Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 32
MORGL'NBLAÐIB FIMMTUÐAGUR 14. MAR7/1991 Í32 Hagnaður af rekstn Hótels KEA í fyrsta skipti 1 mörg ár HAGNAÐUR varð af rekstri Hótels KEA á síðasta ári og er það í fyrsta sinn sem rekstur hótelsins skilar hagnaði um langt árabil. Nýting á fyrri hluta ársins var þó mun minni en verið hafði árið á undan, sem m.a. kom til vegna samgönguerfiðleika. Sumarið kom afar vel út, var besta ferðamannasumarið í sögu hótelsins og góð nýting langt fram á haust. Gunnar Karlsson hótelstjóri á Hótel KEA sagði að frá því hótelið var endurbyggt árið 1986 hafi það verið rekið með tapi, en mikil um- skipti hefðu orðið á rekstrinum á síðasta ári og skilaði reksturinn nú hagnaði í fyrsta sinn um langan tíma. „í okkar huga er þetta umtals- verður árangur og miðað við þá mánuði sem liðnir eru af þessu ári og bókanir framundan þá er útlitið gott,“ sagði Gunnar. Hvítasunnukirkjan: Æskulýðs- samkomur Hvítasunnukirkjan efnir til æskulýðssamkoma í Glerár- kirkju á morgun, föstudag, og einnig á laugardag. Hópurinn sem stendur að samkomunum saman stendur af ungu fólki frá kristilega samfél- aginu „Veginum" í Reykjavík. Þetta er fólk á aldrinum 14 til 30 ára og það hefur losnað úr fjötrum áfengis og eiturlyfja og fengið að upplifa líf með Jesú Kristi. Samkomumar verða í Glerár- kirkju, sú fyrri er miðnætursam- koma og hefst kl. 23 á föstu- dagskvöld, en hin kl. 20.30 á laugardag. Allir eru hjartanlega velkomnir. (Fréttatilkynning) A fyrri hluta síðasta árs, frá ára- mótum og fram í lok maí, var 18% samdráttur í útleigu herbergja á hótelinu miðað við árið 1989. Gunn- ar sagði að þá hefði enn gætt sam- dráttar í þjóðfélaginu, samgönguerf- iðleikar hefðu einnig sett strik í reikninginn. „Sumarið var aftur ein- staklega gott, besta ferðamanna- sumar sem við höfum lifað hér. Söm- uleiðis voru haustmánuðirnir, sept- ember til nóvember góðir, sérstak- lega nóvember, en þann mánuð lifn- aði mjög yfir funda- og ráðstefnu- haldi og góð nýting þann mánuð er fyrst og fremst því að þakka, auk þess sem samgöngur voru góðar,“ sagði Gunnar. Vegna snjóleysis hafa skíðamenn lítið látið sjá sig á meðal gesta hót- elsins, en Gunnar taldi að hótelið hefði grætt meira á góðum sam- göngum þessa fyrstu mánuði ársins, en fjöidi fólks hefði verið á ferðinni í ýmsum erindagjörðum. Febrúar- mánuður og það sem af er þessum mánuði eru verulega betri en á síð- asta ári og segist Gunnar merkja að betur gangi í atvinnulífinu en á síðustu misserum. „Við finnum það greinilega að betur gengur, menn eru tilbúnir að koma út á land með ráðstefnur og fundi í auknum mæli og við merkjum batann einnig á því að fundahöld taka lengri tíma, þegar verst gekk pressuðum menn sig nið- ur í eins dags fund, en nú eru menn frekar tilbúnir í tveggja eða þriggja daga ráðstefnur," sagði Gunnar. Fiskmiðlun Norðurlands: Kaupir þorsk frá Alaska FISKMIÐLUN Norðurlands á Dalvík hefur tekið að sér að útvega 20 tonn af Alaskaþorski svokölluðum fyrir tvær fiskverkanir á Dalvík. Reiknað er með að fiskurinn verði kominn til Dalvíkur eftir um þrjár vikur. Hilmar Daníelsson framkvæmda- stjóri Fiskmiðlunar Norðurlands sagði að fyrirtækið væri að útvega þennan fisk fyrir Fiskverkun Jóhann- esar og Helga annars vegar og hins vegar fyrir Blika hf. „Menn ætla að prófa þetta og sjá hvernig þessi fisk- ur reynist," sagði Hilmar. Fiskinum vérður skipað út á morg- un, miðvikudag, og er gert ráð fyrir að hann verði kominn til Dalvíkur eftir um þijár vikur. frumsýnir söngleikinn KYSSTU MIG KATA eftir Cole Porter, Sam & Bellu Spewack föstudaginn 15.mars kl. 20.30 2. sýn. laugard. 