Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 23 Meðal helstu innri aðgerða má nefna eftirfarandi: Efla skilning og áhuga stjórnenda og starfsmanna á aukinni framleiðni. Stöðug og góð þjálfun starfsfólks. Hagnýtar rann- sóknir og vöruþróun. Fjárfestingar í tækjabúnaði og starfsaðferðum, sem skila aukinni framleiðni. Ábyrg fjármálastjórn og öflug upplýsinga- kerfi. Gæðastjórnun og gæðaeftir- lit. Öflug markaðsstarfsemi. Launa- kerfi tengt afkomu fyrirtækisins og árangur starfsfólks. Virkt og reglu- legt eftirlit með þróun framleiðni á sem flestum sviðum innan fyrirtæk- isins. Varðandi helstu ytri aðgerðir má nefna eftirfarandi: Stöðugleika í efnahagsmálum. Samkeppni á markaðnum sé fyrir hendi. Álmenn þjóðfélagsviðhorf séu jákvæð gagn- vart breytingum, framförum og nýrri tækni. Hömlur á markaði, svo sem kvótar, séu ekki fyrir hendi í framleiðslu eða sölu. Starfsskilyrð- um atvinnulífsins séu ekki lakari en í nágrannalöndunum og á helstu samkeppissvæðum. Viðhorf stjórn- valda séu jákvæð gagnvart aukinni framleiðni. Öflugt samstarf menntakerfis og atvinnulífs. Framleiðni skiptir okkur |slend- inga gríðarlega miklu máli. Á með- an framleiðni er lægri hér en ann- ars staðar er ólíklegt að íslenskur varningur geti keppt við erlendar vörur. Ástæðan er sú að hærri framleiðni erlendis gerir erlendum fyrirtækjum kleift að selja sínar vörur á lægra verði en íslensk fyrir- tæki geta boðið. Af þessu er Ijóst að atvinnuöryggi þúsunda Islend- inga er í hættu ef ekki reynist unnt að viðhalda sambærilegri framleiðni hér á landi og í helstu samkeppnis- löndum okkar. Verulegrar stöðnunar gætir nú í uppbyggingu nýrra fyrirtækja. Orkufrekur iðnaður er einnig val- kostur, en þar virðast erlendir aðil- ar fara sér hægt um þessar mund- ir. Þá er mikilvægt að við gætum þess að verða þjóðhagslega ekki of háð einni afurð. Vonandi tekst þó að ná samningum um álver á Keilis- nesi. Hins vegar er það spurning hversu mörg álver því til viðbótar við þolum á næstunni. Af þessu má sjá að aukin framleiðni í starf- andi fyrirtækjum er ein veigamesta forsenda hagvaxtar á næstu árum. Lífskjör á íslandi, mæld í kaup- mætti hafa versnað töluvert á síðustu þremur árum. Ólíklegt er að launafólk sætti sig við áfram- haldandi lífskjaraskerðingu. Af- koma og samkeppnisstaða atvinnu- lífsins. hefur hins vegar ekki boðið upp á hækkun kaupmáttar. Fram til þessa hefur lítið verið um mark- vissar aðgerðir af hálfu stjórnvalda og fyrirtækja til að auka fram- leiðni. Áberandi er þó sú vakning sem nú gætir meðal fyrirtækja á framleiðniaukandi aðgerðum. Vænlegasta leiðin til að auka atvinnuöryggi, bæta kaupmáttinn og tryggja til lengri tíma lífskjörin felst í því að auka framleiðnina. Aukin framleiðni er einnig forsenda þess að við getum greitt til baka þau lán sem við höfum tekið erfend- is, því aukin framleiðni er forsenda hagvaxtar, en án hagvaxtar endur- greiðum við ekki erlendar skuldir okkar nema með því að skerða lífskjörin. Höfundur erforstjóri Iðntæknistofnunnr. ★ Pitney Bowes- póstpökkun Mjög hentug fyrirtækjum, bæjarfélögum, stofnunum Brýtur blaðiö, setur I umslag og lokar þvf OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavlk Slmar 624631 / 624699 ■ T| ■ : V.V.V/-/V ;-V ;;..Á ■ ■ ■ Tulip DC 386SX - 20MHz, VGA, 40MB harður diskur Hewlett Packard LaserJet IIP -------I As T Pantanir berist í síðasta lagi 15. mars til Agnesar Vilhelmsdóttur hjá Innkaupastofnun ríkisins Borgartúni 7, s: 91-26844 Tölvukaup M. Skeifunni 17 sími 687220 fax 687260
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.