Morgunblaðið - 14.03.1991, Side 53

Morgunblaðið - 14.03.1991, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 IÞROTTIR UNGLINGA / SUNDMOT KR 17ARAOGYNGRI Sð is Sundfólk Ægis mjög sigursætt SUNDFÉLAGIÐ Ægir varð hlut- skarpast á KR-Arena sundmót- inu sem haldið var í Sundhöll Reykjavíkur um síðustu helgi. Ægir hafði mun meiri breidd af góðu sundfólki en önnur félög og það skilaði sér í stigagjöf- inni. Ægir fékk 387 stig, 165 stig- mmHM um meira en aðal- Frosti keppinauturinn, IA Eiðsson sem ekki tókst að skritar verja titil sinn frá síðasta ári. Alls tók 421 keppandi þátt í mótinu og keppti hver þeirra að meðaltali í þremur greinum. KR-mótið er eitt af stærstu sundmótum sem haldin eru og sem dæmi má nefna að kepp- endur voru íj'órfalt fleiri á þessu móti en Innanhússmeistaramótinu í Vestmannaeyjum. Sunddeild KR hefur verið mjög örlát á verðlauna- peninga og ekki varð breyting á því á þessum móti. Verðlaunapen- ingarnir voru um 400 talsins og barmmerki, sem veitt voru fyrir sig- ur í hveijum riðli, um 800. Keppt var í fjórum flokkum karla og kvenna eftir aldri. Fjögur íslandsmet voru sett í unglingaflokkum á mótinu og voru þau öll sett í boðsundsgreinum. Telpnasveit SFS setti met í 4x50 metra fjórsundi á 2.18,39 mínútum. Hin þijú metin voru öll sett í sömu greininni, 8x50 metra skriðsundi. A-meyjarsveit Ægis bætti sitt eigið met um hvorki meira né minna en þrettán sekúndur er hún synti á 4.40,80 mínútum. „Þær hafa verið mjög sigursælar og samhentar og duglegar við að æfa,“ sagði einn þjálfara Ægis; Pálmi Ágússson eft- ir að metið var í höfn. Hnátusveit Ægis setti íslandsmet er hún synti á 6.25,75. Piltasveit UMSK átti svo síðasta .orðið er sveitin synti vegalengdina á 3.42,28 sem er rúmlega tveimur og hálfri sekúndu undir fyrra meti. Þá fengu stigahæstu einstakling- arnir á mótinu viðurkenningar sem sigurvegarar aldursflokka. Stiga- hæst í kvennaflokki varð Arna Þó- rey Sveinbjörnsdóttir Ægi og í karlaflokki Kristján Sigurðsson UMSK. Segja má að hver einasti fer- metri sundhallarinnar hafi verið nýttur til hins ýtrasta á meðan að mótinu stóð og aðstaða fyrir áhorf- endur var fremur bágborin. Ungar hnátur frá Hvanneyri Þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Reykjavíkur til að keppa en við höfum æft hérna,“ sögðu þær Særún Ósk Böðvarsdóttir átta ára og Kristín Erla Sigurðardóttir sjö ára frá UMSB. Þær vinkonur, sem eru frá Hvanneyri kepptu í tveimur greinum á mótinu, bringu-, og skriðsundi og voru nokkuð frá því að komast á verð- launapall. „Við höfum aldrei unnið nein verðlaun, en eigum örugglega eftir að gera það seinna.“ Byrjaði aðæfa Jóhanna Eiva Ragnarsdóttir, UMSB varð aldursflokkameist- an í flokki meyja, fæddum 1980. „Ég er búin að æfa síðan ég var sex ára og á margar vinkonur í sundinu. Ég hef einnig æft fijálsar íþróttir, en sundið er rnun.skemrnti- legra.“ Morgunblaðið / Frosti Jóhanna Elva Ragnarsdóttir. Morgunblaðið / Frosti Það var glatt á hjalla hjá A-meyjarsveit Ægis eftir að hún hafði bætt eigið íslandsmet í Meyjaflokki um 13 sekúnd- ur. Sveitina skipuðu þær Iðunn, Erla, Ellý, Ama, Karen, Bryndís, Mana og Stella. Ama Þóra Sveinbjörnsdóttir og Hörður Guðmundsson voru skipuð fyrirliðar Ægis í mótslok og það kom því í hlut þeirra að taka við farandbikar og eignabikar fyrir hönd Ægis sem var stigahæsta fé- lag mótsins. Þetta er í annað sinn sem Ægir hlýtur bikarinn fyrir sigur í KR- mótinu, ÍA hefur einnig hlotið bik- arinn tvívegis en keppt hefur verið um bikarinn sex sinnum. „Það er erfitt að útskýra af hveiju okkur gengur svona vel nú, en góð þjálfun hlýtur þó að skipta miklu,“ sagði Arna en hún varð aldursflokkameistari stúlkna sem fæddar eru 1974 og jafnframt stigahæsti keppandinn á mótinu með 1960 stig. Morgunblaðið / Frosti Hörður Guðmundsson og Arna Þóra Sveinbjörnsdóttir hampa sigur- launum Ægis i mótslok. Hörður tók í sama streng: „Við fengum nýjan þjálfara 1989 og það tekur alltaf tíma fyrir þjálfara að ná árangri," sagði Hörður en bestu sundmenn Ægis í þessum flokki þurfa leggja hart að sér og mæta á æfingar allt að níu sinnum í hverri viku. Bæði Arnaog Hörður eru í lands- liðshópnum sem fer til Luxemborg- ar í næsta mánuði þar sem tíu manna hópur mun taka þátt í al- þjóðlegu móti. Æftníu sínnum Á i íviku i Kristján Sigurðsson stigahæstur: „Það þarf fyrst ogfremstæf- ingu og mikinn sjálfeaga” KRISTJÁN Sigurðsson, varð stigahæsti keppandinn í karla- flokki á mótinu en hann varð aldursflokkameistari pilta sem fæddireru 1974. Hann hlaut alls 1855 stig en besta grein hans bringusundið gaf honum 649 stig. í Eyjum og náði þar tveimur silfur- verðlaunum. Eins og margir aðrir keppendur á því móti lét hann krún- uraka sig. „Já, þetta var gert í Eyjum og það má kannski segja að þetta sé einskonar vörumerki. Það er þægilegt að vera rakaður en helsti gallinn er sá að þurfa að Kristján sem keppti fyrir UMSK, hlaut þijú gull fyrir einstakl- ingsgreinar og var í tveimur sigur- sveitum félagsins í boðsundi. IBHi „Það þarf fyrst og Frosti fremst æfingu og Eiðsson mikinn sjálfsaga,“ skrifar sagði Kristján að- spurður um það hvað þyrfti til að standa sig í sund- íþróttinni. „Sjálfsagi er nauðsynleg- ur því að sundmaður sem að ætlar að ná árangri verður að gefa sig allan í æfingarnar. Það sem ég á erfiðast með, er að borða nógu mikið, ég brennu miklu í sundinu og það er því nauðsynlegt að borða vel þó að oft geti það verið leiðin- legt.“ Kristján er í unglingalandsliðinu og hann var meðal keppanda á Innan-' hússmeistaramótinu sem haldið var Morgunblaðið / Frosti Kristján Sigurðsson. vera með húfu úti við. Annars munar þetta litlu fyrir mig því ég var með lítið hár fyrir." MorgunblaíiS / Frostt Hressar stúlkur sem tóku sér hvíld frá upphitunarsundi til þess að brosa til ljósmyndarans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.