Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 22
22 reei ssam .m htoaquticmfi <ii<i/^iavíUoaoM MORGUNBLAPgX FIMMTUDAGURTÍ.-MARZ 1991 Hvernig er hægt að bæta lífskjörin á Islandi? eftir Pál Kr. Pálsson Helstu áhrifaþættir á lífskjör eru efnahagslegur stöðugleiki, ríkisum- svif og umfang og afkoma atvinnu- veganna. Því minni sem verðbólgan er, því takmarkaðri sem ríkisum- svifin í atvinnulífmu eru og því betri sem afkoma atvinnuveganna er, því betri eru lífskjörin. í dag má segja að við íslending- ar eigum meiri möguleika á efna- hagslegum stöðugleika, með því að ná tökum á verðbólguvandanum, en síðustu 10-15 árin. Þennan ár- angur má fyrst og fremst þakka auknum skilningi vinnuveitenda og launþega á sameiginlegum hags- munum okkar allra í þessu máli, með gerð þjóðarsáttarsamninganna svonefndu. Hvað ríkisumvifin varðar stönd- um við hins vegar frammi fyrir svipuðu vandamáli og fjölmargar aðrar þjóðir. Þrátt fyrir mikið tal um aðgerðir til að sporna við frek- ari aukningu ríkisumsvifa tekst illa að halda í horfinu hvað þá að draga úr þeim. Flest erum við sammála um að sala ríkisfyrirtækja, aukið sjálfstæði ríkisstofnana og aukin ábyrgð opinberra embættismanna og stjórnenda séu leiðirnar til að ná betri árangri á þessu sviði. Þeg- ar að því kemur að hrinda aðgerðum i framkvæmd vandast hins vegar málið. Þá rekast menn á veggi ein- staklinga og hópa sem byggt hafa sér „hagsmunamúra" sem oft reyn- ist erfíðara að fjarlægja en sjálfan Berlínarmúrinn. Ef við gefum okkur að það tak- ist að halda verðbólgunni niðri eru tveir þættir sem öðru fremur þarf að taka á. Annars vegar er um að ræða aðgerðir innan opinbera geir- ans til að draga úr ríkisumsvifum og bæta samkeppnisstöðu atvinnu- lífsins og hins vegar aðgerðir til að auka framleiðnina í þjóðfélaginu öllu, innan ríkisgeirans sem í at- vinnulífinu, en slíkt mun bæta sam- keppnisstöðu okkar og leiða til auk- ins útflutnings. Jöfnun samkeppnisstöðunnar felst einkum í jöfnun starfsskilyrða milli atvinnugreina innanlands og aðlögun að lögum og reglugerðum sem gilda meðai samkeppnisþjóða okkar. Þessi þáttur er að mestu leyti í höndum stjórnvalda á hverj- um tíma. Almennt má segja að aukinn skilningur sé á mikilvægi fijálsræðis í samfélagsuppbygging- unni og vilji stjórnmálaafla til að bijóta niður reglugerðahagkerfið fari vaxandi. Þó gætir enn víða sjón- armiða „torfkofahugsunarháttar- ins“ þar sem menn hræðast birtuna sem leggur inn bæjargöngin og þora ekki að lyfta höfðinu og horf- ast í augu við framtíðina. En hvað er átt við með því að segja að aukin framleiðni sé ein Virðisauki Mynd 2 tekjur - aöföng laun og launaiengd gjöld + afskriftir + opinber gjöld - framleiöslustyrkir + rekstrarafgangur án fjármunatekna og gjalda. Skrifstofutækni Fyrir aðeins kr. 4750' á mánuði. Námið kemur að góðum notum í atvinnuleit. Einungis eru kenndar námsgreinar sem nýtast þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Til dœmis: Bókfærsla Tölvubókhald Ritvinnsla Tollskýrslugerð Verslunarreikningur Veröiö miðast við skuldabréf til tveggja ára. ^ Tölvuskóli Islands Sími: 67 14 66, opið til kl. 22 Er meistarinn þinn meistari? Fagleg og ábyrg vinnubrögð. Spyrjið um meistaraskírteinið. MEISTARASKIRTEINI Jón Jónsson Múrarameistari Agata 100 100 Reykjavík MURARAMEISTARAFÉLAG REYKJAVÍKUR 4 M-V-R ^meistara. og verktakasamband byggingamanna \ 1,1 V ° / SKIPHOLTI 70- 105 REYKJAVÍK - SÍMI 91-36282 veigamesta forsenda bættra lífskjara? Áður en því er svarað er rétt að skýra út hvað átt er við með framleiðni. Skilgreining Efnahags- og fram- farastofnunar Evrópu (OECD) og Alþjóða vinnumálastofnunarinnar (ILO) á framleiðni er eftirfarandi: Framleiðni erjafnt og framleiðsiu- verðmæti (úttak) deiit með einum af framieiðsluþáttunum (inntak). Framieiðniráð Evrópu (EPA) og Framleiðnimiðstöð Japans (JPC) skilgreina hins vegar framleiðni með nokkuð öðrum hætti. Þar seg- ir: Framleiðni er öðru fremur ákveð- ið hugarfar. Framieiðni er aukin til þess að nýta megi á sem bestan hátt auðlindir, svo sem hráefni, þekkingu, tækni, fjármagn og