« Margar eru söguhetjurnar. Og held- ur betur brokkgengar. Er þar lítt farið í manngreinarálit þegar ávirð- ingar þeirra eru útmálaðar. Til dæmis er dómsmálaráðherrann sjálfur látinn fara í kunningjaheim- sókn út á Seltjarnarnes. Eftir að fólkið hefur fengið sér i glas eins og gerist og gengur í góðra vina hópi skiptir engum togum að ungir menn raða sér á frúna en ungar og sætar stelpur taka ráðherrann með svipuðum hætti þannig að samkvæ- mið endar með tröllslegu stóðlífi. Og allir láta sér vel líka! Morð eru framin eins og að drekka vatn. Og glæponar spássera þarna á síðunum fleiri en tölu verði á komið. Kannski er viðurhlutaminnst að styðjast við kápuauglýsingu: »Hér kveður sér hljóðs nýr rithöf- undur. Hún svarar kalli tímans, gerist miðill, spámaður eða túlkandi um öll þessi ósköp sem eru á sveimi. í hugmyndaflugi og ótrúlegu næmi tjáir hún í einskonar vímustíl þann óhugnað og skelfingu sem vofír yfir okkur og úr því verður siáandi hryll- ingssaga, sem á sér uppsprettu í ógnunum í Gullborginni við Sundin.« í kápuauglýsingunni er líka talið upp það sem helst ber til tíðinda: drykkjuskapur, hnífstungur, of- beldi, einelti og hræðilegustu sifja- spell. Og þar til viðbótar »allskyns misferli«. Hryllingssaga? Það er nú svo. Ekki fór neinn hrollur um undirrit- aðan. Hins vegar vakti margur kaflinn óvæntan - og kannski óvið- urkvæmilegan hlátur: Hvílíkt og annað eins sem manneskjunni getur dottið í hug að setja saman! Þegar öllu er á botninn hvolft. sýnist þetta vera langtum of yfirborðskennt til Auður Ingvars að maður verði gagntekinn. í frétta- tilkynningu segir að höfundurinn sé »miðaldra alþýðukona«. Málfarið á sögunni er þó fremur bóklegt en alþýðlegt. Á það jafnt við um megin- textann og samtöl þau sem lögð eru í munn söguhetjunum, yngri sem eldri. í upphafi virðist stíllinn vera fremur viðvaningslegur. En annað- hvort er aðmaður venst honum eða skáldkonunni vex ásmegin eftir því sem á söguna líður, en þetta mun vera hennar fyrsta bók. Reyndar er ekkert einsdæmi að höfundar hiti sig þannig upp, einkum ef honum er mikið niðri fyrir. Er víst hvergi út í hött að kalla þetta vímustíl. Auðvitað lægi saga þessi vel við höggi ef maður vildi afgreiða hana þannig. En málið er varla svo ein- falt. 1 raun og veru gildir hér eng- inn almennur mælikvarði. Bókin liggur einhvern veginn fyrir utan mörk venjulegrar gagnrýni. Villur eru þarna margar og mál- far sums staðar hæpið, t.d.: »Hann veitti því eftirtekt að fáir voru að versla sér sjúss.« En útgefandinn sýnir þessari mið- aldra skáldkonu fullan sóma með því að gera b.ókina, svq úr garði að hæfa mætti hvaða klassík sem er.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.