Morgunblaðið - 06.03.1991, Page 47

Morgunblaðið - 06.03.1991, Page 47
ip/émR FOLK ■ SVEN Göran Erikson, hinn sænski þjálfari Benfica, þykir koma til greina sem þjálfari banda- ríska landsliðsins í knattspyrnu. Erikson var áður Frá Þorsteini þjálfari IFK Gauta- Gunnarssyni borg og gerði liðið íSvíþjóö að Evrópumeistur- um. Bandaríkja- menn hafa talað við hann en ekki gengið frá samningum. ■ PETER Lnrsson, sænski landsliðsmiðvörðurinn, sem spilar með Ajax í Hollandi, er á leið heim. Hann kemur til með að leika með AIK Stokkhólmi. Hann er þrítugur og hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Ajax. ■ SÆNSKA lögreglan er farin að undirbúa öryggisráðstafanir fyr- ir Evrópukeppni landsliða í knattsp- rynu 1992. Rúmlega fimm þúsund lögreglumenn eru á námskeiði og þeir munu fylgjast með þeim fimm völlum sem leikið verður á. Sænska knattspyrnusambandið þarf að borga um einn milljarð ÍSK vegna löggæslu í keppninni. I MERLENE Ottey hlaupakon- an snjalla frá Jamaíka bætti heims- metið í 200 m hlaupi innanhúss á fijálsíþróttamóti í Sindelfingen í Þýskalandi á sunnudag. Ottey hljóp á 22,24 sek. og bætti met Heike Drechsler frá Þýskalandi frá því 1987 um s/ioo hluta úr sek- úndu. ■ OPNA breska meistaramótið í golfi verður haldið á St. Andrews í 25. sinn árið 1995. Þetta var til- kynnt í gær en mótið verður það 124. í röðinni. Mótið í fyrra fór fram á vellinum og lauk með sigri Nick Faldo. í sumar verður hinsvegar keppt á Royal Birkdale. URSUT Handbolti Úrslitakeppni 2. deildar Þór-Völsungur...............33:19 Mörk Þórs: Jóhann Samúelsson 8, Jóhann Jóhannsson 7, Páll Gíslason 5/3, Sævar Árnason 4, Ólafur Hilmarsson 4, Rúnar Sigtryggsson 2, Atli Rúnarsson 2 og Ingólf- ur Samúelsson 1. Mörk Völsungs: Ásmundur Arnarson 6/4, Kristinn Wium 4, Skarphéðinn ívarsson 3, Jónas Garðarsson 2, Tryggvi Guðmundsson 2, Sveinn Freysson 1 og Haraldur Haralds- son 1. AB/Akureyri Knattspyrna Enska bikarkeppnin - 5. umferð Nottingham Forest — Southampton ...3:1 Nigel Jemson 42. vsp., 63., 67. - Rodney Wallace 14. Áhorfendur: 26.633. BForest mætir Norwich í 6. umferð. Körfuknattleikur NBA-úrslit Þriðjudagur Boston ’Celtics — Indiana Pacers 126:101 Phoenix Suns — Charlotte Hornets. 126: 93 Utah Jazz — Orlando Magic.... 106: 88 Dallas — New Jersey Nets.......102:100 Seattle — Golden State Warriors.... 105: 99 Golf Opna Doral mótið Haldið í Miami um helgina. Keppni lauk í fyrradag eftir frestun vegna rigningar. (Keppendur bandarískir nema annað sé tek- ið' fram) 276 RoccoMediate...........66 70 68 72 Curtis Strange.........69 68 72 67 Mediate sigraði á fyrstu liolu f bráðabana. 277 AndyBean...............68 68 67 74 Russ Cochran...........69 67 68 73 279 JackNicklaus...........71 63 75 70 Davis Love.............71 68 68 72 280 Mark Calcavecchia.....68 70 69 73 281 LannyWadkins..........71 67 70 73 282 Wayne Levi............67 70 71 74 283 TomSieckmann...........68 7271 72 284 Mike Smith............70 72 70 72 Buddy Gardner.........72 70 70 72 Mark O’Meara..........67 69 74 74 Mike Hulbert..........70 73 67 74 285 ChipBeck..............66 71 74 74 Brian Tennyson........70 70 69 76 Kenny Perry...........69 64 75 77 fl Rocco Mediate lék undir pari á fyrstu holunni í báðabananum gegn Curtis Strange og tryggði sér sigurinn og um 16 milljónir ÍSK. Hann lék mjög vel f lokin og náði að jafna með þremur fuglum á síðustu sjö holunum, þ.