mannafla. Þannig má með áhuga- sömum starfsmönnum, stjórnend- um og neytendum draga úr fram- ieiðslukostnaði, stækka markaði, efla atvinnulíf og bæta iífskjör. Aukin framleiðni miðar að því að breyta umhverfmu og bæta það. Álgengustu tölfræðilegu skil- greiningarnar á framleiðni eru framleiðni vinnuafis og framleiðni fjármagns. Þegar talað er um að framleiðni vinnuafls er átt við virð- isauka á ársverk eða klukkustund. Þegar talað er um framleiðni fjár- magns er átt við virðisauka á fjár- magnseiningu (sjá mynd 1). Með virðisauka er átt við mismun fram- leiðsluvirðis og aðfanga, þ.e. tekjur að frádregnum aðföngum. Aðföng teljast kaup einstakra fyrirtækja eða atvinnugreina á hvers konar hráefnum eða rekstrarvörum frá öðrum fyrirtækjum eða greinum. Virðisaukinn liggur þannig einkum í launum og launatengdum gjöldum, afskriftum, opinberum gjöldum og rekstrarhagnaði fyrir fjármagns- tekjur og gjöld, að frádregnum framleiðslustyrkjum (sjá mynd 2). Virðisauka má finna jafnt fyrir fyrirtæki sem atvinnugreinar. Summa virðisauka allra fyrirtækja og stofnana í hverri atvinnugrein myndar virðisaukann' í viðkomandi atvinnugpein. Summa virðisauka allra atvinnugreina myndar saman- lagt verga landsframleiðslu. Hag- vöxtur er síðan sú breyting sem verður á landsframleiðslu á föstu verðlagi frá ári til árs mæld í hundr- aðshlutum. Þessa breytingu köllum við heildarframleiðniaukningu í þjóðfélaginu. Sé iitið á þróun heildarframleiðni á íslandi undanfarin 10 ár kemur í' Ijós að hún hefur alls aukist um tæp 10% á hvem íbúa á tímabilinu, Páll Kr. Pálsson „Sé hins vegar litið á aukningu landsfram- leiðslu á hvern vinnandi mann kemur í ljós að hún hefur aðeins aukist um 0,4% á ári á tímabilinu. Með öðrum orðum; fram- leiðni hefur lítið sem ekk- ert aukist á Islandi á síðustu 10 árum.“ eða sem svarar um 1% á ári. Sé hins vegar litið á aukningu lands- framleiðslu á hvern vinnandi mann kemur í ljós að hún hefur aðeins aukist um 0,4% á ári á tímabilinu. Með öðrum orðum; framieiðni hefur iítið sem ekkert aukist á íslandi á síðustu 10 árum. Hagvöxturinn er nánast allur til kominn vegna auk- innar atvinnuþátttöku, einkum kvenna. Á mynd 3 má sjá þróunina á íslandi í samanburði við ýmsar þjóðir innan OECD. Þetta er í raun hrikaleg niður- staða sem krefst þess að spurt sé: Hvað veldur og hverriig getum við breytt þessu? Áður en þeirri spurn- ingu er svarað er rétt að líta á þá þætti sem hafa mótandi áhrif á framleiðnina. Framleiðni ákvarðast af fjöl- mörgum atriðum. Meðal þeirra helstu má nefna: Framleiðslu- eða þjónustumagn. Nýtingu aðfanga. Tækjakost og nýtingu tækja. Nyt- ingu starfsmanna. Vinnuaðferðir. Markaðsstarfsemi. Fjármagn. Með því að hafa áhrif á þessa þætti má hafa áhrif á framleiðnina. Hér tala menn annars vegar um innri aðgerðir og hins vegar um ytri aðgerðir. Innri aðgerðir eru einkum í verkahring starfsmanna og stjómenda fyrirtækja en ytri aðgerðir í höndum stjórnvalda. Framleiðni = viröisauki Mynd 1 vinnuafls samtals unnar klukkustundir (eöa ársverk) Framleiðni fjármagns = yirðisauki heildarfjármagn Aukning landsframleiðslu á íbúa og á hvem vinnandi mann í prósentum 1980-1988 (ísland „80-90“) 30%... Mynd 3 ■ LANDSFRAM— LEIÐSLA A HVERN VINNANDI MANN E LANDSFRAM- LEIÐSLA A HVERN IBÖA JAPAN FINN— LAND BRET LAND NOR— ÞÝSKA SVi- EGUR LAND ÞJÖÐ BANDA DAN— ISIAND RIKIN MÖRK HÐMILD: OECD I NU GETA ALLIR* SENT 0G M0TTEKIÐ TELEFAXSKJÖL Lítið, ódýrt og einfalt „FaxModem" sambyggt telefax og Modem fyrir allar tegundir töl va* • Þú sendir Fax beint af skjánum til viðtakanda og færð Fax-sendingar beint á skjáinn eða í minni og prentar síðan út á venjulegan pappír. • FaxModem gef ur þér samband við gagnabanka og gagnanet Pósts og síma. • Hægt er að senda sama skjalið á marga staði með fjölsendingu. • Innbyggð símaskrá. • Allar valmyndir á íslensku. • Gæði sendinga eru meiri þar sem skjal er sent út milliliðalaust. *(IBM PC/XT/AT/ TÖLVUR) <S> Heimilístækí hf Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI6915 00 isanuuit^m/ 34°580.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.