Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 Nám — Menntun hjúkrunarfræðinga eftir Sigrúnu Gerði Gísladóttur Grunnmenntun Hjúkrunarskóli íslands veitti grunnnám í hjúkrun hér á landi frá 1930 til 1986. Á þessum 56 árum breyttist og þróaðist þetta nám geysimikið. Árið 1973 var sett á stofn Náms- braut í hjúkrun við Háskóla ís- lands. Sú ákvörðun var tekin mjög skyndilega, og því miður var Há- skóli íslands ekki nægilega vel und- irbúinn í fyrstu, við að taka upp kennslu í þessari námsgrein. Einnig voru þá uppi margar efa- semdir, að þetta væri farsælasta leiðin í menntunarmálum hjúkr- unarfræðinga. Árið 1987 hefst nám í hjúkrun við Háskólann á Akureyri. Deilur um það nú, hvort rétt hafi verið að færa hjúkrunarnámið alveg inn til háskólanna, þjónar ekki neinum tilgangi nú. Þetta er búið og gert og háskólarnir sjá núna alveg um þessa fræðslu. Hjúkrunarstéttin í heild verður að halda árvekni sinni gagnvart grunnmenntuninni, vera með já- kvæða gagnrýni og halda stöðugu góðu sambandi við háskólana. Oft var það gagnrýnt hvað Hjúkrunar- skóli íslands var Iokuð stofnun og Sigrún Gerður Gísladóttir „En að grundvallar- þættir hjúkrunar hafi tekið einhverjum eðlis- breytingum er fásinna. Grundvallarþættir hjúkrunar eru „að stuðla að bættri líðan sjúklinga, stuðla að endurhæfingu skjól- stæðinga og stuðla að heilbrigði skjólstæð- inga. Þetta hefur aldrei breyst og mun aldrei breytast.“ lítið í sambandi við hjúkrunarstétt- ina. Framhalds-endurmenntun Hjúkrunarfélag íslands hefur skipulagt stutt námskeið á ýmsum sviðum hjúkrunar undanfarin ár. Fyrir daga Nýja hjúkrunarskól- ans, sem stofnað.ur var 1977, urðu hjúkrunarfræðingar að leita erlend- is til að afla sér framhaldsmenntun- ar í hjúkrun. Nýi hjúkrunarskólinn sá um framhaldsmenntun-endur- menntun á ýmsum sviðum hjúkr- unar, námstími var mislangur 1 til Vh ár í senn. Veitt var sérfræði- leyfi í ýmsum greinum hjúkrunar eftir slíkt nám. Þessi skóli var lagður niður 1990, án þess að endanlega væri frá því gengið hvar og hvernig ætti að sjá hjúkrunarfræðingum landsins fyrir viðbótar- og endurmenntun. Og er það mikið kæruleysi af hálfu heil- brigðisyfirvalda að samþykkja slíkt, svo óhemju brýn, sem endurmennt- un hjúkrunarfræðinga er íyrir sjúkrastofnanir og heilbrigðisþjón- ustu landsins. Skipulag og stefnumótun á við- bótar- og endurmenntunarnámi fyr- ir hjúkrunarfræðinga fer nú fram við Námsbraut í hjúkrun við Há- skóla íslands. Að undanfömu hafa verið kynntar fyrstu hugmyndir hvernig þessu námi skuli háttað. Þar er gengið út frá því að allir þeir hjúkrunarfræðingar í landinu sem hlutu menntun sína frá Hjúkr- unarskóla íslands, fái ekki aðgang að viðbótar- og endurmenntunar- námi Háskólans, nema að endur- taka grunnnám sitt að hluta til aft- ur. Einnig er í gangi tveggja ára nám fyrir hjúkrunarfræðinga útskrifaðir frá Hjúkrunarskóla íslands við Námsbrautina í hjúkrun, til þess eins að öðlast BS-gráðu í hjúkrun (sem er grunnnám). Höfundar slíkra tillagna eru á miklum villigötum. Vandséð er hvað veldur skipan þessara mála. Við fyrstu sýn mætti ætla að Háskóli íslands hefði svo mikla peninga að hann væri í vand- ræðum með að koma þeim í lóg. Eins og sagt var í upphafi þessar- ar greinar þjónar það engum til- gangi í dag, að deila um hvort rétt hafí verið að færa hjúkmnarnám á háskólastig eða ekki. Ekki skal heldur deilt um það hér, hvort grunnmenntun sú sem háskólarnir veita hafi nýst íslenskri heilbrigðisþjónustu betur en hinar fyrri skólagöngur hjúkrunarfræð- inga. Slíkt þjónar engum tilgangi heldur. Þó verður að harma margskonar kjánaleg ummæli hjúkrunarfræð- inga frá Námsbrautinni um reynslu- hefðir og trú hjúkrunarfræðinga um langan aldur. Að sjálfsögðu hafa orðið geysi- miklar framfarir í hjúkrun — jafn- hliða