Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 Sýning verður haldin á rsestingaefnum og áhöldum i nóvember 1991. Þeir aðilar sem áhuga hafa á aÖ kynna vörur sínar hafið sambandi við effirtaldar fyrir 15. apríl: Huldu í síma 687600 Jónínu í síma 604343 Sesselju í síma 696516 SESF J SKÚFFUR - KASSAR - BOX SORTIMO framleiðir eiít það vandaðasta skúffukerfi fyrir fag- manninn sem völ er á. SORTIMO SKÚFFUR með borðplötu, lokun og læsingu fyrir verkfæri o.fl. SORTMO KASSAR með mis stórum boxum á einni eða tveimur hæðum. Kassarnir geta verið stakir eða verið í skúffueiningu með eða án loks, öryggis lokun og læsingu. SORTIMO BOX eru í fjórum stærðum. Hver stærð er samsett áf tveim mislöngum hillueiningum. SORTIMO SKÚFFUM — KÖSSUM OG BOXUM er hægt að raða saman hvernig sem er og setja undir þau hjól. SORTIMO býður upp á fjölmarga möguleika fyrir lagerinn- bílinn - skipin - verkstðin - geymsluna o.fl. Sölu- og þjónustuaðilar Geisli - Vestmannaeyjum, Glitnir - Borgarnesi Póllinn - ísafirði, Snarvirki hf. - Djúpavogi RAFLAGNIR - TÖLVULAGNIR - MÓTORVINDINGAR VERZLUN - ÞJÓNUSTA RAFVERHF SlMI 91-82415-82117 • TELEFAX 1 -680215 SKEIFAN 3E-F, BOX 8433. 128 REYKJAVlK Tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar í rauðri áskriftarröð: íslensk — amerísk og rússnesk tónlist eftir Rafn Jónsson Hlutur einleikarans er í kastljósi í tónleikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í rauðri áskriftarröð. Næstu tónleikar í þessari röð verða í Há- skólabíói fimmtudaginn 14. mars og hefjast kl. 20.00. A efnisskrá verða þrjú verk: Sónans eftir Karólínu Ei- ríksdóttur, Sinfónía nr. 2 eftir Char- les Ives og Fiðlukonsert eftir Tsjaj- kovskíj. Einleikari verður Victor Tretjakoff og hljómsveitarstjóri Murry Sidlin. Karólína Eiríksdóttir samdi Són- ans 1980-1981 og var það fyrst flutt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinn- ar 15. október, 1981. Karólína lauk píanókennaraprófí frá Tónlistarskó- lanum í Reykjavík 1974 og stundaði tónlistarnám í Bandaríkjunum til 1978, þaðan sem hún lauk meist- aragráðu í tónfræðum og tónsmíð- um. Helstu tónsmíðakennarar henn- ar voru Þorkell Sigurbjömsson, Be- orge B. Wilson og George Albright. Sónans er í tveimur allhröðum meg- inköflum, sem eru aðskildir með stuttu og hægu millispili. Bandaríska tónskáldið Charles Ives lést 1954. Hann stundaði tónlist- arnám við Yale-háskólann. Samhliða tónsmíðum var hann athafnamaður í viðskiptalífinu og fékk allar sínar tekjur af því og gekkst upp í því að hafna vinnulaunum, flutningsgreiðsl- um og verðlaunum fyrir tónlist sína. Hann sagðist gera þetta til að geta viðhaldið hinu fullkomna frelsi lista- mannsins til að skrifa þá tónlist sem hann vildi sjálfur. Sinfóníu nr. 2 skrifaði Charles Ives um síðustu ald- amót. Tsjajkovskíj samdi fiðlukonsertinn í D dúr 1879. Konsertinn, sem er samkvæmt klassískri hefð í þremur Victor Tretjakoff, fiðluleikari. þáttum, fékk hroðalega dóma, þegar hann var frumfluttur í Vínarborg 1881. Verkið var tileinkað Leopold Auer, sem oft hefur verið kallaður faðir rússneska fiðluskólans. Auer var ekki hrifinn af verkinu og neit- aði m.a. að frumflytja það. Gagnrýn- endur sögðu að það væri óhugnan- lega ruddalegt og af því væri skepnu- legur fnykur. í dag telja margir að fiðlukonsertinn sé eitt fegursta verk sinnar tegundar, sem skrifað hafi verið. Einleikari á tónleikunum á fimmtudaginn er síberíski fiðluleik- arinn Victor Tretjakoff. Hann á ætt- ir að rekja tii tónlistarmanna. Átta ára að aldri flutti hann frá fæðing- arbæ sínum, Krasnojarsk í Síberíu, til Moskvu og stundaði síðar tónlist- amám við Tónlistarháskóla Moskvu. Hann hlaut fyrstu verðlaun í Tsjaj- kovskíj-fiðlukeppninni 1966. Síðan hefur hann leikið einleik með hljóm- sveitum víða um heim. Hann er nú Murry Sidlin, hljómsveitarstjóri. tónlistarstjóri Kammersveitar Moskvu. Hljómsveitarstjórinn er Bandaríkj- amaðurinn Murry Sidlin. Hann hefur undanfarin tvö ár stjórnað á tónleik- um Sinfóníuhljómsveitarinnar. Sidlin er af rússnesku bergi brotinn og er tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveita New Haven og Long Beach. Hann hefur hlotið lof fyrir listrænan metn- að þessara hljómsveita og góðan árangur. Hann hefur stjórnað flest- um þekktustu hljómsveitum Banda- ríkjanna og Evrópu og hvarvetna hlotið góðar viðtökur. Þá hefur hann einnig stundað kennslu og haldið fyrirlestra í háskólum í Bandaríkjun- um og hlotið margháttaða viðurkenn- ingu fyrir störf sín að tónlistarmálum og eflingu bandarískrar sinfónískrar tónlistar. Höfundur er kynningarfulltrúi Sinfóníuhljómsveitarinnar. Leitið til okkar: SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 ■ SÍMI 28300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.