á.m. bæði á 17. og 18. Strange náði svo ekki fimm metra pútti í bráðaban- anum en Mediate setti örugglega niður af tveggja metra færi. 1901 Á5LAM .9 H: MORGDNBLAÐIÐ IÞROTTlR MIÐVIKUDAGUI GIGAJaWUOHOM MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ. 1991 KORFUKNATTLEIKUR Guðjón er klár í, slaginn með ÍBK Fær líklega kæru fyrir leik í 1. flokki GUÐJÓN Skúlason, körfu- knattieiksmaðurinn kunni úr Keflavík, sem í vetur hefur lei.k- ið með háskólaliði Auburn Montgomery í Bandaríkjunum kom til landsins á sunnudag og lék sinn fyrsta leik með IBK í gær. Það var í 1. flokki gegn Reyni frá Sandgerði og búast Keflvíkingar fastlega við að leikurinn verði kærður vegna þátttöku Guðjóns í honum. Vonast þeir til að niðurstaða dómstóla um hvort Guðjóni verði heimilt að leika með lið- inu liggi fyrir áður en úrslita- keppnin um íslandsmeistara- titilinn hefst. Sigurður Valgeirsson formaður körfuknattleiksráðs ÍBK sagði í samtali við Morgunblaðið að hann liti svo á að Guðjón væri löglegur m^fl með ÍBK því hann Björn hefði aldrei haft Blöndal skipt yfir í annað skrifarfrá félag. Hann hefði Kef,avík verið í skóla í Bandaríkjunum og leikið þar með sínu skólaliði eins og margir í liðinu þó þeirra skólar væru á íslandi. Svipað mál hefði komið upp með leikmann í ÍBK 1983 sem hefði verið við nám erlendis og hefði ekki verið amast við því. Guðjón sagðist vera í góðu formi og sér hefði gengið vel í leikjum með skólaliði sínu í Bandaríkjunum þar sem hann hefði skorað 13 stig að meðaltali í leik. Guðjón byijaði að æfa með ÍBK sama daginn og hann kom til landsins og sagðist hann vonast til að geta tekið þátt í lokaslagnum með ÍBK í barát- tunni um bikarinn og íslandsmeist- aratitilinn. Guðjón með í bikarnum Keflvíkingar mæta KR-ingum í úrslitum bikarkeppni KKÍ aðra helgi. Guðjón verður líklega með í bikamum: „Hann má að sjálfsögðu< leika í bikamum, rétt eins og í deild- inni, og við notum auðvitað besta liðið okkar,“ sagði Sigurður Val- geirsson, formaður körfuknatt- leiksráðs Keflavíkur. Morgunblaöiö/Björn Blöndal Guðjón Skúlason leikur með Keflvíkingum í úrslitakeppninni. Hann spilaði fyrsta leik sinn í gær, í 1. flokki gegn Reyni. SUND Góðir tímar hjá Amþóri Amþór Ragnarsson, landsliðs- maður í sundi, tók þátt í und- anrásum dönsku bikarkeppninnar með liði sínu Holstebro um síðustu helgi. Keppt var í 25 metra innilaug. Arnþór synti 100 m bringusund á 1:05,71 mín. og varð í öðru sæti og í 200 m bringusundi varð hann með þriðja besta tímann á 2:22,69 mín. Þessir tímar hefðu nægt honum tjl sigurs í þessum greinum á innan- hússmeistaramótinu í sundi í Eyjum um síðustu helgi. Eðvarð Þór Eðvarðsson á íslands- metin bæði í 