Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 37
leei S3ÁM .M HUDACIUTl . ..iGA.iaV'i’JOÍiOM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991
Borgarráð:
Holtavegur verði ekki lagður
Laugardalshópurinn mótmælir tengingu Sigtúns við Holtaveg
BORGARRÁÐ hefur samþykkt samhljóða tillögu Sjálfstæðismanna um
að við endurskoðun á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1984-2004, sem nú
á sér stað verði ekki gert ráð fyrir tengingu Holtavegar milli Suður-
landsbrautar og Langholtsvegar.
Þorlákur H. Helgason einn af for-
svarsmönnum Laugardalshópsins,
sem mótmælt hefur framkvæmdum
í dalnum, dregur í efa að samþykkt
borgarráðs fái staðist. Auk þess séu
samtökin mótfallin tengingu Sigtúns
og Grensásvegar. Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson formaður skipulagsnefnd-
ar segir að tenging við Grensásveg
sé nauðsynleg til að tryggja aðgang
að Húsdýragarði, Skemmtigarði og
vaentanlegu Tónlistarhúsi.
í mótmælum Laugardalshópsins
er farið fram á að framkvæmdir í
Laugardalnum verði þegar í stað
stöðvaðar, meðal annars „vegalögn
þvert og endilangt um dalinn frá
Suðurlandsbraut að Langholtsvegi.
Þó að skipulag hafi verið auglýst
með eðlilegum hætti á sínum tíma,
Teitur Finnbogason fv.
deildarfulltrúi látinn
TEITUR Finnbogason, einn af
stofnendum heildverslunarinnar
Hólmar hf og stjórnarformaður
og forstjóri fyrirtækisins frá
1954, en deildarfulltrúi hjá félags-
málastofnun Reykjavíkur frá
1968 til 1990, lést mánudaginn 11.
mars.
Teitur fæddist í Hítardal, Hraun-
hreppi í Mýrarsýslu 19. nóvember
árið 1914, sonur hjónanna Finnboga
Helgasonar bónda og Sigríðar Teits-
dóttur. Hann lauk prófi frá Verzlun-
arskóla íslands árið 1933. Teitur var
starfsmaður heildverslunarinnar
Eddu hf í Reykjavík 1933-1944.
Hann stofnaði ásamt öðrum heild-
verslunina Hólm hf árið 1944, var
í stjórn félagsins og annar forstjóri,
en aðaleigandi, stjórnarformaður og
forstjóri frá 1954. Hann var deildar-
fulltrúi félagsmálastofnunar Reykja-
víkur frá 1968 til 1990.
Stefán sinnti ýmsum stjórnunar-
störfum. hann var í stjórn knatt-
spymudeildar KR 1947-1949, í
stjórn félagsins Germaníu 1951-
1953, í stjórn Sjóvátryggingarfélags
íslands hf frá 1964, í stjórn Könnun-
ar hf og Líftryggingafélags Sjóvá
frá 1975 og í stjóm Sjóvá-Almennar
trygginga hf frá 1989.
Eftirlifandi eiginkona Teits er
Guðný Ólafía Halldórsdóttir. Þau
hjón eignuðust þijú börn.
virðist sem fólk hafi á engan hátt
gert sér grein fyrir því hvereu af-
drifaríkar skipulagstillögur hafi verið
um að ræða, og þess vegna hafi
þeim ekki verið mótmælt."
Að sögn Vilhjálms Þ. Vlhjálmsson-
ar formanns skipulagsnefndar, er
gert ráð fyrir tengingu Sigtúns við
Grensásveg í Aðalskipulagi Reykja-
víkur 1984-2004, einnig í samþykktu
deiliskipulagi fyrir þennan reit og
að auki kemur gatan fram á korti
er fylgir hverfaskipulaginu, sem
kynnt hefur verið íbúum hverfisins.
Vilhjálmur sagði, að í fyrstu hefðu
mótmælin beinst gegn tengingu
Holtavegar og Langholtsvegar en
slík tenging kemur fram á skipulags-
uppdráttum. En þegar ljóst var að
um síka tengingu var ekki að ræða
beindust mótmælin að fyrirhugðuð-
um bílastæðum við Tónlistarhúsið. í
dalnum er gert ráð fyrir bílastæðum
vestast og miðsvæðis auk þeirra sem
verða við Tónlistarhúsið.
