Morgunblaðið - 14.03.1991, Side 40

Morgunblaðið - 14.03.1991, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 Royal -uppáhaldið mitt! Viltu verða nemandi í norskum lýðháskóla sem er aðeins 9 km. frá miðbæ Oslóar. Þú getur valið um margar námsgreinar og tekur þátt í fjölbreyttu félagslífi. ■ Fjölmiðalbraut, með eigið hljóðver fyrir útvarp. ■ Félagsfræðibraut með 6 vikna verklega kennslu. ■ Stúdentabraut fyrir þá sem vilja lesa heimspeki og taka undirbúningsnám. ■ Tónlistarbraut fyrir þá sem hafa áhuga á ýmsum tónlistargreinum, og langar að læra meira. ■ Biblíu- og leiðbeinendabraut ■ Tölvubraut með verklegri og bóklegri kennslu. ■ Listabraut með áherslu á sauma og vefnað. ■ Allir nemendur fara í skólaferðalag bæði innanlands og til útlanda. ■ íslenskir nemendur eiga möguleika á skólastyrk. □ Já, sendið mér bækling með umsóknareyðublaði og nánari upplýsingum um Holtekilen lýðháskólann, þ.m.t. námsbrautir skólans, skólagjöld og skólastyrki fyrir skóiárið 1991-92. Klipptu auglýsinguna út, settu í umslag og sendu okkur sem fyrst. M HOLTEKILEN ■ ■ FOLKEH0GSKOLE Micheletsvn. 55, 1320 Stabekk, Norge. Simi 90-47-2-53 38 53. Metsölubliu) ú hverjnm liegi! Mæðgurnar o g milladraumurinn Kvikmyndir Amaldur Indriðason Stella. Sýnd í Laugarásbíói. Leikstjóri: John Ernian. Aðal- hlutverk: Bette Midler, John Goodman, Trini Alvarado, Stephen Collins. Stella, melódrama um einstæða móður og hvernig hún fórnar sér fyrir velgengni dóttur sinnar, er mynd sem ræðst beint á tárakirtl- ana en hefur varla erindi sem erfiði. Sögusafn heimilanna er líklega rétti vettvangurinn fyrir efnivið- inn. Stella er þessi hressa bar- stúlka sem kynnist yndislegum, ríkum og myndarlegum lækni (Stephen Collins í hlutverki sem hann er fæddur til að leika). Stella verður ólétt og þótt læknirinn sjái sóma sinn í að biðja hennar af því hann er óendanlega ljúfur og heiðarlegur ofan á allt annað vita þau bæði að það gengi aldrei og Stella á barnið ein á meðan hann verður ríkari og ríkari í New York. Stolt hennar býður henni að taka aldrei við peningum af honum til að létta undir með sér og dóttur- inni. Stúlkan vex úr grasi og á ungl- Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Laugarásbíó: Dreptu mig aftur — Kill me Again Leikstjóri John Dahl. Aðalleik- endur Val Kilmer, Joanne Whalley-Kilmer, Michael Mad- sen, Pat Mulligan. Bandarísk. MGM 1989. Góð og gamaldags B-mynd af fílm noir skólanum á alltaf erindi til kvikmyndahúsgesta. Er svo sem ekkert stórvirki en megin- kostur hennar einmitt sá að vera ekki að rembast við að vera eitt- hvað meira en hún er eins og svo margar, dýrari stöllur hennar. Efnið í sígildum rökkurmynda- dúr. Glæpahyskið Whalley-Kilmer ingsárunum kemur í ljós að hún aðhyllist miklu frekar ríkidæmi föðurins en örbirgð móðurinnar og Stella gerir sér grein fyrir að hún verður að gefa eftir og láta sig hverfa. Hver tekur ekki glam- úrinn framyfir gatslitna mömmu sína? Og þotuliðið eignast nýjan félaga. Ef þetta lítur allt út eins og gömul Hollywoodmynd frá því fyrir stríð er það af því þetta er gömul Hollywoodmynd frá því fyrir stríð með smávægilegum breytingum. Stella er nútíma sápuópera gerð uppúr gamalli sápu frá 1937 sem hét Stella Dallas og var með Barböru Stan- wyck í hlutverki móðurinnar. Bette Midler er núna í móðurhlut- verkinu en það bjargar myndinni ekki frá því að vera óttaleg tíma- skekkja með litla fótfestu í tíunda áratugnum og raunveruleikanum yfirleitt. Spumingin, sem myndin veltir fyrir sér, er þessi: Hvað.á fátæk stúlka að gera ef hún verður að velja á milli ríkidæmis og móður sinnar? Dóttirin þarf ekki að hugsa sig tvisvar um. Einfeldn- ingslegt handritið hjálpar henni mikið. í hvert sinn sem hún er og Madsen komast yfir tæpa millj- ón dala í staðinn fyrir þá smá- mynt sem þau töldu í fórum smá- krimma sem þau ræna í Nevada. Whalley-Kilmer má helst ekki vera að því að komast í spilavíti Las Vegasborgar til að spreða, Madsen gerir sér hins vegar grein fyrir að þau eru dauðans matur ef þau fara ekki í felur. Whalley- Kilmer rænir því fengnum og fær einkaspæjara í Renó til að villa á henni heimildir og hverfur svo á braut. En Kilmer er ekki á því að missa sjónar á fúlgunni né hinu freistandi glæpakvendi. Það þarf engum að leiðast lung- ann úr Dreptu mig aftur, öðru nær. Atburðarásin er hröð, per- sónurnar einfaldar í sniðum og undantekningarlaust vel leiknar. með ríka liðinu geislar af henni fegurð og