Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B 61. tbl. 79. árg. FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Serbneski innanrík- isráðherrann býðst til að segja af sér Belgrad. Reuter, The Daily Telegraph. RADMILO Bogdonovic, innanríkisráðherra Serbíu, stærsta lýðveldis Júgóslavíu, bauðst í gær til að segja af sér. Vuk Drascovic, leiðtogi stjórnarandstöðuflokks serbneskra þjóðernissinna, krafðist þess hins vegar á útifundi í Belgrad að ríkissljórn kommúnista í Serbíu segði öll af sér. Hann sagði innanríkisráðherrann ábyrgan fyrir því að tveir menn féllu í pólitískum óeirðum í borginni sl. laugardag. Tugþúsund- ir manna fögnuðu ákaft ummælum leiðtogans sem látinn var laus úr haldi á þriðjudagskvöld. Aðrir stjórnarandstöðuleiðtogar hvöttu stúdenta til að hætta mót- mælaaðgerðum svo að yfirvöld notuðu þær ekki sem átyllu til að beija niður alla mótspyrnu með vopnavaldi. Zoran Djindjic, for- maður Lýðræðisflokksins sem er hægfara, sagði að flugumenn stjórnvalda gætu komið af stað atburðarás er gæti eyðilagt allt sem áunnist hefði. Kommúnista- stjórn Slobodans Milosevic forseta lét undan kröfum mótmælenda á þriðjudag og leysti Drascovic úr haldi auk þess sem fimm af ráða- mönnum ríkisíjölmiðlanna, er sak- aðir eru um þjónkun við kommún- ista, var vísað úr starfi. Hermenn eru enn á varðbergi í Belgrad þótt skriðdrekar hafi verið kallaðir frá miðborginni. flokka annars staðar í sambands- ríkinu. Júgóslavneski herinn, þar sem serbneskir kommúnistar ráða mestu, hefur gert tillögur um ráð- stafanir til að sporna gegn upp- lausn ríkisins og óttast margir andstæðingar kommúnista að verið sé að undirbúa herlög í öllu landinu. Er talið að þá vilji harð- línuöfl grípa tækifærið og reyna að bæla niður sjálfstæðisviðleitni Króata og Slóvena sem stefna óð- fluga að sambandsslitum við aðra hluta ríkisins. „Afstaða hersins mun ráða úrslitum varðandi örlög Júgóslavíu,“ sagði Milan Kucan, forseti Slovaníu á þriðjudag. Uppreisnin í írak; Palestínumenn og aðrir erlendir borgarar í Kúveitborg standa í röð við matvælaverslun í gær. Flestar verslanir borgarinnar eru enn lokaðar og mátvæli eru af skornum skammti. Stór mengunarský eru enn yfir borginni yegna elda.í olíulindum, sem íraska hernámsliðið kveikti, þannig að ekki birtir þar að ráði á daginn. Matvælaskortur í Kúveit Reuter Kommúnistar hafa enn völd í tveim lýðveldum Júgóslavíu, Serb- íu og Svartíjallalandi, en hafa misst þau í hendur borgaralegra Mótmælendur bíða bana í götubardögum í Bagdad Nikosíu, Bagdad. Reuter, The Daily Telegraph. GÖTUMÓTMÆLI brutust út í Bagdad í gær og írösk stjórnvöld viðurkenndu í fyrsta sinn að gerð hefði verið uppreisn gegn Sadd- am Hussein íraksforseta. Útvarpið í Teheran skýrði frá því að nokkurt mannfall hefði orðið í fjölmennum mótmælum gegn Sadd- am Hussein víðsvegar um Bagdad. Þá sagði íranska fréttastofan IRNA að uppreisnarmenn ættu í bardögum við stjórnarhermenn í hafnarborginni Basra, næststærstu borg landsins, og olíuborg- inni Kirkuk í norðurhluta landsins. Reuter Baker í Damaskus James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, kom til Damaskus, höfuðborgar Sýr- lands, í gær til viðræðna við þarlend stjórnvöld um hvernig tryggja mætti frið í Mið-Aust- urlöndum. Sýrlensk stjórnvöld sögðust vilja að Bandaríkja- stjórn tæki harðari afstöðu til Israela nú þegar stríðinu fyrir botni Persaflóa er lokið. Áður hafði Baker rætt við ráðamenn í ísrael og leiðtoga Palestínu- manna en ekkert benti til þess að lausn á deilunni um hernum- in svæði ísraela væri í sjón- máli. Frelsissamtök Palestínu- manna (PLO) vísuðu á