Morgunblaðið - 06.03.1991, Síða 24

Morgunblaðið - 06.03.1991, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1991 -\ JMffgtuiIifftfyife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulitrúarritstjóra Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Ný stefna í Norðurlandaráði Heimir Hauksson í Bahrain: Sumir hafa gas- grímurnar enn til taks Gísli Signrðsson læknir býst við að fara til Kúveit innan skamms GÍSLI Sigurðsson læknir segist reikna með að fara til Kúveit eftir einn til tvo mánuði til að ganga frá sinum málum og gefa skýrslur um _það sem hann varð vitni að í störfum sínum á meðan á herná- mi Iraka stóð. „Ég á von á að fá boð um að fara einhvern tíma á næstu vikum eða mánuðum. Það verður þó varla á meðan herlög gilda í Iandinu," segir hann. Heimir Hauksson, sem búsettur er á Bahrain, segir að þrátt fyrir lok stríðsins hafi ibúar þar allan vara á og enn hafi sumir gasgrímurnar til taks. Islensku þátttakendumir í þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í síðustu viku lentu í útistöðum við þingmenn og ráðherra annarra þjóða þar. Deilurnar eru um það, hvort full- trúar stjórnmálaskoðana eða landa eigi að fara með for- mennsku í nefndum á vegum ráðsins. íslendingar hafa átt formann í einni af aðalnefnd þingsins en missa hann, ef hætt verður að taka tillit til landa við val á formönnunum. Alþjóðlegt samstarf er mótað á mismunandi grunni. Á allsheij- arþingi Sameinuðu þjóðanna hefur hvert ríki eitt atkvæði án tillits til stærðar. Innan vébanda samtakanna er hins vegar viður- kennt að sum ríki séu jafnari en önnur, því að stórveldin fímm: Bandaríkin, Bretland, Frakk- land, Kína og Sovétríkinm hafa neitunarvald í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna. Innan Atlants- hafsbandalagsins hefur hvert ríki neitunarvald. Þar er ekki um það að ræða, að meirihlutinn geti sagt minnihlutanum fyrir verkum. í raun er ekki gengið lengra en sá vill, sem skemmst fer. Síðast reyndi á þetta í lok síðasta árs og í upphafi þessa, þegar rætt var um túlkun á 5. grein Atlantshafssáttmálans um að árás á eitt ríki sé árás á þau öll. Innan Evrópubandalagsins getur meirihluti ríkja tekið ákvarðanir sem bindur minni- hlutann. Litið er á bandalagið sem hina dæmigerðu yfírríkja- stofnun. Skipulag þess er hins vegar þannig að þar er tekið til- lit til einstakra aðildarríkja við skipan fulltrúa í forystusveit. Fámennasta þjóðin, Lúxemborg- arar, hefur þannig hlutfallslega miklu meira vald en hin fjöl- mennasta, Þjóðveijar. Norðurlandaráð er ekki yfirríkjastofnun en með þeirri stefnu að láta pólitísk sjónarmið ráða meiru við val á mönnum í trúnarstöður en landafræði er ráðið að fara inn á nýjar braut- ir. Þessi stefnubreyting hlýtur að vekja áhyggjur hjá þeim sem hafa litið á þátttöku í alþjóða- samtökum frá öðrum sjónarhóli. Þegar rætt er um tækifæri einstaklinga og landshluta til að hafa áhrif á stjóm landsmála hafa svæðisbundin viðhorf víða mátt sín mikils. Stjórnskipun sambandsríkja byggist á því að hvert aðildarland að sambandinu fái að hafa áhrif á yfirstjórn þess og þar með er oft gert bet- ur við þann sem er minnstur en hinn sem er stærstur. Við sjáum þetta til dæmis í öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem öll ríki Bandaríkjanna eiga tvo fulltrúa án tillits til þess hve þau eru fjölmenn. Hér á landi hefur mis- vægi í atkvæðisrétti verið skýrt með svæðisbundna hagsmuni í huga. Þannig mætti áfram telja. Breyting á forsendunum fyrir kjöri manna í trúnaðarstörf inn- an Norðurlandaráðs þarf að sjálfsögðu ekki að hafa í för með sér, að íslendingar fái ekki for- mann í einhverri nefnd á vegum ráðsins. Ekkert ætti að mæla með því að norrænir flokksbræð- ur sýni íslendingi slíkt traust. Þar hlýtur að vera tekið mið af hæfni manna og reynslu. Hitt er eðlilegt að það sé rætt ítar- lega á Alþingi, hvort menn séu reiðbúnir til að fallast á breytta skipan í Norðurlandaráði. I Kaupmannahöfn gerðist það að Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Júlíus Sól- nes, samstarfsráðherra Norður- landa, neituðu að skrifa undir tillögu um breytingu á Helsinki- sáttmálanum um norrænt sam- starf, þar sem gert er ráð fyrir að fjölgað verði í forsætisnefnd ráðsins til að tryggja að allir flokkahópar eigi þar fulltrúa. Þessi viðbrögð vöktu undrun annarra sem að málinu höfðu staðið. Þessi afstaða virðist hafa komið þeim í opna skjöldu eins og flestum hér á landi, þar sem ríkisstjörnin eða fulltrúar á þingi Norðurlandaráðs höfðu ekki rætt um þing ráðsins í Kaup- mannahöfn með þeim hætti, að til ágreinings kynni að koma um jafnviðkvæmt mál og þetta. Bar þessar breytingartillögur að með þeim hætti, að ekki var unnt að ræða þær fyrirfram á Alþingi? Júlíus Sólnes sagði í Morgun- blaðinu á laugardag: „Næsta skref er hreinlega að fara vand- lega yfír það heima á íslandi hvort við getum sætt okkur við þessar breytingar. Ef ekki, þá ná þær ekki .fram að ganga og öllu verður frestað til næsta Norðurlandaráðsþings. Það er óneitanlega verið að stefna þessu samstarfí í þá átt að áhrif smá- þjóðar eins og íslendinga fjari út.“ Lokaorð ráðherrans ganga þvert á hugmyndir íslendinga um norrænt samstarf, sem aldr- ei hefur vakið alvarlegan pólitískan ágreining hér. Ef markvisst er unnið að því að skerða hlut íslands í samstarfínu þarf að ræða það opinberlega og hefði auðvitað átt að gera að frumkvæði þingmanna og ríkisstjórnar íslands, áður en til þingsins í Kaupmannahöfn var gengið. Gísli hefur starfað við afleysing- ar á Landspítalanum að undanf- örnu en segist fastlega búast við að fjölskyldan muni flytja úr landi. Segir hann líklegast að þau muni fara til starfa í Sviss. „Við misstum allar okkar eigur í Kúveit og ég tel mjög ósennilegt að við endur- heimtum þær. Ég sé að við mynd- um aldrei ná okkur aftur fíárhags- lega með því að starfa hér á Is- landi. Það tæki okkur sjálfsagt tvö eða þijú ár að ná okkur í búslóð og enn þá lengri tíma að afla okk- ur húsnæðis,“ sagði Gisli. Stefanía Reinharðsdóttir Kha- life, ræðismaður íslands í Amman, hélt af stað til Jórdaníu á sunnu- dag en að sögn Guðmundar B. Helgasonar í utanríkisráðuneytinu var ekki vitað til að aðrir íslending- ar í Miðausturlöndum, sem yfir- gáfu svæðið þegar stríðsátökin brutust út, hefðu snúið aftur. Heimir Hauksson tölvufræðing- ur, sem búsettur er ásamt eigin- konu og tveimur börnum á eyjunni Bahrain á Persaflóa, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að lífið þar gengi að mestu sinn