Morgunblaðið - 06.03.1991, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 06.03.1991, Qupperneq 33
verslunarstörf og útgerð Milljónafé- lagsins og dvölin þar var honum hugstæð og lærdómsrík. Arið 1934 varð Ólafur félagi í Karlakór Reykjavíkur, og var þá Þorsteinn bróðir hans þar fyrir sem ein af leiðandi bassaröddum kórs- ins. Óli söng í Karlakór Reykjavíkur í rúmlega 30 ár og greip þar gjarn- an í að syngja einsöng og tvísöng en hann gekk einnig sönglífi höfuð- staðarins á hönd og er það löng saga og merk sem verðúr ekki rak- in hér. Árið 1936 fékk Ólafur fasta vinnu hjá Heildversluninni Eddu þar sem hann undi hag sínum allvel og seinna starfaði hann um hríð í Heildversluninni Hólmi, en 1954 hóf hann störf í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg og varð það í raun hans ævistarf til 1981. Um svipað leyti hætti hann í Karla- kór Reykjavíkur og gerðist liðsmað- ur kórs eldri félaga og söng með þessum félögum sínum við útfarir og vann með því hið merkasta starf. Er Óli hætti í Heilsuvemdarstöð- inni undi hann öllum stundum í Víðihóli í Mpsfellsdal en þar áttu þeir bræður Ámi og hann sumarbú- stað, settust þar að og gerðu sér gróðurreit. Hann var nú fluttur á æskustöðvarnar og nærtækt var að taka nú aftur til hendinni þar sem frá var horfið í sveitinni. Gerðist hann nú liðsmaður í Karlakórnum Stefni í Kjósarsýslu. Hann söng í heimakórnum sínum í Mosfells- sveitinni í nokkur ár og var svo sem vænta mátti hinn besti liðsmaður og máttarstólpi og fór einkar vel á með honum og söngstjóra kórsins, Lárusi Sveinssyni. í þessri starfsemi færði Öli sig upp á skaftið og hélt sjálfstæða söngskemmtun í Hlé- garði í tilefni af 75 ára afmæli sínu og skilaði því hlutverki af miklum skörangsskap við húsfylli. Jafn- framt því fékk hann Jónas Ingi- mundarson einnig í lið með sér og söng inn á hljómplötu sem fengið hefir ágæta dóma og var seld á tónleikunum. Fáir hafa leikið það hálfáttræðir að skila slíku snilldar- verki að halda sjálfstæðan konsert með 15 lögum og syngja svo á hljómplötu þar að auki. Með plöt- unni var í raun bjargað rödd þessa sérstæða og stundum umdeilda Iistamanns og einnig ýmsum þjóð- legum fróðleik sem felst í lagavali hans frá ýmsum tímum á löngum söngferli. Foreldrar Ólafs vora þau Val- gerður Gísladóttir sem var af skaft- fellskum ættum, fædd og uppalin á Skógum undir Eyjafjöllum, og séra Magnús sonur læknishjónanna í Vestmannaeyjum, Þorsteins Jóns- sonar og Matthildar Jónsdóttur, sem áttu ættir sínar að rekja af Suðurlandi. Árið 1944 kvæntist Ólafur Rósu Jakobsdóttur frá Bessastöðum á Álftanesi en hún ólst upp í Hafnarfirði og varð þeim þriggja barna auðið. Þau eru Val- gerður kennari, gift Gylfa Sigur- jónssyni forstjóra og eiga þau tvö böm, Einar rafeindafræðingur, kvæntur Ernu Freyju Oddsdóttur og eiga þau þijú börn. Yngstur er Magnús viðskiptafræðingur og kaupmaður í Reykjavík, kvæntur Þóranni Sigurðardóttur og eiga þau þijú börn, auk þess átti Rósa Skúla Kjartansson í fyrra hjónabandi. Kona hans er Hrefna Hákonardótt- ir og eiga þau eitt bam. Að leiðarlokum er fátt sagt en því meir liugsað til hins framliðna vinar sem nú kveður og heldur á vit þeirra