bug fregnum um að þau hygðust leggja fram nýjar friðartillögur þar sem slegið yrði af landa- kröfum þeirra á hendur Israel- um. Á myndinni er Baker að skoða mosku í Damaskus. Bekker Fattah, einn af leiðtogum Kúrda í írak, sagði að stjórnarherinn hefði sprengt tvær olíulindir í Kirkuk í gær. Fréttaskýrendur töldu að stjórnin viidi þannig koma í veg að Kúrdar gætu haft tekjur af olíu næðu þeir norðurhluta landsins á sitt vald. Fattah sagði að til harðra bardaga hefði komið í Kirkuk og herinn hefði gert árás á Khanaqin, 120 km norð- austur af Bagdad. Þá voru Kúrdar sagðir hafa ráðist inn í fangelsi í Mosul, þriðju stærstu borg Iraks, og frelsað alla fanga þess. Talsmað- ur Lýðræðisflokks Kúrdistans sagði í París að uppreisnarmenn hefðu um 75% af Kúrdistan-héruðum íraks á vaidi sínu. IRNA hafði eftir flóttamanni frá Basra, sem kom til Irans í fyrra- kvöid, að uppreisnarmenn væru að reyna að hrekja stjórnarherinn úr Basra en úrvalssveitir Saddams beittu napalm-sprengjum í bardög- unum. Fréttastofan sagði að 30 Ir- akar, sem særðust af völdum nap- alm-sprerigna, hefðu komið til írans í gær. í sprengjunum er bensín- hlaup, sem veldur miklum bruna, og eru úrvalssveitirnar sagðar. beita þeim í ríkum mæli gegn uppreisnar- mönnum. Flóttamenn frá Norður-írak sögðu algengt að skriðdrekasveitir Saddams næðu bæjum uppreisnar- manna á sitt vald á daginn en yrðu síðan að hörfa úr þeim á nóttunum. Andlegur leiðtogi írana, Ali Khamenei erkiklerkur, fordæmdi aðgerðir íraska stjórnarhersins og lýsti því yfir að skotárásir á íraskan almenning væru „haram“ - brot á lögum íslams. Máigagn írösku stjórnarinnar, Al-Jumbouriya, sagði að uppreisn „þjóðníðinganna" gegn Saddam Hussein væri dæmd til að mistak- ast. Blaðið sakaði einnig Bandaríkja- stjórn um að vilja skipta landinu í mörg ríki. Leiðtogar íraskra stjórnarand- stæðinga komu saman í Beirút í gær og samþykktu að halda baráttunni gegn Saddam áfram jafnvel þótt honum tækist að bæla niður upp- reisnina sem nú stendur yfir. Noregur-EB: Slakar norska stjórnin á kröf- unni um fríverslun með fisk? Ósló. Frá Helge Sorensen, fréttaritara Morgunblaðsins. GRO Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, hefur valdið nokkru fjaðrafoki í norskum stjórnmálum með því að gefa í skyn að Norðmenn verði ef til vill að slaka til í viðræðum við Evrópu- bandalagið (EB) um tollfrjálsan aðgang að mörkuðum fyrir sjávar- afurðir. Breska blaðið Financial Times sagði í gær að viðræður Norðmanna og Islendinga við EB um markaðsmálin í tengslum við samninga EB og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) væru að sigla í strand. Hafði blaðið eftir Brundtland að nú þyrftu æðstu ráðamenn að koma til skjalanna. Ummæli Brundtland féllu í út- varpsviðtali um síðustu helgi. Er Eldrid Nordbo viðskiptamálaráð- herra ræddi við fréttamenn í Stór- þinginu á þriðjudagskvöld ítrekaði hún að stefnan væri eftir sem áður full fríversiun og engin málamiðlun kæmi þar til greina. Brundtland telur að ekki sé ágreiningur um málið milli hennar og Nordbo. „Ég var spurð hvort ég gæti varið sam- komulag um Evrópska efnahag- svæðið (EES) ef þar væri ekki kveðið á um fríverslun með fisk. Ég svaraði að röksemdir okkar væru öflugar en benti á að mikið bæri á milli í viðræðunum,“ sagði forsætisráðherrann í gær. Hún sagðist einnig hafa bent á að Norð- menn yrðu að búa sig undir að þeir fengju ekki allar kröfur sínar í viðræðunum uppfylltar. Brundtland hefur sætt ákúrum stjórnmálamanna úr Miðflokknum og Hægriflokknum fyrir ummælin; þau hafi veikt samningsstöðu Norðmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.