„Það er augljóst að einhver að-
koma verður að vera fyrir fólk í daln-
um og þá ekki síst fyrir aidrað fólk
og fatlaða," sagði Vilhjálmur. „Það
stendur ekki til að leggja Holtaveg
milli Suðurlandsbrautar og Lang-
holtsvegar. Enda var því lýst yfir á
sérstökum borgarafundi árið 1988 í
Langholts- og Laugameshverfi, þar
sem hverfaskipulagið var kynnt, að
ef til þess kæmi að leggja Holtaveg
þá yrði það gert í nánu samráði við
íbúanna."
Sá hluti Sigtúns, sem verið er að
leggja, er safnbraut og verður gatan
að hluta til hellulögð vistgata með
þrengingum þannig að umferð gang-
andi vegfarenda he'fur forgang.
„Við höfum sagt að ef Holtavegur
er inni á Aðalskipulagi þá geta menn
ekki með einni handauppréttingu
breytt því,“ sagði Þorlákur Helgason.
Sagði hann að menn væru auk þess
tvísaga í þessu máli, borgarstjóri
Borgarráð hefur samþykkt, að við endurskoðun á Aðalskipulagi
Reykjavíkur 1984-2004, sem nú fer fram verði ekki gert ráð fyrir
tengingu um Holtaveg milli Suðurlandsbrautar og Langholtsvegar.
hafði sagt, þegar hónum.voru afhent
mótmælin, að hætt væri við Holtaveg
en sama dag hefði formaður skipu-
lagsnefndar sagt, að ekki væri hætt
við veginn en að hann yrði ekki lagð-
ur nema í fullu samráði við íbúanna.
„Við teljum þessa svokölluðu vist-
götu frá Laugardalsvellinum að
Holtavegi algerlega út í hött,“ sagði
Þorlákur. „Það er talað um að hún
sé til að bæta aðgengi en það má
leysa á mun auðveldari hátt. Þarna
er ekki gert ráð fyrir að menn stoppi,
heldur er þetta braut í gegn um
dalinn. Við teljum miklu skynsamleg-
ar að leggja braut upp á Suðurlands-
braut við Laugardalshöllina. Þetta
Tónlistarhús er ekki komið og því
óþarfi að byggja tvöfaldan Austur-
völl fyrir bílastæði þar.“
Bok um Atlantshafsflug
ÚT ER komin handbók á ensku fyrir flugmenn lítilla flugvéla er hyggj-
ast fljúga yfir Norður-Atlantshafið. Það eru bandarísk flugmálayfir-
völd sem standa að útgáfunni.
Haldin var ráðstefna í Reykjavík
árið 1989 á vegum samstarfsnefnd-
arinnar um aukningu sem orðið hafði
á flugslysum og beiðnum um aðstoð
við þessa tegund flugs. Niðurstaða
ráðstefnunnar var að hafist skyldi
handa við útgáfu handbókar fyrir
flugmenn þessara flugvéla, sem oft
eru reynslulitlir og með mjög tak-
markaða vitneskju um aðstæður til
flugs yfir úthafinu og á norðurslóð-
um, segir í fréttatilkynningu frá
Flugmálastjórn.
Bandarísku flugmálastjórninni var
falið að safna saman gögnum og
upplýsingum frá ríkjumí Norður-Atl-
antshafi og beggja megin við það'
og ganga frá handbókinni.
Handbókin verður til sölu gegn
vægu gjaldi á þeim stöðum þar sem
líkur eru á að lagt verði upp í flug
út yfir Atlantshaf.
TILKYNNINGAR
LANDSPÍTALINN
Þar sem húð- og kynsjúkdómadeild Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur verður framvegis
rekin af Ríkisspítölum, verður deildin flutt í
Þverholt 18 og móttaka vegna kynsjúkdóma
hefst þar mánudaginn 18. mars nk. milli
kl. 9.00-11.30.
FÉLAGSSTARF
Kópavogur - Kópavogur
Kosningar f ramundan
Sjálfstæðisfélagið í
Kópavogi heldur
fund í Hamraborg
1, í dag, fimmtudag-
inn 14. mars, kl.
20.30.
Gestir fundarins:
Árni Mathiesen og
Árni R. Árnason,-
frambjóðendur
Sjálfstæðisflokksins
í Reykja-
neskjördæmi, ræða um komandi kosningar og svara fyrirspurnum.