16. mars kl. 20.30 3. sýn. sunnud. 17. mars kl- 20.30 4. sýn. fimmtud. 21. mars kl. 20.30 5. sýn. föstud. 22. mars kl. 20.30 6. sýn. laugard. 23. mars kl. 20.30 7. sýn. sunnd. 24. mars kl. 20.30 MIÐASALA í SÍMA 96-24073 Miðasala opin kl. 14—18 og sýningadaga kl. 14-20.30. Morgunblaðið/Rúnar Þór Yfir 20 leikarar, dansarar, söngvarar og hljóðfæraleikarar taka þátt í uppfærslu LA á hinum sí- gilda söngleik. Leikfélag Akureyrar: Söngleikurinn Kysstu mig Kata frumsýndur á föstudag Þau Ragnhildur Gísladóttir og Helgi Björnsson í hlutverkum sín- um í söngleiknum „Kysstu mig Kata“ sem frumsýndur verður hjá Leikfélagi Akureyrar annað kvöld, föstudagskvöld. SÖNGLEIKURINN „Kysstu mig Kata“ eftir þau Samuel og Bellu Spewack verður frumsýndur hjá Leikfélagi Akureyrar á föstudagskvöld. Sýningin er viðamikil og hefur ekkert verið til sparað að búa leiknum sem veglegasta um- gjörð. Fjölmargir leikarar, söngvarar, dansarar og hljóð- færaleikarar taka þátt í sýn- ingunni, en leikstjóri er Þó- runn Sigurðardóttir, Jakob Frímann Magnússon annast tónlistarsljórn og útsetningar. Nanette Nelms kom sérstak- lega frá New York til að vinna að sýningunni og Una Collins sem gerði leikmynd og bún- inga kom sömu erindagjörða frá Lundúnum. Böðvar Guð- mundsson þýddi verkið fyrir LA, en höfundur söngtexta og tónlistar er Cóle Porter. Lýs- ingu hannaði Ingvar Björns- son, en hljómsveitarsljóri er Óskar Einarsson. „Kysstu mig Kata“ er fjörugur söngleikur með miklum fjölda sígildra dægurlaga eftir Cole Porter. Leikurinn gerist í leik- húsi á frumsýningarkvöldi, en leikflokkur einn er að frumsýna einn vinsælasta gamanleik heimsbókmenntanna „Snegla tamin“ eftir William Shakespe- are. Leik-, söng- og dansatriði eru ýmist úr frumsýningunni á „Sneglu“ eða af atburðum bak- sviðs og í búningsherbergjum þá um kvöldið. Leikurinn gerist á heitu júníkvöldi, árið 1948 og loga tilfinningar fólksins í leik- húsinu í takt við veðrið. Ymsir óvæntir atburðir og einkar flókin ástarmál valda því að margt fer öðruvísi en ætlað er þetta frum- sýningarkvöld. Með hlutverk í sýningunni fara Helgi Björnsson, Ragnhild- ur Gísladóttir, Vilborg Halldórs- dóttir, Valgeir Skagfjörð, Björn Ingi Hilmarsson, Eggert Kaaber, Jón Benónýsson, Þráinn Karls- son, Jón St. Kristjánsson, Kristj- án Pétur Sigurðsson, Sunna Borg, Gestur Einar Jónasson, Guðrún Gunnarsdóttir, Berglind Björk Jónasdóttir, Ingibjörg Björnsdóttir, Hreinn Skagfjörð Pálsson, Nanette Nelms, Astrós Gunnarsdóttir, Jóhann Arnar- son, Óskar Einarsson, Birgir Karlsson, Karl Petersen, Sveinn Sigurbjörnsson og Þorsteinn Kjartansson, en þarna eru taldir upp leikarar, söngvarar, dansar- ar og hljóðfæraleikarar. Brotist inn, skemmt og* stolið UM 60 þúsund krónum í pening- um var stolið úr Bjargi, húsi Sjálfsbjargar, félags fatlaðra, á Akureyri og miklar skemmdir unnar innandyra þegar brotist var þar inn í fyrrinótt. Tilkynnt var um innbrotið til lögreglu kl. rúmlega 7 í gærmorg- un. Farið hafði verið inn um glugga og miklar skemmdir unn- ar, margar hurðir brotnar þannig að þær eru ónýtar og skápar brotnir upp. Þá höfðu þjófarnir á brott með sér um 60 þúsund krón- ur í peningum. Málið var óupplýst þegar rætt var við varðstjóra lögreglunnar síðdegis í gær. Morgunblaðið/Rúnar Þór Baldur Bragason starfsmaður á Bjargi við skáp sem innbrotsþjófarn- ir brutu upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.