Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 21 Norðurlöndunum eru fleiri konur en karlar andsnúnar aðild að EB og að þær hafa stofnað með sér samtök kvenna gegn EB. Stórt og miðstýrt kerfi eins og EB er ekki vinsamlegt öllum þorra fólks. Það er fjarlægt, sérhæft og erfitt að átta sig á því. Fjölþjóðleg stórfyrirtæki geta fótað sig ágæt- lega í slíku kerfi því að þau lúta líka miðstýringu og boðkerfi þeirra er stutt — fyrirmæli ganga frá einum yfirmanni til annars. Allt annað er upp á teningnum ,hjá launafólki og konum sem verða að gæta hagsmuna sinna þvert á landamæri þjóðríkjanna. Fólkið hefur ólíkan menningarbakgrann, talar ólík tungumál, skiiur hvort annað misvel og þarf að taka af- stöðu til mála út frá mörgum ólík- um hagsmunum s.s. hagsmunum þjóðar sinnar, kyns og stéttar. Meðan lýðræðið er enn í hávegum haft taka ákvarðanir óumflýjan- lega langan tíma hjá þessum hóp- um. Vegna alls þessa er full ástæða fyrir Islendinga að flýta sér hægt í samskiptum sínum við EB, láta ekki órökstudda sleggjudóma og taugaveiklun ná tökum á sér og umfram allt — semja ekki af sér. Við erum ekki að missa af neinni lest því hún verður áfram kjur á sínum stað. Höfundur skipar 1. sæti Kvennalistans íReykjavík í komandi kosningum. Að skilja Hávamál eftir Gunnlaug Þórðarson Hér í blaði 10. febrúar sl. birtist enn greinarstúfur eftir Hörð Pálsson bakara, sem óhjákvæmilegt er að víkja örfáum orðum að. Fyrst er til þess að taka hve dapurlegt það er að Hávamálum virðist vera lítið sinnt í skólum landsins, þegar það kemur í ljós að menn á miðjum aldri skuli ekki skilja inntak þeirrar speki, sem í þeim felst, sem sé að mælt er þar gegn ofneyslu áfengis, en með ábyrgri neyslu þess, svo sem ég hef bent á. Verra er þó þegar éinustu svörin eru útúrsnúningur og farið með staðleysur m.a. í tölum. Verst er þó þegar gripið er til þess ráðs í röksemdafátæktinni að reyna að ata menn auri og uppnefna iíkt og Hörð- ur Pálsson gerði gagnvart presti ein- um að ósekju. Slíkir menn dæma sig sjájfa úr leik eða baka sjálfa sig. í fyrrnefndum skrifum er vitnað til þess að Umferðarráð hafi mæit með samþykki frumvarpsins um lækkun leyfílegs áfengismagns í blóði ökumanna, en sú umsögn þyrfti að koma fyrir almenningssjónir, því hún er dæmigert meðalmennskup- lagg embættismanna, hvorki fugl né fiskur og í innbyrðis ósamræmi. í umsögn Umferðarráðs kemur fram, að samþykki frumvarpsins muni hafa í för með sér mjög aukin lögreglu- störf og dómsathafnir, en það er ein- „ Auðvitað er það virð- ingarvert hjá mönnum, sem finna veikleika sinn gagnvart áfengi og forðast það, en að vilja endilega hafa vit fyrir öðrum er fásinna.“ mitt gegn því, sem skrif mín hafa fyrst og fremst beinst og okkur Hörð Pálsson bakara hefur greint á. Þá er þess og að gæta að í Umferðar- ráði eiga menn sæti, sem telja lög- regluaðgerðir vera sáluhjálparatriði og mæna á þær, sbr. t.d. nú sætisóla- herferð lögreglunnar. Slíkur hugs- unarháttur er varhugaverður, ekki síst í jafn smáu þjóðfélagi og okkur. Hins er að geta að ég hef rætt þessi mál við nokkra fullorðna lögreglu- menn og það er sameiginlegt álit þeirra að lækkun á leyfilegu vínanda- magni í blóði geri löggæslustörf að því leyti erfiðari. Það er vottur um slæmt menning- arástand þjóðrinnar að ekki er unnt að ræða áíengismál hleypidómalaust án þess að þröngsýnir og öfgafullir menn reyni að ata menn auri, ef ekki er mælt skilyrðislaust með bind- indi. Auðvitað er það virðingarvert hjá mönnum, sem finna veikleika sinn gagnvart áfengi og forðast það, Gunnlaugur Þórðarson en að vilja endilega hafa vit fyrir öðrum er fásinna. Menn hafa spurt mig hvernig ég hafi geð í mér til þess að eiga orða- stað við svona ofstækismenn og því er til að svara að í bernsku þurfti ég að umgangast og virða öðruvísi fólk, því ég er fæddur og uppalinn á Kleppi. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. FP53 EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN ' ■ ...kraftmikill, fallegur, lipur, sparneytinn og.. áir bflar hafa verið jafn oft verðlaunaðir og þessi knái bíll og hann stendur fyllilega undir öllu því lofi sem á hann hefur verið boriö. Það eru kostir eins og sérlega góðir aksturs- eiginleikar, kraftmikil en eyðslugrönn vél, mikið innanrými og almenn tæknileg gæði, ásamt aðlaðandi útliti sem byggt hafa upp vinsældir og vegsemd Peugeot 205. „Ekki sakar þaö heldur, aö eyöslan er í kringum 5-7 lítrar á hundraöi og vel undir 5 í þjóövegaakstri. “ „... framúrskarandilipur iinnanbæjarakstri." „Hann er miklu meiri sportbíll, en sumir sem seldir eru undir slíku merki og eru tvöfalt eöa þrefalt dýrari. “ -úr Mbl. 2. marz 1991. Gísli S. Gerið verösamanburö á Peugeot 205 og öörum bílum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.