sem á undan era gengn- ir. Minningin lifír um góðan vin. Söngbræður senda hugheilar kveðj- ur yfír móðuna miklu. Skal hér að lokum nefnt samstarf þeirra Sigfús- ar Halldórssonar tónskálds en Olaf- ur söng stundum lög Sigfúsar sem hann var að semja og hafði ekki alltaf skrifað upp. Eitt var t.d. gert við ljóð eftir Ibsen í þýðingu Sigurð- ar frá Arnarholti sem hljóðar svo. „Síðustu gestir, frá garði riðu ómar af kvæðum, með kvöldblænum liðu. I eyði og tómi lá túnið og bærinn, þar hafð’hún mig töfrað, með tónunum mærin. Nú er söngurinn dáinn og sól hnigin vestur framandi kom hún en fór eins og gestur." Fjölskyldu Ólafs heitins Magnús- sonar frá Mosfelli er vottuð samúð reer sham .b HUOAauxivöiM giaAja/uoHQM ___________ ________ __________________ MÖRGUNBLÁÐlÉOíÍÐVÍKUDÁGUÍt 67 MARZ ~199T '" - - 33 við fráfall hans. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju í dag, miðviku- dag, kl. 13.30 en jarðsett verður frá Mosfelli sama dag. Jón M. Guðmundsson Góður maður er genginn. Undirritaðan granaði fyrir nokkru, að Ólafur Magnússon, söngvari, frá Mosfelli, mundi brátt kveðja þennan heim. Þessvegna kom andiátsfregnin ekki á óvart. En meðan á sjúkdómslegu hans stóð, vöknuðu brátt minningarnar um langa samvera og vináttu í Karlakór Rekjavíkur, sem stækk- uðu ímynd þessa fágæta manns vegna mannkosta. Hann var list- elskur; frábær söngvari; leikari; en fyrst og fremst ljúfur og góður fé- lagi. Þess utan var hann skáld og hagyrðingur, en það fengu aðeins fáir að heyra og skynja. Sjálfsagt hafa beztu kostir Ólafs komið í ljós, er hann lék og söng sem ,jólasveinn“, en þá komst hann auðveldlega í samband við áheyr- endur sína; litlu og jafnvel fullorðnu börnin, sem elskuðu þennan indæla og sérstæða mann. Hann söng og talaði og hjalaði til þeirra, svo aðdáunarlega, að þau gleymdu sjálfum sér og glöddust óumræðilega. Þetta er hin fullkomna list! Undirritaður og eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur, saknaþessa ágæta vinar, en sá er þetta ritar, vann með honum í kórnum í 40 ár. Hann var ávallt reiðubúinn til að syngja í sorg og gleði; fínna upp á nýjungum á gleðistundum og um- fram allt, að sameina sálir. í starfi hans með félögum í Karlakór Reykjavíkur sýndi hann ætíð ósérhlífni og elju, enda var hann vel virtur og sæmdur fyrir löngu heiðursfélagaorðu kórsins. I nær 57 ár vann hann meira og minna með kómum, þótt hann hætti formlegri þátttöku 1962. Hann var alltaf í nánu sambandi eftir það og var mikils metinn. Hans verður minnst í dag með söng félaganna við útför hans, er góður félagi er kvaddur. Kveðjur fylgja frá Karlakór Reykjavíkur til aðstandenda með ósk um huggun og Guðs blessun. Ragnar Ingólfsson Ólafur Magnússon frá Mosfelli er látinn. Fyrir okkur, fyrrum samstarfs- menn hans á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, ríkir samt andi hans í húsinu um ókomin ár. Hér dreifði hann um sig söng og gleði jafnvel í gráutn hversdagsleikanum. Ólafur hóf starf í Heilsuverndar- stöðinni sem umsjónarmaður henn- ar um leið og hún tók til starfa árið 1955. Ólafur sagði mér einhvern tíma að það hefði orðið með þeim hætti að hann hefði, sem starfsmaður loftvarnanefndar