Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 38
38 i- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 innkaupastjórar SÓL- GLERAUGU Otrúlegt úrval af dömu-, herra-, unglinga- og barnasólgleraugum. Einnig skíðasólgleraugu. Frábært verd HOLLENSKA VERSLUNARFÉLAGIÐ Borgartúni 18 Simi 61 88 99 Fax 62 63 55 HELDUR BETUR! Gott er að launa skriftir eftirAra Trausta Guðmundsson i. Almenningur er svo rausnarlegur að styrkja skapandi höfunda af öll- um toga til starfa. Það gerist m.a. með því að hluti ríkistekna eru nýtt- ur til listamannalauna, styrkja og starfslauna ýmiss konar listamanna og höfunda. Það er nú mikið lán þeirra, sem eiga dijugan þátt í að búa til menninguna í landinu, að fá að „vinna að list sinni á eigin vegum“ og vita að ríkisvaldið (og fólkið í landinu) hefur skilning á því að þess konar höfundar „hafa því langmesta þörf fyrir starfs- laun“; eins og segir í athugasemd- um við nýtt frumvarp til laga um listamannalaun frá því á síðasta ári. Nú er frumvarpið til afgreiðslu hjá Alþingi. II. Það er aðal sjálfstæðra þjóða að hlúa að allri menningarstarfsemi. íslendingar geta státað af ýmsu í því efni. Launasjóður rithöfunda, sem hefur verið til alllengi, getur úthlutað árlega starfslaunum sem svara til 360 mánaðarlauna og eft- ir fraumvarpsins hljóðan verða þau orðin 480 eftir fimm ár. Þetta er mikilsverður stuðningur við ritað mál í landinu, eina aðalstoðina und- ir tilvist íslendinga. Menningin á að vera saltið í þjóðargrautnum og rithöfundar hvers konar hafa sann- arlega lagt til salt á leturfonni. Úthlutunarnefnd launasjóðsins hefur afar sjaldan fundist nauðsyn- legt að úthluta starfslaunum til rit- höfunda sem ekki semja fagurbók- menntir. Þá á ég við höfunda bóka um t.d. sögu lands og fólks, náttúru landsins, tunguna og menningu; allt sem flokkast undir samheitið fræðirit. Líklega koma árlega út jafnmörg slík rit og nemur tölu skáldrita. Þá sjaldan höfundur þess konar bóka hefur fengið starfslaun, hefur hann verið nánast einsamall í hópi margra tuga skálda; þeirra andans manna sem bæta við víddum í hugsun okkar og vita allra manna gjörlast hve fræðirit eru mikilvæg. Þau halda nefnilega uppi þekkingu fólks á veröldinni; rammanum sem skáldskapur sprettur úr og fellur inn í, eftir að hann er til orðinn. III. Við árlega úthlutun fær oft eng- inn fræðiritahöfundur aura þó svo sannað sé að hann, eins og margir aðrir rithöfundar, vinnur að sinni ritun á eigin vegum og skrifar hvorki í vinnutíma sínum né með tilstyrk ríkisstofnunar, sjóðs eða samskota. Samt segir í reglum launasjóðsins að rétt til launa úr honum hafa íslenskir rithöfundar og höfundar fræðirita, svo sem skrifað er orðrétt. Ekki er reyndar auðvelt að henda reiður á skilum milli rithöfundar, skálds og höfund- ar fræðirits en samt ætti meiningin að vera skýr. Höfundar rita um sögu Hornstranda, skáldskap á 18. öld og Hekluelda fyrr og nú eiga allir rétt á starfslaunum. En fá sjaldnast eða aldrei og fer jafnan lítið fyrir röksemdum fyrir ástæðum þess hjá Rithöfundasambandinu eða úthlutunarnefnd þegar spurt er þar um. IV. I nýja frumvarpinu, þar sem fjall- að er um launasjóðinn, er eftir sem áður greint frá rétti fræðirithöfunda til starfslauna. Það er frekar kynd- ugj; þegar rýnt er í reynslu fyrri ára, en gott er það. Afar gott. Sá galli fylgir samt að úthlutunar- nefndin skal áfram skipuð án þess að félag höfunda fræðirita og kennslugagna, Hagþenkir, hafi þar nokkuð að segja, rétt eins og fram að þessu. Og það þrátt fyrir margv- íslegar tilraunir til að eiga orð í ákvörðunum úthlutunarnefndar eft- Ari Trausti Guðmundsson „En svona til þess að gæta þess að fræðirit- höfundarnir fái meðbyr þá bið ég skáldin í landinu að rétta sam- starfsfólki sínu hjálpar- hönd og sjá til þess að alls konar skapandi rit- höfundar fái starfs- Iaun.“ ir að félag þetta kom til. í félaginu eru 210 höfundar og reyndar eru líka fræðirithöfundar í Rithöfunda- sambandinu. Nú hefur Hagþenkir því hreyft við því réttlætismáli, þegar nýtt frumvarp er brátt að verða að lög- um, að félagið fái að koma til við skipan úthlutunarnefndar launa- sjóðs rithöfunda. Þá er betur hægt að tryggja að fræðiritahöfundar komist ávallt á blað þegar veita skal höfðingleg og sárvöntuð laun til skrifandi og skapandi höfunda BÓKMENNTA. Það hefur þá ba'ra líklega gleymst hingað til að bók- menntir eru bara einar og rithöf- undar bara einn hópur skapenda bóka með gjörólíku innihaldi (og þá er ekkert sagt um gæði sem eru deilumál eilífðarinnar; sem betur fer!). Væri þá líka réttast að segja hátt og snjallt að skáld og fræði- menn, sem skrifa annað en skýrslur eða vinnuplögg, teljist rithöfundar, því hvor var rithöfundur, Ari fróði eða sá sem reit Njálu og hvor þeirra er það, sá sem skrifaði bygginga- sögu Skálholtsstaðar eða sá sem samdi Heimsljós. V. Stjórn og fulltrúaráð Hagþenkis hefur nú sent alþingismönnum bréf með tillögu vegna frumvarpsins til laga um listamannalaun og beðið þá „að tryggja félaginu . . . tillögu- rétt vegna skipunar nefndar sem úthlutar fé úr launasjóði rithöf- unda“. Þegar öllum er nú orðið ljóst að bókmenntir eru bara einar og allir rithöfundar jafnréttháir til starfs- launa (eins og úthlutunarreglur segja), þá ætti beiðnin að vera auð- sótt. En svona til þess að gæta þess að fræðirithöfundarnir fái meðbyr þá bið ég skáldin í landinu að rétta samstarfsfólki sínu hjálpar- hönd og sjá til þess að alls konar skapandi rithöfundar fái starfslaun. Til dæmis mætti byija á að taka á málinu_ í stjórn Rithöfundasam- bands íslands og athuga hvort ekki sé unnt að lýsa yfir samstöðu með Hagþenki. Rithöfundar gætu líka skrifað í blöðin. Það hjálpar til. Höfundur erjarðeðlisfræðingur og rithöfundur. nýtt Þeir rækta kaffijurtina af aldagamalli hefð við bestu aðstæður í frjósömum fjallahlíðum Colombiu. Við veljum bestu baunirnar þeirra. Þú færð ilmandi nýbrennt Colombiakaffi í stjörnuflokki nánast beint úr kvörninni - njóttu þess. Sfev % KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.