Morgunblaðið - 14.03.1991, Síða 9

Morgunblaðið - 14.03.1991, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGPR .14. MARZ 1991 9 r \ BLÓMASALUR Opinn öll kvöld - fyrir þig Borðapantanir í síma 22321. FLUGLEIÐIR HÓTEL LOFTLEIDIR - þegar matarilmurinn liggur í loftinu V__________________________) liövikudagur 13. mars 1991 Sjálfstæöismenn gagnrýna grunnskólafrumvarpiö harölega: KOSTAR MENNTAMÁLA- RÁÐUNEYTIÐ KOSNINGA- BARÁTTU SVAVARS? j Ráðherraljómi Ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa verið iðnir við það undanfarið að efna til ráð- stefna um mál sem undir þá heyra í stjórn- arráðinu. Hefur ekki farið fram hjá neinurh að þetta er gert til að vegur þeirra verði sem mestur í komandi kosningabaráttu. Ljómi hinna háu embætta á að verða kjós- endum leiðarljós en ekki hin falda stefna Alþýðubandalagsins. í Staksteinum verður drepið á þetta nýja afbrigði ráðherrasósíal- ismans. Misnotkun eða mistök? I Tímanum 1 gær birtist meðal annars eftirfarandi í frétt: „Svavar Gestsson menntamálaráðherra var harðlega gagnrýndur í umræðum á Alþingi um grunnskólafrumvarp. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins sökuðu hium um að reyna að koma höggi á Sjálfstæðisflokkimi með auglýsingum sem birtar hafa verið í dagblöðum og kostaðar eru af menntamálaráðuneytinu. Svavar sagði að birting auglýsinganna hefðu ver- ið mistök. Sjálfstæðismenn hafa gert harða hríð að menntamálaráðherra við aðra umræðu um grunn- skólafrumvarpið í neðri deild. Umræðumar hafa nú staðið með hléum síðan í. byrjun siðustu viku. Sjálfstæðismenn hafa krafist þess að frum- varpið verði tekið út af dagskrá og segja útilokað að það verði að lögum á þeim tima sem eftir er af þinginu. Svavar hefur ekki fallist á þessa kröfu og vonast ennþá eftir að frumvarpið verði að lög- um fyrir þinglok.. Auglýsingamar, sem birtust í Pressumii og DV fyrir helgi, virðast hafa hert á andstöðu sjálfstæð- ismanna við fmmvarpið. Þeir segja að í auglýsing- unum sé gefið í skyn að Sjálfstæðisflokkurinn sé á móti uppbyggingu gmnn- skóla. Jafnframt gagn- rýndu sjálfstæðismenn bækling sem mennta- málaráðherra gaf út um Lánasjóð íslenskra náms- manna og segja þar vera á ferð dulbúinn kosn- ingaáróður. Þeir segjá það sérkeimilegt að ráðu- neytið skuli kosta og gefa út slíkan bækling. Það eigi að vera í verkaliring LIN að gefa hann út.“ Umrædd auglýsing frá menntamálaráðuneytinu er á marga lund sérstök. Er sjaldgæft ef ekki eins- dæmi að ráðuneyti skuli standa að því að auglýsa gildi fmmvarps sem er til umræðu á Alþingi. í texta auglýsingarinnar _ segir meðal annars: „I nýju fmmvarpi til laga um gmnnskóla em boðaðar miklar breytingar á næstu tíu ámm. Skólarnir verða einsetnir, skóladag- urinn lengist, færri nem- endur verða í hverjum bekk og hlutur foreldra í stjómun skóla verður aukinn, svo eitthvað sé nefnt.