Reykjavíkur, komið oft í þettá hús á meðan það var í byggingu en kjallari Heilsu- verndarstöðvarinnar er einn af fáum stöðum hér í borginni, sem byggður er sérstaklega sem loft- varnabyrgi. Þannig hófust tengsl hans við þann stað, sem átti eftir að vera vinnustaður hans í 26 ár. Þegar Hjálmar Blöndal, fyrsti framkvæmdastjóri Heilsuvemdar- stöðvar Reykjavíkur, síðar hag- sýslustjóri borgarinnar, réði Ólaf til starfa, sem umsjónarmann Heilsu- vemdarstöðvarinnar, var hann að ráða óvenjulegan starfsmann. Ólaf- ur var einn af þeim sjaldgæfu mönnum, sem hafa þann eiginleika að geta miðlað öðrum af ótæmandi brunni lífsgleði og söngs. Fyrir utan sitt daglega starf var hann drif- fjöðrin í félagslífi starfsmanna og mörg sviðamessan varð að söng- messu undir stjórn Ólafs. Þeir eru því margir fyrrum sam- starfsmenn Ólafs, sem minnast hans með söknuði. Við eram þess þó fullviss, að söngur hans er ekki þagnaður. Við samstarfsmenn Ólafs á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, vottum öllum aðstandendum hans samúð okkar. Megi minning hans lifa. Skúli G. Johnsen Minning: Leifur T. Þorleifs- son, Hólkoti Fæddur 13. október 1911 Dáinn 24. febrúar 1991 Leifur Trausti Þorleifsson varð bráðkvaddur á heimili sínu síðastlið- inn sunnudag. Heilsa hans var orð- in tæp um nokkur undanfarin ár, en þó kom andlát hans svo snögg- lega, aðstandendum hans nokkuð á óvart. Leifur var fæddur á Búðum í Staðarsveit. Foreldrar hans voru hjónin Dóróthea Gísladóttir og Þor- leifur Þorsteinsson, sem þá höfðu nýlega byggt sér íbúðarhús á Búð- um, nálægt því sem Búðaós fellur í sjó fram og nefndu húsið Vina- minni. Eina systur átti Leifur, Björgu, f. 6. júní 1919. Dóróthea og Þorleifur höfðu komið með Finnboga Lárassyni og konu hans Björgu Bjarnadóttur, þegar þau keyptu Búðir 1906, og settust þar að og ráku þar útgerð, landbúskap og verslun. Þau komu frá Gerðum í Garði, þar sem þau höfðu stundað samskonar atvinnu. Þorleifur hafði verið formaður á bátum Finnboga þar í Garðinum og hélt áfram formannsstarfí í út- vegi Finnboga á Búðum. Dóróthea var starfsstúlka hjá Björgu húsfreyju, og vann einkum við innanbæjarstörf, þar voru mikil umsvif á stóru heimili þar sem voru mörg börn þeirra hjóna og margt starfsfólk við hinn umfangsmikla rekstur sem þar fór fram. Þorleifur þótti mjög laginn og heppinn sjómaður og stundaði sjó nokkuð alla sína ævi, en einnig var hann bóndi og stundaði búskapinn af umhyggju og snyrtimennsku. Leifur ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Vinaminni og síðar á Holkoti í Staðarsveit. 1914 keypti Þorleifur ásamt Þorsteini föður sínum jörðina Hólkot og ráku fé- lagsbú um nokkur ár, þar til Þor- steinn og kona hans fluttust til Þuríðar dóttur sinnar, sem þá var farin að búa i Mávahlíð í Fróðár- hreppi. Á yngi'i árum vann Leifur fyrst og fremst við bú foreldra sinna, en stundaði einnig sjó á vetr- arvertíðum á Suðurnesjum og á vorvertíðum á Arnarstapa á Snæ- fellsnesi, einnig fór hann a.m.k. eitt sumar á síldveiðar. Við fráfall föður síns, en hann lést í júlí 1938, mjög fyrir aldur fram, tók hann við bústjórn með móður sinni um fimm ára tímabil og var þá nokkuð bundinn við