Allt sjálfstæðisfólk velkomið.
Akranes
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins á Akranesi verður opin fyrst
um sinn alla virka daga milli kl. 14 og 17.
Lítið inn, ávallt kaffi á könnunni.
Fulltrúaráðið.
KENNSLA
Námskeið
Codependency - hækjulff
Stefán Jóhannsson, CAP frá Cornerstone
Institute í Flórída, býður til eins dags nám-
skeiðs laugardaginn 16. mars nk. á Hótel
Lind við Rauðarárstíg 18.
Námskeiðið stendur yfir frá kl. 9.00-17.00.
Skráning frá kl. 8.00 sama dag.
Námskeiðsgjald er kr. 4.500,-.
FÉLAGSLÍF
□ HELGAFELL 59913147 IVA/ 2
St.St. 59913147 VII
I.O.O.F. 5 = 172314772= KK.
I.O.O.F. 11 = 17203148'A =
I kvöld kl. 20.30 samkirkjuleg
samkoma. Séra Jakob Roland
predikar. Þátttakendur frá þjóð-
kirkjunni, kaþólsku kirkjunni,
hvítasunnusöfnuðinum, sjö-
undadagsaðventistum og Hjálp-
ræðishernum, Allir velkomnir.
BHIMmjMift
Framhaldsnámskeið í jóga verð-
ur haldið helgina 15., 16. og 17.
mars fyrir alla þá sem stundað
hafa jóga. Kennari: Paritosh frá
Kripalu.
Upplýsingar og skráning i síma
611025, Linda og 83192, Helga.
Skipholti 50b
Samkoma i kvöld kl. 20.30.
Allir velkomnir.
v
Aðalfundur
Glímufélagsins Ármanns verður
haldinn föstudaginn 22. mars
1991 í skíðaskála félagsins í Blá-
fjöllum.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kvöldverður verður í skálanum
kl. 19.00. Verð kr. 1.500,-.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku
í síma38140fyrir 20. mars 1991.
Stjórnin.
Hvítasunnukirkjan
Völvufelli
Samkoman í kvöld fellur niður
vegna sameiginlegrar bænaviku
kristinna safnaða, en samkoma
verður hjá Hjálpræðishernum í
kvöld kl. 20.30.
H ÚTIVIST
GKÓFINNI) • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARI14606
Hellisheiði á skíðum
2 d., 16.-17/3. Upphitunarferð
fyrir lengri og erfiðari skíðagöng-
ur. Farið um skemmtilegt svæði
umhverfis Innstadal. Gengið á
Skeggja. Gist í skála eða tiöldum
ef fólk vill. Fararstjóri Óli Þór
Hilmarsson. Brottför frá BSÍ
laugardagsmorgun kl. 9.00.
Undirbúningsfundur föstudag kl.
18 á skrifstofu Útivistar.
Útivist um páskana
28.3- 1.4 Landmannalaugar -
Básar skíðaganga. Gist í húsum.
Erfiö ferð fyrir vant fólk.
30.3- 1.4 Þingvellir - Skjald-
breiður - Geysir. Skíðaganga,
tjöld. Erfiðleikagráða: Meðal.
28.-31.3 Snæfellsnes - Snæ-
fellsjökull. Gist á Lýsuhóli,
sundlaug. Gengið á jökulinn.
Mælt með göngu-
skíðum, þó ekki skilyrði.
30.3-1.4 Þórsmörk - Básar. -
Gist í Útivistarskálunum. Göngu-
ferðir við allra hæfi.
Sjáumst!
Útivist.
20.30 í safnaðarheimili Bústaða-
kirkju.
Gestur fundarins: Árni Berg-
mann, ritstjóri.
Öllu áhugafóki frjáls þátttaka.
Stjórnin.
0
FREEPORTKLÚBBURÍNN
Freeportklúbburinn
Félagsfundur verður haldinn i
dag, fimmtudaginn 14. mars, kl.
SAMBAND ÍSLENZKRA
KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Kristniboðsvika
á Háaleitisbraut 58, 10-17.
mars. Samkomurnar hefjast kl.
20.30. Nýtt samfélag. Upphafs-
orð flytur Helgi Elíasson. Kristni-
boðsþáttur í umsjá Jónasar Þór-
issonar. Laufey Geirlaugsdóttir
syngur. Þórarinn Björnsson tal-
ar. Allir hjartanlega velkomnir.