öðrum breytingum innan heil- brigðisþjónustunnar, allt hefur þetta komið skjólstæðingum okkar til góða. En að grundvallarþættir hjúkr- unar hafí tekið einhveijum eðlis- breytingum er fásinna. Grundvall- arþættir hjúkrunar eru „að stuðla að bættri líðan sjúklinga, stuðla að endurhæfíngu skjólstæðinga og stuðla að heilbrigði skjólstæðinga. Þetta hefur aldrei breyst og mun aldrei breytast. Gagnvart viðbótar-endurmennt- unarnámi hjúkrunarfræðinga verða menn að geta horfst í augu við stað- reyndir, það að Háskóli íslands og Háskóli Akureyrar eru stofnanir sem nú og framvegis hafa miklu minna rekstrarfé milli handa en þeir telja þörf á. Þessar stofnanir Verða því að sinna frumskyldum sínum, sem er að sjálfsögðu að sinna síauknum þörfum hinna hátæknivæddu sjúkrastofnana um viðbótar-endur- menntunarnám hjúkrunarfræðinga. Persónulegar óskir hjúkrunar- fræðinga um val á menntun og menntunarieiðum skipta ekki máli. Hugrhyndir eins og þær að hjúkr- unarfræðingar endurtaki grunn- menntun sína eru meira í ætt við hégóma en hjúkrun, slíkar hug- myndir hljóta að víkja, því engin leið er að verja þá sóun á fjármun- um sem slíkt hefur í för með sér, svo brýnt sem það er, að nýta alla krafta og fjármuni til að bæta heil- brigðisþjónustuna. Höfundur er formaður Vestfjarðadcildar Hjúkrunarfélags íslands. Svissnesk hátíð á Holidaylnn í tilefni af fyrstu kynningu á SWISS LINE á íslandi bjóða Hótel Holiday Inn og NIKO HF. upp á svissneska hátíð í Setrinu laugardaginn 16. mars n.k. Setrið mun skarta sínu fegursta og bjóða gestum upp á 7 réttaðan kvöldverð að svissne$kum hætti undir handleiðslu matreiðslumeistara hússins; Asgeirs Erlingssonar. Hátíðin hefst með fordrykk kl. 19:00. - -Æ. A!%L^GGRJN Wpínkle cr ' iristia SKINCQDE formen Kynntar verða snyrtivörur frá SWISS LINE og SKINCODE for men. SWISS LINE er glæný húðsnyrtilína sem verið er að markaðssetja víðsvegar í Evrópu um þessar mundir. Allir gestir fá sérstakar gjafir frá SWISS UNE og SKINCODE í tilefhi kvöldsins. Tískusýning á hinum glæsilega HANRO nátt- og undirfatnaði frá CLÖRU Laugavegi 8. Einnig verða hin heimsþekktu úr frá CHRISTIAN DIOR kynnt. Sýningastúlkur frá MODEL 79 sýna. Hljómsveit Edflu Borg leikur léttan jass fyrir matargesti og síðan fyrir dansi á 4. hæð hótelsins fram á nótt Verð kr. 6.500,- Innifalið: Fordrykkur, 7 réttaður kvöldverður ásamt tHheyrandi borðvínum. Blaðaummæli: "En hver er besti veitingastaðurinní Reykjavík í dag? Er það Setrið?Já líklegast, allavega má fullyrða að hvergi í Reykjavík er boðið uppá eins góða franska matargerð og þar."Sigmar B. Hauksson, DV 2.3. '91. Borðapantanir í símum: 689000 og 84168 Islendingur skák- meistari Minnesota St. Paul, Minnesota. Frá Guðbjörgu R. Guðmundsdóttir blaðamanni Morgunblað- ins. Benedikt Jónasson hafnaði í fyrsta sæti í úrslitakeppni um skákmeistara Minnesota-fylkis fyrir skömmu. Hann deildi efsta sætinu með Rússanum Ed Zel- kind. Mótið stóð yfir í tvo daga og Benedikt var með þrjá og hálfan vinning af fimm skákum. Benedikt, sem er íslenskum ská- kunnendum eflaust mörgum kunn- ur, hefur dvalið hér vestra undan- farin tvö ár og óhætt að segja að á þeim tíma hafi honum vegnað vel á skákmótum. Hann lenti í 3. sæti í úrslita- keppni um skákmeistaratiltil Min- nesota-fylkis í fyrra og á síðasta ári vann hann St. Cloud mót, þar sem bandaríski stórmeistarinn E. Mednis var á meðal þáttakenda. Benedikt fór með sigur af hólmi á opna Minnesota mótinu í fyrra og vann lokamót á svokölluðu Budget Paper-móti. Benedikt sagðist íhuga að taka þátt í opna New York mótinu sem verður haldið nú um páskana. En síðan væri fjölskyldan að flytja heim til íslands í sumar og þar myndi hann væntanlega halda áfram að tefla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.