Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 55
: 1/M .11 I3Aian jdhow MORGUNBLAÐIÐ IPKUI 11#1 FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Sigmar Þröstut er tilbúinn, Þorbergur! Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Finnur Jóhannsson snýr á Sigurð Bjamason og stekkur inn í teig til að senda knöttinn í netið hjá Stjörnumönnum. „ÞAÐ var Ijúft að fagna sigri hér í Hafnarfirði. Það voru oft kaflaskipti í leiknum og stöðug- leikann vantaði," sagði Sigmar Þröstur Óskarsson, sem var hetja Eyjamanna sem lögðu Hauka að velli, 24:23, í fjörug- um og spennandi leik. Sigmar Þröstur fór á kostum í marki Eyjamanna, sem geta þakkað honum sigurinn. Hann varði alls 20 skot í leiknum - þar af tólf í seinni hálfleik, þegar Eyja- menn gerðu út um leikinn. Sigmar Þröstur, sem varði alls tólf skot maður gegn manni, var geysiiega yfirvegaður og er svo sannarlega kominn í landsliðsham. Það verður erfitt fyrir Þorberg Aðalsteinsson, landsliðsþjálfara, að ganga fram hjá honum þegar hann velur lið sitt fyrir landsleikina gegn Litháen. Sigmar Þröstur byrjaði leikinn með því að verja þrjú skot í röð þegar Haukar stukku inn úr horni og Eyjamenn komust yfir, 0:3. Haukar, með Tékkann Petr Baumruk sem aðal- mann, náðu að jafna, 6:6, og kom- ast yfir, 13:11, þegar flautað var til leikhlés. Eyjamenn náðu að jafna, 15:15, og þegar staðan var 18:18, lokaði Sigmar Þröstur mark- inu um tíma og komust Eyjamenn yfir, 19:21, og eftir það var sigur þeirra í öruggri höfn, en Haukar gerðu tvö síðustu mörk leiksins og náðu að minnka muninn í eitt mark, 23:24. Sigmundur Ó. Steinarsson skrífar ÍÞRÚmR FOLK ■ ÞRIR leikmenn úr 1. deildinni í handknattleik hafa verið úrskurð- aðir í eins leiks bann af aganefnd HSÍ og verða því ekki með félögum sínum um næstu helgi. Þetta eru þeir Konráð Olavson úr KR , Sig- urjón Sigurðsson hjá Haukum og Einar Guðmundsson úr liði Sel- foss. ■ HAUKAR náðu ekki takmarki sínu - að leggja ÍBV að velli og skjótast upp fyrir FH-inga á stiga- töflunni. Haukar eru á botninum með ekkert stig, en FH-ingar eru með eitt stig. ■ „ÞETTA var gjöf,“ var það fyrsta sem Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, sagði við sína menn þegar þeir komu inn í búningsklega eftir leikinn gegn ÍBV. „Þetta var nákvæmlega eins og gegn Stjörn- unni. Strákamir gáfu eftir þegar þeir voru komnir yfir. Þeir sýndu kæruleysi í sóknarleiknum," sagði Viggó. ■ EYJAMENN léku án tveggja lykilmanna. Sigurður Friðriksson er meiddur á kálfa og Guðfinnur Kristmannsson er veikur. ■ ÞEGAR leikmenn voru kynntir í Hafnarfirði, var þulur leiksins með gálgahúmor þegar hann kynnti leikmenn ÍBV. „Þá er röðin komin að búningsklefakónginum," sagði þulurinn þegar hann kynnti Sig- björn Oskarsson. ■ AXEL Stefánsson stóð ekki í marki KA gegn Gróttu í gær- kvöldi. Hann hefur enn ekki náð sér af meiðslum sem hann hlaut í leiknum gegn Fram á dögunum, er skotið var í höfuð hans. Baráttusigur Valsmanna Unnu Stjörnuna í skemmtilegum og spennandi leik VALSMENN sýndu mikla bar- áttu er þeir lögðu Stjörnumenn að velli í einum besta ieik vetr- arins. Þeir unnu upp þriggja marka forskot Stjörnunnar í síðari hálfleik og með sterkri vörn og góðri markvörslu tryggðu þeir sér mikilvægan sigur, 24:20. Valsmenn byijuðu vel og höfðu undirtökin í fyrri háifleik. Stjaman náði þó góðum kafla fyrir leikhlé og í hálfleik var jafnt, 12:12. í byrjun síðari hálf- leiks fóru Garðbæ- ingar á kostum og gerðu fjögur mörk gegn einu. En Vals- menn gáfu sig ekki, lokuðu vörn- inni næstu tíu mínútur og komust yfir. Stjaman jafnaði aftur og þeg- ar fimm mínútur voru eftir var stað- an jöfn 20:20. í lokin voru það Valsmenn, með Einar Þorvai’ðarson sem besta mann, sem gerðu út um leikinn. Vörnin vann vel saman og Einar hirti það sem fór í gegn. Valsmenn gerðu fjögur síðustu mörkin og tryggðu sér mikilvægan sigur. Jón Ki-istjángsun og Einar voi-u bestu menn Vals. Jón gekk í gegn- Logi Bergmann Eiösson skrifar um vöm Stjörnunnar hvað eftir annað og naut þar reyndar dyggrar aðstoðar Finns Jóhannssonar, sem opnaði vel fyrir hann. Einar varði mjög vel í síðari hálfleik og var fljót- ur að koma boltanum í leik og Brynjar Harðarson fór á kostum í síðari hálfleik. Hann byijaði illa, var full skotglaður, en í síðari hálf- leik nýtti hann færi sín mjög vel. Stjarnan-Valur 20:24 íþróttahúsið í Garðabæ, úrslitakeppni 1. deildar karla — VÍS-keppninnar — efri hluti, miðvikud. 