100 metra og 200 metra bringusundi í 25 metra sundlaug. Metið í 100 m bringusundi er 1:04,13 mín. og 2:18,23 mín. í 200 m bringu- sundi og voru bæði metin sett í Aberdeen 1987. Amþór hefur æft með danska fé- laginu af krafti í vetur. Hann varð fyrir því óláni að leggjast í flensu í heila viku í byijun febrúar og kann það að hafa sett strik í reikninginn hjá honum. Karlasveit Holstbro setti nýtt danskt met í 4x100 m bringusundi, synti á 4:28,88 mín. Amþór synti þriðja sprett á 1:05,8 mín. Besta tímanum náði hins vegar Christian Toft, 1:04,6 mín. Snæfell-UMFN 84:106 Iþróttamiðstöðin Stykkishólmi, úrvalsdeildin í köri'uknattleik, þriðjudaginn 5. mars 1991. Gangur leiksins: 8:6, 21:12, 33:27, 40:36, 42:42, 47:54, 49:61, 58:79, 67:81, 76:97, 80:103, 84:106. Stig Snæfells: Tim Harvey 23, Brynjar Harðarson 20, Bárður Eyþórsson 14, Hreinn Þorkelsson 12, Þorvarður Björgvinsson 4, Hjörleifur Sigurþórsson 4, Sæþór Þorbergsson 3, Rikharður Hrafnkelsson 2 og Þorkell Þorkelsson 2. Stig UMFN: Ronday Robinson 40, Teitur Örlygsson 19, Friðrik Ragnarsson 17, Ástþór Ingason 7, Rúnar Jónsson 7, ísak Tómasson 7, Hreiðar Hreiðarsson 6 og Stefán Örlygsson 3. Dómarar: Guðmundur Mariasson og Bergur Steingrimsson. Áhorfendur: Um 250. Öruggur sigur Njarðvíkinga Njarðvíkingar sigruðu Snæfellinga nokkuð örugglega í gær, 106:84 og er útlitið orðið frekar dökkt hjá þeim síðarnefnu. Þeir höfðu þó frumkvæðið í fyrri hálfleik, þrátt fyrir að Njarðvíkingum tækist að jafna fyrir hlé. í síðari hálfleik voru Njarðvíkingar mun frískari og yfirspiluðu g^flfl^H Hólmarana á köflum. Maria Hjá Snæfelli voru Bárður Eyþórsson og Brynjar Harðarson Guönadóttir bestir en Tim Harvey náði ekki að sýna sitt rétta andlit. skrifar Rondey Robinson fór á kostum í liði Njarðvíkur og gerði 40 stig, skemmtilegur leikmaður þar á ferð. Teitur Orlygs- son og Friðrik Ragnarsson áttu einnig góðan leik. Staða Snæfells er slæm en leikurinn gegn ÍR á sunnudaginn hefur mikla þýðingu. Þar þarf Snæfell stór sigur til að tryggja sæti sitt í deildinni. KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI FÉLAGSLIÐA Meistaramir ætla ekki að sleppa bikamum FYRRI leikirnir í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar í knatt- spyrnu fara fram í kvöld. Evr- ópumeistararnir AC Mílanó og Marseille mætast íkeppni meistaraliða í Mílanó og höfðu 80 þúsund aðgöngumiðar verið seldir í gær. AC Mílanó hefur sent forseta Marseille, Bernard Tapie, þau einföldu skilaboð að liðið haf i ekki í hyggju að láta Evrópumeistaratitilinn af hendi. Tapie hefur margoft sagt að æðsti draumur hans s’e að Marseille verði fyrsta f ranska liðið til að fagna Evrópumeist- aratitli. Raymond Goethals, þjálfari Mar- seille, segir að leikurinn verði mjög erfiður fyrir Marseille. „En við megum ekki bera of mikla virðingu fyrir Evrópumeisturunum.