Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGPR .14. MARZ 1991 9 r \ BLÓMASALUR Opinn öll kvöld - fyrir þig Borðapantanir í síma 22321. FLUGLEIÐIR HÓTEL LOFTLEIDIR - þegar matarilmurinn liggur í loftinu V__________________________) liövikudagur 13. mars 1991 Sjálfstæöismenn gagnrýna grunnskólafrumvarpiö harölega: KOSTAR MENNTAMÁLA- RÁÐUNEYTIÐ KOSNINGA- BARÁTTU SVAVARS? j Ráðherraljómi Ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa verið iðnir við það undanfarið að efna til ráð- stefna um mál sem undir þá heyra í stjórn- arráðinu. Hefur ekki farið fram hjá neinurh að þetta er gert til að vegur þeirra verði sem mestur í komandi kosningabaráttu. Ljómi hinna háu embætta á að verða kjós- endum leiðarljós en ekki hin falda stefna Alþýðubandalagsins. í Staksteinum verður drepið á þetta nýja afbrigði ráðherrasósíal- ismans. Misnotkun eða mistök? I Tímanum 1 gær birtist meðal annars eftirfarandi í frétt: „Svavar Gestsson menntamálaráðherra var harðlega gagnrýndur í umræðum á Alþingi um grunnskólafrumvarp. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins sökuðu hium um að reyna að koma höggi á Sjálfstæðisflokkimi með auglýsingum sem birtar hafa verið í dagblöðum og kostaðar eru af menntamálaráðuneytinu. Svavar sagði að birting auglýsinganna hefðu ver- ið mistök. Sjálfstæðismenn hafa gert harða hríð að menntamálaráðherra við aðra umræðu um grunn- skólafrumvarpið í neðri deild. Umræðumar hafa nú staðið með hléum síðan í. byrjun siðustu viku. Sjálfstæðismenn hafa krafist þess að frum- varpið verði tekið út af dagskrá og segja útilokað að það verði að lögum á þeim tima sem eftir er af þinginu. Svavar hefur ekki fallist á þessa kröfu og vonast ennþá eftir að frumvarpið verði að lög- um fyrir þinglok.. Auglýsingamar, sem birtust í Pressumii og DV fyrir helgi, virðast hafa hert á andstöðu sjálfstæð- ismanna við fmmvarpið. Þeir segja að í auglýsing- unum sé gefið í skyn að Sjálfstæðisflokkurinn sé á móti uppbyggingu gmnn- skóla. Jafnframt gagn- rýndu sjálfstæðismenn bækling sem mennta- málaráðherra gaf út um Lánasjóð íslenskra náms- manna og segja þar vera á ferð dulbúinn kosn- ingaáróður. Þeir segjá það sérkeimilegt að ráðu- neytið skuli kosta og gefa út slíkan bækling. Það eigi að vera í verkaliring LIN að gefa hann út.“ Umrædd auglýsing frá menntamálaráðuneytinu er á marga lund sérstök. Er sjaldgæft ef ekki eins- dæmi að ráðuneyti skuli standa að því að auglýsa gildi fmmvarps sem er til umræðu á Alþingi. í texta auglýsingarinnar _ segir meðal annars: „I nýju fmmvarpi til laga um gmnnskóla em boðaðar miklar breytingar á næstu tíu ámm. Skólarnir verða einsetnir, skóladag- urinn lengist, færri nem- endur verða í hverjum bekk og hlutur foreldra í stjómun skóla verður aukinn, svo eitthvað sé nefnt.