13. mars 1991. Gangur leíksins: 2:0, 2:3, 4:7, 6:9, 12:11, 12:12, 16:13, 16:17, 18:18, 18:20, 20:20, 20:24. Mörk Stjörnunnar: Sigurður Bjama- son 5, Axel Björnsson 5, Magnús Sig- urðsson 4/1, Patrekur Jóhannesson 3, Hafsteinn Bragason 2 og Hilmar Hjaltason 1. Varin skot: Brynjar Kvaran 5, Ingvar Ragnarsson 5. Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Vals: Brynjar Hai*ðarson 7, Jón Kristjánsson 6, Valdimar Grímsson 6/2, Jakob Sigurðsson 3, Finnur Jó- hannsson. Varin skot: Einar Þorvarðarson 18/1. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson. Áhorfendur: Um 600. Jakob og Valdimar voru mjög ógn andi og snöggir fram og vörnin var góð, einkum í lok síðari hálfleiks er Stjarnan gerði aðeins fjögur mörk á 23 mínútum. „í úrslitakeppninni er hver leikur úrslitaleikur. Þessi var eins og þeir gerast bestir og við unnum á vöm- inni,“ sagði Jakob Sigurðsson, fyrir- liði Vals. „Vömin er lykilatriði hjá okkur og það hefur einnig hjálpað okkur mikið í útileikjunum hve góð- an stuðning við höfum fengið. En það er mikið eftir og enginn leikur öruggur,“ sagði Jakob. Axel Björnsson var besti maður Stjörnunnar, lék af miklum krafti. Sigurður Bjarnason átti einnig góð- an leik og sama má segja um Skúla og Patrek, framan af leiknum. Ing var Ragnarsson kom í markið í síðari hálfleik og varði vel en vant- aði sterkai’i vörn fyrir framan sig. „Það vantaði alls ekki stemmn- inguna og við áttum að geta unnið. En við gerðum mikið af villum í vöminni og gáfum þeim of mörg mörk,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, fyrirliði Stjörnunnar. „Við erum alls ekki hættir og vitum það að við verðum að vinna Víking til að eiga möguleika á titlinum og það verður ekkert gefið eftir,“ sagði Skúli. Sigmar Þröstur Oskarsson. Eins 'og fyrr segir var Sigrnar Þröstur í miklum víðamóði og þá léku þeir Sigui'ður Gunnarsson og Gylfi Birgisson vel í baráttuglöðu liði Eyjamanna. Petr Baumruk var besti leikmaður Hauka - sérstak- lega í fyrri hálfleik, þegar hann skoraði sex mörk. Einnig lék Magn- ús Árnason vel í marki Hauka r fyrri hálfleik og varði þá ellefu skot af þeim fimmtán sem hann varði í leiknum. Haukar - IBV23:24 íþróttahúsid við Strandgötu. Úrslita- keppni 1. deildar (VÍS-deild), efri hluti. Miðvikudagur 13. mars 1991. Gangur leiksins: 0:3, 1:3, 1:5, 4:5, 6:6, 7:7, 10:8, 13:11. 13:12, 15:15, 18:18, 19:21, 20:23, 21:24, 23:24. Mörk Hauka: Petr Baumruk 9/1, Steinar Birgisson 3, Snorri Leifsson 3/2, Pétur lngi Amarson 3, Jón Örn Stefánsson 2, Sigurður Öm Ámason 1, Óskar Sigurðsson 1, Sigurjón Sig- urðsson. Varin skot: Magnús Ámason 15 (Þar af fimm skot sem knötturinn fór aftur til mótherja). Utan vallar: 8 mín. Mörk ÍBV: Gylfi Birgisson 8/2, Sig- urður Gunnarsson 7, Haraldur Hannes- son 3, Sigbjöm Óskarsson 2, .Helgi Bragason 2, Erlingur Richardsson 2. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 20/1 (Þar af Qögur sem fóru aftur til mótheqa). Utan vallar: 6 mín. Áhorfendur: Um 350. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Ámi Sverrisson. 1. DEILD — EFRI HLUTI Fj.leikja U J T Mörk Stig VALUR VÍKINGUR STJARNAN ÍBV FH HAUKAR 77: 53 91: 85 67: 69 72: 81 70: 81 68: 76 Markahæstu menn Þeir leikmenn sem hafa skorað flest mörk í efri hluta úrslitakeppninnar, eru: Birgir Sigurðsson, Víkingi......._..2S Bjarki Sigurðsson, Víkingi..........22 PetrBaumruk, Haukum ..............22/3 Vaidimar Grímsson, Val............21/5 Óskar Ármannsson, FH..............18/7 Brynjar Harðarson, Val............17/1 Stefán Kristjánsson, FH...........17/4 Jón Kristjánsson, Val...............16 Patrekur Jóhannesson, Stjörnunni..15 Gylfi Birgisson, ÍBV..............15/3 Jakob Sigurðsson, Val.............14 SigurðurGunnarsson, ÍBV...........14/1 Axel Björnsson, Stjörmmni.........14/3 Snorri Leifsson, Haukum...........13/2 Árni Friðieifsson, Víkingi........ 13/6 Guðjón Árnason, FH................12 Alexej Trúfan, Víkingi............11/4 Magnús Sigurðsson, Stjörnunni.....11/3 Helgi Bragason, ÍBV...............11 Magnús Sigurðsson, Stjörnunni.....11/3 Haraldur Hannesson, ÍBV...........10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.