“ Fram- heijinn Eric Cantona og miðvallar- leikmaðurinn Jean Tigana leika ekki með Marseille í kvöld. Þjálfarinn setti þá út úr hópnum vegna þess að þeir neituðu að vera á varamannabekkn- um gegn Mónakó í frönsku deildinni um síðustu helgi. AC Mílanó, sem átti í nokkrum erfiðleikum með að slá belgíska liðið FC Briigge út í 16-liða úrslitum, hefur sýnt frábæra leiki að undan- fömu og virðist nú vera komið í mjög góða æfingu. Á sunnudaginn burstaði liðið Napólí og er komið í þriðja sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir Inter sem er í efsta sæti. Evrópumeistararnir leika án Marco van Basten, sem tekur út leikbann og fyrirliðans, Franco Baresi, sem er meiddur. Bjargar Real ærunni? Spænsku meisturunum í Real Madrid hefur gengið mjög illa í deild- inni í vetur og eru úr leik í bikar- keppninni. Eina von liðsins á að vinna titil í ár er í Evrópukeppni meistara- liða, þó svo að sú von verði að teljast lítill. Real Madrid leikur gegn Spartak frá Moskvu á útivelli í dag. Emilio Budragueno, fyrirliði Real Madrid, segir að þessi leikur skipti öllu máli fyrir liðið. Hann sagðist bjartsýnn á hagstæð úrslit og að leikmenn væru mjög ákveðnir í að standa sig. Þýsku meistararnir hjá Bayern Munchen hafa ekki fundið sig eftir vetrarfríið og féllu af toppi deildar- innar eftir 1:0 tap gegn St. Pauli um síðustu helgi. Mótheijar þeirra, FC Porto, virðast hins vegar í banastuði eftir 5:0 sigur á Uniao Madeira í deildinni um síðustu helgi. Bayern hefur harma að hefna eftir tapið fyr- ir Porto í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraiiða 2:1 í Vín 1987. Þrír leik- manna Bayem verða ekki með vegna meiðsla, þeir Thomas Stmnz, Alan Mclnally og Michael Sternkopf. Sampdoria, sem er núverandi Evr- ópumeistari bikarhafa, er í mjög góðri æfingu og ætti ekki að eiga í erfíð- leikum með pólska liðið Legia í keppni bikarhafa. Ekki er hægt að segja það sama um hitt ítalska liðið, Juventus, því þar hefur ekkert gengið í síðustu leikjum. Liðið hefur fallið úr öðru sæti ítölsku deildarinnar niður í það fjórða á nokkrum vikum, en belgiska liðið gæti staðið í Juventus. Barcelona hefur verið í miklu stuði í spænsku deildinni, sigraði Las Palm- as í bikarkeppninni, 6:0, og Tenérife, 1:0, í deildinni. Það verður áræðan- lega erfitt fyrir sovéska liðið að ráða við lærisveina Cmyffs. Ferguson bjartsýnn Alex Ferguson, þjálfari Manchest- er United, sem vann Evrópubikarinn með Aberdeen frá Skotlandi á sínum tíma, segist trúa því að hann gæti nú unnið Evrópubikarinn í annað sinn. „Ég veit hvað þarf til að vinna Evrópukeppni bikarhafa og ég held að við getum það hjá United," sagði Ferguson, en lið hans mætir Mont- Ruud Gullit og félagar í AC Mílanó mæta frönsku meisturunum frá Mar- seille. pellier frá Frakklandi á_01d Trafford í kvöld. Fyrirliðinn Bryan Robson og Mark Hughes leika báðir með Un- ited, en þeir hafa átt við meiðsli að stríða að undanförnu. ítalir sem eiga lið í öllum þremur Evrópumótunum munu missa a.m.k. eitt lið út eftir 8-liða úrslitin í UEFA- keppninni. Þar leika Atalanta og Int- er Milan saman, en hin liðin eru; Bologna og Sporting Lissabon,j Bröndby og Torpedo Moskva og Róma og Anderlecht.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.