Morgunblaðið - 14.03.1991, Síða 23

Morgunblaðið - 14.03.1991, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 23 Meðal helstu innri aðgerða má nefna eftirfarandi: Efla skilning og áhuga stjórnenda og starfsmanna á aukinni framleiðni. Stöðug og góð þjálfun starfsfólks. Hagnýtar rann- sóknir og vöruþróun. Fjárfestingar í tækjabúnaði og starfsaðferðum, sem skila aukinni framleiðni. Ábyrg fjármálastjórn og öflug upplýsinga- kerfi. Gæðastjórnun og gæðaeftir- lit. Öflug markaðsstarfsemi. Launa- kerfi tengt afkomu fyrirtækisins og árangur starfsfólks. Virkt og reglu- legt eftirlit með þróun framleiðni á sem flestum sviðum innan fyrirtæk- isins. Varðandi helstu ytri aðgerðir má nefna eftirfarandi: Stöðugleika í efnahagsmálum. Samkeppni á markaðnum sé fyrir hendi. Álmenn þjóðfélagsviðhorf séu jákvæð gagn- vart breytingum, framförum og nýrri tækni. Hömlur á markaði, svo sem kvótar, séu ekki fyrir hendi í framleiðslu eða sölu. Starfsskilyrð- um atvinnulífsins séu ekki lakari en í nágrannalöndunum og á helstu samkeppissvæðum. Viðhorf stjórn- valda séu jákvæð gagnvart aukinni framleiðni. Öflugt samstarf menntakerfis og atvinnulífs. Framleiðni skiptir okkur |slend- inga gríðarlega miklu máli. Á með- an framleiðni er lægri hér en ann- ars staðar er ólíklegt að íslenskur varningur geti keppt við erlendar vörur. Ástæðan er sú að hærri framleiðni erlendis gerir erlendum fyrirtækjum kleift að selja sínar vörur á lægra verði en íslensk fyrir- tæki geta boðið. Af þessu er Ijóst að atvinnuöryggi þúsunda Islend- inga er í hættu ef ekki reynist unnt að viðhalda sambærilegri framleiðni hér á landi og í helstu samkeppnis- löndum okkar. Verulegrar stöðnunar gætir nú í uppbyggingu nýrra fyrirtækja. Orkufrekur iðnaður er einnig val- kostur, en þar virðast erlendir aðil- ar fara sér hægt um þessar mund- ir. Þá er mikilvægt að við gætum þess að verða þjóðhagslega ekki of háð einni afurð. Vonandi tekst þó að ná samningum um álver á Keilis- nesi. Hins vegar er það spurning hversu mörg álver því til viðbótar við þolum á næstunni. Af þessu má sjá að aukin framleiðni í starf- andi fyrirtækjum er ein veigamesta forsenda hagvaxtar á næstu árum. Lífskjör á íslandi, mæld í kaup- mætti hafa versnað töluvert á síðustu þremur árum. Ólíklegt er að launafólk sætti sig við áfram- haldandi lífskjaraskerðingu. Af- koma og samkeppnisstaða atvinnu- lífsins. hefur hins vegar ekki boðið upp á hækkun kaupmáttar. Fram til þessa hefur lítið verið um mark- vissar aðgerðir af hálfu stjórnvalda og fyrirtækja til að auka fram- leiðni. Áberandi er þó sú vakning sem nú gætir meðal fyrirtækja á framleiðniaukandi aðgerðum. Vænlegasta leiðin til að auka atvinnuöryggi, bæta kaupmáttinn og tryggja til lengri tíma lífskjörin felst í því að auka framleiðnina. Aukin framleiðni er einnig forsenda þess að við getum greitt til baka þau lán sem við höfum tekið erfend- is, því aukin framleiðni er forsenda hagvaxtar, en án hagvaxtar endur- greiðum við ekki erlendar skuldir okkar nema með því að skerða lífskjörin. Höfundur erforstjóri Iðntæknistofnunnr. ★ Pitney Bowes- póstpökkun Mjög hentug fyrirtækjum, bæjarfélögum, stofnunum Brýtur blaðiö, setur I umslag og lokar þvf OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavlk Slmar 624631 / 624699 ■ T| ■ : V.V.V/-/V ;-V ;;..Á ■ ■ ■ Tulip DC 386SX - 20MHz, VGA, 40MB harður diskur Hewlett Packard LaserJet IIP -------I As T Pantanir berist í síðasta lagi 15. mars til Agnesar Vilhelmsdóttur hjá Innkaupastofnun ríkisins Borgartúni 7, s: 91-26844 Tölvukaup M. Skeifunni 17 sími 687220 fax 687260

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.