vanagang og lítið bæri á vöruskorti í verslunum. „Sumir hafa þó ennþá gasgrímurn- ar með sér og flestir eru enn með einangruð herbergi enda er ekki búið að koma á formlegu vopna- hléi. Bretar og fleiri ráðlögðu fólki að yfirgefa staðinn þegar átökin voru að hefjast. Því hefur ekki ÁRLEGUR prófastafundur kirkj- unnar hófst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni í gærmorgun, en fundurinn verður að þessu sinni haldinn í fundarsal biskupsem- bættisins við Suðurgötu. Að sögn biskupsins yfir íslandi, herra Ólafs Skúlasonar, verða ýmis innri mál kirkjunnar rædd á verið breytt og fólk er ekkert farið að snúa aftur,“ sagði Heimir. Heimir sagði að olíubrákin á sjórium væri ekki komin upp að strönd Bahrain. „Öll létta olían mun vera gufuð upp en eftir er tjörumassi og fólk er að búa sig undir þetta meðal annars með því að setja olíubúmur við vatnsinntök á vatnshreinsistöðvum og 450 sjálfboðaliðar eru reiðubúnir að hreinsa fugla á ströndinni,“ sagði hann. Heimir sagðist sjá reykinn frá olíubrunanum í Kúveit en íbúar eyjunnar fyndu ekki fyrir honum. „Það • hefur dimmt svolítið í lofti en engin lykt hefur fundist. Um helgina rigndi en mælingar leiddu ekki í ljós að regnvatnið væri orð- ið súrt,“ sagði hann. Heimir starfar á olíuhreinsunar- stöð og sagði að þar hefðu flestir verið frá vinnu í rúma, tíu daga á meðan stríðið stóð. „Ég get ekki sagt að það hafi hvarflað að okkur að yfirgefa Bahrain enda urðum við lítið vör við átökin. Þó blésu loftvarnarflautur stöku sinnum. Það er talið víst að eldflaug hafi verið skotin niður yfir heiflugvelli á suðurhluta Bahrain en það hefur ekki verið staðfest opinberlega. Það voru engin loftvarnarmerki gefin þegar þetta gerðist en fólk heyrði miklar sprengingar og hús skulfu,“ sagði Heimir. fundinum, en honum lýkur á fimmtudagskvöldið. Meðal þess sem rætt verður á prófastafundinum er handbók fyrir starfsmenn kirkjunnar, sem verið er að vinna að, og nýtt sálmahefti sem er að koma út. Á fundinum mun Baldur Möller, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, fjalla um hlutverk Byggingarframkvæmdir við Séra vonum framar. Bygging riks-kap Byggingarframkvæmdir við Séra Friðriks-kapellu að Hlíða- renda við Laufásveg í Reykjavík hafa gengið vonum framar og verða risgjöld á föstudag klukkan 16. Davíð Oddsson, borgarstjóri, tók fyrstu skóflustunguna 24. maí í fyrra og var byggingartími áætlaður þrjú ár. Verkið er hins vegar komið vel á veg; 25. maí nk. verður opnuð þar ljós- myndasýning, gert er ráð fyrir að lokið verði við kapelluna ári síðar og hún vígð á afmælisdegi séra Friðriks Friðrikssonar, sem fæddist 25. maí árið 1868. Samtök áhugamanna úr KFUM og K, Fóstbræðrum, skátahreyf- ingunni og Knattspyrnufélaginu og skyldur embættismanna, og dr. Bjarni Sigurðsson, prófessor, mun fjalla um kirkjuaga. Prófastar á landinu eru nú sextán talsins, en auk þeirra sitja víglu- biskupar prófastafundinn ásamt biskupnum yfir íslandi, sem er formaður fundarins. Morgunblaðið RAX Prófastar, sem nú sitja árlegan prófastafund kirkjunnar, ásamt biskupnum yfir íslandi og vígslubiskupum. Prófastafundur kirkjunnar: Fjallað um kirkjuaga og hlutverk og skyldur embættismanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.