“ Er verið að reyna að hafa áhrif á þingmenn með áróðri af þessu tagi eða hvetja kennara og almenning til þrýstings á þá? Þvi miður kemur ekki fram í frétt Tímans í hveiju mistökin sem menntamálaráðherra nefndi felast. Fyrir nokkm var vakin athygli á því að utanríkisráðu- neytið eyddi hundmðum þúsunda króna til að aug- lýsa fund Jóns Baldvins Hannibalssonar á veit- ingastaðnum Ömniu Lú um Evrópumál og var hann sérstaklega ætlaður ungu fólki. Þegar sú aug- lýsingaherferð var gagn- rýnd sagði utanríkisráðu- neytið, að um mistök hefði verið að ræða. Er einleikið að mönnum séu svo mislagðar hendur i kynningarstarfi ráðu- neyta? Bæklingur umLÍN Skömmu áður en kosn- ingarnar til Stúdentaráðs Háskóla íslands (SHÍ) fóm fram fengu allir nemendur í Háskóla Ís- lands og vafalaust margir fleiri sendan bækling með fyrirsögninni LÍN, sem stendui’ fyrir Lánasjóð íslenskra námsmanna. Undir fyrirsögninni stendur: Upplýsingarit menntamálaráðuneytisins um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þá keinur: Þjóðarsátt um lánasjóð- imi og siðan textinn: „Lánasjóður íslenskra námsmamia gegnir mikil- vægu Iilutverki sem fé- lagslegur jöfnunarsjóður. LIN er ætlað að „tryggja jafnrétti til náms óháð efnahag, búsetu eða fé- lagslegum aðstæðum" eins og segir í lögum. Til þess að ná því markmiði þarf þreiint: Að teknu tilliti til að- stæðna þarf upphæð i námslána að duga náms- mönnum til framfærslu. Rikja verður almennur skilningur á gildi lána- sjóðsins svo nægjanlegt fjármagn fáist í hann. Nýta þarf fjármagn sjóðsins sem best þannig að það renni fyrst og fremst til þeirra sem helst þurfa á aðstoð að halda. Nú hefur tekist að hækka upphæð námslána um 20,1% umfram vísi- töluhækkmiir. Næstu brýnu verkefni eru að treysta innviði sjóðsins og tryggja framtíðarfjár- mögnun með því áð ná um hann þjóðarsátt." Allir sjá að hér er ekki um upplýsingar heldur pólitískt kynningarstarf að ræða og þvi er haldið áfram á blaðsíðu 2 í bækl- ingnum, því að þar er mynd af sjálfum Svavari Gestssyni menntamála- ráðherra og ávarjj frá honum. Þar fer hami gagnrýnisorðum um for- vera sinn í ráðherraemb- ætti fyrir „spamaðarráð- stafanir“ sem bitnað hafi á LÍN. Segir siðan, að þegar hann (Svavar) hafi sest í stól menntamálaráð- herra í september 1988 hafi verið „hafinn undir- búningur að þvi að rétta hlut námsmanna". Á síðunni á móti ávarp- inu er síðan skýringar- mynd og texti þvi til stað- festingar að ráðherrann hafi tryggt 20,1% hækkun námslána. Ef ráðherrar almennt ætla að feta í fótspor Sva- vars Gestssonar og láta skattgreiðendur kosta áróður af þessu tagi fyrir sig fram að kosningum á dágóð fúlga eftir að renna í þá hit áður en yfir lýkur. Þessi framganga menntamálarðáherra, önnur auglýsingastarf- semi hans og annarra ráð- herra í hvaða mynd sem hún birtist, kallar á að settar séu skýrar almeim- ar reglur um ráðstöfun opinberra fjánnuna í þessu skyni. Fjárveiting- arvaldið, Alþingi, verður að láta að sér kveða i sam- bandi við þetta. wgjS. KAUPPING HF Kringlunni 5, sími 689080 Fermingargjöfin sem leggur grunn að framtíðinni. Einingabréf Kaupþings í vandaðri gjafamöpp Einingabréf eru undirstaða að skynsamlegri og traustri skipan á fjármálum þeirra sem horfa til framtíðarinnar. Einingabréf eru gjöf sem er mikils virði á fermingardaginn og vex með árunum. Hafðu framtíð fermingarbarnsins í huga. Gefðu Einingabréf. Þau má kaupa fyrir hvaða fjárhæð sem er. Gengi Einingabréfa 14 mars 1991. Einingabréf 1 5.414 Einingabréf 2 2.924 Einingabréf 3 3.550 Skammtímabréf 1,813 U.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.