“ Er verið að reyna að hafa áhrif á þingmenn með áróðri af þessu tagi eða hvetja kennara og almenning til þrýstings á þá? Þvi miður kemur ekki fram í frétt Tímans í hveiju mistökin sem menntamálaráðherra nefndi felast. Fyrir nokkm var vakin athygli á því að utanríkisráðu- neytið eyddi hundmðum þúsunda króna til að aug- lýsa fund Jóns Baldvins Hannibalssonar á veit- ingastaðnum Ömniu Lú um Evrópumál og var hann sérstaklega ætlaður ungu fólki. Þegar sú aug- lýsingaherferð var gagn- rýnd sagði utanríkisráðu- neytið, að um mistök hefði verið að ræða. Er einleikið að mönnum séu svo mislagðar hendur i kynningarstarfi ráðu- neyta? Bæklingur umLÍN Skömmu áður en kosn- ingarnar til Stúdentaráðs Háskóla íslands (SHÍ) fóm fram fengu allir nemendur í Háskóla Ís- lands og vafalaust margir fleiri sendan bækling með fyrirsögninni LÍN, sem stendui’ fyrir Lánasjóð íslenskra námsmanna. Undir fyrirsögninni stendur: Upplýsingarit menntamálaráðuneytisins um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þá keinur: Þjóðarsátt um lánasjóð- imi og siðan textinn: „Lánasjóður íslenskra námsmamia gegnir mikil- vægu Iilutverki sem fé- lagslegur jöfnunarsjóður. LIN er ætlað að „tryggja jafnrétti til náms óháð efnahag, búsetu eða fé- lagslegum aðstæðum" eins og segir í lögum. Til þess að ná því markmiði þarf þreiint: Að teknu tilliti til að- stæðna þarf upphæð i námslána að duga náms- mönnum til framfærslu. Rikja verður almennur skilningur á gildi lána- sjóðsins svo nægjanlegt fjármagn fáist í hann. Nýta þarf fjármagn sjóðsins sem best þannig að það renni fyrst og fremst til þeirra sem helst þurfa á aðstoð að halda. Nú hefur tekist að hækka upphæð námslána um 20,1% umfram vísi- töluhækkmiir. Næstu brýnu verkefni eru að treysta innviði sjóðsins og tryggja framtíðarfjár- mögnun með því áð ná um hann þjóðarsátt." Allir sjá að hér er ekki um upplýsingar heldur pólitískt kynningarstarf að ræða og þvi er haldið áfram á blaðsíðu 2 í bækl- ingnum, því að þar er mynd af sjálfum Svavari Gestssyni menntamála- ráðherra og ávarjj frá honum. Þar fer hami gagnrýnisorðum um for- vera sinn í ráðherraemb- ætti fyrir „spamaðarráð- stafanir“ sem bitnað hafi á LÍN. Segir siðan, að þegar hann (Svavar) hafi sest í stól menntamálaráð- herra í september 1988 hafi verið „hafinn undir- búningur að þvi að rétta hlut námsmanna". Á síðunni á móti ávarp- inu er síðan skýringar- mynd og texti þvi til stað- festingar að ráðherrann hafi tryggt 20,1% hækkun námslána. Ef ráðherrar almennt ætla að feta í fótspor Sva- vars Gestssonar og láta skattgreiðendur kosta áróður af þessu tagi fyrir sig fram að kosningum á dágóð fúlga eftir að renna í þá hit áður en yfir lýkur. Þessi framganga menntamálarðáherra, önnur auglýsingastarf- semi hans og annarra ráð- herra í hvaða mynd sem hún birtist, kallar á að settar séu skýrar almeim- ar reglur um ráðstöfun opinberra fjánnuna í þessu skyni. Fjárveiting- arvaldið, Alþingi, verður að láta að sér kveða i sam- bandi við þetta. wgjS. KAUPPING HF Kringlunni 5, sími 689080 Fermingargjöfin sem leggur grunn að framtíðinni. Einingabréf Kaupþings í vandaðri gjafamöpp Einingabréf eru undirstaða að skynsamlegri og traustri skipan á fjármálum þeirra sem horfa til framtíðarinnar. Einingabréf eru gjöf sem er mikils virði á fermingardaginn og vex með árunum. Hafðu framtíð fermingarbarnsins í huga. Gefðu Einingabréf. Þau má kaupa fyrir hvaða fjárhæð sem er. Gengi Einingabréfa 14 mars 1991. Einingabréf 1 5.414 Einingabréf 2 2.924 Einingabréf 3 3.550 Skammtímabréf 1,813 U.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.