bú- skapinn. Árið 1940 eignaðist hann fjög- urra smálesta opinn vélbát og stundaði róðra á honum frá Búðum þegar stundir gáfust. Dóróthea og Leifur leigðu jörðina 1943, Þórði Gíslasyni og Margréti Jónsdóttur sem bjuggu þar í tvö ár. Aftur tóku þau Dóróthea og Leifur við jörðinni og bjuggu þar í þijú ár. 1948 leigðu þar jörðina þeim sem þetta ritar og bjó ég þar næstu tuttugu árin. Enn tóku þau Dóróthea og Leifur við jörðinni og héldu þar heimili en ráku ekki búskap með hefðbundn- um hætti. Dóróthea og Leifur höfðu tekið svo mikla tryggð við jörðina að þar vildu þau una ævi sinna daga og stóðu við það og áttu þar heima til dauðadags, enda bæði með fastmót- aða skapgerð, sem ekki vildu bregð- ast ætlunarverki sínu. Á þessum stundaði Leifur sjó- róðra bæði frá Búðum og einnig Ólafsvík, oftast einn. Bátinn sem hann keypti 1940 hafði hann endur- byggt heima á Holkoti á þeim árum sem hann var ekki við búskap. Heilsu Dórótheu var nú' mjög tekið að hnigna og dvaldist hún oft síðustu árin hjá skyldfólki sínu og einnig öðru hvoru á sjúkrahúsum. Hún lést í október 1982, á nítug- asta og sjöunda aldursári. Eftir lát móður sinnar var Leifur oftast einn á Hólkoti. Öðru hvora brá hann sér þó á sjó á litlum plast- báti sem þeir áttu í félagi hann og Leifur nafni hans í Mávahlíð. Heilsa Leifs var orðin mjög tæp síðustu árin. Hann var lengi búinn að þjást af bakraun og svo um ára- bil var hann mjög mæðinn og var með astma og átti erfítt með alla áreynslu. Ungur maður og frameftir ævi var Leifur mjög kraftmikill og fylg- inn sér við öll störf og hlífði sér hvergi enda kappsfullur og afburða afkastamikill svo að á orði var haft að enginn vissi afl hans þegar hann vann að setningu báta í Árnarstapa- lendingu, en trúlegt að þá hafi hann ofreynt þrekið og ekki beðið þess bætur eftir það. Að leiðarlokum hef ég persónu- lega margs að minnast um löng samskipti okkar. Hann var ævin- lega tilbúinn að veita mér aðstoð við það sem ég var að fást við í búskapnum, þó einkanlega við- byggingar, því hann var mjög lag- inn og reyndar góðura smiður, þó ekki hefði hann lært sérstaklega til þeirra hluta. Þá var oft gott að njóta hjálpar hans við heyskapinn þegar mikið lá við að hirða hey undan rigningu. Hann vílaði ekki fyrir sér að vaka alla nóttina til þess að Ijúka verkinu svo vel mætti fara. Leifur var hygginn vel og hugs^K. aði mikið um náttúru landsins og vildi að þjóðin væri meðvituð um þau gæði sem landið hefur að bjóða og væri gætin með meðferð gróð- urs, einkum var honum hugleikin skógrækt og hafði af litlum efnum hafið tilraun með gróðursetningu tijáplantna í landareign sinni. Einn- ig hafði hann mjög mikinn áhuga á að íslenska þjóðin varðveitti vel sjálfstæði sitt og afsalaði ekki for- ræði sínu yfir auðlindum landsíns og menningararfleifð. Eina dóttur átti Leifur, Konny Breiðfjörð, og er hún búsett hús- freyja í Reykjavík. Hún á tvö böm, pilt sem heitir Leifur og stúlku sem heitir Margrét. Þau hafa reynst Leifi mjög vel og hefur nafni hans verið mjög umhyggjusamur við afa sinn og veitt honum margar ánægjustundir í einsemdinni. Að lokum færi ég dóttur hans og fjölskyldu hennar og öðrum ætt- ingjum og