yndi. Þegar hún snýr heim í kotið til mömmu gerist hún strax vandræðaunglingur og pönkari og hangir með strákum sem virðast hafa sloppið naum- lega við rafmagnsstólinn. Lífið með mömmu, Midler er látin líta út eins og plastpokakerling, og öreigastéttinni er hin eina og sanna martröð á uppaáratugnum. Stúlkan verður ástfangin af ríkum og fallegum dreng í þotulið- inu en í þessari mynd er verkalýð- urinn í grundvallaratriðum vand- ræðamenn og fyllibyttur á meðan þotuliðið er bjart og fagurt. Leikstjórinn, John Erman, hef- ur sýnt góða takta í sjónvarps- myndum en þetta klisjukennda efni bíður að því er virðist ekki uppá annað en væmna tilfinninga- semi og faðmlög og grát með jöfnu millibili, sem allt miðar að því að snerta tárakirtlana. Það er bara einum of augljóst. Midler siglir með sínum venjulega æsingi í gegnum myndina og léttir dapur- legt efnið og John Goodman er ágætur sem vonlaus vonbiðill hennar, ruddamenni og fyllibytta, hlutverk sem hann er fæddur tií að leika. Kvenskrattinn er seiðmagnað ill- fygli í höndum kyntröllsins Whal- ley-Kilmer. Val Kilmer, sem flýg- ur hátt þessa dagana eftir já- kvæða dóma fyrir túlkun sína á poppgoðinu Jim Morrison í Doors eftir Oliver Stone, er mátulega trúgjam og bláeygur en þó þraut- seigur í hlutverki einkaspæjarans mislukkaða. Enginn þó betri en hinn töffarinn Madsen, þessi am- eríski Langiseli stelur flestum þeim senum sem hann kemur fram í fyrir glansandi túlkun á óféti. Enda skólaður hjá Steppen- wolf-hópnum hans Malkovich. Tæknivinna öll uppá það besta og það eina sem dregur myndina niður er götótt handrit með svolít- ið slæmum þversögnum. Sem maður glaður fyrirgefur því þegar á heildina er litið er þessi lítilláta mynd hreint ótrúlega góð skemmtun og kemur á óvart. Setið á svikráðum ___________Brids ArnórRagnarsson Suðurnesjamenn heimsækja Bridsklúbb hjóna Suðurnesjámenn brugðu undir sig betri fætinum og heimsóttu Brids- klúbb hjóna um helgina. Spilað var á sjö bórðum og sigruðu nesbúarnir með 112 stigum gegn 94. Um kvöldið var svo sameiginlegt borðhald og húllum- hæ. Suðurnesjamenn þakka hjóna- klúbbnum móttökurnar og samveruna sem tókst með ágætum. Reykjanesmótið í tvímenning Reykjanesmótið í tvímenningi var spilað fyrir nokkru í Þinghóli í Kópa- vogi. Aldrei þessu vant var veður gott þennan dag sem leiddi til þátttöku 28 para víðsvegar úr kjördæminu. At- kvæði féllu þannig: Birgir Om Steingrímsson - Þórður Bjömsson 125 RagnarJónsson - Þi’östur Ingimarsson 120 Sævin Bjamason - Vilhjálmur Sigurösson 111 Guðlaugur Sveinsson - Magnús Sverrisson 105 Helgi Viborg—Oddur Jakobsson 85 Friðjón Margeirsson - Valdimar Sveinsson 79 Sigurvegararnir eru ungir spilarar úr Kópavogi sem skutust upp í efsta sætið með góðum endaspretti, en þeir Sævin og Vilhjálmur sem leitt höfðu mótið lengst af, urðu að láta sér lynda þriðja sætið. Keppnisstjóri og reikni- meistari var Kristján Hauksson. Bridsfélag Hórnafjarðar Hafinn er barómeter-tvímenningur með þátttöku 22 para. Spilað verður í þtjú kvöld og er staða þessi eftir fyrsta kvöldið. GesturHalldórsson-MapúsJónasson 53 GunnlauprKarlsson-BirgirBjömsson 46 Guðbr. Jóhannsson - Gunnar P. Halldórsson 46 Stefán Helgason - Skarphéðinn Larsen 42 ValdimarEinarsson-JónNielsson 22 Sigurpáll Ingibergsson - Guðm.Guðjónsson 21 Vífil! Karlsson - Björn Júlíusson 20 Þorsteinn Sigurjónssón - Einar Jensson 13 Ragnar Björnsson - Stefán Amgrímsson 11 Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 11. mars var spiluð þriðja og síðasta umferðin í hrað- sveitakeppni félagsins. Þátttaka var með minnsta móti, en aðeins sjö sveit- ir sáu sér fært að vera með. Besta kvöldskorið fengu eftirtaldir: Dröfn Guðmundsdóttir 631 Kristján Hauksson 583 Albert Þorsteinsson 560 (Miðlungur 540). Lokastaðan: Dröfn Guðmundsdóttir 1735 Albert Þorsteinsson 1682 Kristján Hauksson 1646 Sverrir Jónsson 1634 (Miðlungur 1620). Með Dröfn spiluðu Asgeir Ásbjörns- son, Björn Amórsson og Ólafur Jó- hannesson en verðlaun voru að hluta gefin af Sælgætisgerðinni Mónu. Næsta keppni verður eins kvölds tvímenningur í páskastíl, en síðan byrjar Stefánsmótið sem er minninga- mót um Stefán Pálsson. Nánar um það síðar. Nú eru aðeins nokkrir Bmar lausir á virkum dögum Vertu ekki of seinn allt að verða Ljósmyndastofumar: Bama og fjölskylduljósmyndir sími: 1-26-44 Ljósmyndstofa Kópavogs sími 4-30-20 Ljósmyndastofan Mynd sími 5-42-07

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.