vinum innilegar samúð- arkveðjur við fráfall Leifs og bið Guð að blessa þeim minninguna um traustan vin. Kristján Guðbjartsson Minning: Sigurlaug Sigurð- ardóttír kennari Fædd 13. ágúst 1940 Dáin 19. desember 1990 „Auð né heilsu/ ræður engi mað- ur“ segir höfundur Sólarljóða í kvæði sínu. Sigurlaug Sigurðardóttir lézt á aðventu og var borin til grafar á bak jólum þann 7. janúar síðastliðinn í fögru veðri. Hún fæddist norður í Núpasveit 13. ágúst árið 1940 og stóð því á fimmtugu, þegar dauðinn sótti hana heim. Klukkan slær, sem kennt oss fær, að hverri rær fram stundu; eilífð nær, að erum vær en í gær, það mundu. Allt rennur lífið að einum ósi seg- ir í þessari alþýðuvísu og eru orð að sönnu, einungis er óvíst hvenær dauðinn vitjar manns. Sigurlaug var dóttir Sigurðar Bjömssonar frá Gijótnesi og Hall- dóru Friðriksdóttur kennara og skólastjóra frá Efri-Hólum. Hun var yngsta barn þeirra, én áður voru fædd Guðrún, Björn og Vilborg. Hún ólst upp í foreldrahúsum og hélt heimili með móður sinni eftir að Sig- urður lézt árið 1971. Halldóra dó árið 1985, en Sigurlaug bjó í íbúð þeirra, unz hún festi kaup á hús- næði í Kópavogi síðastliðið sumar og fluttist þangað. Sigurlaug brautskráðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1961, lauk BA prófi í frönsku og ensku frá Háskóla íslands árið 1966 og stundaði síðan framhaldsnám í Frakklandi, Englandi og Banda- rikjunum. Hún kenndi ensku og frönsku um hríð í Kvennaskólanum og Menntaskólanum í Reykjavik, en frá 1973 í Menntaskólanum við Tjörnina, síðar við Sund. Eitt ár tók hún sér leyfi frá kennslu og starfaði þá í utanríkisráðuneytinu. Sigurlaug var metnaðargjöm í starfi og góður kennari. Hún fylgd- ist gjörla með nýjungum í kennslu- greinum sínum og sótti mörg nám- skeið heima og erlendis. Hún reynd- ist nemendum sínum vel, kostaði kapps um að liðsinna þeim meðan á námi stóð og eftir að formlegri skóla- göngu lauk. Sigurlaug var mjög greiðvikin að eðlisfari, mátti ekkert aumt sjá. Margir leituðu til hennar, því að hún hafði næman skilning á högum sam- ferðafólks og löngun til að verða því að liði. Óréttlæti tók hún nærri sér, var viðkvæm og auðsærð, svo mjög sem hún bar velferð vina sinna og vandamanna fyrir bijósti. Hún var einkar viðræðugóð, glaðlynd og lífsglöð, hrókur alls fagnaðar í sam- kvæmum. Hún átti fjölda vina heima og erlendis, heimsótti þá oft og tók á móti þeim með reisn og höfðings- skap. Sigurlaug var ógift og bamlaus. Hún var afar frændrækin, hélt vel um sitt fólk og hlúði að því ef hún átti þess kost. Síðastliðin ár gekk hún ekki heil til skógar og lá oft á sjúkrahúsi til að leita sér lækninga. Þessi ár reyndust henni erfið. Systk- ini og systkinabörn studdu hana með ráðum og dáð, en hún gat illa sætt sig við að geta ekki sinnt starfí sínu; veikindin drógu úr þreki hennar og^ lífsorku. Ég átti þess ekki kost að fylgja Sigurlaugu síðasta spölinn, en að leiðarlokum vil ég þakka henni sam- fylgdina. Það var gott að eiga hana að, til hennar lágu einungis gagn- vegir. 1 „hreinu lífi/ hún skal lifa/ æ með almáttkum guði“ segir í SóÞ arljóðum. Megi svo vera. Sölvi Sveinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.